Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 35
Akranes W WJAM f)f HUDACWTMMIí OU0A4ÍWJOHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ '1989 35 Nýr lóðsbátur smíðaður Akranesi. NÚ ER að heQast smíði nýs lóðs- báts fyrir Akraneshöfii í skip- asmíðastöð Þorgeirs og Ellerts hf. á Akranesi og er gert ráð fyrir því að skipið verði afhent fiillbúið í september nk. Samningar voru undirritaðir á dögunum og er umsamið verð skips- ins tæpar 12 milljónir króna. Þegar er búið að panta efni í bátinn og kemur það tilsniðið til landsins frá Hollandi. Að öðru leyti verður verk- ið unnið í skipasmíðastöðinni. Lóðsbáturinn verður 14,45 m á lengd og rúmir 4 metrar á breidd og með 350 hestafla vél. Núverandi lóðsbátur, Þjótur, er orðinn gamall Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Þannig kemur hinn nýi lóðsbátur Akurnesinga til með að líta út. og úr sér genginn og brýn þörf nýsmíðaverkefni skipasmíðastöðv- fyrir hið nýja skip, sem verður 39. arinnar. _ JG Morgunblaðið/Róbert Schmidt Ragnar Ólafsson umsjónarmaður skíðalyftunnar með börnum sem brugðu sér á skíði fyrsta daginn. Skíðalyfta opnar á Suðureyri Knrliirovrí %J ^ Suðureyri. SÚGFIRÐINGAR opnuðu skíðalyftuna sína nýlega eftir 3ja ára hlé vegna snjóleysis. Ymsar lagfæringar voru gerð- ar fyrir opnun. Útbúa þurfti öryggisgirðingar umhverfís endastöðvar og setja upp að- vörunarskilti við togbrautina, vegna hertra reglna Vinnueft- irlits ríkisins. Ágætis mæting var á fyrsta deginum enda skortir Súgfirðinga sfst af öllu snjó þessa dagana og því tilvalið að bregða sér á skíði. Krakkamir nutu sín og skíðuðu fímlega niður brekkumar. Skíðalyftan verður opin alla daga þegar veður og aðstæður leyfa. - R. Schmidt FiskverA á uppboAsmörkuðum 15. mars. FISKMARKAÐUR hf í Hafnarfirði Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar- verð verð verð (lestir) verð (kr.) Þorskur 45,50 43,00 44,74 79,594 3.561.114 Þorskur(óst) 42,50 36,00 39,86 10,459 416.921 Þorskur(dbt) 31,00 31,00 31,00 0,260 8.060 Þorsk(siginn) 100,00 90,00 92,91 0,104 5.709 Bútungur 40,00 40,00 40,00 0,200 8.000 Ýsa 84,00 60,00 70,14 8,252 578.785 Ýsa(óst) 62,00 35,00 55,12 1,382 76.179 Smáýsa 20,00 20,00 20,00 0,073 1.460 Ufsi 19,00 17,00 18,54 3,418 63.382 Karfi 32,00 15,00 29,79 14,742 439.128 Steinbítur 24,00 15,00 20,16 8,261 166.568 Hrogn 158,00 158,00 158,00 0,344 54.352 Samtais 42,13 128,695 5.421.399 Selt var aðallega úr Ljósfara HF, Oddeyrinni EA og Bessa ÍS. í dag verða •n.a. seld 20 tonn af þorski og 5 tonn af ýsu úr Náttfara HF og óákv. magn af bl. afla úr Stakkavík ÁR og Freyju ÁR. FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík Þorskur 45,50 35,00 44,12 72,540 3.200.664 Þorsk(ósHn) 37,00 37,00 37,00 14,781 546.897 Ýsa 52,00 30,00 38,43 3,309 127.187 Ýsa(óst) 75,00 35,00 60,74 0,733 44.519 Ufsi 19,00 19,00 19,00 2,065 39.229 Karfi 31,00 29,00 30,42 19,265 586.036 Langa 15,00 15,00 15,00 0,148 2.220 Lúða 230,00 230,00 230,00 0,045 10.350 Skarkoli 23,00 23,00 23,00 0,076 1.748 Rauðmagi 59,00 50,00 56,16 0,130 7.301 Hrogn 25,00 25,00 25,00 0,104 2.600 Samtals 39,40 119,706 4.716.704 Selt var úr Þorláki ÁR, ^resti BA, Freyju RE og frá Heimaskaga. I dag verður m.a. selt úr Þorláki ÁR, Þresti BA og Skafta SK. FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf. Þorskur 50,00 36,00 47,22 32,100 1.515.687 Ýsa 89,00 25,00 60,88 16,954 1.032.187 Ufsi 23,00 15,00 20,21 3,398 68.684 Karfi 29,50 28,00 28,49 1,688 48.086 Steinbítur 15,00 14,00 14,69 0,748 10.987 Hlýri 15,00 15,00 15,00 0,401 6.015 Langa 27,50 27,50 27,50 1,663 45.732 Lúða 315,00 210,00 294,22 0,064 18.683 Skarkoli 35,00 35,00 35,00 0,026 910 Skata 10,00 10,00 10,00 0,036 360 Keila 16,00 16,00 16,00 7,150 114.400 Hrogn 138,00 138,00 138,00 0,198 27.324 Samtals 44,84 64,425 2.889.055 Selt var aðallega úr Skarfi GK, Hafbergi GK og frá Þorbirni hf. I dag verður m.a. selt óákveðiö magn af bl. afla úr Eldeyjar- Boða GK og Sighvati GK og á morgun, föstudag verða m.a. seld 80 til 90 tonn, aðallega af ufsa og karfa, úr Aðalvík KE. Söngvakeppni íslands: Tíulögí undanúrslit DÓMNEFND hefur valið tíu lög til áframhaldandi þátttöku f Söngvakeppni íslands 1989, en alls bárust á Qórða hundrað laga í keppnina. í fréttatilkynningu frá forsvarsmönnum keppninnar seg- ir að dómnefiid telji lögin tiu vera verðugt framlag f baráttunni við að halda uppi merki innlendrar dægurlagagerðar f sfvaxandi straumi erlendrar dægurtónlistar. Lögin sem dómnefnd valdi til áframhaldandi þátttöku eru: Fugl í búri, eftir Bergþóm Ámadóttur, Prinsippmál, eftir Þórhall Sigurðs- son, Við fljótið, eftir Sigfús E. Am- þórsson, Ráðhúsið, eftir Ágúst Ragn- arsson, Við tvö, eftir Inga Gunnar Jóhannsson, Brotnar myndir, eftir Rúnar Þór Pétursson, Við eigum samleið, eftir Jóhann G. Jóhannsson, Ég útiloka ekkert, eftir Bjama Haf- þór Helgason, Dúnmjúka dimma, eftir Ólaf Ragnarsson og Ég sigli í nótt, eftir Bjama Hafþór Helgason. í dómnefnd áttu sæti: Pálmi Gunn- arsson frá hljóðverinu Stöðinni, Ste- en Johanson frá Pressunni, Haraldur Gíslason frá Hótel Sögu, Pétur Steinn Guðmundsson frá Bylgjunni, Guðbjörg Sandholt frá Ferðamið- stöðinni Veröld, Ríkharður Öm Páls- son frá Félagi tónskálda og textahöf- unda og Bjöm G. Bjömsson frá Stöð 2, en hann var formaður dómnefnd- ar. Kynning á lögunum fer fram á Hótel Sögu föstudaginn 14. apríl, og síðan á Bylgjunni og Stöð 2 næstu tvær vikur á eftir. Úrslitakeppnin fer fram á Hótel Sögu föstudaginn 28. apríl, og verður bein útsending frá henni á Bylgjunni og Stöð 2. Veitingahúsið Fjörðurinn: Nýr skemmtistaður opnaður í Hafnarfirði Veitingahúsið Fjörðurinn, að Strandgötu 30, í Hafnarfírði, var opnað síðastliðinn föstudag og er þetta fyrsti skemmtistaðurinn sem starfræktur er í Hafiiarfirði um árabil. Flestir ættu að kann- ast við húsnæðið því þarna var Hafnarfjarðarbíó lengi til húsa. Þar hefiir nú verið innréttaður veislu- og dansstaður sem hentar til firnda- og veisluhalda. Tekur Fjörðurinn allt að 150 manns í mat og allt að 400 manns i mót- töku. Föstudags- og laugardagskvöld verður boðið upp á almenna dans- leiki með kunnum hljómsveitum eða diskóteki. Aðra daga vikunnar verð- ur staðurinn leigður út til funda- og veisluhalda. Eigendur Fjarðarins eru Ingólfur Einarsson, framreiðslumeistari, og Helgi Einarsson, framreiðslu- og matreiðslumaður. Húsið að Strandgötu 30 var reist árið 1942-43 af Áma Þorsteinssyni og var fyrsta kvikmjmdasýningin þar 9. desember 1943. Flestum inn- anstokksmunum hússins hefur ver- ið reynt að halda f upprunalegu horfí, s.s. málverkum. Grundarfi örður: Vörubíllinn talinnónýtur Grundarfírði. VÖRUBÍLLINN sem lenti í höfninni í Grundarfirði fyrir skömmu er tal- inn ónýtur. Hann var fyrir í höfn- inni og þegar togarinn Runólfur fór til veiða dró hann bílinn frá. Búist er við að hann verði síðan tekinn á land við tækifæri, þegar nógu öflug tæki fást til verksins. Þórunn Krist- insdóttir vörubílstjóri stökk út úr bílnum þegar hann fór fram af bryggjunni og á myndinni er hún á þeim stað sem bíllinn fór út af. Ragnheiður Morgunblaðið/Ragnheiður Gunnarsdóttir Þórunn Kristinsdóttir, vörubfi- stjóri Ábendingar frá LÖGREGLUNNI: „SNIFF“ Öðru hvoru hefur borið á því að unglingar noti kveikjaragas og ýmis önnur efni, s.s. leysiefni, til að komast í vímu. Víma slíkra efna er stórhættuleg og veldur mikilli truflun á líkamsstarfsemi, getur jafnvel leitt til dauða. Neyslan virðist koma upp innan hópa unglinga á aldrinum 13-15 ára. I maí 1987 gaf heilbrigðisráðherra út reglugerð nr. 169 sem bannar sölu kveikjaragass í almennum verslunum og sölutumum. í reglugerðinni er einnig bönnuð sala gassins til unglinga undir 18 ára aldri í bensínstöðvum. Upplýsingar hafa ekki borist til yfírvalda um að umrætt gas hafi verið notað til vímugjafar síðan. Vitað er að fyrir nokkru fór að bera á að unglingar fóru að prófa gasneyslu á ný, meðal ann- ars með þeim afleiðingum að færa þurfti einhverja þeirra undir læknishendur. Að höfðu samráði við Hollustuvemd ríkisins fóru rannsóknarlög- reglumenn úr ávana- og fíkniefnadeild lögreglunnar í Reykjavík í verslanir og sölutuma í borginni til að athuga hvort kveikjaragas væri selt í verslunum bæjarins. í ljós kom að gasið var selt allvíða og lögðu lögreglumenn hald á tæplega 100 brúsa af nefndu gasi. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfírði lagði hald á rúmlega 100 brúsa í verslunum þar. Hollustuvemd og lögreglan minnir á stórhættu ef kveikjaragass er neytt og beinir þeim tilmælum til heildsala og verslunareigenda að hafa efnið alls ekki til sölu nema þar sem það er leyfilegt, þ.e. á bensínstöðvum, þar sem aldurstakmarkanir gilda um afhendingu gassins. Heilbrigðisfulltrúar sveitarfélaganna í landinu munu fylgjast vel með því að farið verði eftir umræddri reglugerð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.