Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 55
»(»i fcíJAM öf flUf)AfJlJTMMT? ®0A48HUO8OM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 £g 55 Hrefha S. Bjarna- dóttir — Kveðjuorð Fædd 21. september 1924 Dáin 16. febrúar 1989 Það er skammt stórra högga á milli hjá vinum mínum í Ólafsvík og nú er Hrefna horfin yfir móðuna miklu, burt frá veikindum, inn í frið Guðs sem linar alla sjúkdóma. Mér er ljúft að minnast sérstakrar mannkostakonu. Hrefna Sigríður Bjamadóttir var elst fjögurra bama hjónanna Vigdísar Sigurgeirsdóttur og Bjama Sigurðssonar vélsmíða- meistara er nam iðn sína á Þing- eyri við Dýrafjörð, en þar fæddist Hrefna ásamt systkinum sínum sem öll eru mikið sómafólk eins og þau eiga kyn til. Árið 1943 fluttist fjöl- skyldan til Ólafsvíkur um líkt leyti og Hrefna lauk námi frá Kvenna- skólanum í Reykjavík. Hrefna giftist Þórði Magnússyni kennara frá Miklaholti á Snæfells- nesi og eignuðust þau fjögur böm sem öll hafa verið mér mjög kær, allt frá bamæsku til þessa dags, enda heimili þeirra hjóna í Reykjavík mitt annað heimili sem alltaf var-mér opið. Þau Hrefna og Þórður slitu samvistir árið 1958 og fluttist Hrefna þá að nýju til Ólafsvíkur. Hún hóf störf hjá Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur, en starfaði einnig við fjölskyldufyrirtækið, Vél- smiðjuna Sindra. Hrefna giftist Ólafl Kristjánssyni yfirverkstjóra Hraðfrystihúss Ólafsvíkur 1963, miklum ágætis- manni. Hún lagði stund á margs- konar störf í heimabæ sínum, var framarlega í verkalýðsmálum, söngkona var hún frábær og söng um 30 ára skeið með kirkjukór Ólafsvíkurkirkju. í minningunni um H.refnu kemur mér helst í hug minning mín af móður minni. Stór orð, segir ein- Þuríður Arnadóttir Akranesi—Minning Fædd 24. mars 1925 Dáin 18. janúar 1989 Þú lifir þar sem ljósið eilíft skín, þú lifir þar sem böl og harmur dvín, og gullnum skrúða guð þig lætur skarta. í geisladýrð þú syngur sólarljóð, svo sætt og blítt með drottins englaþjóð, og frelsarinn þig faðmar sér að hjarta. (R.B.) Það er alltaf sárt þegar sam- ferðaarfólk og vinir kveðja þennan heim. Maður áttar sig ekki á því, fyrr en eftir langa stund, að vinur er horfinn. Ekki bara um stundar- sakir, heldur að eilífu. Já, að eilífu, en þá fara minningar um liðnar stundir að streyma um hugann. Minningar sem verða geymdar en ekki gleymdar. En svona er lífsins gangur. Maður kemur og maður fer. Og hún Þura í Mörk er farin frá okkur, farin til landsins þar sem blómin blómstra að eilífu. Blómin sem hún unni svo heitt, hvort sem það var blóm í stofuglugga, eða úti í garði. Lítill blómangi varð að stóru fallegu blómi eftir hennar umönn- un. Við vinkonur dóttur hennar, Þóru Betu, fengum smjörþefinn af blómastússi Þuru, á heimili hennar í Heiðargerði 7. En þar vorum við heimagangar í mörg ár. Heima- gangar sem komu á hinum ýmsu tímum sólarhringsins. Alltaf jafn velkomnar. Eldhúsið hennar Þuru var aðal- samkomustaður okkar. Þar var skrafað saman og gert að gamni sínu. Glettinn hlátur Þuru smitaði út frá sér, svo eldhúsið ómaði af glöðum hlátri. Og úr búrinu töfraði hún Þura þessar fínu tertur og heimabakað brauð, með svo þykku smjöri, að matvælafræðingar hefðu fengið áfall. Þegar Þuru fannst við ekki nógu fínar til samkvæmishalds þá bara setti hún blóm í hár okkar, svona blóm hér og þar. Svona var Þura, full af gáska og glettni. Heim- ilið var hennar yndi, hreint og fág- að. Blóm hér og blóm þar og blóm alls staðar. Og þar er Þura í blóma- hafi hins eilífa lífs. Að leiðarlokum þökkum við fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hennar. Elsku Dúddi, Þóra Beta, Matti, Valdi, Auður og aðrir ástvinir, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Svala og Mumma, Akranesi. t Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúö og vinarhug við andlát og útför PETRU JÚLIUSDÓTTUR, Brekastfg 31, Vestmannaeyjum. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Björgvln Magnússon. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför eiginmanns og föður, HAFSTEINS BERGS JÓNSSONAR, Hamarsgötu 23, Fáskrúðsfirði. Kristfn Eide, Elfn Agnes og aðrir aðstandendur. hver, ekki of stór í garð Hrefnu, því mér detta engar tvær konur í hug sem eiga jafn margt sameigin- legt. Það þarf ekki mörg orð þar um, þeirra aðalsmerki var kærleik- urinn. Sagðí ekki Kristur að kær- leikurinn væri það dýrmætasta sem nokkur gæti eignast? Eg vil að endingu, um leið og ég bið Guð að hugga Ólaf í harmi hans, senda honum, bömum Hrefnu svo og öðrum aðstandendum inni- legar samúðarkveðjur. Ég þakka Guði fyrir það lán að hafa fengið að kynnast Hrefnu. Hvíli hún_ í friði. Ásgeir H.P. Hraundal Enn hefur sá gengið um garð er engum hlífír og nú varð það mág- kona mín, Hrefna Bjamadóttir, sem varð fyrir ljáfari hans. Líf og dauði haldast ætíð í hendur rétt eins og gleði og sorg. Mér er ljúft að minnast mágkonu minnar eftir rúmlega þtjátíu ára samveru í leik og starfi, þar sem aldrei bar skugga á og ætíð var hún tilbúin að aðstoða þar sem hjálpar var þörf. Hrefna fæddist 21. október 1924 og ólst upp í foreldrahúsum við al- menn sveitastörf, hún var elst sinna systkina og gætti þeirra ætíð af mikilli ábyrgðartilfínningu. Það var sá eiginleiki sem snemma kom í ljós í fari hennar og nýttist við öll þau miklu ábyrgðarstörf er henni vom falin í gegnum árin og alveg var sama að hverju Hrefna starfaði, allt var gert af fyllstu vandvirkni og alúð. Foreldrar Hrefnu vom merkis- og myndarhjónin Bjami M. Sigurðs- son og Vigdís L. Sigurgeirsdóttir. Þau hjónin höfðu mikinn hug á menntun barna sinna og fór Hrefna í Kvennaskólann og lauk þar námi með glæsibrag. Ung að ámm giftist hún Þórði Magnússyni og áttu þau fjögur böm, Bjarna, Kristínu, Erlu og Magnús, þau slitu samvistir. Til Ólafsvíkur flytur hún árið 1959 með bömin sín hálfstálpuð og fór þá að vinna í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur hjá Gunnari Bjamasyni bróður sínum. Hún var afburðadug- leg og öllum bömum sínum kom hún til mennta. Árið 1963 giftist hún Ólafi Krist- jánssyni, reglusömum sæmdar- manni, og var sú sameining gæfu- spor beggja. Þau ólu upp Guðmund son Kristínar. Hin létta lund Hrefnu bjargaði henni frá hinum mörgu boðum er á vegi hennar urðu í lífinu og ómet- anlegt var að eiga hana að vini og félaga. Með trega kveð ég mágkonu mína sem nú er laus undan þeim sjúkdóm sem heltók hana á skömm- um tíma. Bið ég blessunar eiginmanni hennar, bömum og öðmm vanda- mönnum. Sigurdís Egilsdóttir Mig langar að minnast frænku minnar, Hrefnu S. Bjamadóttur, í fáum orðum og votta aðstandend- um samúð mína og fjölskyldu minnar. Hrefna var í mínum huga góða frænkan sem alltaf var hægt að leita til þó minna væri gert af því hin síðari ár. Mynd af frænku í fallegum grænum kjól með kolsvart hár, geislandi augu af gleði, er allt- af í huga mínum, er ég sem telpu- hnokki fékk að skjótast upp til afa og ömmu og óska Hrefnu og Óla til hamingju með brúðkaupsdaginn. Hrefna hafði yndislega söngrödd er hljómaði yndislega í Ólafsvíkur- kirkju. Ég naut þess að hlusta á og var hreykin af að eiga frænku með þessa fögm söngrödd og verða þess svo aðnjótandi síðar meir að syngja við hlið hennar í kirkjukór Ólafsvíkur. Allar stundir er ég átti í Ásbergshúsi, Skálholti 15 og í Smiðjunni og kaffítímunum í Hjarð- artúni 7, með Hrefnu, eru fallegar endurminningar er aldrei gleymast. Ég þakka frænku minni. Vigdís Björg Sigurgeirsdóttir SNYRTIVÖRU-1 KYNNING fimmtud. 16. mars kl. 10-18 og föstud. 17.mars kl. 10-18 \£j & JötAyj PARIS SNYRTIVÖRUR SEM FAGFOLKIÐ VELUR AMARÓ AKUREYRI snyrtivörudeild t Hjartans þakkir og vinarkveðjur sendum við öllum þeim sem auð- sýndu okkur samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, dóttur okkar og tengdadóttur, HJÖRNÝJAR FRIÐRIKSDÓTTUR. Lifið heil í guðsfriði. - Friðrik Ottósson, Jón Hilmar Björnsson, Elfnborg Sigurðardóttir, Ingibjörg Stephensen. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu okkar, SIGRÍÐAR ÁSMUNDSDÓTTUR saumakonu, Vesturströnd 29, Seltjarnarnesi. Auður Aradóttir, Kjartan Norðfjörð, Sæmundur Norðfjörð, Sigrfður Norðfjörð, Guðrún Norðfjörð, Hildur Norðfjörð. t Við þökkum þeim fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför GUÐMUNDAR HANSSONAR, Hæðargarði 2. Sigrfður Axelsdóttir, Jón Steinar Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir, Gunnar Sverrir Guðmundsson, Marfa Helga Guðmundsdóttir, Þórarinn Jónsson, Anna Sigríður Guðmundsdóttir, Reynir Halldórsson og barnabörn. BMberar oskast Símar 35408 og 83033 SKERJAFJORÐUR Einarsnes 36-78 o.fl. Bauganes Baugatangi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.