Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ-1989 —i. V erðlagsstofiiun: Krafist verðlækkunar hjá 35 hárskera- og hárgreiðslustofum Verðlagfsstofnun hefur ákveð- ið að heimila hækkun á taxta hárskera-, hárgreiðslu- og snyrtistofum um allt að 5% frá þeim taxta sem var í gildi við upphaf verðstöðvunar, 27. ágúst 1988. Stofiiunin mun senda við- komandi stofum bréf um þetta og jafhframt óskað eftir að þær sem höfðu hækkað umfram 5% fækki verðið aftur. Dugi þau til- mæli ekki verður leitað til dóm- stóla um að stofurnar fylgi verð- lagsákvæðum, að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra. verðskrám sinum til samræmis við framangreinda ákvörðun.“ Georg Olafsson sagði að stofnun- in hafi athugað verð hjá um 100 stofum. Af þeim reyndust 35 hafa hækkað verðið umfram 5%, flestar um 15%, en sumar allt upp í 40%. Hann sagði þessar hækkanir óeðli- legar, einkum í ljósi þess að laun, sem vega 50% til 70% í rekstrar- kostnaði stofanna, hafa einungis hækkað um 1,25% á þessum tíma. Hann sagði að ef tilmæli um verð- lækkun dugi ekki, þá verði stofnun- in knúin til að leita til dómstóla vegna brota á verðlagsákvæðum. Borgarráð: Bergshús flutt í Arbæjarsafh BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Bergshús við Skólavörðustíg 10, verði flutt í Árbæjarsafh. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjórnar, hefur ekki verið endanlega ákveðið hve- nær húsið verður flutt en bygg- ingaframkvæmdir á lóðinni og næstu lóðum eiga að hefjast með vorinu. HÁTÍÐARÍSINN f Á R í frétt frá Verðlagsstofnun segir: „Á grundvelli ákvarðana verðlags- ráðs 13. mars 1989 um að taka verðlagningu hjá hárskera-, hár- greiðslu og snyrtistofum undir verð- lagsákvæði fram til 31. maí næst- komandi hefur Verðlagsstofnun ákveðið eftirfarandi: Hárskera-, hárgreiðslu- og snyrtistofum er óheimilt að hækka verðskrár þær sem í gildi voru við upphaf verð- stöðvunar þann 27. ágúst 1988 umfram 5% nema að fengnu sér- stöku leyfi Verðlagsstofnunar. Þeim stofum sem nú þegar hafa hækkað gjaldskrár sínar umfram 5% frá því verði sem í gildi var 27. ágúst síðastliðinn er skylt að breyta Lyflum stolið BROTIST var inn í heilsu- gæslustöðvarnar í Árbæ og Álftamýri í fyrrinótt og stolið þaðan einhverju af lyfium og lítilli peningaupphæð. Lögreglan í Reyjavík handtók skömmu síðar mann um þrítugt vegna gruns um innbrotin. Hann var staðin að akstri og talinn hafa verið undir áhrifum áfengis eða lyQa. í fórum mannsins fundust lyf sem talin eru tengja hann við innbrotin. Síðdegis í gær var ástand mannsins enn á þann veg að yfirheyrslur voru ekki hafnar. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Staðgreiðsla skatta: Janúarinn- heimta nær 1,4 milljarðar BÚIÐ er að innheimta 1380 millj- ónir vegna staðgreiðslu skatta fyrir janúarmánuð, sem er 24% aukning miðað við janúar á síðasta ári þegar búið var að innheimta 1105 milljónir króna. „Þetta er í samræmi við það sem við reiknuð- um með,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson forstöðumaður stað- greiðsludeildar rikisskattstjóra. Skatthlutfall staðgreiðslu er nokkru hærra en var á síðasta ári, er nú 37,74%, en var 35,2% í fyrra. Skúli sagði launaaukningu milli jan- úarmánaðar 1988 ogjanúarmánaðar 1989 vera um 11,5%, sem er mun minna en verðbreytingar fyrir þenn- an sama tíma, en þær eru um 20%. Hlutfall staðgreiðslu af greiddum launum hefur hækkað um 1% og sagði Skúli skýringuna vera hærri skattprósentu. Um áramót skulduðu 199 fyrir- tæki yfir eina milljón króna í stað- greiðslu, en Skúli ’sagði að í kjölfar harðari innheimtu og tilmæla fjár- málaráðuneytis um stöðvun atvinnu- rekstrar hjá þeim er skulduðu stað- greiðslu hafi þessum fyrirtækjum fækkað verulega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.