Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 30
30 MORGU&BIAÐÍÐ FlMMfODAOÚlí /16:. MARZ: 1989 Líbanon: Beirutbúar í úlfakreppu Beirut. Reuter. Skothríð úr vélbyssum heyrð- ist öðru hveiju í Beirut í Líbanon í gær og óbreyttir borgarar voru við öllu búnir þótt hlé hafi orðið á stórskotaliðsárásum. Á þriðju- dag kom í fyrsta sinn til átaka milli tveggja ríkisstjóma, annars vegar múslima og hins vegar kristinna, sem farið hafa með völd í landinu síðan í september er þinginu mistókst að kjósa forseta fyrir alla trúflokka lands- ins. Við sjúkrahús bandaríska háskólans í borginni reyndi hjúkrunarfólk að liðsinna særð- um; kvalaóp og stunur yfir- gnæfðu kvein ættingja fómar- lamba átakanna. 40 féllu og 140 særðust á þriðjudaginn. Bandaríkin: Viðskipta- halli minnkar Viðskiptahalli Bandaríkjanna var 9,49 milljarðar Bandaríkja- dala í janúar og hafði því lækk- að verulega frá því í desember er hann var 10,99 milljarðar. Útflutningur minnkaði um 4,3% en innflutningur þó enn meira eða um 6,9%. Viðskiptahallinn jókst mörg ár í röð og varð 152,12 milljarðar dollara árið 1987 en á síðasta ári lækkaði hann skyndilega í 119,76 millj- arða dala. Kína: Sovéskt lán í vændum Sovétmenn hafa boðið Kínveijum peningalán á lágum vöxtum en slíkt hefur ekki gerst í nær þijá áratugi, að sögn kín- versks embættismanns í málm- iðnaði. Soveskur ráðherra, sem nýlega var í heimsókn í Kína, bauð Kínveijum sem svarar 126 milljónum Bandaríkjadala (6,5 milljarð ísl.kr.) til að endumýja jám-og stálsmiðjur í Innri- Mongólíu. Kínverski embættis- maðurinn sagði að kannað væri hvemig féð kæmi að bestum notum og færi svo að ráðamenn samþykktu að taka boðinu yrðu samningar undirritaðir í júní. Grikkland: Ráðherra segir af sér embætti Aþena. Reuter. AGAMEMNON Koutsoyorgas, aðstoðarforsætisráðherra Grikklands og náinn vinur Andreas Papandreous forsætisráðherra, sagði af sér á þriðjudag. Grískir fjölmiðlar hafa gagnrýnt harðlega framgöngu ríkis- stjómarinnar í bankahneyksli, sem skekið hefur ríkisstjórn Papandreo- us um nokkurt skeið. Þetta er í annað sinn sem Koutsoyorgas neyðist til að segja af sér í ríkisstjóm sósíalista á innan við flórum mánuðum. í afsagnarbréfi sínu sagði Ko- Koutsoyorgas sagði af sér sem utsoyorgas að hann hefði stutt máls- dómsmála- og aðstoðarforsætisráð- meðferð ríkisstjómarinnar varðandi bankahneykslið og að það væri und- ir grísku þjóðinni komið að meta frammistöðu stjómvalda í komandi kosningum. Bandaríkin: Dæmdur fyr- ir flugrán Waahington. Reuter. ÞRÍTUGUR Líbani, Fawaz Yun- is, hefur verið úrskurðaður sek- ur um aðild að ráni á jórdanskrí farþegaþotu árið 1985. Tveir Bandaríkjamenn vom um borð í þotunni. Þetta er í fyrsta sinn sem beitt er í Bandaríkjunum lögum sem kveða á um réttinn til að draga erlenda menn fyrir þarlendan dómstól vegna fiug- ráns erlendis ef Bandaríkjamenn em meðal þolenda glæpsins. Refsing mannsins hefur ekki verið ákveðin. Kviðdómur úrskurðaði Yunis sek- an um samsæri, flugrán og gísla- töku en sýknaði hann af ákæmm um árásir á farþega og áhöfn ásamt aðild að eyðingu þotunnar með sprengju. Sjálfur sagðist Yunis hafa litið svo á að hann ætti í stríði þar sem hann var félagi í Amalsveitum Shíta-múslima, honum hefði því borið að hlýða skipunum yfirboðara sinna. Enginn týndi lífi í flugráninu. Starfsmenn bandarísku alríkis- lögreglunnar (FBI) lokkuðu í Yunis í gildru á Kýpur árið 1987 með því að segjast vilja ræða fíkniefnavið- skipti við hann. Manninum var flog- ið til Washington og hefur síðan verið í haldi. herra 11. nóvember á síðasta ári þegar grískir fjölmiðlar sökuðu hann um að bera ábyrgð á hvarfi fjár- glæframannsins George Koskotas frá landinu. Koutsoyorgas var út- nefndur aðstoðarforsætisráðherra að nýju 16. nóvember síðastliðinn þegar Papandreou gerði breytingar á ríkis- stjóm sinni í því skyni að auka traust almennings á henni. Reuter Taba-ströndin afhent Taba-ströndin við Rauðahaf, sem ísraelar tóku af Egyptum árið 1967, var afhent þeim aftur í gær og var myndin tekin þegar egypski fáninn var dreginn að hún. Hótelið í baksýn reistu Israel- ar og guldu Egyptar fyrir það sem svarar 1.850 milljónum ísl. kr. EFTA-fúndurinn í Osló: * Island samþykkti loka- ályktun á síðustu stundu Vinnuregla um meirihlutavald innan EFTA Ósló. Frá Krístófer Má Krístinssyni, fróttaritara Morgunblaðsins. ÍSLENSKA sendinefndin á leiðtogafundi Fríverslunarsamtaka Evr- ópu (EFTA) hér I Ósló hafði fyrirvara á samþykki við lokaályktun fúndarins þar til skömmu fyrír blaðamannafúnd í fúndarlok. Byggð- ist fyrirvarinn á því, að ekki tókst að ná samkomulagi um fríverslun á fiski innan EFTA fyrr en á skyndifúndi forsætisráðherranna rétt fyrír blaðamannafundinn. „Ég tilkynnti, að við myndum ekki standa að yfirlýsingu fúndarins nema frjáls verslun með fisk fengist viður- kennd,“ sagði Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra. Að lokum náðist samkomulag um Svía, eftir gagnvart Finnum og fríverslun með fisk (18. gr. lokaá lyktunarinnar) með neðanmálsgrein um gildistöku hennar frá 1. júlí 1990 og fyrirvara Finna vegna síldar og lax í Eystrasalti. Fyrir 1. janúar 1993 eiga Finnar að leggja fram áætlun um afnám sérréttinda sinna. Á síðasta stigi málsins gaf Ing- var Carlsson, forsætisráðherra Stortonleikar í Hin frábæra hljómsveit The Men They Couldn't Hang í kvöld kl. 23.00. ’TfóiáavenÁ adeivi& f OOO, - Norðmönnum og hjó þannig á hnút- inn. Voru Norðmenn orðnir þykkju- þungir yfir því, að íslendingar kynnu að eyðileggja fundinn fyrir Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra sínum. Fyrirvari veldur ekki tortryggni Fyrir utan baráttuna fyrir fríverslun á fiski, sem staðið hefur lengi, lagði Steingrímur Hermanns- son áherslu á það í málflutningi sínum, að íslendingar gætu ekki sætt sig við að lúta yfirríkjastofn- un. í samtali eftir fundinn taldi hann að fyrirvari af þessu tagi ætti ekki að gera íslendinga tor- • tryggilega, þegar þeir taka við for- England: Tedrykkju- hefðin reyndist varasöm London. Reuter. Tveim breskum fongum, sem tókst að flýja úr fang- elsinu en ekki frá breskum hefðum, voru handteknir á laugardag við síðdegiste- drykkju. Þeim Ian Oppenshaw og John Corbett var náð í húsi, sem var í um það bil eins og hálfs kílómetra fjarlægð frá Dartmoor-fangelsinu í Devon á Suðvestur-Englandi. Að sögn lögreglu fóru fangamir strax eftir flóttann að húsi og báðu um bolla af tei. Konan hellti á ketilinn og hringdi síðan í lögregluna. mennsku í ráðherranefnd EFTA síðar á árinu. Á hinn bóginn hvíldi þá sú skylda á fulltrúa Islands að gæta hagsmuna heildarinnar. Hafa ætti hugfast, að menn bæru hlýjan hug til Islendinga og þætti gott að hafa þá svolítið sérstæða og sér- vitra langt úti í hafi. Þegar rætt var um fyrirvara ís- lands við Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra, sem tekur við formennsku í ráðherranefnd EFTA síðar á árinu, minnti hann á að ályktun Óslóar-fundarins hefði ver- ið samþykkt einróma. íslendingar ætluðu að taka fullan þátt í umræð- um um þau atriði, sem þar bæri hæst svo sem fijálsræði fyrir fjár- magn, þjónustu, vinnuafl og vörur. Þeir yrðu einnig fullir þátttakendur í könnunarviðræðum við Evrópu- bandalagið (EB) um nýja skipan á samstarfí EFTA og EB. Á hinn bóginn væri unnt að minna á fyrir- vara, ef íslendingum þætti gengið of langt á einstökum sviðum. Ný vinnuregla Utanríkisráðherra sagði að á EFTA-fundi í Brussel á sunnudag, sem hann situr, yrði sett fram hug- mynd um vinnureglu innan EFTA, er byggðist á því að meirihluti at- kvæða ráði innan samtakanna en ríki sem ekki sætti sig við niður- stöðu meirihlutans geti skorist úr leik á tilteknu sviði. Almennt mætti segja að að öll þátttaka í alþjóðlegu samstarfí fæli endanlegá í sér ein- hvers konar afsal á fullveldi. íslend- ingar áskildu sér að draga marka- línu í þessu sambandi og hún væri ekki alltaf ljós. Þeir væru til dæmis ekki reiðubúnir að sætta sig við þær meirihlutaákvarðanir í EFTA, sem þem væru ekki sammála. í lok samtalsins sagði Jón Bald- vin að Óslóar-fundurinn hefði mark- að tímamót í tvennum skilning. Spár um að ágreiningur kæmi í veg fyrir sameiginlega niðurstöðu hefðu ekki ræst. 19 ára baráttu íslendinga fyrir fríverslun með físk hefði lokið með fullum sigri þeirra. Jón Baldvin Hannibalsson hélt frá Ósló í gær með konu sinni Bryndísi Schram til Kaupmanna- hafnar, þar sem þau eru í hálf- opinberri heimsókn þar til á hádegi í dag, fimmtudag, en fer síðan til Brussel, þar sem ráðherrann situr fundi með EFTA og EB fram í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.