Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 14

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 Fyrrverandi ástand Coligtrto(jöldi pr. 100 ml. JM' - l.H ! .00 - !0.« :ö.o • m. 100. -1000. > 1 000.. Rangfærslum svarað Tveir áhugamenn um umhverfis- mál, þeir Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur og Jónas Kristjánsson ritstjóri DV, hafa nýlega látið ljós sitt skína og upplýst almenning um ástand fráveitumála í Reykjavík. Sá fyrmefndi virðist hafa sann- færst um að allir magakvillar Reyk- víkinga eigi rætur sínar að rekja til skolps, sem nú til bráðabirgða rennur úr yfirfallsútrás er opnast í kafí um 50 m frá landi á Kirkju- sandi. Sá síðamefndi, ritstjórinn, hefir mistekið sig á dælustöðvum við Ingólfsstræti og Kirkjusand og gerir úr þeim hreinsistöðvar og ásakar borgaryfirvöld um að hafa farið með blekkingar á þessu sam- bandi. Hvomgur þessara aðila virð- ist hafa fylgst með gangi fráveitu- málanna, né hefur haft fyrir því að leita til réttra aðila eftir upplýsing- um, heldur kjósa að bera almenn- ingi á borð rangfærslur varðandi þessi mál. Sannir Islendingar vilja þó ennþá fá að vita það sem rétt- ara reynist. Óþolandi er að menn sem vilja láta taka mark á sér af- flytji á opinberum vettvangi eitt merkasta framfaraspor í umhverfis- málum á íslandi sem Reykjavíkur- borg er nú að stíga. í borgarráði og borgarstjóm var á fyrri hluta árs 1986 lögð fram og samþykkt áætlun um framtíðar- lausn Reykjavíkurborgar í fráveitu- málum er sýnir hvemig losna megi við óhreinkun strandlengjunnar í kringum borgina af völdum hol- ræsaútrásanna. Lagðar verða niður um 35 útrásir í núverandi mynd en í þeirra stað koma 3 hreinsistöðvar ásamt löngum plastlögnum frá þeim fram á sjávardýpi, þaðan sem straumar blanda upp vökvann frá hreinsistöðvunum og bera hann burt. Hefir borgin samþykkt árlegar íjárveitingar til þessa verkefnis um 100 milljónir króna, þannig að þessu verkefni á að vera lokið árið 1993. Hafist var handa við hreinsun strandlengjunnar við Elliðavog og Skúlagötu. Þar sem strandlengjan innst í Elliðavogi og við Skúla- götu/Sætún er nú orðin hrein af útrásum frá Ingólfsgarði að Kirkju- sandi var ákveðið að bíða með loka- framkvæmdir þar, þ.e. hreinsistöð- ina á Laugarnesinu, og löngu útrás- ina þaðan út á dýpið og snúa sér að strandlengjunni á nesinu sunn- anverðu, en framkvæmdir þar hefj- ast í sumar. í þesari biðstöðu við norðurströndina fer skolp nú til bráðabirgða út um yfirfallsútrás eða neyðaryfírfall dælustöðvarinnar á Kirkjusandi og aðra útrás austan Sundahafnar, þar til hreinsistöðin í Laugamesi kemur. Varðandi yfír- fallsútrásina skal þess getið að hún er ætíð á kafi og skolpið blandast í gegnum 1—5 m djúpan vatns- massa ofan á útrásarendanum, u.þ.b. 50 m frá landi. Með grein þessari fylgir upp- dráttur er sýnir stöðu mála og fyrir- komulag framtíðarlausnar fráveitu- málanna. Allt frárennslið verður grófhreinsað, þannig að um útlits- mengun verður ekki að ræða. Við fjörur þar sem gert er ráð fyrir útivist mun gerla og sýklamengun sjávar lúta tilmælum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar WHO, um hreinleika sjávar. Miðað er við kólígerlafjölda minni en 100 pr. 100 ml. Sem dæmi um lausnina við Laugames er hreinleiki vatnsins sýndur miðað við 1.000 m langa útrás frá hreinsistöðinni þar. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastj óri

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.