Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 62
82 MORGUNBLAÐŒ) IÞROI IIR FLMJVlTL'LíAGGR 16. MARZ 1989 HANDKNATTLEIKUR / 1. DEILD Valsmenn í kennslustund! Fengu skell gegn Gróttu á Seltjarnanesi. Fyrsta tap Valsmanna ítæp tvö ár GRÓTTA vann óvæntan en verðskuldaðan sigur á toppliði Vals í gærkvöldi, 21:15. Vals- menn hafa haft mikla yfirburði í deildinni í vetur en í gær voru þeir teknir í kennslustund af baráttuglöðum Gróttumönn- um. Gróttumenn byijuðu leikinn vel og gerðu tvö fyrstu mörkin. Sóknir þeirra voru langar og árang- ursríkar og með þolinmæði teygðu þeir á flatri og LogiB. áhugalausri vöm Eiðsson Valsmanna. Þegar skrifar Valsmenn komust svo loksins í sóknina voru þeir of bráðir og fóru illa með sóknir sínar, gerðu t.a.m. aðeins þijú mörk á fyrstu 20 mínútum leiksins. í leikhléi hafði Grótta forystuna 11:5 og líklega hafa margir átt von á því að liðið hefði ekki úthald til að halda forystunni gegn meistara- efnunum. Það var þó ekki að sjá á Gróttumönnum sem gáfust ekki upp og léku af fullum krafti til leiks- loka. Valsmenn breyttu um vöm í síðari hálfleik, tóku Halldór Ingólfs- son úr umferð og trufluðu sóknar- leik Gróttu. Það gekk ágætlega en var ekki nóg. Sigtryggur Albertsson lokaði markinu og þegar tíu mínút- ur voru til leiksloka, og staðan 14:11, gerðu Gróttumenn út um leikinn. Júlíus Jónasson og Jakob Sigurðsson voru reknir útaf fyrir að rífast við dómarana og Valsmenn því fjórir gegn sex. Grótta gerði tvö mörk í röð og náði fimm marka forskoti. Á síðustu mínútunum reyndu Valsmenn á övæntingarfullan hátt að vinna upp forskot Gróttu en það var of seint, tíminn of naumur og sanngjam sigur Gróttu í höfn. „Það var ýmislegt okkur í hag í þessum leik. Við vorum á heima- velli með góða áhorfendur og staða okkkar í deildinni var góð fyrir leik- inn. Það var því engin pressa á okkur og við náðum okkar besta leik,“ sagði Ámi Indriðason, þjálf- ari Gróttu, eftir leikinn. Barátta Gróttumenn unnu þennan leik á mikilli baráttu og yfírveguðum leik, auk frábærrar markvörsiu Sig- tryggs. Hann lokaði markinu þegar mest á reið og varði m.a. tvö víta- köst. Halldór Ingólfsson átti einnig mjög góðan leik eins og reyndar allt lið Gróttu. Valsmenn virtust hafa hugan við Evrópuleikinn gegn Magdeburg á laugardaginn. Reyndar ekki vel til fundið að leika daginn áður en þeir halda utan en það er þó ekki eina ástæðan fyrir tapinu. Valsmenn virtust fara í þennan leik til að sækja tvö stig en Grótta hafði allt að vinna og engu að tapa. Það, kryddað með baráttu og sigurvilja, réð úrslitum. Hagur Eyja- manna vænkasl Við þetta skapast mikil spenna í fallbaráttunni. Hagur ÍBV vænkast mjög, en okkar hagur þyngist hins vegar þar sem við eig- um eftir erfíðari leiki en ÍBV," sagði Gústaf Bjömsson, þjálfari Fram, eftir að Vestmannaey- ingar höfðu borið sigurorð af liði hans í Eyjum í gærkvöldi — í botn- baráttuleik, 25:22. Aðall ÍBV-liðsins var mjög góð vöm og sérstaklega góð markvarsla Sigmars Óskars. Fram komst yfir Frá Sigfúsi Gunnari Guðmundssyni iEyjum í byijun, 3:1, en síðan tóku Vest- mannaeyingar fljótlega forystunna og létu hana aldrei af hendi. Um miðjan seinni hálfleik voru Vest- mannaeyingar 5 mörkum yfir. Gífurleg stemmning var í íþrótta- miðstöðinni í Eyjum, heimamenn vel studdir og sanngjömum sigri þeirra vel fagnað. Síðustu 10 mínútumar voru leik- menn ÍBV allt að þremur færri inni á — þrír höfðu þá verið út af. En þrátt fyrir það gekk Frömurum illa að skora, Sigmar Þröstur varði þá m.a. 2 vítaskot! ÍBV-Fram 25 : 22 íþróttamiðstoðin í Vestmannaeyjum, íslandsmótið í handknattleik, 1. deild, miðvikudaginn 15. mars 1989. Gangur leiksins: 1:0, 1:3, 3:3, 4:4, 5:5, 7:5, 7:6, 8:7, 9:7,11:8,12:9,12:11, 13:12, 14:13, 15:14, 19:14, 20:15, 21:16, 22:17, 22:19, 24:20, 24:22, 25:22. ÍBV: Sigurður Friðriksson 7, Þorsteinn Viktorsson 6, Sigurður Vignir Friðriks- son 5, Sigurður Gunnarsson 4/3, Björgvin Þór 2, óskar Freyr Bryiyars- son 1, Sigbjöm Óskarsson, Guðfmnur Kristmansson, Hörður Pálsson, Jóhann Pétursson, Ingólfur Amarson. Varin skot: Sigmar Þröstur óskarsson 20 skot/4. Utan vallar: 20 mínútur. Fram: Agnar Sigurðsson 4, Dagur Jónasson 4, Egill Jóhannesson 3, Birg- ir Sigurðsson 3, Júlíus Gunnarsson 3/1, Tryggvi Tryggvason 2, Gunnar Andrésson 2, Sigurður Rúnarsson 1, Ragnar Hilmarsson, Bjöm Eiríksson. Varin skot: Jens Einarsson 7, Þór Bjömsson 1. Utan vallar: 8 mínútur. Áhorfendur: Rúmlega 400. Dómaran Einar Sveinsson og Guðjón Sigurðsson. Sigtryggur Albertsson átti frábæran leik í marki Gróttu og varði mjög vel þegar mest á reið. Grótta—Valur 21 : 15 íþróttahúsið Seltjamamesi, íslands- mótið ( handknattleik, 1. deild, mið- vikudaginn 16. mars 1989. Gangur leiksins: 2:0, 2:1, 4:1, 6:2, 9:4, 10:5, 11:6, 12:6, 12:8, 14:9, 14:11, 16:11, 16:12, 18:12, 19:13, 20:14, 20:15, 21:15. Grótta: Willum Þór Þórsson 5, Halldór Ingólfsson 5, Sverrir Sverrisson 4, Páll Bjömsson 2, Davíð B. Gíslason 2, Friðleifur Friðleifsson 2, Stefán Am- arson 1. Ólafur Sveinsson, Öm Amar- son, Jón örvar Kristjánsson. Varin skot: Sigtryggur Albertsson 16/2, Stefán öm Stefánsson. Utan vallar: 4 mínútur. Valur: Júlíus Jónasson 6, Valdimar Grímsson 2, Jakob Sigurðsson 2, Sig- urður Sveinsson 2, Jón Kristjánsson 1, Geir Sveinsson 1 og Theodór Guð- fínnsson 1. Þorbjöm Jensson, Sigurður Sævarsson, Gísli Óskarsson. Varin skot: Páll Guðnason 9, Ólafur Benediktsson. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Steinþór Baldursson og Vig- fús Þorsteinsson. Dæmdu þokkalega. Áhorfendur: 400. Létthjá KR-ingum KR-ingar áttu ekki í vandræðum með Víkinga í Laugardalshöll- inni í gærkvöldi. Ákveðinn vamar- leikur þeirra setti Víkinga strax út Hans í aðal- hlutverki Hans Guðmundsson var hreint óstöðvandi gegn sínum gömlu félögum í FH í leik, þar sem bar mest á einstaklingsframtaki nokkurra leik- Hörður manna. Hann gerði Magnússon sex mörk fyrir UBK skrifar í fyrri hálfleik og hélt í við mótheij- ana, og eftir hlé bætti hann við átta mörkum þrátt fyrir að hafa verið í strangri gæslu. En FH- ingar, sem léku sinn fjórða leik á jafnmörgum dögum, voru með meiri breidd og gerðu út um leikinn á síðustu 10 mínútunum. Heimamenn brugðu til þess ráðs eftir hlé að taka Héðin Gilsson og Guðjón Ámason úr umferð, en þá losnaði um Gunnar Beinteinsson, sem skoraði ekki fyrir hlé, en gerði sjö mörk í seinni hálfleik. Fj. leikja U J T Mörk Stig VALUR 14 13 0 1 372: 283 26 KR 14 10 1 3 349: 319 21 STJARNAN 14 8 2 4 319: 302 18 FH 13 8 1 4 355: 326 17 GRÓTTA 14 6 2 6 300: 296 14 VlKINGUR 14 6 1 7 363: 381 13 KA 14 5 2 7 333: 339 12 /BV 13 2 3 8 272: 313 7 FRAM 14 2 3 9 298: 340 7 UBK 14 1 1 12 293: 355 3 Morgunblaðið/Júlíus Alfreð Qfslason lék vel í sókninni og var sterkur ( vöm. Hér sést hann skora eitt af mörkum sínum gegn Víkingum - sendir knöttinn fram hjá Sig- urði Jenssyni, markverði Víkings. Víkingur-KR 26 : 30 (7:17) Laugardalshöllin. íslandsmótið ( handknattleik, miðvikudagur 15. rnars 1989. Gangur leiksins: 0:3, 1:3, 1:8, 2:9, 6:13, 7:17. 12:23, 14:15, 19:26, 24:29, 26:30. Víkingur: Árni Friðleifsson 6/1, Sigurður Ragnarsson 4, Jóhann Samúelsson 4/2, Sig- geir Magnússon 4, Guðmundur Guðmundsson 3/1, Eiríkur Benónýsson 3, Karl Þráinsson 1, Bjarki Sigurðssin 1/1. Varin skot: Sigurður Jensson 8/1. Utan vaJlar: Sex min. KR: Stefán Kristjánsson 8, Alfreð Gíslason 7, Konráð Olavson 6, Guðmundur Albertsson 3, Guðmundur Pálmason 2, Þorsteinn Guðjónsson 2, Sveinn Sveinsson 1, Einvarður J6- hannsson 1. Varin skot: Leifur Dagfinsson 8/1, Ámi Harðareon 3. Utan vallar: Fjórar mín. Áhorfendur: 240, Dómarar: Rögnvaldur Erlingsson og Óli Olsen, sem komu vel frá leiknum. ^■■■■■1 af laginu o g eftir níu SigmundurÓ. mín. leik mátti sjá, Steinarsson 8:1, á markatöflunni sknfar _ fyrjr KR-inga, sem voru búnir að ná tíu marka forskoti (17:7) þegar flautað var til leikshlés. Leikmenn KR börðust grimmt og Víkingar komust ekki í gegnum sterka vöm þeirra. Þegar KR-ingar voru búnir að ná ellefu marka for- skoti (23:12) fóru þeir að slaka á og undir lok leiksins náðu Víkingar að minnka muninn í fjögur mörk, 26:30. Stefán Kristjánsson og Alfreð Gíslason léku aðalhlutverkið hjá KR og þá átti Konráð Olavson góða spretti. Ámi Friðleifsson og Jóhann Samúelsson vom bestu leikmenn Víkings. Bjarki Sigurðsson lék með Víkingum í byijun, en hann fór fljótlega meiddur af leikvelli - fékk högg á hné. — UBK-FH 25 : 28 íslandsmótið í handknattleik, 1. deild karla, íþróttahúsinu Digranesi, miðvikudaginn 15. mars 1989. Gangur leiksins: 1:0, 2:2, 4:2, 5:5, 8:6, 8:8, 9:10, 11:12, 11:13, 13:13, 15:15, 17:17, 18:21, 20:22, 22:23, 23:26, 24:28, 25:28. UBK: Hans Guðmundsson 14, Þórður Davíðsson 4/1, Kristján Halldóreson 3, Sveinn Bragason 2, Pétur Ingi Arason 2, Andrés Magnússon, Magnús Magnússon, Alexander Þórisson, Ólafur Bjömsson, Elvar Erlingsson. Varin skot: Guðmundur Hrafnkelsson 13/1, Þórir Sigurgeireson. Utan vallar: Sex mínútur. FH: Gunnar Beinteinsson 7, Þorgils Óttar Mathiesen 6, Héðinn Gilsson 5, Óskar Ár- mannsson 4, óskar Helgason 3, Hálfdán Þórðarson 2, Guðjón Ámason 1, Knútur Sig- urðsson, Ólafur Magnússon, Stefán Steffensen. Varin skot: Bergsveinn Bergsveinsson 8, Magnús Ámason 1. Utan vallar: Sex mínútur og eitt rautt spjald. Áhorfendun 101. Dómarar: Egill Már Markússon og Ámi Sverrisson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.