Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 4 TVOFALDUR 1. VINMNGUR álaugardag handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. Láttu þínar tölur ekki vanta í þetta sinn! ; Góðan daginn! Félagshyggjan og heilbrigðisþj ónustan útgjöld tll helIbrlgdlsmólo (X of vergrl londsfrQml.) Ar eftír Stein Jónsson Nú veit fólk hvað átt er við með félagshyggju, eins og það hugtak birtist í verkum núverandi ríkis- stjómar. Stórauknar skattaálögur síðastliðið haust voru réttlættar með því að standa ætti vörð um velferðarkerfið. Nú er hins vegar að koma í ljós að þessi tegund fé- lagshyggju þýðir ekki bara aukna skatta, heldur millifærslu §ár- magns frá almenningi til gjaldþrota fyrirtækja og niðurskurð á opin- berri þjónustu. Allt tal um að við- halda velferðarkerfinu verður því að skoðast sem innantómt orða- gjálfur. Það vita allir sem fylgst hafa með þróun í heilbrigðismálum að eftir tilkomu fastra fjárlaga hefur þrýstingur frá Qárveitingavaldinu þegar leitt tii verulegrar skerðingar á þjónustu á sjúkrahúsum. Sjúkra- deildir sem byggðar hafa verið með æmum tilkostnaði standa auðar mánuðum saman meðan biðlistar eftir nauðsynlegum aðgerðum lengjast og þrengra verður um umönnun bráðatilfella. Niðurskurð- ur á launalið íjárlaga til sjúkrahúsa mun því leiða til enn frekari sam- dráttar í þjónustu. Það er orðið ljóst að föst fjárlög sjúkrahúsa hafa leitt af sér nokkurs konar limbódans þar sem fjárlagasláin er sífellt lækkuð án tillits til þess hvort tekist hefir að spara árið áður. Um leið og þjón- ustan dregst saman þenst út bákn stjómunar og áætlanagerðar. Það er ánægjulegt að heyra vísbending- ar um að almenningur sé farinn að átta sig á því sem er að gerast, þó svo að síðustu tveir Qármálaráð- herrar hafi lagt sig alla fram um að kenna öðmm en sjálfum sér um vandamál ríkisrekstrarins. Skyldu stjómmálamenn vera búnir að gleyma því að það er fólkið í landinu, sem hefur greitt fýrir að njóta góðrar heilbrigðisþjónustu og á ótvíræðan lagarétt til hennar? Samkvæmt upplýsingum þjóð- hagsstofnunar fóru 20,8% af út- gjöldum ríkisins til heilbrigðismála árið 1987, eða 6,9% af vergri lands- framleiðslu. Það hlutfall hefur nán- ast ekkert hækkað síðastliðin 5 ár (sjá súlurit) og bendir það til þess að ráðdeildar sé nú þegar gætt. Það sama verður því miður ekki sagt um stjóm ríkisíjármálanna almennt þar sem menn virðast ekki vita frá mánuði til mánaðar hvort hallinn verður 700 milljónir eða 7.000 millj- ónir. Tali svo hver um falleinkunn í flármálastjóm sem efni hefur á. Oft hefur verið bent á að íslenska heilbrigðiskerfíð sé ódýrt miðað við gæði. Nægir þar að benda á að við höfum veitt þjónustu sem er sam- bærileg við það sem gerist á öðrum Norðurlön,dum og í Bandaríkjunum fyrir nokkm lægra verð í hlutfalli við þjóðarframleiðslu. Þessi rök þykja þó léttvæg og stjómmála- menn og embættismenn fjárveit- ingavaldsins þykjast geta verið sammála um að þar sé unnt að spara stórar íjárhæðir, jafnvel koma ríkissjóði á réttan kjöl. Nú er helst að skilja að afnám náms- ferða lækna muni rétta af halla ríkissjóðs. Er mönnum alvara eða skildi þetta vera enn eitt dæmið um skilningsleysi ráðamanna á vanda- málum ríkisrekstrarins? En hvað er til ráða? Hvemig má tryggja hag sjúklinga, sem nú eru að verða réttlausir þiggjendur ölm- usu úr hendi fjárveitingavaldsins? Hvemig má losa ríkissjóð undan þeim vanda sem hann er að sligast undan? Mér virðist þessi ríkisstjóm í rauninni vera að segja, að við ís- Iendingar höfum ekki efni á sóma- samlegu ríkisreknu heilbrigðiskerfí. Væri ekki athugandi að losa ríkið með öllu undan þessari ábyrgð? að nafnið þýði „Sykurreyrseyjar“. Enda flutti Kolumbus, sykurreyrinn til Vesturálfu, þegar hann lagði af stað vestur frá Kanaríeyjum. En í upprunaorðabókum má finna mörg orð i ýmsum tungumálum, sem em mynduð úr rótinni „rör=can“. Ætlaði ég nú í allri hógværð að segja kennaranum frá þessu. Hélt ég í einfeldni minni, að hann myndi feginn taka við þessari fyrirhaftiar- lausu upplýsingu, en raunin varð nú sú, að á útvarpinu var mér harð- neitað um samband við hann, og bréfi mínu var aldrei svarað. Hann hefur líklega ekki trúað mér, aum- um útlendingj, því ekki hefur hann notfært sér upplýsingar mínar: í öðmm spumingaþætti var sömu spumingu svarað á sama hátt og tekin gild. En nú liggur við, að ég fari sjálf að spyija: Mun Morgun- blaðið birta þessar línur — eða verða íslendingar að halda áfram að trúa á Hundaeyjar? Höfundur er dr.phil. Gjaldeyrir í Lúxem- borg og Hundaeyjar eftirFríðu Sigurðsson Rétta svarið hefði verið: Bæði Lúxemborgar-franki og belgískur. Hefði því hvomgur skólinn átt að fá punkt fyrir svar sitt. En það var spumingin, sem olli óvissu, hún var ekki nógu vel stfluð. Enda þykja mér margar spumingar ekki eiga erindi til skólaifólks. Að mínu áliti ættu nemendur ekki að fylla heilabú sitt með þekkingu, sem þeir fá seinna sjálfkrafa, t.d. þegar þeir fara til Lúxemborgar. Þeir eiga að læra aðferðina að afla sér upplýs- inga. En miðað við þann fjölda spuminga, sem hafa verður, er ekki von, að þær verði allar óaðfinnan- legar. En hafnfirskum skólamönn- um votta ég hér með virðingu mína. Til að gera enn minna úr þessum ófömm, vil ég hér minnast spum- ingakeppni, sem var haldinfyrir mörgum ámm. Þá var spurt um merkingu nafnsins „Kanaríeyjar". Sá sem spurði, var hálærður kenn- ari í sögu, kunni latínu og vissi, að canis þýðir hundur og að hundar em bæði í skjaldarmerki eyjanna og styttur þeirra á torgi. Hann gerði sér þó ekki ljóst, að Róm- veijar hafa ekki setið á þessum eyjum, að þar mun aldrei hafa ver- ið töluð latína og að óskiljanleg staðamöfn em oft skýrð með al- þýðuskýringu. Og hann hafði áreið- anlega ekki setið á bókasafninu í Las Palma og lesið um sögu eyj- anna. En þar las ég, að nafnið komi úr máli fmmbyggjanna, að rót orðs- ins sé „can“, sem þýðir „rör“ og Tónleikar í Casablanca ÍRSKA þjóðlagarokkhljómsveit- in The Men They Couldn’t Hang er stödd hér á landi og heldur tónleika í kvöld í Casablanca. Hljómsveitin hefur starfað síðan 1983 og hefur sent frá sér þijár LP-pIötur og nokkrar smáskífur við góðar undirtektir tónlistargagnrýn- enda sem líkja hljómsveitinni við The Pogues og álíka sveitir og spá henni vaxandi vegsemd. Pjórða LP-plata hljómsveitarinnar er ný- komin út og hefur farið hratt upp Tónleikamir hefjast kl. 22.00. breska vinsældalista. Fréttatilkynning J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.