Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 27
' táORGUNBlÁÐlb 'tklÐ'jtjÖÁGÖR' 21. MARZ ‘1989 27 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Austin P. Jennings í höfuðstððvum Lions, aðstoðar við undirbún- ing landssö&iunarinnar. Honum á hægri hlið er kona hans Car- mane Jennings. Bakvið þau standa þrir af forsvarsmönnum Lions á íslandi, þeir Svavar Gests, Halldór Svavarsson og Guðmundur Þorsteinsson. Alþjóðaforseti Lions í heimsókn: Lionsmenn að und- irbúa landssöfnun AUSTIN P. Jennings alþjóðaforseti Lions-hreyfingarinnar er nú staddur hér á landi. Heimsókn hans er í tengslum við undirbúning íslandsdeildar Lions að næstu landssöfnun „Rauðu fjarðarinnar." Landssöfiiunin, sem verður 7.-9. april mun að þessu sinni bera yfirskriftina „Léttum þeim lífið“. Safiiað verður fé til byggingar vistheimilis fyrir fjölfatlaða að Reykjalundi. Þetta er í fyrsta sinn sem Jenn- athyglisvert að fólk á þeim slóðum ings heimsækir íslarid en heim- sóknin er hluti af ferð hans um heiminn. Héðan mun hann halda til Evrópu og síðan Asiu. Hann mun m.a. heimsækja Pólland þar sem verið er að stofna Lions klúbb í fyrsta sinn. Austantjaldsblokkin virðist vera að opna dyr sínar fyr- ir hreyfmgunni því nýlega var fyrsti Lions-klúbburinn í Ungveij- alandi stofnaður. Jennings segir að höfuðmarkmið Lions-hreyfingarinnar nú séu bar- átta gegn eiturlyfjanotkun ungs fólks og barátta fyrir auknum rannsóknum á blóðsjúkdómum. „Við beitum okkur einnig mikið fyrir auknum friði í heiminum og betri samskiptum þjóða í millum," segir Jennings. „Sem dæmi má nefna að nýlega efndum við til alþjóðlegrar samkeppni um gerð veggspjalda þar sem þemað var friður. Þá keppni vann 14 ára nem- endi í Beirut og þykir mér það geti yfirleitt leitt hugan að friði eins og málum er háttað þar í landi." Jennings segir að íslendingar hafi getið sér gott orð innan hreyf- ingarinnar fyrir baráttu sína í ýmsum þjóðþrifamálum. Hann nefnir sem dæmi „Rauðu fjöðrina" og allt það góða sem þessi lands- söfnun hefur leitt af sér á undanf- örnum árum. Meðal þeirra staða sem Jennings hefur heimsótt eru Heyrnleysingjaskólinn og Blindra- bókasafnið en þessar stofnanir hefur Lions á íslandi styrkt undan- farin ár. Einnig ræddi hann við íslenska ráðamenn en heimssókn hans stóð í tvo daga. Jennings var kosinn forseti al- þjóðasambands Lionsklúbba á síðasta ári. Hann er frá Woodbury í Tennessee þar sem hann verslar með skartgripi, gefur út 3 staðar- dagblöð og er sérfræðingur í mark- aðsmálum. Norræn nefiid um nagladekk og notkun þeirra: Kostir nagladekkja eru fleiri en gallar Nær allir bílar á nagladekkjum í Finnlandi og Noregi UM 97-98% einkabiCreiða i Finnlandi og Noregi eru á nagladekkj- um og um 80% í Svíþjóð en um 70% hér á landi, segir í niður- stöðu skýrslu nefndar skipaðri af norrænu ráðherranefndinni um nagladekk og notkun þeirra. Þar segir enn fremur að kostir þess að aka á nagladekkjum séu mun meiri en gallar og því sé ekki ráðlagt að banna notkun þeirra. Bent er á að rétt sé að draga úr fjölda nagla á hverju dekki og miða notkunartíma þeirra við timabilið 1. nóvember til 15. apríl og hefúr tímabilið þegar verið stytt i Noregi og Svíþjóð. Þá hafa Svíar ákveðið með reglugerð að banna nagladekk á stórum bifreiðum frá og með 1990. „Þar sem kostir þess að aka á nagladekkjum hafa þótt stærri er ekki hægt að mæla með algjöru banni á notkun þeirra," sagði Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri en hann átti sæti í nefndinni fyrir hönd Islands. Sagðist hann hafa lagt til að frekari rannsókn á notk- un nagladekkja yrði gerð á Norð- urlöndum og stendur til að hún fari fram síðar á þessu ári. Verður lögð áhersla á að fá svör við spurn- ingunum um hvort nagladekk veiti meira öryggi í umferðinni, áhrif þeirra á hraðamörk og hvort fjöldi naglanna, þyngd og lögun hafi áhrif á aksturshraða. Ingi sagði að dregið hefði úr notkun nagla- dekkja um 10 til 15% í Reykjavík, sem jafngildir um 10 til 15 millj. króna spamað í viðhaldi á götum borgarinnar og hefur þeim fjár- munum verið varið til að auka umferðaröryggið. Nagladekk auka veggrip I skýrslu Norrænu nefndarinnar um nagladekk og notkun þeirra er að finna rök með og á móti notkun nagladekkja. Þar kemur meðal annars fram að nagladekk auka veggrip og auðvelda þannig akstur á ísilögðum vegum og veg- um með þéttum og hálum snjó, sérstaklega á fáfömum vegum þar sem ekki er saltað. Þá eykst brem- sugetan með notkun nagladekkja og auðveldar um leið stjómun bif- Fríverzlun EFTA-ríkja með fisk: Arangur flögurra ára markvissrar baráttu - segir Kjartan Jóhannsson Ákvörðun um fríverzlun EFTA-ríkja með fisk á rætur í samþykkt þingmannanefiidar EFTA 1987 og síðar ráðgjafanefndar bandalags- ins. Allar tilraunir til að leysa málið á vettvangi embættismanna runnu út í sandinn. Málið vannst hinsvegar á pólitiskum vettvangi og styrkir stöðu íslands til samninga við EB. Þetta kemur fram í stuttu viðtali Morgunblaðsins við Kjartan Jóhannsson, formann þing- mannanefiidar EFTA 1985-1986, sem hér fer á eftir. Eg er mjög ánægður með þessa niðurstöðu, sagði Kjartan. Þetta hefur verið baráttumál okkar í 18 ár. Þessi síðasta atrenna málsins hefur staðið í fjögur ár. Það tók tvö ár að ná fram samþykkt um málið í þingmannanefnd EFTA og álíka langan tíma að leiða málið til lykta á ráðherravettvangi. Ég ákvað, þegar ég tók við for- mennsku í þingmannanefnd EFTA 1985, að reyna að nýta þessa for- mennsku til að koma málinu enn á dagskrá og þá með nýjum hætti, þ.e.a.s að vinna málið á vettvangi stjómmálamanna en ekki embættis- manna. Markmiðið var að taka „prinsipp-ákvörðun" um fríverzlun á fiski milli EFTA-ríkja, en gefa síðan nokkurra ára aðlögunartíma eins og gert var á sínum tíma með iðnaðarvöru. Sumarið 1986 var sett pólitísk nefnd í málið, þ.e. þingmannanefnd. Nefndin fjallaði í fyrstu bæði um landbúnaðar- og sjávarútvegsmál, en síðar um sjávarútvegsmálin sér- staklega. Ég heimsótti m.a. þáver- andi landbúnaðar og sjávarútvegs- ráðherra Svía, Svate Lundqust, til að freista þess að draga úr and- stöðu Svía, og átti jafnframt ítrekað viðtöl við þáverandi forstjóra EFTA, Per Kleppe. Hann var vonlítill um framgang málsins í fyrstu, en þeg- ar hann snérizt á sveif með okkur í málinu, munaði heldur betur um þann stuðning. Árangur af tveggja ára baráttu kom síðan í ljós, — í Hamar i Nor- egi í júnímánuði 1987 — í sam- hljóða samþykkt þingmannanefnd- arinnar, áskorun til ráðherranna um að taka upp fríverzlun með fisk með fjögurra til fimm ára aðlögun- artíma. Þá hófst baráttan í ráð- herranefndinni. Ráðgjafanefnd EFTA leggst síðar á sveifina með okkur, m.a. fyrir tilverknað Ólafs Davíðssonar, hagfræðings. Hún samþykkti áskorun á ráðherra- nefndina um að samþykkja tillögur þingmannanefndarinnar um fríverzlun. Þessi er forsaga og aðdragandi ákvörðunar EFTA á dögunum um fríverzlun með fisk. Þetta sýnir að við getum náð árangri í fjölþjóða- samstarfi með því að allir leggist á eitt og menn sýni þrautsegju. Allar tilraunir til að vinna málinu framgang á „embættismannaplani" höfðu runnið út í sandinn. Það vannst hinsvegar á pólitískum vett- vangi. Það sýnir, sagði Kjartan að lokum, að aukið pólitískt vægi EFTA hefur sínar jákvæðar hliðar. reiðarinnar. Með tilliti til þess að akstur í mikillri umferð krefst meiri veggrips og að umferðin eykst stöðugt, einnig á þeim veg- um sem ekki eru sáltaðir, eykst þörfin fyrir nagladekk. Nagladekk rífa upp ís og þéttan snjó og auka um leið öryggi þeirra sem aka um án nagla. Ef enginn notaði nagladekk yrðu vetrarveg- imir hálir og hættulegt að aka um þá. • Þá er gott að vera á nagla- dekkjum þegar hætta er á einstaka hálkublettum. Á það sérstaklega við þegar óvanir bifreiðastjórar em undir stýri. Nagladekk hafa jákvæð sálræn áhrif Fram kemur að bifreiðastjórar virðast hafa ofurtrú á nagladekkj- um sem oft má skýra með röngum upplýsingum um notagildi þeirra. Notkun nagladekkja hefur oft já- kvæð sálræn áhrif á bifreiðastjó- rann og því gætu minnstu tilraun- ir til að banna algjöriega notkun þeirra án þess að nokkuð jafngilt komi í staðinn, vakið upp óánægju gagnvart yfirvöldum og jafnvel leitt til þess að aðrar umferðarregl- ur verði brotnar. Auka umferðaöryggið Þá segir að erfítt sé að veija að banna algerlega nagladekk, þar sem vitað er að þau auka um- ferðaöryggi og draga úr umferð- aróhöppum. I sænskri rannsókn sem gerð var árið 1973 kom fram að notkun nagladekkja fækkaði umferðaróhöppum um 10%. Vitað er að áhrifin eru ekki þau sömu í dag en ástandið mundi versna ef nagladekk yrðu bönnuð. Ákveðið hefur verið að kanna umferðarör- yggi með tilliti til nagladekkja í Noregi í vetur. Notkun nagla- dekkja hefur dregjð úr keðjunotk- un og þá um leið skemmdum á vegum af þeirra völdum. Nagladekk nýtast best þar sem snjór og ís er á veginum og um- ferð er ekki mikil. Ef dregið er úr notkun þeirra eða hún jafnvel bönnuð, eykst krafan og þörfin fyrir snjómokstur og söltun. Með notkun nagladekkja má draga úr söltun sérstaklega á fáförnum veg- um og minnka þannig ryð í bifreið- um. Brýr og umferðarmannvirki verða síður fyrir skemmdum og saltmengun til dæmis í jarðvegi og grunnvatni verður minni. Ef notkun nagladekkja verður bönnuð verður að setja sérstakar reglur fyrir þau ökutæki sem þurfa sérstaka undanþágu og koma verð- ur upp víðtæku dýru eftirlitskerfi til að sjá um að bannið sé virt. Á þeim vegum þar sem umferð telst frekar lítil getur í dag ekkert kom- ið í stað nagladekkja. Algert bann kæmi því harðast niður þar. Nagladekk á söltum vegi tífaldar slit Stærsti ókostur nagladekkjanna er að þau auka slit á götum. Á auðri götu slítur fólksbifreið upp 20 til 50 kg. af malbiki á hveija 180 km. Slit á vegum er sérstak- lega mikið þar sem umferð telst mikil, þar sem saltað er, þar sem nagladekk eru stundum notuð og þar sem þeirra er ekki þörf. Slitið er 5 sinnum meira þar sem nagla- dekk eru notuð heldur en þar sem þau eru ekki notuð. Á blautum vegum, til dæmis vegna salts, er slitið tvisvar sinnum meira en á þurrum vegum. Þess vegna slitna sattaðir vegir, þar sem nagladekk eru notuð tíu sinnum meira en þurrir vegir, þar sem nagladekk eru ekki notuð. Það er þetta sam- spil söltunar og notkun nagla- dekkja sem veldur mestu sliti og er því mest á helstu umferðargöt- unum. Til dæmis eru 90% vega- skemmdanna í Noregi á um 10% veganna. Þegar ekið er með nagla- dekkjum eykst slitið um fjórðung með auknum hraða. Nagladekk mynda rásir í mal- bikið, sem draga úr umferðarör- yggi. Merkingar á götum mást af og viðhald gatna verður mun erfið- ara. Nagladekkin rífa upp malbik sem festist á rúður og ljós. Á það einkum við þar sem götur eru salt- aðar. Malbik festist einnig á dekkj- um og gerir þau hálari einkum þar sem er saltað. Nagladekk koma ekki að sama gagni og dekk án nagla á auðum vegum. Bent er á að einstaka bifreiða- stjórar ofmeti áhrif nagladekkja með tilliti til umferðaröryggis, að hávaði í umferðinn aukist og að þau þyrli upp miklu ryki. SKIÐANÆRFÖTIN Þér verður ekkikalt í norsku skíðanær- fötunum. OPIÐ laugardaga 9-12
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.