Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
Eric A. McVadon flotaforingi:
Vamarliðið á íslandi
egnir hvorki né ógnar
VIÐ í Keflavík erum hreyknir af nafninu „háborg kafbátavarn-
anna“, ekki aðeins vegna þess hve oft við þurfum að leita sovéskra
kafbáta, heldur einnig vegna þess hve vel okkur tekst til. Ég hef
ekki reynt að taka saman tölur, en yrði ekki hissa þó að þessi eina
Orion-flugsveit hér finni fleiri sovéska kafbáta heldur en allar aðr-
ar kafbátaleitar-flugsveitir bandaríska flotans samanlagt. Þannig
komst Eric A. McVadon, yfirmaður vamarliðsins á íslandi, að orði
>í erindi sem hann flutti á íslensku á fundi Samtaka um vestræna
samvinnu (SVS) og Varðbergs síðastliðinn laugardag.
Flotaforinginn minnti á að Kóla-
skaganum í Sovétríkjunum hefði
oft verið lýst sem stærsta víghreiðri
veraldar. Menn í hans stöðu hlytu
alltaf að hafa í huga hvers slíkur
ógnarlegur herafli væri megnugur
sem andstæðingur á hættutímum
eða í stríði. Lýsti hann ferðum sov-
éskra flugvéla og skipa í nágrenni
íslands. Fyrir starfsmenn vamar-
liðsins sem stæðu daglega frammi
fyrir þessum sovéska herafla, væri
hugtakið fælingarmáttur mjög
raunverulegt, þótt það væri oft
misskilið á íslandi og líklega víðar.
'-i'Vamarliðinu væri mikið í mun að
þeir sem ákvarða stefhu Sovétríkj-
anna og hemaðaráætlanir hefðu
engar ranghugmjmdir um markmið
og getu liðsins, sem vildi með að-
gerðum sínum fæla hugsanlegan
andstæðing í átökum frá hættuleg-
um áformum sínum.
Þegar hann lýsti hlutverki F-15
orrustuþotnanna, ratsjárvéla, elds-
neytisvélar og ratsjárkerfisins,
sagði Eric A. McVadon meðal ann-
ars: „ Loftvamimar og eftirlitið
með flugvélum fer fram með sam-
vinnu flugvéla og ratsjárstöðva og
er þetta starf leyst vel af hendi
með nýtísku flugvélum. Til þess að
tryggja bestu nýtingu þessara full-
komnu flugvéla fer nú fram end-
umýjun stjómkerfisins og ratsjár-
stöðvanna. Þess má geta til gamans
að orrustuflugvseit vamarliðsins
ber kennsl á fleiri sovéskar flugvél-
ar árlega heldur en allar hinar orr-
ustuflugsveitir bandaríska flug-
hersins samanlagt. Flugsveitin var
valin sú besta í flugher Banda-
ríkjanna í fyrra og hefur verið til-
nefnd til þessa heiðurs enn einu
sinni í ár.“
Samskipti við íslendinga
í ræðu sinni ræddi yfirmaður
varnarliðsins af hlýhug um dvöl sína
á íslandi en hann er á förum héðan
eftir tvo mánuði. Alls hefur McVa-
don varið nær fimm árum af starfs-
ferli sínum sem yfírmanns hér á
landi. Fyrst sem yfirmaður flota-
stöðvarinnar í Keflavík og síðan
eftir nokkurra ára fjarveru sem
yfírmaður vamarliðsins. Sagðist
hann iíta á ísland á vissan hátt sem
sitt annað land. Lýsti hann ítarlega
viðhorfum sínum til samskipta Is-
lendinga og vamarliðsmanna.
Morgunblaðið/Þorkell
Eric A. McVadon, yfirmaður varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, flyt-
ur erindi sitt á fundi Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbergs.
SVHIN6ARHHGI
ASBFOSSI
23. TIL 27. MARS
KL. 13-18
Um helgina sýnum við marga einingaframleidda sumarbústaði við
verksmiðjur okkar að Gagnheiði á Selfossi. Einingahús gefa þér
kost á stærð og innréttingum að eigin ósk og þau er fljótlegt og auð-
velt að reisa.
Núna er einmitt tíminn til að láta drauminn um sumarbústað
rætast - komdu því og kynntu þér þá ótal möguleika sem eininga-
framleiðslu fylgja.
Athugaðu að við höfum opið virka daga kl. 9-17, en þú getur einnig
komið og skoðað sumarbústaðina á kvöldin - látirðu okkur vita í
tíma.
SG
Einingahús hf.
GAGNHEIÐ11 - 800 SELFOSS EYRARVEGI37 - 800 SELFOSSI
SÍMI98-22333 SÍMI98-22277
SAMTAK5FI
HUSEININGAR LJ
Margt hefði verið gert til þess að
gera vamarstöðina að byggilegri
stað. Rúmlega níu hundruð vamar-
liðsmenn byggju þar með íjölskyld-
um sínum. A hinn bóginn hefði þá
lengi skort meira en 500 fjölskyldu-
íbúðir, sjötti hver vamarliðsmaður
hefði ekki getað fengið fjölskyldu
sína hingað af þessum sökum og
margir þyrftu að bíða í allt að ár
eftir fjölskyldunni. Eftir ítrekaðar
tilraunir til að fá fjárveitingar væru
þeir nú að byggja nær 250 íbúðir
og vonuðu að á næstu ámm gætu
þeir byggt um 300 til viðbótar.
Hann taldi ekki ofmælt að allir
vamarliðsmenn álitu starf sitt þess
virði að færa nokkrar fómir svo
tryggja mætti að ísland, Bandaríkin
og öll Vesturlönd nytu friðar og
öryggis. Margir Bandaríkjamenn
finndu þó til óþæginda vegna tak-
markana sem þeim væru settar með
samningum milli ríkisstjóma ís-
lands og Bandaríkjanna, og þeim
þætti þeir ekki alltaf mjög velkomn-
ir. Sumir leiddu rök að því að það
væru gildar ástæður til að leyfa
Bandaríkjamönnum ekki að búa í
byggðarlögunum utan vamarsvæð-
isins, eða fyrir útivistarbanni, og
ströngum tollareglum. Vamarliðs-
menn vildu þó gjaman sjá þessar
reglur afnumdar eða mildaðar.
^Mér þykir miður að sjá að sumir
Islendingar mynda sér skoðanir um
Bandaríkin og Bandaríkjamenn sem
byggjast kannski á litlu öðm en
grínþáttum í sjónvarpi og rokk-
sljömum, í stað viðkynningar við
Bandaríkjamenn sem nágranna,
vini, eða í það minnsta kunningja,"
Þegar þú vilt láta
ferskleikann njóta sín ...
Þegar kartöflu- og/eða grænmetissalat, kaldar sósur-
eða ídýfur eru á matseðli dagsins er MS sýrði
rjóminn, 10%, betri en enginn. Sannaðu til
- fátt gefur meiri ferskleika.
Hitaeiningar MS sýrður rjómi Majónsósa
10% (Mayonnaise)
1 tsk (5 g) 5.7 37
1 msk (15 g) 17 112
100 g 116 753