Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 33 Ljóð Eiríks í móðurmálsvikunni í Fla- taskóla ortu nemendur með- al annars ljóð. Einn þessara nemenda er Eiríkur Magn- ússon, 11 ára, og birtist hér sýnishorn af kveðskap hans. Ég sé Jesú Krist ég heyri hljóminn ég finn dýrðina ég man messumar í gömlu kirkjunni. Sem var reyndar rifin í fyrra af einhveijum verktökum úr Reykjavík. Hver hljómur er eins tær og trommutaktur. Bamm, bamm, bamm, ding, ding, ding. Eins og rafmagnsgítar mitt lag ég syng, rammfalsk- ur og alveg laglaus, alveg gjörsamlega öm- urlegur. A heima í ruslatunnunni fyrir utan Háskólabíó. Kjörorðin BÖRNIN í 4. bekk RJ. í Flataskóla sömdu nokkur kjörorð og er greinilegt af þeim að börnin eru ákveðin í að gera sitt tíl að tala fal- legt og gott mál. Hér verða nefnd nokkur dæmi um kjörorð bamanna: Á íslandi tölum við íslensku, en ef þú segir enskuslettur farðu þá bara eitthvað annað. íslenskuna þarf að bæta og fyrir það má enginn þræta. íslenskan er okkar mál. íslensk tunga - skír eins og gull. Hreint mál gulli betra. Engar enskuslettur, þá hverfur þessi svarti blettur. íslenskan er fallegt mál, því tali hana sérhver sál. íslenska er málið mitt, en þitt? íslenskan er býsna fögur, því_ á henni má yrkja bögur. íslenska fomgripur íslenska dýrgripur. barna vöndum mun betur mál okkar nú.“ Sigrún sagði mjög algengt að böm notuðu ensk orð og þá sérstak- lega blótsyrði. „Eldri börnin hafa einnig mörg tamið sér að nota ávallt viss ensk orð, til dæmis ,joke“, „sorry" og fleiri slík. Yngstu bömin, 6-7 ára, nota mjög oft enskuslettur þegar þau leika sér. Sem dæmi um það má nefna, að þau voru fyrir skömmu að leika sér með ýmsa plastkarla, sem eru eftir- myndir teiknimyndahetja. Þá var erfitt að greina hvort börnin vom að tala íslensku eða ensku, svo blandað var mál þeirra. Þau fylgj- ast með þessum teiknimyndahetjum í sjónvarpi og á myndböndum og þeim er eðlilegt að nota sama mál og þá er fyrir þeim haft. Ég er viss um að þessu er hægt að breyta, ef við viljum. Við getum bætt málfar barnanna og foreldrar verða auðvit- að líka að gera sitt til þess.“ Sigrún sagði að foreldrar hefðu verið ánægðir með móðurmálsvik- una og skilið nauðsyn hennar. Böm- in hefðu líka leiðrétt vini sína, systk- ini og foreldra óspart og þannig hefði átakið náð út fyrir veggi skól- ans. „Við verðum að fylgja þessu átaki eftir og það er hægt ef kenn- arar halda vöku sinni og reyna að gera móðurmálsnámið jákvætt og skemmtilegt," sagði Sigrún Gísla- dóttir, skólastjóri Flataskóla. Morgunblaðið/Bjarni irk Eiríksdóttir, Eiríkur Rafnsson lesið texta, hlusta bara á það sem er sagt og svoleiðis læra þau að nota ensk orð,“ sagði Linda Björk. „Þess vegna er miklu betra að hafa þættina á íslensku." Eiríkur, Inga, Linda Björk og Þórarinn sögðust núna leiðrétta foreldra og vini, ef þeim yrði á að nota erlend orð. Olga G. Snorradóttir, kennari, ásamt 11 ára nemendum sínum. Morgunblaðið/Bjami Böm eiga oft erfitt með að greina íslensku frá ensku - segir Olga G. Snorradóttir, kennari „ÞAÐ SEM vakti mesta athygli mína var að nemendur gerðu sér ekki alltaf grein fyrir hvort orð sem þau notuðu væri enskt eða íslenskt. Serstaklega eiga yngstu börnin, sex og sjö ára, erfitt með að greina þar á milli. Þegar leið á móðurmálsvikuna voru börnin hins vegar öll farin að velta þessum málum mjög fyrir sér og reyna að kryfia orð til mergjar,“ sagði Olga G. Snorradótt- ir, kennari í Foldaskóla. Olga er umsjónarkennari 11 ára bama. Hún sagði að hennar bekkur hefði fengist við fjölbreytt verkefni móðurmálsvikuna. „Þau unnu með- al annars út frá spurningunni „Af hveiju íslenska?" og komu með mörg skemmtileg rök fyrir nauðsyn þess að vernda málið. í framhaldi af því sömdu þau ýmis konar kjör- orð, svo sem „Vertu sjálfstæður, talaðu íslensku". Þau kynntu sér auglýsingar og veltu fyrir sér hvort unnt væri að hefja auglýsingaher- ferð fyrir vemdun tungunnar og gerðu veggspjöld með ýmsum hug- myndum, auk þess sem þau settu texta um íslenska tungu við auglýs- ingastef. Þá sömdu þau smásögur og ljóð, sem fjölluðu um íslenskuna, svo fátt eitt sé talið,“ sagði Olga. Olga sagði að börnin hefðu rætt mikið um notkun enskra orða og Rök með íslensku TÍU ára drengur í Flataskóla, Óli Þór Atlason, hélt framsöguer- indi á málfúndi, sem haldinn var í móðurmálsvikunni. Erindi sitt kallaði hann „Rök með íslensku“. Óli Þór sagði meðal annars, að grundvöllur að sjálfstæði íslendinga væri einmitt tungumálið. „Ef við tölum vitlausa íslensku eða skjótum útlenskum orðum, til dæmis ensk- um orðum, í málið okkar missum við ákveðið sjálfstæði," sagði hann. Óli Þór sagði að það sem væri skemmtilegast við íslenskuna væri að hún hefði varðveist um aldir alda. Málið, sem við töluðum, væri líkt því sem landnámsmenn töluðu og flestir vildu halda íslenskunni við. „Það er leti ef við getum ekki hald- ið íslenskunni við,“ sagði hann að lokum. ákveðið var að hvert bam fengi refsistig ef það notaði enskuslettu. „Við fjölluðum einnig mikið um þágufallssýkina og ég spurði þau meðal annars hvort þau teldu rétt. að líta á þágufallssýki sem rétt mál, fyrst svo margir töluðu þann- ig. Þeim fannst það ekki rétt, en það er hins vegar umhugsunarefni að mörg þeirra hafa alls ekki tilfínn- ingu fyrir því að þágufallssýkin sé röng. Það hlýtur að vera vegna þess að slíkt mál er haft fyrir þeim svo víða. Ég held hins vegar að átakið í skólanum hafi ýtt við þeim.“ Olga sagði að hún teldi æskilegt að hafa slíka móðurmálsviku einu sinni á hveiju skólaári. „Við verðum að hamra á þessu jafnt og þétt og breyta um aðferðir, svo bömin fái ekki leið á þessu viðfangsefni. Þeim fannst gaman að vinna að verkefn- unum og þau skildu að það er ekk- ert gamanmál ef íslenskan er í hættu. Þeim fannst líka spennandi að hugsa til þess að íslenskan hefði haldist nánast óbreytt um aldir. Smám saman fá þau meiri tilfínn- ingu fyrir íslenskunni og verða stolt af henni. Þau em til dæmis fullviss um að þau geti hjálpað yngri systk- inum sínum að tala rétt mál. Núna eru áhrif móðurmálsvikunnar enn sterk og þau leiðrétta sig ef þeim verða á mistök. Þessu verðum við að fylgja eftir,“ sagði Olga G. Snorradóttir, kennari. blaðið/Sigurgeir Jónasson. silfúrskjöldinn á Úthlutun þorskveiðiheimilda í kvótakerfínu: Norðurland eykur hlut sinn með skipakaupum - breytingar á vægi milli landshluta litlar að öðru leyti LITLAR breytingar hafa orðið á vægi úthlutunar þorskkvóta eftir lands- hlutum frá því kvótakerfið tók gildi árið 1984. Vægp milli skipaflokka hef- ur breytzt litillega og þá hefúr Norður- land aukið hlutfall sitt nokkuð með skipakaupum. Afli öll árin er verulega umfram úthlutaðan afla, enda gefúr kerfið svigrúm til þess með færslu veiðiheimilda milli tegunda, möguleik- um á auknum hlut á sóknarmarki fyrstu ár kerfisins, tilfærslu heimilda milli ára og frjálsra veiðiheimilda smæstu bátanna. Megin breytingin á heildarúthlutun þorskkvótans milli ára er sú, að árið 1984 voru veiðiheimildir auknar um 10%, þær voru skertar um 1,5% í upphafi árs 1985, en síðar auknar um 5% á því ári. Árið 1986 jukust heimildir um 10% og 5% 1987, en voru skertar um 6% í fyrra og 10% á þessu ári. Breytingar á úthlutun heimilda til ein- stakra skipaflokka, samkvæmt yfirliti sjávarútvegsráðuneytisins, eru í nokkru samræmi við megin breytingarnar. Mest- ur munur er þó á hlut frystitogara, sem nærri sexfalda bæði heimildir og afla á þessu tímabili. Skýringin á því er einföld. Árið 1984 voru frystitogaramir 3, en 23 nú. Frystitogararnir koma eingöngu úr flokki togara 39 metrar og lengri að stærð og því hefur hlutur þeirra skerzt að sama skapi, en auk þess hafa frystitogara keypt nokkuð af kvóta á þessum árum. Áfli styttri togaranna hefur fylgt megin breyt- ingunum og svipaða sögu má segja um bátaflotann, það er báta yfir 10 tonnum. Þó hefur það færzt í vöxt að bátum hef- ur verið lagt eða þeir úreltir og kvóti þeirra færður yfir á togara. Smábátarnir hafa tvöfaldað þorskafla sinn á þessum tíma. 1984 öfluðu þeir 15.400 tonna, en í fyrra um 30.000 tonna. Skýringin á því er fyrst og fremst gífurleg ijölgun þess- ara báta, en veiðar þeirra eru að miklu leyti utan kvóta og stjórnað með svoköll- uðum banndögum. Á svæðinu frá Norðurfirði til og með Þórshafnar var úthlutað 59.000 tonnum árið 1984, en 78.838 á þessu ári. Aukn- ing veiðiheimilda er tæp 20.000 tonn og er hún umfram megin regluna. Skýringin er fjölgun skipa á þessu svæði á kostnað annarra. Frá Bakkafirði að Djúpavogi fengu skipin 30.200 tonn í sinn hlut 1984, en 31.200 á þessu ári. Höfn í Homafirði og Vestmannaeyjar hafa aukið hlut sinn úr 24.100 tonnum í 28.700, svæðið frá Stokkseyri að Grindavík jók sinn hlut úr 23.790 tonnum í 25.770. Skip á svæðinu frá Höfnum til og með Akranesi standa nánast í stað með tæp 51.700 tonn í upphafi og lok tímabilsins, en þar hefur, verið umtalsverð hreyfing á fiskiskipum. Frá Arnarstapa að Patreksfirði auka menn hlut sinn úr 25.350 tonnum í 27.770 og frá Tálknafirði til Súðavíkur aukast heimildir úr 33.660 tonnum í 35.900. Á því svæði er lítil hreyfíng á fikiskipum á tímabilinu. Afli á þessum svæðum er hins vegar meiri samkvæmt heimildum laga um fiskveiðistjómun og er munurinn mis- mikill, til dæmis eftir vægi smábáta i aflanaum og keyptum kvóta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.