Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 53
mikla rækt við þá íþrótt langt fram eftir aldri. Prá Stokkseyri hélt hann til Reykjavíkur, þar sem hann gerðist kennari við Austurbæjarbamaskól- ann. Var hann yfirkennari þar frá 1945-1960. Hann brá sér til Englands og Þýskalands til þess að kynna sér kennsluhætti þar, og sagði mér ýmislegt skemmtilegt og athyglis- vert, sem fýrir hann bar þar, sem því miður gefst ekki tækifæri til að segja frá hér. Þýsku hafði hann lært m.a. í Hvítárbakkaskóla hjá Hermanni Þórðarsyni og kom það honum vel að gagni í þessari náms- ferð. Dvöl hans í Englandi varð til þess að hann var fenginn til þess að kenna ensku við Austurbæjar- skólann, þegar hann kom heim. En sú brautryðjendastarfsemi fékk ekki náð hjá skólanefndinni, þegar til kom, þar sem hún áleit, að ensk- an myndi valda málspjöllum meðal nemenda. Þótti Jónasi þetta súrt í broti sem vona var og mikil skamm- sýni og munu eflaust margir taka undir það í dag. Jónas átti létt með stærðfræði og kenndi reikning um tíma í kvöld- skóla KFUM og tók saman reikn- ingskver, sem notað var þar við kennslu. Mest hélst hann þó upp á móður- málið og fylgdist alla tíð grannt með íslenskuþáttum útvarpsins. Allt fram á síðasta dag hlustaði hann með athygli á þá þætti og skrifaði niður hjá sér það, sem hon- um þótti athyglisverðast. Átti hann ýmislegt í pokahominu, sem Orða- bókarmönnum þótti fengur í. Þótti honum vænt um jólakveðjumar, sem þeir sendu honum í fjölda mörg ár í þakklætisskyni fyrir samstarfið. Jónas var kvæðamaður góður og hafði óvenju hljómmikla rödd, sem hann hélt ótrúlega vel fram til síðustu stundar. Eru til útvarpsupp- tökur með kveðskap hans frá fyrri tímum og er ljóst af þeim að hann kunni þá list mætavel. Faðir Jónas- ar, Jósteinn, hafði verið annálaður raddmaður og var gjaman tekið svo til orða, að „röddin væri komin í bæinn“, þegar hann bar að garði. Átti Jónas því ekki langt að sælq'a raddstyrkinn. En eins og getið er um hér að framan var Jósteinn afi Jóhanns Konráðssonar, söngvara og söngvarapabba, sem þar að auki var kominn af annálaðri söngvara- ætt frá Grenivík, hinum megin frá. Jónas var einn af stofnendum Bamavinafélagsins Sumargjafar og ir“. Móðir sem alltaf var til taks með bita og sopa, læknandi sár og þerrandi tár. Hver eru laun þjóð- félagsins við slíkar kvenhetjur? En launin fékk hún í umhyggju og ást eiginmanns og bama, tengdabama og bamabama, þegar mest á reyndi. Hún var sérlega góð tengdamóðir og var tengdabömun- um tekið með alúð frá fyrstu stundu. Hjartarúmið var stórt og húsrúm eftir því. Ótaldar em stund- imar sem bamabömin hafa dvalið hjá ömmu og afa í góðu yfírlæti. Reyndar var opið hús hjá þeim hjón- um fyrir alla, þar var alltaf mikill gestagangur, skyldra sem óskyldra. Inga var alltaf reiðubúin að rétta fram hjálparhönd, ekki síst ef veik- indi steðjuðu að og stend ég þar í ógoldinni þakkarskuld við hana og veit ég að svo er um fleiri. Hún var hreinhjörtuð kona, illt umtal háð né spott var henni víðs fjarri, og aldrei sá ég hana missa stjóm á skapi sínu né mæla þau orð, sem betur væra ósögð. Með rósemi bar hún klæði á vopnin gerð- ist þess þörf. Þetta era margir og góðir mannkostir sem Ingu prýddu, en í engu er ofmælt. Nú þegar hún er ekki lengur hér á meðal okkar, vil ég þakka löng og góð kynni sem aldrei hefur bor- ið skugga á. Bið ég góðan Guð að varðveita sál hennar að eilífu. Elsku Dengsi. Við, bróðir þinn og böm, vottum ykkur öllum, svo og systrum hennar og fjölskyldum okkar dýpstu samúð. Minning hennar er fögur og hrein. Bella 080 r SHAM 91 JUIDéaUTMMFi OICIAJSMUDHOM MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16.' MARZ" 1989" " var lengi ritstjóri „Sólskins". Hjá Sumargjöf starfaði hann í fjölda- mörg ár eftir að hann hætti kennslu. Þótti honum ákaflega vænt um þann vinnustað og var þakklátur fyrir það, hversu lengi hann fékk að starfa þar. Jónas var Oddfellowi og ritstýrði einnig blaði þeirra í mörg ár. Hann var mjög vel máli farinn og var ræðumennska í blóð borin. Var varla haldin sú fjölskyldusamkoma né ættarmót, að ekki væri leitað til Jónasar um ræðuflutning. Var hreinasta hátíð að hlusta á ræður hans, sem vora ætíð fluttar skýrt og skorinort og af miklu öryggi, þess sem valdið hefur. Kynni mín af Jónasi Jósteinssyni hófust ekki fyrr en 1961, en þá var hann nýhættur kennslustörfum og kominn í starf hjá Sumargjöf. Ég man hvað mér fannst maðurinn virðulegur og alvöragefínn eins og hann átti einstaklega líflega og skemmtilega konu. Þegar ég kynntist Grétu og Jón- asi betur, fann ég, hvað þau áttu í raun og vera vel saman, þótt ólík væra. Enda veit ég ekki betur en hjónaband þeirra hafí verið farsælt og gott. Það var Jónasar stærsta happ og hamingja að eignast Grétu sem lífsföranaut. Hjá henni eignað- ist hann loksins sitt eigið heimili og fjölskyldu, sem hann hafði aldr- ei áður notið. Hjá stóram systkina- hópi Grétu og fjölskyldum þeirra hlaut hann bestu móttökur sem eig- in bróðir og naut mikils og góðs félagsskapar og vináttu hjá því lífsglaða og elskulega fólki. Ég var sjálfur þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þessu móðurfólki Kristínar konu minnar og veit vel, hvers virði það var fyrir Jónas að mægjast þeirri ijölskyldu. Ekki svo að skilja, að Jónas hafi ekki ekki sjálfur átt stóran skyld- mennahóp. Auk Svövu átti Jónas hálfsystur, Mínervu, sem Jósteinn faðir hans hafði átt með annarri konu. Þar að auki átti Jónas amk. 31 föðursystkini, sem vora börn Jónasar úr Hróarsdal, hins mætasta manns, sem þekktur var fyrir lækn- ingakunnáttu sína og „ljósmóður- störf“ sín, en hann mun hafa tekið á móti um 500 bömum. Allt var þetta stórmyndarlegt og vel gert fólk, en þar sem foreldrar hans höfðu ekki borið gæfu til þess að standa saman í lífsbaráttunni, höfðu kynni Jónasar af þessu ætt- fólki sínu verið minni, en mátt hefði ætla að orðið hefði á unglingsáram hans, ef fjölskylda hans hefði ekki í dag kveðjum við Ingu, ástkæra móðursystur okkar, Sigurrósu Ingu Hanneu Gunnarsdóttur, sem lést á heimili sínu þann 7. mars síðastlið- inn, eftir stutta en erfíða sjúk- dómslegu. Efst í hugum okkar er þakklæti fyrir þann tíma sem við áttum með Ingu frænku. Ljúfar bemskuminn- ingar koma upp í hugann eins og til dæmis jólaboðin hennar. Til hennar var ætíð gott að koma, þar var alltaf tekið vel á móti okkur og hugsað um að öllum liði vel. Hún sinnti fjölskyldunni ákaflega vel og ræktaði hana upp eins og blóm sem fengfu á réttum tíma birtu, yl og vökvun. Hún á stað í hjörtum okkar allra. Persónuleiki tvístrast. Á þessu varð að vísu já- kvæð breyting með áranum einkum eftir að Jónas kvæntist Grétu og átti hún ekki síst þátt í því, að hann leitaði eftir nánari kynnum við skyldmenni sín úr Skagafirði. Hefur vinskapur orðið æ meiri eftir því sem á ævina hefur liðið og er mér ættarmótið stóra í Hróarsdal fyrir nokkram áram ógleymanlegt. Þar komu allir saman úr þessari fjölmennu ætt, sem vettlingi gátu yaldið, meira að segja Vestur- íslendingar, en í Vesturheimi er einnig að fínna ættmenni Jónasar bæði að norðan og vestan af fjörð- um. Gestrisnin og rausnarskapur- inn og hlýjan, sem mætti okkur á þessu ættarmóti yljar okkur enn þá, þegar þess er minnst. Söngurinn var að sjálfsögðu í hávegum hafður og þama heyrði ég síðast lista- söngvarann Jóhann Konráðsson syngja, en jafnframt í fyrsta sinn sem ég heyrði þá ágætu söngmenn, bræðuma Jóhann Má og Svavar Jóhannssyni, taka lagið í eigin per- sónu. Svo ánægjulega vill til, að Jóhann Már er staddur í Reykjavík um þessar mundir, og hefur góðfúsleg- ast orðið við þeim tilmælum að syngja við útför ömmubróður síns, sem gerð verður frá Bústaðakirkju (ekki Háteigskirkju eins og gert hafði verið ráð fyrir) kl. 15.00 í dag. Blessuð sé minning míns kæra tengdaföðurs, Jónasar Jósteinsson- ar. Valdimar Örnólfsson 7 OKTÓBER MIDVIKUDAGUR 9 OKTÓBER FÖSTUDAGUR Skiladagur Birtingardagur Morgnnblaðið tekur af- mælis- og minmngargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Ingu frænku einkenndist af trygg- lyndi og umhyggju. Á seinni árum jókst áhugi hennar á ættfræði og vann hún ötullega að þeim málum. Hún hafði mikið yndi af alls kyns fjölskylduboðum og var þá ævinlega með myndavél- ina með sér. Eiginmanni og fjölskyldu hennar vottum við innilega samúð. Við vit- um að þau hafa misst mikið. Eftir lifír minning mjög góðrar konu. Lífið allt mun léttar falla, Ijósið vakna í hugsun minni, ef ég má þig aðeins kalla yndið mitt í Qarlægðinni. (Friðrik Hansen.) Gunnar, Fríða, Ásta, Erna og Bryndís. VARAHLUTIR! H//LASER XT/3 Nýja línan Verð frá 76.800 kr. stgr. Gunnar Ásgeirsson hf. Suðurlandsbraut 16 - sími 680780. ¥Viðtalstími borgarfulltrúa O Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík '% BorgarfulltrúarSjálfstæðisflokksins verða til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1, á laugardögum í vetur f rá kl. 10-12. Er þá tekið á móti hvers kyns fyrirspurn- um og ábendingum. Allir borgarbúar eru velkomnir. Laugardaginn 18. mars verða til viðtals Jóna Gróa Sigurðardóttir, formaður atvinnumálanefnd- ar, í stjórn bygginganefndar aldraðra og SVR, Guðmundur Hallvarðsson, formaður hafnar- stjórnar, og Guðrún Zoéga, í stjórn veitustofnana, skólamála- og fræðsluráði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.