Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Skautafélag Akureyrar: Góð aðsókn á svellið Sólin farin að há starfseminni SÓLIN er farin að há starfsemi vélfrysta skautasvellsins við Krókeyri, en verulegrar sól- bráðar gætir þegar sólin er hátt á lofti á heiðskirum dögum. „Við hefðum þurft að hafa „ráð- ■ðiússand" í steypunni, þá yrði bráðnunin ekki eins mikil," sagði Haukur Hallgrímsson, starfsmaður Skautafélags Ak- ureyrar. Svellið hefur verið opið frá því i byijun nóvember Iðja; Fyrirhyggju- leysi í verð- lagsmálum „ÞÆR hækkanir, sem nú hafa dunið yfir verkafólk og boð- aðar eru, munu leiða til hærri krafiia en ella hefði orðið. Fundurinn lýsir þvi allri ábyrgð á hendur stjómvalda vegna þeirra hækkana sem hafa átt sér stað og vegna þeirra áhrifa sem þær munu hafa á gerð kjarasamninga," segir í ályktun Crá almennum félagsfundi í Iðju félagi verk- smiðjufólks á Akureyri. í ályktun félagsfundarins sem haldinn var 11. mars er ríkis- stjómin átalin harðlega fyrir fyr- irhyggjuleysi í verðlagsmálum og segir að öllum, jafnvel ráð- herrum hafi átt að vera ljóst að við lok aðhaldstímans í verðlags- málum myndu einhveijir reyna að ná fram óeðlilegum hækkun- um á vöru og þjónustu. Fundur- inn skorar á ríkisvaldið að grípa þegar í stað til þeirra aðgerða sem nauðsynlegar eru til að auð- velda gerð kjarasamninga og ná stöðugleika í verðlagsmálum. og á þeim tíma hafa aðeins 25 dagar fallið úr vegna veðurs. Haukur sagði að aðsóknin í vet- ur hefði verið góð, einkum hefði yngri kynslóðin verið iðin við skautaiðkunina. Reiknað er með að svellinu verði lokað eftir páska, en fram að þeim tíma verður ein- ungis opið fyrir almenning á kvöld- in þar sem sólin er frystibúnaðin- um yfirsterkari. Að undanfömu hafa skautafélagsmenn gert til- raunir með að setja litarefni í ísinn til að minnka sólbráðina. „Ráð- hússandur," eða hvítur sandur hefði þó verið ákjósanlegastur út í steypuna, að sögn Hauks svo ísinn bráðnaði ekki eins fljótt. Haukur sagði að félagið yrði búið að borga frystibúnaðinn eftir um það bil fimm ár og yrði þá farið að huga að einhvers konar yfir- byggingu yfir svellið. Morgunblaðið/Rúnar Þór Bílahöllin ínýtt húsnæði BÍLAHÖLLIN flutti nýlega í nýtt og rúmgott húsnæði að Óseyri 1. Á mynd- inni er eigandi Bíla- hallarinnar, Tryggvi Rúnar Guð- jónsson, og Birgir Óli Sveinsson sölu- maður. Að sögn sölumanna er tals- vert að gera við bíla- sölu þessa stundina. „Það er allt fúllt að gera, það eru allir að yngja upp hjá sér,“ sagði einn sölu- mannanna. Mest sagði hann að menn væru að kaupa jeppa og Qórhjóla- drifsbíla enda i sam- ræmi við tíðarfarið. Súlnafellið selt KEA: Vissulega blasa við erfið- leikar við hráefnisöfliiii — segir Jóhann A. Jónsson framkvæmdastj óri Hraðfrystistöðvar Þórshaftiar „ÞEIR höfiiuðu okkar tilboði al- farið á þeim forsendum að skuld- irnar væru ef til vill meiri en hald- ið er og þá fengi kaupfélagið hlut- afé sitt ekki til baka,“ sagði Jó- hann A. Jónsson, framkvæmda- stjóri Hraðfrystihúss Þórshafiiar, í samtali við Morgunblaðið í gær. Minnihlutinn í Útgerðarfélagi Norður-Þingeyinga gerði 520 milljóna króna tilboð í eignir ÚNÞ, þar með talið Súlnafellið sem selt var KEA í gær. Jóhann sagði að ekki væri búið að gera upp bókhald fyrirtækisins og því vissi enginn í raun hve skuldirnar væru miklar. Stakfellið, sem er frystiskip, er nú eina skipið í byggðarlaginu og sagði Jóhann að vissulega blöstu við erfiðleikar varðandi útvegun hráefnis í framtíðinni. „Það hefur verið rólegt hjá okkur frá áramótum, enda hefur Súlnafellið ekki landað hér heima Iengi heldur inni í Eyjafirði." Jóhann sagði að sala Súlnafellsins leysti ekki rekstrarvanda útgerðar- innar og þá væri ljóst að Stakfell bæri ekki uppi skuldirnar sem næmu að líkindum tæplega 400 milljónum kr. að Súlnafelli seldu. „Stakfellið fær nú að glíma við þann vanda að standa undir öllum skuldunum, sem hvíla á útgerðinni og það er ekki lítið.“ Loðnan ísuð í Krossanesi til að auka framleiðslu fiskeldismjöls UM ÞAÐ bil 80% af hráefni Krossanesverksmiðjunnar fer í fram- leiðslu á fiskeldisfóðri, en aðeins um 20% fer inn á hinn hefð- bundna mjölmarkað. Þijú ár eru nú liðin frá þvi farið var að vinna að þessari svokölluðu sérvinnslu í Krossanesi og um það bil ár er liðið frá því að framleiðslan og markaðsathuganir fóru að skila árangri. Markmið stjórnenda verksmiðjunnar er að auka sérvinnsl- una enn frekar. Miklar kröfúr eru gerðar um gæði fóðursins á mörkuðum og hefúr verksmiðjan brugðið á það ráð að ísa loðnuna þegar hún berst að landi til að auka geymsluþol hennar. Með þvi er hægt að framleiða fiskeldisfóður úr loðnunni allt að tveimur sólarhingum eftir að hún berst að landi í stað innan við sólarhrings áður. Loðnan er veidd í fimm til sex gráðu heitum sjó, en þegar hún berst að landi er hún ísuð og kæld niður í eina til þijár gráður. Með því er hægt að framlengja fram- leiðslutíma fískeldisfóðurs um helming frá því sem áður var. Geir sagði að eftirspum eftir fiskeld- ismjöli bæði frá Norðurlöndunum og frá Bretlandi væri meiri en verk- smiðjan gæti annað. „Markaðir lofa mjög góðu og nú er svo komið að við getum engan veginn annað eft- irspum," sagði Geir Zoega, for- stjóri Krossanesverksmiðjunnar, í samtali við Morgunblaðið. Yfir fjörutíu þúsund tonn hafa borist Krossanesverksmiðjunni það sem af er loðnuvertíð. Að sögn Geirs þarf verksmiðjan um það bil 60 þúsund tonn á vertíðinni til að komast hjá tapi, eða um það bil 10 þúsund tonn á mánuði. Því er ljóst að verulegt tap verður hjá Krossanesverksmiðjunni á yfir- standandi loðnuvertíð þó ekki sé enn útséð með hver heildaraflinn verður þegar vertíð lýkur. „Það er næg loðna hjá okkur eins og er. Loðnuskipin þijú sem verið hafa í viðskiptum við okkur, Þórður, Ominn og Súlan, eru öll nýbúin að landa. Ominn er í sinni síðustu veiðiverð, en Þórður og Súlan eiga nokkra túra eftir svo að ég reikna fastlega með meira hráefni. Vel hefur aflast síðustu daga. Skipin hafa verið á veiðum út af Homafírði og frá því á laugar- dag hafa aðeins þrír sólarhringar farið í túrinn hjá skipunum. Sigling hvora leið tekur um það bil sólar- Morgunblaðið/Rúnar Þ6r Súlan EA landar í Krossanesi. hring og hefur rúmur sólarhringur farið í veiðar og löndun," sagði Geir. Hann sagði að þessi þijú skip héldu því loðnuverði, sem um hefði samist við Krossanesverksmiðjuna og lækkaði verðið ekkert þrátt fyr- ir lækkað markaðsverð að undan- fömu. Ekki fékkst uppgefíð loðnu- verð hjá Krossanesi, en að sögn Geirs virðist verðið vera mjög breytilegt frá einni verksmiðju til annarrar, frá þetta rúmum þijú þúsund krónum og upp í rúm fjög- ur þúsund krónur fyrir tonnið af loðnu. „Það verð, sem hægt er að greiða, er auðvitað mjög afstætt. Við myndum ekkert gráta yfir því að þurfa að greiða hátt í 4.500 krónur fyrir loðnutonnið ef nýting- artími verksmiðjunnar væri í lagi,“ sagði Geir. Yfír tuttugu milljóna króna tap varð á verksmiðjunni á síðustu loðnuvertíð þar sem veiðar hófust ekki fyrr en tveimur mánuðum síðar en vant er og það sama gerð- ist nú. Fyrsta loðnan barst verk- smiðjunni ekki fyrr en í nóvember og fyrir áramót höfðu 20 þúsund tonn borist verksmiðjunni. Geir sagði að skipakaup væru ekki á döfínni á vegum verksmiðjunnar. „Við teljum hér í Krossanesi að ef við kunnum að framleiða gott mjöl úr þeirri loðnu, sem við höfum úr að spila, og fáum fyrir það gottt verð erlendis, þá sé hráefnisöflun ekki vandamálið á meðan skip eru á lausu. Við hefðum ekki fengið neitt meira hráefni á vertíðinni ef við hefðum átt eitt eða fleiri loðnu- skip sjálfír," sagði Geir Zoéga að lokum. Þingmenn boðaðir til Þórshafnar Þingmenn kjördæmisins voru boð- aðir til Þórshafnar í fyrradag að frumkvæði sveitarstjóra, Daníels Ámasonar. Á þann fund voru jafn- framt boðaðir fulltrúar meirihluta stjómar ÚNÞ, þeir Ágúst Guðröðar- son og Sigtryggur Þorláksson. Jafn- framt voru á fundinum þeir Jóhann A. Jónsson og Guðmundur Hólm frá Hraðfrystistöð Þórshafnar. „Á fund- inum var okkur skýrt frá því að heimamenn, það er að segja Hrað- frystistöðin og hreppurinn, vildu ganga inn í tilboð KEA á Súlnafell- inu. Stofnað yrði nýtt hlutafélag heimamanna í kringum Súlnafellið sem síðar yrði sameinað ÚNÞ. Það kom hinsvegar fljótlega fram hjá fulltrúum meirihlutans í stjórn ÚNÞ að þeir sáu sér ekki fært að rifta þeim munnlega samningi, sem gerð- ur hafði verið við KEA, enda töldu þeir samningsgerðina of langt á veg komna og undirritunin aðeins ein eftir,“ sagði Guðmundur Bjarnason, alþingismaður, í samtali við Morgun- blaðið. Guðmundi var falið áð kanna hvort möguleiki væri á því að fá KEA til að falla frá kaupsamningnum svo að heimamenn á Þórshöfn gætu gengið inn í samninginn. „Ég hafði strax samband við kaupfélagsstjóra KEA og tjáði hann mér þá að félag- ið væri ákveðið í að kaupa Súlnafel- lið svo að ég sé ekki fram á annað en að heimamenn á Þórshöfn verði að leita á önnur mið eftir skipi eða hreinlega að reyna að ná samkomu- lagi við ÚNÞ um að skipta Stakfelli út fyrir ísfisktogara," sagði Guð- mundur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.