Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.03.1989, Blaðsíða 16
16 MQRGUNBLAÐIÐ FJMMTUDAGUJR lfi. .MARZ.1989 „Pianókonsert Beethovens afar ljóðrænn og fallegur“ — segir Gísli Magnússon, píanóleikan Gísli Magnússon verður einleikari á elleftu áskriftar- tónleikum Sinfóníuhljómsveitar íslands í Háskólabíói í kvöld. Að þessu sinni spilar Gísli Píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven, en það er einmitt liður í dagskrá hljóm- sveitarinnar í vetur að flytja alla píanókonserta Beet- hovens, fímm að tölu. Gísli Magnússon Gísli er fæddur á Eskifirði 1929, og ólst þar upp til 10 ára aldurs. Hann er sonur hjónanna Magnúsar,Gíslasonar og Sigríðar Jónsdóttur. Hann segir að tónlist- aráhuginn hafi vaknað snemma hjá sér enda hafi verið bæði píanó og upptrekktur grammófónn á heimilinu. Gísli segir glettnislega frá því að þegar hann var þriggja ára gamall hafi hann verið spurð- ur að því hvað hann vildi verða þegar hann yrði stór — hann hafi svarað því til að hann vildi verða grammófónn. Síðan flutti fjöl- skyldan til Reykjavíkur, en þá hóf hann nám hjá Rögnvaldi Sigur- jónssyni. Einnig sótti hann tíma hjá Ama Kristjánssyni. Hefur spilað 17 sinnum með Sinfóníuhljómsveitinni Um tvítugt fór Gísli til Ziirich í Sviss og var þar við nám í píanó- leik í 3V2 ár. Að því loknu var hann um átta mánaða skeið við nám í Róm. Það var síðan árið 1951 að Gísli hélt sína fyrstu tón- leika á íslandi, en þeir voru haldn- ir á vegum Tónlistarfélagsins. Þessir tónleikar voru haldnir í Austurbæjarbíói, en þá hafði Austurbæjarbíó tekið við af Gamla Bíói sem tónleikasalur. Spyijanda lék forvitni á að vita hvort einhver tónskáld væru í uppáhaldi hjá Gísla frekar en önn- ur. Hann sagðist alltaf vera mjög hrifinn af þeim höfundi sem hann væri að fást við hveiju sinni, en eftir umhugsunarfrest viður- kenndi hann þó að sér fyndist Bach, Mozart og Stravinsky mest heillandi. Enda hefur hann flutt konserta eftir þá alla opinberlega. Gísli hefur töluvert komið fram opinberlega. Honum taldist til að einungis með Sinfóníuhljómsveit- inni hefði hann komið fram 17 sinnum. Hann hefur unnið mikið í samvinnu við Gunnar Kvaran, meðal annars fóru þeir í tónleika- ferð til Norðurlandanna 1974. Árið 1979 fóru þeir svo saman til New York, og héldu tónleika í Camegie Hall. Nú upp á síðkastið hefur hann komið fram nokkrum sinnum með Halldóri Haraldssjmi. í fyrra léku þeir til dæmis saman á áskriftartónleikum Sinfóníu- hljómsveitarinnar verkið Konsert fyrir 2 píanó „Midi" eftir Jónas Tómasson. Lærdómsríkt að stjórna tónlistarskóla Eins og flestir tónlistarmenn er Gísli einnig tónlistarkennari. En hann er meira en það, hann er skólastjóri Tónlistarskólans í Garðabæ. Hann tók við því starfí 1984, en um þær mundir flutti skólinn í rúmgott húsnæði. Við skólann eru nú skráðir hátt í 300 nemendur, og kennarar eru 32 talsins. Gísli sagði að hann hefði gaman af að umgangast ungt fólk, og þótt starfíð væri kre- ij'andi, þá væri það lærdómsríkt engu að síður. Hann segir það hvatningu fyrir sig að umgangast þá sem em að stíga sín fyrstu spor á tónlistarbrautinni. Hann sagði að það hefði kostað mikla vinnu að undirbúa þessa tónleika því Píanókonsert nr. 4 hefði hann ekki flutt opinberlega áður. Vonandi gefst þó einhvemt- ímann tækifæri til þess aftur, því að sögn Gísla er þetta mjög skemmtilegt verk. Konsertinn er saminn árið 1805, eða áður en Beethoven fer að missa heym, og er afar ljóðrænn og fallegur. Frábrugðinn öðrum píanókonsertum Beethovens Píanókonsert nr. 4 er saminn á svokölluðu öðm tímabili af þremur í ævi Beethovens. Hann er mjög ljóðrænn og frábmgðinn öðmm konsertum tónskáldsins. En auk þess sem Beethoven samdi píanó- konsertana fimm, þá samdi hann einnig 32 píanósónötur, og auk þess fjölda af tilbrigðaverkum og bagatellum. Á þessum tíma var píanóið afskaplega vinsælt hljóð- færi, og þar sem það var í örri þróun — búið var að víkka út hljómborðssvið þess — var eðlilegt að Beethoven skyldi einmitt semja svo mikið fyrir píanó sem raun bar vitni. Enda var Beethoven sjálfur góður píanóleikari og vann í upphafi fyrir sér sem slíkur. Höfundurinn, Rafn Jónsson, er blnðafulltrúi Sinfóníuhljóm- sveitarinnar. Nú gefst einstakt tækifæri til kaupa á góðum skóm. Þetta eru vandaðir leðurskór í stærðum frá 361/2 -401/2. Litirnir eru: Hvítt, svart, rautt og blátt. Verðið er ótrúlegt; kr. 1690,- parið. 3- Djyx ytllKUG4RDUR MARKAÐUR VID SUND KAUPSTAÐUR ÍMJÓDD Búðardalur: Dalverk hf. Búðardal. DALVERK HF. í Búðardal hefúr farið frarn á gjaldþrotaskipti hjá skiptaráðandanum í Dalasýslu. Skuldir fyrirtækisins vom orðnar talsvert umfram eignir. Ýmissa leiða hefur verið leitað til að reisa við rekstur fyrirtækisins, en þær hafa ekki borið árangur. Hjá Dalverk hf. störfuðu að jafh- gjaldþrota aði 4—5 manns. Atvinna hér hefur dregist saman og em 6—7 manns fyrir á atvinnuleysisskrá í Laxárdal. Dalverk rak bifreiðaverkstæði og varahlutaþjónustu og allt sem svona rekstri fylgir. Fyrirsjáanlegt er að þessa þjónustu verður nú að sækja í Borgames eða í Gmndarfjörð. - Kristjana Skrifstofutækninám Betra verð - einn um tölvu Tölvuskóli íslands S: 67 14 66 Litlu risarnir þvottavél og þurrkari, fýrir fjölbýlishús og vinnustaði SUNDABORG 1 S. 688588-688589
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.