Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 28

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 28
28 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 Moskva: Fjöldafundur til stuðnings Jeltsín Moskvu. Reuter. ÞÚSUNDIR manna söfiauðust saman í Moskvu á laugardag og sunnu- dag til að lýsa yfir stuðningi við Borís Jeltsín, fyrruin formann konun- únistaflokksins í Moskvu og frambjóðanda í kosningunum nk. sunnu- dag. Var þess meðal annars krafist, að tafarlaust yrði hætt við rann- sókn, sem miðstjórn flokksins hefur fyrirskipað á yfirlýsingum Jeltsíns að undanförnu. uppi hróp eins og „Látið Jeltsín í friði" og „Niður með rannsóknar- nefndina" og stöðvaðist loks fyrir framan borgarskrifstofumar þar sem skorað var á Lev Zajkov, eftirmann Jeltsíns sem formanns flokksdeildar- innar í Moskvu, að gefa sig fram. Þá tók fólkið einnig undir með Jeltsín, sem hefur krafíst þess, að forréttindi háttsettra flokksmanna verði afnumin. Rannsóknin á Jeltsín er tilkomin vegna ásakana um, að hann hafi vik- ið langt frá flokkslínunni með yfírlýs- ingum sínum í kosningabaráttunni en hann hefur meðal annars vakið máls á, að rétt væri að koma á fjöl- flokkakerfí í landinu. Þá hefur hann sakað flokksvélina um að ætla að koma í veg fyrir, að hann nái kjöri með því að skrá í viðkomandi kjör- dæmi í Moskvu fjöldann allan af sendiráðsmönnum og hermönnum, sem gegna skyldum sínum erlendis. Andrei Sakharov krafðist þess í gær, að fyrra kjör vísindaakademí- unnar á þingmönnum sínum á nýja sovéska fíilltrúaþinginu yrði ógilt og annað haldið í staðinn. Sagði hann, að beitt hefði verið gerræðislegum vinnubrögðum við valið. AÐAL FUNDUR Aðalfundur Útve^sbanka Islands hf. árið 1989, verður haldinn í Arsal Hótel Sögu við Hagatorg í Reykjavík, föstudaginn 7. apríl 1989 og hefst kl. 16.30. Dagskrá: 1. Aðalfundarstörf í samræmi við ákvæði 28. greinar samþykkta bankans. 2. Önnur mál, löglega uppborin. Aðgöngumiðar að fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í aðalbankanum að Austurstræti 19, 3. hæð, dagana 4., 5. og 6. apríl nk. svo og á fundardag við innganginn. Reikningar bankans fyrir árið 1988, dagskrá fundarins, ásamt tillögum þeim sem fyrir fund- inum liggja verða hluthöíhm til sýnis á framan- greindum stað í aðalbanka frá 31. mars nk. Hluthafar serrTvilja fá ákveðið mál borið upp á aðalfundi skulu í samræmi við ákvæði 25. grein- ar samþykkta bankans senda skriflega beiðni þar að lútandi. Hún þarf að berast bankaráði í síðasta lagi föstudaginn 24. mars 1989. ÚD ap Útvegsbanki íslands hf Bankaráð Um 7.000 manns söfnuðust saman hvom daginn og gekk fólkið síðan fylktu liði um miðborgina. Hafði það Karlrembu- svín í Eton London. Reuter. f SKÓLABLAÐI Eton-skólans á Englandi, þar sem margar kynslóðir af stjórnmálaskör- ungum Englendinga af karl- kyni hafá hlotið menntun sína, eru nemendur sakaðir um for- dóma í garð kvenna. Skólamær að naftii Sarah skrifaði í blaðið og kvartaði sáran undan viðhorfum og framkomu nemenda í Eton til kvenna. „Kon- ur eru stöðutákn og þær eru tald- ar standa karlmönnum langt að baki hvað andlegt atgervi snert- ir,“ sagði í bréfínu. Foreldrar drengjanna þurfa að punga út 572.000 krónum á ári fyrir skólavist í Eton, sem talinn er besti heimavistarskóla á Bret- landi. Reuter Alfredo Crístiani, frambjóðandi ARENA-bandalagsins í forsetakosningunum í E1 Salvador, fagnar sigrí með konu sinni og Francisco Meríno, félaga í ARENA-bandalaginu, í höfuðstöðvum flokksins í San Salvador. Cristiani, sigurvegari forsetakosninganna í E1 Salvador: Leggur áherslu á hófsama steftiu og einkavæðingu San Salvador. Reuter. ^ J LEIÐTOGI ARENA-bandalagsins, Alfredo Cristiani, sem lýst hef- ur yfir sigri í forsetakosningunum í E1 Salvador á sunnudag, hefiur reynt að breyta ímynd flokks sins, sem hefiir hingað tdl þótt nokkuð öfgakenndur og herskár. „E1 Salvador verður graf- reitur kommúnista,“ hefur veríð eitt af slagorðum bandalagsins en Cristiani hefiur leitast við að beina flokknum á hófsamarí brautir. Cristiani er 41 árs kaupsýslu- maður og nam við Georgetown- háskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur lofað að blása nýju lífí í efnahag landsins, sem hefur orðið illa fyrir barðinu á níu ára borg- arastyijöld, er kostað hefur 70.000 manns lífíð. Hann berst fyrir einkavæðingu í bankakerfínu og vill að útflutningur á kaffí og sykri verði á ný í höndum einkaað- ila. „Of mikil rikisafskipti hafa einkum valdið efnahagsvanda okkar - stefna sem hefur mistek- ist alls staðar þar sem hún hefur verið tekin upp í Rómönsku Ameríku," sagði I grein er Crist- iani ritaði í bandaríska dagblaðið New York Times nýlega. „Við getum leyst þessi vandamál - með því að koma á fijálsum mark- aði með stuðningi Bandarílqa- manna," bætti hann við. Cristiani lagði í kosningabarát- tunni áherslu á að næði hann kjöri sem forseti myndi hann og enginn annar stjóma landinu. Stjómarer- indrekar segja þó að stofnandi ARENA-bandalagsins, Roberto D’Aubuisson, sem tapaði í for- setakosningunum árið 1984 fyrir Jose Napoleon Duarte, fráfarandi forseta, muni hafa mikil áhrif á ríkisstjóm Cristianis þótt hann verði ekki ráðherra. D’Aubuisson hefur verið sakaður um að hafa skipulagt dauðasveitir, sem tóku þúsundir vinstrimanna af lífí í byrjun þessa áratugar en hann heftir ávallt vísað þeim ásökunum á bug. Stjómarerindrekar óttast að samskipti Salvadormanna og Bandaríkjamanna versni verði áhrif A’Aubuissons á stjómina of mikil. Cristiani hefur hins vegar lagt áherslu á að flokkur hans hafi tekið upp hófsamari stefnu og að hann muni gera sitt besta til að viðhalda góðum samskiptum við Bandaríkjamenn. Sviss: Húsnæðisskorti o g himin- hárri húsaleigu mótmælt 7ittnrtb Of) lt 11 DlAtmnflAlÍtlM ^AétnanénMn UnMfVi I nkln AcinO Ztirich. Frá Önnu Bjamadóttur,fréttaritara Morgunblaðsins. LÖGREGLAN í ZUrich beitti táragasi og skaut gúmmíkúlum á ólátaseggi sem létu ófriðlega eftir mótmælafundi gegn hús- næðisskorti og gróðabralli um helgina og í síðustu viku. Fund- irnir, sem leigjendasamtök og ýmis vinstri samtök stóðu fyrir, fóru friðsamlega fram en í lok þeirra kom til átaka lögreglunn- ar og grímuklæddra þátttak- enda. Þeir hentu steinum og járnstykkjum að lögreglunni. Lögreglubíll brann til kaldra kola eftir að bensínsprengja lenti á honum. Skemmdir að verðmæti 200.000 sv. frankar, 6,6 milljónir ísl. kr., urðu á húseignum í kring. Verulegur skortur er á leiguhús- næði í Zúrich og öðrum svissnesk- um borgum. Aðeins 561 íbúð var byggð í Zúrich í fyrra og einungis 46 íbúðir eru nú lausar. Á síðasta ári bættust hins vegar 4.200 manns á biðlista borgarinnar um leiguhús- næði. Hann var langur fyrir. Húsa- leiga á fijálsum markaði hefur hækkað verulega. Það þykir ekki lengur tiltökumál þótt fímm her- bergja íbúð á góðum stað kosti 3.400 sv. franka (112.200 ísl. kr.) á mánuði og þriggja herbergja íbúð 2.600, 85.800 ísl. kr. Einkaútvarpsstöð í borginni gerði nýlega tilraun og auglýsti fjögurra herbergja íbúð til leigu fyrir 1.100 sv. franka eða 36.300 ísl. krónur. 586 umsóknir bárust, þar af ein frá Rauða krossinum sem vantaði íbúð fyrir líbanska fjölskyldu með þijú blind böm. Umsækjendumir vom reiðubúnir að verða við ótrúlegustu kröfum eigandans til að fá íbúðina. Fyrirtæki eiga iðulega auðveld- ara með að borga himinháar upp- hæðir fyrir húsnæði en einstakling- ar. Þess vegna fækkar íbúum í miðbænum smátt og smátt. Þau ráða einnig við að kaupa hús og lóðir sem bjóðast miðsvæðis. Hús sem var metið á 4,6 milljónir sv. franka (151,8 milljónir ísl. kr.) fór nýlega á 10 milljónir, 330 milljónir íslenskar. Um 70% Svisslendinga búa í leiguhúsnæði. Það er langhæsta hlutfall leigjenda á Vesturlöndum. Meirihluti borgarbúa borgar yfir 20% af tekjunum í húsaleigu. Ef vatn, rafmagn og hiti er reiknað með þá borga þeir um fjórðung launanna í húsnæðiskostnað. Um 40% heimila borga hærra hlutfall en það. á 1 á I Reuter btorslys a herænngum Bandarísk herþyrla hrapaði til jarðar í Suður-Kóreu í gær með þeim afleiðingum, að 19 manns fórust og 15 slösuðust. Var tvísýnt talið um líf níu þeirra, sem af komust. Atti slysið sér stað á sam- eiginlegum heræfingum bandaríska og suður-kóreska hersins skammt frá hafharborginni Pohang.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.