Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 7

Morgunblaðið - 16.03.1989, Síða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ-1989 —i. V erðlagsstofiiun: Krafist verðlækkunar hjá 35 hárskera- og hárgreiðslustofum Verðlagfsstofnun hefur ákveð- ið að heimila hækkun á taxta hárskera-, hárgreiðslu- og snyrtistofum um allt að 5% frá þeim taxta sem var í gildi við upphaf verðstöðvunar, 27. ágúst 1988. Stofiiunin mun senda við- komandi stofum bréf um þetta og jafhframt óskað eftir að þær sem höfðu hækkað umfram 5% fækki verðið aftur. Dugi þau til- mæli ekki verður leitað til dóm- stóla um að stofurnar fylgi verð- lagsákvæðum, að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra. verðskrám sinum til samræmis við framangreinda ákvörðun.“ Georg Olafsson sagði að stofnun- in hafi athugað verð hjá um 100 stofum. Af þeim reyndust 35 hafa hækkað verðið umfram 5%, flestar um 15%, en sumar allt upp í 40%. Hann sagði þessar hækkanir óeðli- legar, einkum í ljósi þess að laun, sem vega 50% til 70% í rekstrar- kostnaði stofanna, hafa einungis hækkað um 1,25% á þessum tíma. Hann sagði að ef tilmæli um verð- lækkun dugi ekki, þá verði stofnun- in knúin til að leita til dómstóla vegna brota á verðlagsákvæðum. Borgarráð: Bergshús flutt í Arbæjarsafh BORGARRÁÐ hefur samþykkt að Bergshús við Skólavörðustíg 10, verði flutt í Árbæjarsafh. Að sögn Gunnars Eydal skrif- stofustjóra borgarstjórnar, hefur ekki verið endanlega ákveðið hve- nær húsið verður flutt en bygg- ingaframkvæmdir á lóðinni og næstu lóðum eiga að hefjast með vorinu. HÁTÍÐARÍSINN f Á R í frétt frá Verðlagsstofnun segir: „Á grundvelli ákvarðana verðlags- ráðs 13. mars 1989 um að taka verðlagningu hjá hárskera-, hár- greiðslu og snyrtistofum undir verð- lagsákvæði fram til 31. maí næst- komandi hefur Verðlagsstofnun ákveðið eftirfarandi: Hárskera-, hárgreiðslu- og snyrtistofum er óheimilt að hækka verðskrár þær sem í gildi voru við upphaf verð- stöðvunar þann 27. ágúst 1988 umfram 5% nema að fengnu sér- stöku leyfi Verðlagsstofnunar. Þeim stofum sem nú þegar hafa hækkað gjaldskrár sínar umfram 5% frá því verði sem í gildi var 27. ágúst síðastliðinn er skylt að breyta Lyflum stolið BROTIST var inn í heilsu- gæslustöðvarnar í Árbæ og Álftamýri í fyrrinótt og stolið þaðan einhverju af lyfium og lítilli peningaupphæð. Lögreglan í Reyjavík handtók skömmu síðar mann um þrítugt vegna gruns um innbrotin. Hann var staðin að akstri og talinn hafa verið undir áhrifum áfengis eða lyQa. í fórum mannsins fundust lyf sem talin eru tengja hann við innbrotin. Síðdegis í gær var ástand mannsins enn á þann veg að yfirheyrslur voru ekki hafnar. Hann hefur áður komið við sögu lögreglu. Staðgreiðsla skatta: Janúarinn- heimta nær 1,4 milljarðar BÚIÐ er að innheimta 1380 millj- ónir vegna staðgreiðslu skatta fyrir janúarmánuð, sem er 24% aukning miðað við janúar á síðasta ári þegar búið var að innheimta 1105 milljónir króna. „Þetta er í samræmi við það sem við reiknuð- um með,“ sagði Skúli Eggert Þórðarson forstöðumaður stað- greiðsludeildar rikisskattstjóra. Skatthlutfall staðgreiðslu er nokkru hærra en var á síðasta ári, er nú 37,74%, en var 35,2% í fyrra. Skúli sagði launaaukningu milli jan- úarmánaðar 1988 ogjanúarmánaðar 1989 vera um 11,5%, sem er mun minna en verðbreytingar fyrir þenn- an sama tíma, en þær eru um 20%. Hlutfall staðgreiðslu af greiddum launum hefur hækkað um 1% og sagði Skúli skýringuna vera hærri skattprósentu. Um áramót skulduðu 199 fyrir- tæki yfir eina milljón króna í stað- greiðslu, en Skúli ’sagði að í kjölfar harðari innheimtu og tilmæla fjár- málaráðuneytis um stöðvun atvinnu- rekstrar hjá þeim er skulduðu stað- greiðslu hafi þessum fyrirtækjum fækkað verulega.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.