Morgunblaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B 67.tbl. 77. árg. ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989________________________________Prentsmiðja Morgunblaðsins „Jeltsín, frambjóðandi fólksins“ MÖRG þúsund Moskvubúar efudu til fjöldagöngu á laugardag og sunnudag til stuðnings Boris Jeltsin, fyrrum formanni komm- únistaflokksins í borginni og frambjóðanda í kosningunum til nýja sovéska þingsins nk. sunnudag. Á myndinni eru þrjár konur að biðja fundarmenn um að ganga að borgarskrifstofunum þar sem skorað var á eftirmann Jeltsíns sem flokksdeildarformanns að koma fram. Á spjaldinu stendur „Jeltsín, frambjóðandi fólks- ins“ en sagt er, að fjöldagöngur af þessu tagi hafl ekki átt sér stað í Sovétrikjunum frá þvi á þriðja áratugnum. Sjá „Fjöldagöngur til . . .“ á bls. 28. San Salvador. Reuter. Hægrimaðurinn Alfredo Cristiani, frambjóðandi ARENA-banda- lagsins í E1 Salvador, lýsti i gær yfir sigri i forsetakosningunum þar í landi á sunnudag og kvaðst vilja efha til viðræðna við vinstrisinn- aða skæruliða til að binda enda á niu ára borgarastyrjöld. Bráðabirgðatölur sem kjörstjóm féllu alls 38 manns, en skæruliðar í San Salvador sendi frá sér sýndu kváðust hafa fellt eða sært 150 Jón Baldvin Hannibalsson sagði, að viðræður um samstarf EFTA og EB væru nú komnar á umtalsvert skrið og vænta mætti þess að fyrir árslok yrði að nokkm leyti ljóst, hversu langt ætti að ganga og með hvaða hætti samstarfið ætti að vera. Norðmenn hefðu tekið að sér að undirbúa tillögur, sem leggja ætti fyrir ráðherrafund EFTA í Kristiansand í júní í vor. í tillögum þeirra yrði fjallað um það til dæmis hvemig mætti styrkja EFTA-ráðið og stofnanir EFTA almennt. Þá yrði og gengið frá því með hvaða hætti EFTA kysi að samstarfíð við EB yrði, til dæmis hvort móta ætti starfsreglur sem hefðu að geyma fyrirmæli um atkvæðagreiðslur við afgreiðslu mála er varða samstarf að Cnstiani hafði hlotið 53,81% þegar um helmingur greiddra at- kvæða hafði verið talinn. Fidel Chavez Mena, frambjóðandi Kristi- lega demókrataflokksins, játaði sig sigraðan í gærkvöldi en fyrstu tölur sýndu að hann hefði hlotið 36,59% greiddra atkvæða. Bardagar milli skæmliða og stjómarhermanna settu svip sinn á kosningamar og týndu meðal ann- ars nokkrir blaðamenn lífí í átökun- um. Að sögn' talsmanna hersins hermenn. Skæmliðar stöðvuðu samgöngur víðs vegar um landið á sunnudag, en því var hætt þegar kjörstöðum var lokað. Cristiani sagði að hann myndi leitast við að tryggja stjóm sinni viðtækan stuðning meðal lands- manna með vali sínu á ráðhermm og reyna þannig að stuðla að friði í landinu. Sjá „Leggur áherslu á . . .“ á bls. 28. Flokksþingið 1 Kína: Sparnaður boðað- ur til nokkurra ára Peking. Reuter. HIÐ árlega flokksþing kínverska konunúnistaflokksins hófst f Al- ' þýðuhöllinni miklu í Peking f gær. Li Peng, forsætisráðherra Kfna, sem setti þingið f fiarveru Dengs Xiaopings leiðtoga Kfnverja, viður- kenndi að umbótaáætlanir ráðamanna hefðu að nokkru leyti farið út um þúfur og boðaði hann auknar aðhaldsaðgerðir á komandi árum. Hann sagði að gætt hefði of mikillar óþolinmæði meðal flokksmanna sem hefðu vænst skjóts bata í efnhagslífinu. Það vakti athygli að Deng Xiao- ping var fjarstaddur en hann kom síðast fram opinberlega á föstudag þegar hann átti fund með forsætis- ráðherra Tælands, Chatichai Choon- havan. Helsti ráðgjafi Dengs, Zhao Ziyang, leiðtogi kommúnistaflokks- ins, sat þingið. Zhao hefur sætt ámæli fyrir slælega efnahagsstjóm en verðbólgan í landinu hefur ekki verið meiri frá því að kommúnistar komust til valda árið 1949. Kommúnistaflokkurinn boðaði síðast til aðhaldsaðgerða í september á síðasta ári með það fyrir augum að slá á þenslu í landinu. Þá mæld- ist verðbólga 18% til sveita og yfír 30% í borgum. Li sagði að aðhaldsaðgerðir stjóm- valda hefðu ekki verið jafn árang- ursríkar og til var ætlast. „Bæði ríkisstjómin og almenningur verða að búa sig undir spamaðaraðgerðir til nokkurra ára,“ sagði Li. Li hvatti einnig til aukinna sam- skipta við Vesturlönd og lagði áherslu á þörf Kínveija fyrir erlent fjármagn og tækniþekkingu. Þá var- aði hann erlend ríki við því að ljá aðskilnaðarsinnum í Tíbet stuðning sinn og sagði að ekki yrði unað við afskiptum erlendra ríkja „af innan- landsmálum Kínveija". Ráðherrafundur 18 Evrópurikja: Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, t.v., sem er í for- sæti fyrir EFTA, ræðir við utanríkisráðherra Spánar, Francisco Fernando Ordonez og Jacques Delors, t.h., forseta framkvæmda- stjórnar EB, eftir fiind utanríkis- og viðskiptaráðherra EFTA- og EB-ríkja. Viðræður um samstarf EFTA og EB komnar á umtalsvert skrið Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, FUNDIJR utanríkis- og við- skiptaráðherra 18 aðildarlanda Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og’ Evrópubandalagsins (EB) var haldinn hér í Brussel i gær. Ræddu ráðherramir fyrir- komulag samskipta EFTA og EB fréttaritara Morgunblaðsins. i ljósi leiðtogafundar EFTA í Ósló f síðustu viku. Var sam- þykkt að stefiia að niðurstöðu í umræðum um þau mál fyrir árs- lok og er ætlunin að efiia til fiind- ar i Frakklandi i desember til þess að ákveða með hvaða hætti samstarf EFTA og EB verður. í lok Brussel-fundarins sagði Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra, sem sat hann fyrir ís- lands hönd, að niðurstaða hans sýndi, að ákvarðanirnar í Ósló mörkuðu jafnvel meiri timamót en ætlað var. Viðræður um sam- starf EFTA og EB væru komnar á umtalsvert skrið. Francisco Femandez Ordonez, utanríkisráðherra Spánar, var formaður ráðherranefndar EB á fundinum en Thorvald Stoltenberg, utanríkisráðherra Noregs, var í for- ystu fyrir EFTA-ríkin. Auk ráð- herra sátu Jacques Delors, forseti framkvæmdastjómar EB, Frans Andriessen, varaforseti fram- kvæmdastjómar EB, og George Reisch, framkvæmdastjóri EFTA, fundinn. Síðast var efnt til sam- bærilegs fundar í Lúxemborg 1984, þar sem samþykkt var að koma á fót einu evrópsku efnahagssvæði. í Bmssel var samþykkt að halda áfram á þeirri braut, sem þar var mótuð. EFTA og EB. Framkværridastjóm EB lagði áherslu á það á fundinum í Bmss- el, að fyrsta skrefið í nánari sam- vinnu EFTA og EB hlyti að vera samkomulag um sameiginlega stefnu eða áherslur, t.d. í land- búnaði, sjávarútvegi og peninga- málum. Það væri til lítils að setja á fót sameiginlegar stofnanir ef ekki væri samkomulag um við- fangsefni þeirra. íslendingar taka við formennsku í ráðherranefnd EFTA um mitt ár og kemur það því í hlut þeirra að undirbúa fundinn í Frakklandi með Frökkum og í samvinnu við emb- ættismenn EB og EFTA og vinna úr ákvörðunum fundar EFTA í Kristiansand. Liechtenstein: Steini velt úr vegi fyrir aðildað SÞ. Zilrich. Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsina. MEIRIHLUTI kjósenda i Liechtenstein felldi um helgina tillögu um að fram fari þjóðar- atkvæðagreiðslur um milliríkjasamninga. Um 65% þátttaka var í kosningunum. 4.787 greiddu atkvæði á móti tillögunni en 3.644 með henni. Báðir þingflokkamir og Hans Adam prins voru á móti henni. Prinsinn setti nýtt þing á laug- ardag. Þingkosningar fóru fram fyrir hálfum mánuði og var þing- sætum þá fjölgað úr 15 í 25 meðal annars til að hleypa nýju blóði að og til að auðvelda konum að vinna sæti á þingi. En hvorug- ur stjómarandstöðuflokkanna fékk 8% fylgi, sem er lágmarks- hlutfall til að fá þingsæti, og aðeins ein kona situr á þingi eft- ir sem áður. Prinsinn fjallaði um utanríkis- mál í þingsetningarræðu sinni og lét í ljós óánægju með að þing- flokkamir hefðu enn ekki fjallað um aðild Liechtenstein að Sam- einuðu þjóðunum þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir sínar. Hann sagði að aðild að þeim myndi ekki stofna fullveldi þjóðarinnar í hættu heldur styrkja það. Prins- inn bætti við að hann teldi að mikilvægi fullveldisins þyrfti ekki að vera þungamiðjan í utanríkis- stefnu þjóðarinnar. Hann myndi skilja og samþyklqa það ef þjóðin myndi einhvem tíma kjósa að verða aðili að iýðræðislegri, sam- einaðri Evrópu og þar með fóma fullveldi sínu. Liechtenstein er í tollabanda- lagi með Sviss. Samskipti þess við Evrópubandalagið eru því í gegnum Sviss. Talið er að meirihluti íbúa Liechtenstein sé á móti aðild að Sameinuðu þjóðunum eins og nágrannar þeirra í Sviss. Þeir hafa nú ákveðið að það þurfí ekki að bera hugsanlega aðild undir þjóðina. Það ætti að hleypa kjarki í þingflokkana til að taka þetta hugðarefni prinsins fyrir á þingi. Forsetakosningar í EI Salvador: Cristiani sigurviss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.