Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. MARZ 1989 Jlfargiiiifrliifrtfe Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðaistræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið. Réttur neytenda Neytendur hafa verið að vakna til vitundar um rétt sinn á undanförnum árum. Nú er svo komið að framleiðendur, innflytjendur, kaupmenn og stjórnvöld, verða að taka mun meira tillit til neytenda en áður þótti ástæða til. Seljendur vöru og þjónustu, sem ekki hugsa um að standast þær kröfur, sem neytendur géra til þeirra, geta búizt við því, að verða undir í samkeppninni. Nú hugs- ar fólk meira en áður t.d. um það hvaða efni eru sett í mat- væli. Krafan um að vita hvað fólk er að kaupa er orðin mjög rík. Þetta er m.a. árangur af starfí samtaka neytenda víða um heim, en þessi samtök stóðu fyrir alþjóðadegi neytendarétt- ar í gær. Neytendasamtökin hér á Islandi eiga sér nokkuð langa sögu en þau hafa eflzt mjög hin síðari ár, Þar hafa haldizt í hendur öflugt starf og aukinn áhugi á neytendamál- um. María E. Yngvadóttir, varaformaður Neytendasam- takanna, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég tel að neytendavitund hafi aukizt. Mér virðist fólk vera farið að sinna þeim málum betur en áður, enda byggist starf okkar í Neytendasamtökunum á því, að neytendur vinni með okkur. Það hafði mikil áhrif á stöðu neytenda, þegar verðbólgan minnkaði á síðasta ári og hægt var að kaupa vörur með tilliti til gæða og verðs, sem ekki var mögulegt á meðan vörur hækk- uðu í verði frá degi til dags.“ Spurningin um það, hvaða efni eru sett í mat er mikilvæg- ur þáttur í umræðum um neyt- endamálefni. Um ástand þeirra mála hér segir María E. Yngva- dóttir m.a.: „Það skortir reglur yfir eiturefni, sem notuð eru á grænmetið, innflutt sem inn- lent. Við vitum ekki hvaða efni við erum að láta inn fyrir varir barna okkar, það á ekki ein- göngu við um grænmetið, held- ur einnig um aukefnin í mat- vælum. Það var vitað fyrir ári að nýja reglugerðin um aukefn- in og innihaldslýsingar á mat- vælum myndi ganga í gildi um áramót, en þeir aðilar, sem ekki höfðu aðlagað sig reglu- gerðum, fengu framlengingu fram á mitt þetta ár.“ Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna, ræddi einnig aðgang neytenda að upplýsingum í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði: „Neytandi kaupir sér flík en til þess að hún eyðileggist ekki þurfa upplýsingar um meðferð að fylgja með. Hér eru engar reglur til um það, að seljendur skuli veita nauðsyn- legar upplýsingar. Þetta er hluti af þeim upplýsingaskorti, sem snýr að neytendum." Það er ljóst, að Neytenda- samtökin hyggjast láta um- hverfísmál meira til sína taka. María E. Yngvadóttir sagði í fyrmefndu samtali við Morgun- blaðið: „Við þurfum að sinna umhverfisþáttum miklu meira en gert hefur verið og þá sem upplýsingaaðili fremur en kvörtunaraðili og sá aðili, sem komið getur mikilvægum upp- lýsingum á framfæri. I um- hverfisþáttinn falla sorpeyðing- armál og mengun og önnur slík mál, sem tímabært er að tekin verði mun fastari tökum.“ Jóhannes Gunnarsson sagði einnig: „Um leið og við gerum kröfu um að fá heilnæma mat- vöru og hættulausa þá gildir það sama um loftið, sem við öndum að okkur. Þó ástandið sé ekki orðið eins slæmt hér og hjá mörgum nágrannaþjóð- um okkar, þá verðum við að fara að gæta okkar á ákveðn- um sviðum. Má í því sambandi nefna mengun í Reykjavík, það er t.d. ólíft við Miklubraut á stilludögum.“ Eins og af þessum ummæl- um forystumanna Neytenda- samtakanna hér má sjá verður krafan um, að fullt tillit verði tekið til neytenda, sterkari á öllum sviðum. Þeir, sem upp- fylla þessar kröfur, munu standast samkeppnina, hinir, sem reyna að komast hjá því, verða undir. Það er alveg ljóst, einfaldlega vegna þess, að að- hald neytenda sjálfra er orðið svo sterkt. En ummæli for- manns og varaformanns Neyt- endasamtakanna sýna, að kröf- ur neytenda munu í framtíðinni ekki einvörðungu snúa að selj- endum vöru ogþjónustu, heldur einnig að stjórnvöldum, sem hafa mikil áhrif á umhverfis- vemd með ákvörðunum sínum. Stjómvöld geta einnig búizt við því í framtíðinni, að samtök neytenda beini athygli sinni að þeirri þjónustu, sem opinberir aðilar veita skattgreiðendum. Starfsemi Neytendasamtak- anna hefur því augljóslega já- kvæð áhrif á þjóðfélagsþróun- ina.. Móðurmálsvika í Flataskóla Getum bætt málfar - segirSigrún Gísladóttir, skólastjóri FLATASKÓLI í Garðabæ helg- aði siðustu viku, 6.-10. mars, móðurmálinu. Ahersla var lögð á bætt málfar og hafin herferð gegn málvillum, blótsyrðum og enskuslettum. Nemendur skól- ans, sem eru á aldrinum 6-11 ára, fengust við ýmis viðfangs- efhi í móðurmáli, athuguðu mál- far í dagblöðum og öðrum fjöl- miðlum, tóku útdrátt úr fréttum, æfðu framsögn og tjáðu sig munnlega, skrifuðu ljóð og sög- ur, kepptu í ræðumennsku og fleira, eftir aldri og áhuga. Sigrún Gísladóttir, skólastjóri, sagði að hugmyndin að þessari móðurmálsviku hefði kviknað snemma í vetur. Kennarar hefðu verið sammála um að íslenskan ætti í vök að veijast, krakkamir töluðu oft rangt mál og mjög mikið væri um enskuslettur. „í Fiataskóla er að sjálfsögðu lögð áhersla á móðurmálskennslu, líkt og í öðrum skólum, en kennarar töldu nauðsyn- legt að fá börnin til að tjá sig meira sjálf,“ sagði Sigrún. „Það höfum við gert til dæmis með því að láta Sigrún Gísladóttir, skólastjóri. Morgunblaðið/Bjami þau semja sögur og ljóð og flytja fyrir bekkjarfélaga sína. Þá höldum við ræðukeppni af og til, sem nýtur mikilla vinsælda. Móðurmálsvikan var til að hnykkja betur á þessu og við fjölguðum kennslustundum í íslenskunni.“ Sigfrún sagði að þágufallssýki væri mjög algeng meðal barna í skólanum. „Þar við bætast alls kon- ar ambögur," sagði hún. „Ég hef til dæmis oft heyrt börnin segja „Hvað skeði fyrir hann?“, í stað „Hvað kom fýrir hann?“. Þá snúa þau merkingu orða oft við, eins og stúlkan sem sagði: „Ég er búin að fýrirgefa honum" en átti við að hún væri búin að biðjast afsökunar. Þessi móðurmálsvika kom okkur kennurunum einnig til góða og við Yngri krakkarnir herma eftir okkur - segja Eiríkur, Inga, Linda Björk og Þórarinn FJÖGUR 10 ára bekkjarsystkin úr 4. bekk R.J., þau Eiríkur Rafiis- son, Inga S. Björgvinsdóttir, Linda Björk Eiríksdóttur og Þórarinn Ingimundarson, sögðu að þau reyndu núna að tala gott mál. Það yrðu þau meðal annars að gera vegna þess að yngri börn hermdu eftir þeim, til dæmis enskuslettur. „Við bjuggum til slagorð, nei fyrirgefðu, kjörorð um að tala gott mál. Það er fallegra að segja kjör- orð,“ sagði Eiríkur og hin sam- sinntu honum. „Svo skrifuðum við niður nöfn á íslenskum fyrirtækj- um, sem heita erlendum nöfnum og þau eru mörg.“ Inga sagði að móðurmálsvikan hefði verið til að hreinsa málið. „Við erum ekki sjálfstæð þjóð ef við tölum ekki okkar mál,“ sagði hún ákveðin. Þórarinn sagði að krakkar á hans aldri notuðu oft enskar slettur. „Það eru alls konar orð sem eru notuð, til dæmis „me too“, „bæ“ og „holy cow“,“ sagði hann. Linda Björk sagði að þessi orð lærðu þau af bíómyndum og textum sönglaga. Börnin voru spurð, af hveiju þau töluðu ekki eingöngu íslensku, því hana hlytu þau að heyra miklu oft- ar en enskuna. „Við horfum bara svo mikið á bíómyndir, af því að þær eru skemmtilegri en til dæmis fréttimar. Bíómyndir em oftast á ensku og þess vegna hlustum við mikið á ensku,“ sagði Eiríkur. Inga bætti því við, að litla systir hennar væri farin að nota enskuslettur, sem hún heyrði Ingu nota. Núna ætli hún hins vegar að reyna að hætta að nota ensk orð, svo systir hennar noti þau ekki. Börnin fjögur sögðust hafa feng- ið refsistig fyrir málvillur, blót og enskuslettur. Þórarinn hefði til dæmis fengið refsistig fýrir að segja „helvítis bjórinn“, í ræðu. „Núna Inga S. Björgvinsdóttir, Linda Bjc og Þórarinn Ingimundarson. ætla ég að reyna að passa mig,“ sagði hann. Börnin vom spurð hvað væri hægt að gera til að gæta þess að börn byiji ekki að nota enskuslett- ur. Þau vom sammála um að það væri mjög gott að hafa íslenskt tal á öllu erlendu barnaefni í sjón- varpi. „Lítil böm, sem geta ekki Sjómenn heiðra Sigmund SIGMUND Johannsson teiknari og uppfinningamaður i Vest- mannaeyjum var heiðraður sér- staklega fyrir skömmu í tilefni af 50 ára afinæli Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðandi í Vestmannaeyjum. Var Sigmund afhentur silfur- skjöldur með áletmn þar sem hon- um vom þökkuð störf i þágu örygg- is sjómanna, ekki aðeins fyrir Sig- mundsbúnaðinn, heldur fjölmörg atriði sem hafa stórlega bætt ör- yggi íslenskra sjómanna. Morgun Sveinn Valgeirsson skipstjóri, formaður Verðandi, afhendir Sigmund heimili hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.