Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 25
 Jóhanna Ögmundsdóttir eitt ár sem kennari á Akranesi. Þá fluttist hann til Húsavíkur og bjó þar til ársins 1987. Síðan hefur hann verið organisti í Kristskirkju. „Requiem Mozarts er stærsta verk- ið sem ég hef stjómað en ég fékk líka mjög góð tækifæri á Húsavík til að vinna að kórstjóm, m.a. æfð- um við messu eftir Mozart og stóra messu eftir Dvorák. Eftir á að hyggja þá var það stórkostleg reynsla og dýrmæt að fá að vinna að þessum verkum á Húsavík." Hjónin Baldur Sigfússon, sem syngur bassa, og Halldóra Halldórs- dóttir, sem syngur sópran, eru með- al þeirra kórfélaga sem taka þátt í flutningi Sálumessunnar um helg- ina. Baldur er einn af stofnfélögum Fflharmóníu og söng á fyrstu tón- leikum söngsveitarinnar er verkið Carmina Burana eftir Carl Orff var flutt. Hann hefur þó ekki sungið með Fflharmóníu samfleytt, heldur tók sér hlé frá kórstörfum um hríð og byijaði ekki aftur fyrr en fyrir þremur ámm. Þetta er í annað skipti sem hann syngur Requiem eftir Mozart með Fflharmóníu en kórinn flutti það verk fyrir um tutt- ugu og fimm árum, þá undir stjóm dr. Róberts Abrahams Ottóssonar. „Maður lifir mikið í gömlum minn- ingum þegar maður syngur verkið á ný. Þetta er eitt fallegasta verk sem ég hef sungið," sagði Baldur. Halldóra er ekki eins gömul í hettunni, byijaði með Fflharmóníu nú fyrir jólin, en segist alltaf hafa haft gaman af söng þó hún hafi ekki gefið sér tíma til þess áður. „Það er afskaplega erfítt að byija á svona verki. Maður lærir hins vegar furðu mikið á því að fylgjast með og þetta er fljótt að koma þó ég hafí ekki kunnað að lesa nótur er ég byijaði," sagði Halldóra. Baldur sagði það vera mjög ánægjulegt að fá að syngja í Krists- kirkju, hljómburður þar væri allt annar og betri en á flestum öðrum stöðum. „Úlrik er líka mjög skemmtilegur stjómandi. Hann er jákvæður og hefur mikla þolinmæði og lagni." Krefjandi verk og viðkvæmt Jóhanna Ögmundsdóttir, sópran, hefur sungið með Fílharmóníu síðan 1975. Þar áður söng hún með Pólý- fónkómum. „Þetta gefur manni svo mikið og er svo gaman. Bæði er það tónlistin sjálf, sem ég hef mik- inn áhuga á, en einnig félagslega hliðin. Eg hef eignast mina bestu vini hér í þessum félagsskap." Hún sagði að það fylgdi því ávallt mikil ánægja að heija æfingar á nýju verki. Þá hefði maður það gjaman mikið á fóninum og spilaði bæði í bílnum og heima. „Þetta er mjög krefjandi verk og viðkvæmt í flutn- ingi." Þegar Jóhanna var spurð hvaða verk hefði verið skemmtileg- ast að taka þátt í flutningi á sagði hún að það væri mest gaman að því verki sem flutt væri í það og það skiptið. En sem dæmi um minn- isstæð verk nefndi hún konsertupp- færslur á óperum sem Fílharmónía hefði flutt ásamt Sinfóníuhljóm- sveitinni, t.d. La Traviata og Tosca. Glæsileg herraföt nýkomin alls konar fatnaói b O 0 A R T AUSTURSTRÆTI 22 - SÍMI 22925 UTSOþU í ÁLAFOSS-BÚÐUNUM 15-50% AFSLÁTTUR ÁLAFOSS-BÚÐIM Gjafavörudeild, Vesturgötu 2, sími 13404 Iðavöllum 14b,.Keflavík, sími 12791 Nú er útsaia í ÁLAFOSS-BÚÐUNUM. Allt að 50% afsláttur af úlpum, ullarfatnaði og gjafavörum. Einstakt tækifæri til að byrja safna dýrindis postulíni eins og hinu sígiida ARZBERG og öðrum góðum gripum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.