Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 45 Afbrýðisemi — ótti við ástarmissi Afbrýðisemi, sem í meginat- riðum er ótti við að missa ein- hvern sem er manni kær, er tilfínning sem í raun má segja að geti fylgt sumum frá bernsku til elliára. Þessi tilfinn- ing gerir vart við sig hjá ungum börnum þegar þau finna að þau þurfa að deila ástríki móður- innar með föðumum eða systk- inum sínum. Og flestum er Ijóst að smá aíbrýðisemi gerir oft vart við sig strax í leikskólan- um, og síðar i skólanum. Það er mjög mannlegt að þrá kærleika og viðurkenningu. Það er ekki fyrr en þessi þrá verður að ástríðu að hún veldur óþægind- um. Ef afbrýðisemin keyrir úr hófi eiga vel við þau fleygu orðað „afbiýði er ástríða sem kappkost- ar að leita þess sem veldur þján- ingum". En hvað er afbrýði? í fyrsta lagi liggur þar að baki persónu- legt öryggisleysi, og ástæður þessa öryggisleysis má oftast rekja aftur til bemskuáranna. Afbrýði er skortur á trausti, efa- semdir um tiyggð makans og ótti við ástarmissi. Fljótlega eftir fæðingu fer bamið að fínna fyrir umhyggju og ástúð foreldranna. Þetta gefur því öryggiskennd og sjálfstraust. Ef þessi tilfínning kviknar ekki, vegna þess að bamið fær ekki nauðsynlega umhyggju og ást, getur svo farið að það þjáist af minnimáttarkennd allt sitt líf, sem getur valdið sjúklegri afbrýðisemi í hjónabandi eða sambúð. Sem betur fer era foreldrar nú það vel upplýstir að þeir vita að aldrei er hægt að veita bömunum of mikla ást og umhyggju til að þau öðlist það sjálfstraust sem síðarmeir kemur þeim að gagni á öllum sviðum lífsins. Sálfræðingar telja afbiýðisemi anga af hóflausri eignarþörf. Þeir afbrýðisömu vilja eiga hinn aðil- ann fullkomlega og era að venju ekki reiðubúnir til að skapa fyrst þann grandvöll sem trúnaðurinn byggist á, en það er gagnkvæmt traust. Afbiýðisemin hlífir engum. Sú tilfinning kemur ósjálfrátt, og er- fitt er að hemja hana. Þar ræður skynsemin litlu. Ekki nema viður- kennt sé að enginn getur átt neinn annan. Ekki er hægt að ætlast til að algjör trúnaður ríki milli tveggja einstaklinga. Það verður aldrei of oft bent á að framskilyrði fyrir góðri sambúð er gagnkvæmt traust. Því þegar traustið er fyrir hendi vakna eng- ar efasemdir. Traustið er undir- staða sambúðar, og þessu trausti má ekki ofbjóða, til dæmis með því að gera sér leik að því að vekja afbrýði hjá maka sínum með það fyrir augum að tengja hann sterkari böndum. Það leiðir sjald- an til góðs. Þegar raunveraleg ástæða er fyrir afbrýðisemi, á þessi tilfinn- ing rétt á sér. Þá kemur sér bezt fyrir báða aðila að kryfja vanda- málið saman til mergjar. En hafi afbrýðin þegar spillt of miklu, og e'kki er hlustað á rök sem ella gætu leyst vandann, verður báð- um aðilum sambúðin óbærileg. Flest höfum við lesið um það hvert hóflaus afbrýði getur leitt — í versta falli til manndráps eða sjálfsvígs. Við megum ekki láta það viðgangast. Sá sem getur ekki sjálfur fundið leið út úr þess- ari sjálfheldu verður að leita sér hjálpar. Helzt er hjálpar að leita hjá sínum nánustu, en ef það nægir ekki má ræða við sálfræð- ing, því þeir eiga að skilja þennan vanda. Enginn sem heltekinn er afbrýðisemi má halda að „það geti enginn bjargað honum." Það má alltaf finna leiðir, jafnvel út úr verstu ógöngum. Aldraðir og atvinnulíf ÖLDRUNARRÁÐ íslands gengst fyrir ráðstefiiu föstudaginn 17. mars, um aldraða og atvinnulíf. Fjallað verður um áhrif starfe- loka á heilsufar, félagsleg rétt- indi við starfelok, kynnt verða sjónarmið hagsmunasamtaka aldraðra, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda auk þess sem hugmyndin um sveigjanleg starfelok verður kynnt. Framsögumenn verða Þór Hall- dórsson yfirlæknir, Anna Jónsdóttir félagsráðgjafi, Bergsteinn Sigurðs- son formaður félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, Guðni Ágústsson alþingimaður, Guðríður Elíasdóttir fyrrverandi varaforseti ASÍ og Björgvin Jónsson forstjóri. Fundarstjóri verður Pétur Sig- urðsson varaformaður Öldranar- ráðs íslands og mun hann jafnframt stýra pallborðsumræðum. Ráðstefnustaður er Borgartún 6. Ráðstefnan sem hefst kl. 13 og lýkur kl. 17. er öllum opin. A MITSUBSSHI A.LANCER 198» BILL FRA HEKLU BORGAR SIC IHIHEKIAHF verd ... . Laugavegi 170-172 Simi 695500 KR. 798.000. 1 T 2486.-kr sparnadur * með Duiux El sparnaðar perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaði miðað við orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur 5,18 kr/kw.st. • Áttföld ending miðað við venju- lega glóperu. OSRAM ■ GEISLAVÖRN SEM SLÆR TVÆR LLUGUR í HNU LIÖGGI! Auöveld í uppsetningu. Engir vírar. Gott verö. — I , VÖRN SEM HINDRAR SPEGLUN OG GEISLUN FRÁ TÖLVUSKJÁM Tölvuskjáir gefa frá sér geisla sem þreyta augun og erta húdina. Lausn á þessum vanda er: POWER SCREEN, jarðtengd skjásía sem varnar því að óhreinindi og geislar streymi frá skjánum. Jafnframt brýtur hún niður Ijósið sem þýðir að glampi á skjánum er úr sögunni. Þetta er eitthvað fyrir þig! Heildsali: Grensósvegi 7. 108 Reykjavík, Box 8294. S: 681665. 686064 Endursöluaðilan Bókabúð Braga Einar J. Skúlason Griffill Mál & Menning Penninn Skrifstofuvélar Tölvuvörur Örtölvutækni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.