Morgunblaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 52
»>:íhw
52
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
I
Stefán Jónsson
arkitekt - Minning
Fæddur 16. október 1913
Dáinn 14. mars 1989
Náinn vinur og frændi er horfínn.
Allt frá menntaskólaárum okkar á
Akureyri hefur verið kært með okk-
ur Stefáni Jónssyni. Hann var um
margt óvenjulegur maður, sérstakt
prúðmenni, drengskaparmaður og
fagurkeri.
Stefán Jónsson fæddist 16. októ-
ber árið 1913 á Sauðárkróki. Var
hann því rúmlega 75 ára gamall er
hann lést 11. þ.m. eftir tveggja ára
vonlaus veikindi og sjúkrahúslegu.
Foreldrar hans voru Jón Þ.
Bjömsson skólastjóri og Geirlaug
Jóhannesdóttir kona hans. Foreldrar
Jóns kennara voru Bjöm Jónsson
hreppstjóri á Veðramóti og Þorbjörg
Stefánsdóttir frá Heiði í Göngu-
skörðum.
Var hún systir þeirra séra Sigurð-
ar, prests og alþingismanns í Vigur,
og Stefáns, skólameistara á Akur-
eyri. Þorbjörg lést yngst þeirra
systkina, aðeins 48 ára gömul, gáfuð
mannkostakona. Áttu þau hjón,
Bjöm og Þorbjörg, 10 böm, er kom-
ust til fullorðinsára, mikilhæft og
dugandi fólk. Er út af þeim kominn
stór ættbálkur.
Stefán Jónsson varð stúdent frá
Menntaskólanum á Akureyri árið
1935. Var hann mikill námsmaður
í skóla. Að loknu stúdentsprófí hóf
hann síðan nám í teikningu og mál-
aralist í Kaupmannahöfn. Að því
námi loknu vann hann um skeið í
Höfn, m.a. hjá Berlingske Tidende
við auglýsingateikningar. Síðan kom
hann heim til íslands og vann á árun-
um 1937—1956 að teikningum. í
London var hann við nám og störf
árið 1953. Þar kynnti hann sér gerð
og prentun frímerkja og seðla hjá
de la Rue-fyrirtækinu.
Hér heima teiknaði hann m.a.
fjölda frímerkja, t.d. öll íslenzku
Mmerkin, sem út vom gefín á ámn-
um 1948-1958.
Árið 1956 hóf hann svo nám í
Kaupmannahöfn að nýju. Lauk hann
þar prófí í húsagerðarlist hjá Det
kgl. Ákademi for de skönne Kunster
á ámnum 1956—1960. Starfaði
síðan um skeið á teiknistofum arki-
tekta í Höfn. Árið 1961 hóf hann
húsameistarastörf í Reykjavík og
HRAÐLESTRARNAMSKEIÐ
Síóasta tækifærí!
Síðasta hraðlestrarnámskeið vetrarins hefst 29. mars nk.
Á námskeiðinu lærir þú að margfalda lestrarhraðann við
lestur á öHu lesefni með betri eftirtekt en þú hefur áður
vanist.
Skráning öll kvöld kl. 20.00 - 22.00 í síma 641091.
El§ Hraðlestrarskólinn
FÆRIBANDA-
MÓTORAR
= HEÐINN =
VÉLAVERSLUN SlMI 624260
SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER
HREINLÆTI
KJÖTVINNSLUR - VERSLANIR
Eaim með viðurkennd hreinsiefni
og sótthreinsiefi fýrir matvælavinnslur.
Veitum faglega ráðgjöf.
Seljum einnig gerlamæla sem eru auðveldir
í notkun.
Altttllrœstinga fSSKLA\ NÝBÝLAVEGII8
áeinumstað. ' IBcS SÍMI641988
starfaði sem arkitekt á eigin skrif-
stofu meðan heilsa hans entist, hin
síðari ár með Stefáni Emi syni sínum
o.fl.
Of langt yrði upp að telja hin fjöl-
þættu störf, sem Stefán Jónsson
vann. Hann vann skipulagsstörf fyr-
ir Reykjavíkurborg árin 1962—1966.
Hann átti sæti í stjóm Sambands
ísl. heimilisiðnaðarfélaga árin 1947
til 1957. í stjóm Heimilisiðnaðarfé-
lags árin 1961—1981 og varformað-
ur þess árin 1968—1981. Er óhætt
að fullyrða að hann hafí unnið stór-
merk störf fyrir íslenzkan heimili-
siðiiað. Félagi í Akademisk Arkitekt-
forening í Kaupmannahöfn var hann
alla tíð frá 1961.
Stefán. Jónsson sá um uppsetn-
ingu margra merkra sýninga, svo
sem Landbúnaðarsýningar 1947,
margra iðnsýninga, sýninga fyrir
Heimilisiðnaðarfélag íslands o.fl.
Hann vann samkeppni um merki
Lýðveldishátíðarinnar 1944, merki
Sjálfstæðisflokksins, Þjóðleikhúss-
ins, Krabbameinsfélagsins, Áburðar-
verksmiðju, Reykjavíkurborgar,
samkeppni um blómaMmerki, ísl.
mynt o.fl. Má þannig segja að hann
hafí komið víða við í listastörfum
sínum.
Eiginkona hans jfar Erla Ryel.
Kvæntist hann henni 6. janúar 1940.
Var hún dóttir Baldvins Ryel kaup-
manns og dansks ræðismanns á
Akureyri og konu hans, Gunnhildar
Ryel.
Ryelsfjölskyldan á Akureyri var
mikið mannkostafólk. Ema og Stef-
án áttu einn son, Stefán Örn arki-
tekt, sem kvæntur er Ólöfu Eldjám.
Ema lést árið 1974. Var það mik-
ið áfall fyrir Stefán og son þeirra.
Hjónaband þeirra og öll samvinna
hafði verið náin og elskuleg.
Stefán Öm var yndi og eftirlæti
foreldra sinna. Eftir lát Erlu var
hann og heimili þeirra Ólafar sólar-
geislinn í lífi föður hans.
Tengsl Stefáns Jónssonar við
systkini sín vom jafnan mjög náin.
Geirlaug móðir þeirra hafði látist frá
þeim meðan þau vom enn ung að
ámm, yngsta barnið nýfætt. Virtist
mér oft sem Stefán vildi ganga þeim
í móðurstað. Hjá honum var alltaf
trausts og halds að leita.
Höfuðeinkenni Stefáns Jónssonar
var skapfesta og góðvild. Hann var
prýðilegum gáfum gæddur, víðsýnn
og fjölhæfur. Þess vegna var svo
oft til hans leitað þegar leysa þurfti
vandasöm verkefni. Frjór hugur
hans og listfengi sáu jafnan leiðir
til lausnar. Framkoma hans mótaðist
alltaf af fágætri hógværð. Hann gat
verið glaður og broshýr meðal
frænda og vina. Að eðlisfari var
hann kjarkmikill alvömmaður. Hann
naut trausts og virðingar meðal
allra, er kynntust honum.
Nú er aðeins eftir að kveðja þenn-
an kæra vin og frænda, og þakka
honum ógleymanlegar samvistir, allt
frá unglingsárum.
Við Ólöf vottum ástvinum hans
og frændliði öllu einlæga samúð við
brottkall hans.
Sigurður Bjarnason
frá Vigur
Látinn er í Reykjavík Stefán
Jónsson arkitekt, fyrrverandi for-
maður Heimilisiðnaðarfélags ís-
lands og heiðursfélagi þess.
Ungur að ámm gekk Stefán í
Heimilisiðnaðarfélag íslands fyrir
áeggjan frænku sinnar, Halldóm
Bjamadóttur, sem trúlega hefur
vakið áhuga hans fyrir heimilisiðn-
aði og mikilvægi hans og mikilvægi
þess að viðhalda gömlum hefðum í
verkmenningu íslendinga. í upphafí
var starf hans í þágu félagsins aðal-
lega fólgið í uppsetningu á sýning-
um og ýmiss konar teiknivinnu, t.d.
viðurkenningarskjöl og merki fyrir
verslunina fslenskur heimilisiðnað-
ur, sem síðar var tekið upp sem
merki félagsins. Einnig var hann í
stjóm félagsins og formaður þess
frá 1968 til 1981. Undir hans for-
ystu efldist innra starf félagsins og
endurvakin vom námskeiðin sem
legið höfðu niðri um árabil og leiddu
til stofnunar Heimilisiðnaðarskól-
ans 1979. Heimilisiðnaðarfélag ís-
lands er aðili að norrænu heimilis-
iðnaðarsambandi sem heldur sam-
eiginleg þing 3. hvert ár til skiptis
í löndunum og sat Stefán mörg
þeirra fyrir íslands hönd og vann
mikið að samnorrænum málefnum,
t.d. átti hann stóran þátt í að frænd-
ur vorir Færeyingar fengu fulla
aðild að sambandinu. Hann naut
virðingar norrænu félaganna og
hlaut æðstu orðu Finnska heimilis-
iðnaðarsambandsins á þingi í Finn-
landi 1986.
Fyrir hönd Heimilisiðnaðarfélags
Islands vil ég þakka fyrir óeigin-
gjamt starf þessa heiðursfélaga og
votta Stefáni Emi og fjölskyldu
hans samúð mína.
F.h. Heimilisiðnaðarfélags
íslands,
Hildur Sigurðardóttir.
Einu sinni á ævinni hef ég borðað
ostmr. Það var á fínu veitingahúsi
í Kaupmannahöfn í boði tengdaföður
míns, Stefáns Jónssonar, sem kvadd-
ur er í dag. Það lýsir vel höfðing-
legri lund hans að minna mátti það
nú ekki vera ef eyða átti kvöldstund
með tengdadótturinni í útlöndum.
Og þannig reyndist hann mér alla
tíð.
Svo stiklað sé á stóm í lífshlaupi
Stefáns Jónssonar, þá fæddist hann
á Sauðárkróki þann 16. október
1913, elstur tíu bama þeirra Geir-
laugar Johannesdóttur og Jóns Þ.
Bjömssonar, kennara og síðar skóla-
stjóra þar í bæ. Þegar Stefán var
18 ára varð hann, og þau systkin
öll, fyrir því mikla áfalli að missa
móður sína. Móðurmissirinn hafði
djúpstæð áhrif á fjölskylduna, enda
breyttust þá heimilishagir þeirra um
margt.
Stefán lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum á Akureyri vorið
1935. Á námsámnum naut hann um
skeið gistivináttu á Kirkjuhvoli, þar
sem nú er Minjasafn Akureyrar, hjá
Gunnhildi og Balduin Ryel, sem þar
bjuggu stórbúi og reyndust mörgum
efnalitlum námsmönnum vel. Þau
urðu reyndar síðar tengdaforeldrar
Stefáns.
Að stúdentsprófí loknu stóð hugur
Stefáns til frekara náms og lá þá
beinast við að róa á þau mið sem
löngun hans og hæfileikar stefndu
á. Sigldi hann því til Kaupmanna-
hafnar haustið 1935 og dvaldist þar
um veturinn við nám í teikningu og
málaralist. Kaupmannahafnardvölin
varð þó endaslepp, aðeins þessi eini
vetur í það skiptið, því Stefán þurfti
að hverfa frá námi sökum féleysis.
Næsta vetur var Stefán á Akureyri
við ýmis störf, en flutti svo alfarinn
til Reykjavíkur árið 1937. Þar fór
hann brátt að hafa nóg á sinni könnu
við teikni- og hönnunarverk alls
konar, og var svo næstu tvo áratug-
ina. Af öllum þeim fjölda hönnurtar-
verkefna sem hann tók að sér næg-
ir hér að nefna að hann teiknaði svo
til öll íslensk frímerki sem út voru
gefin árin 1948—58.
Á þrettándanum árið 1940 kvænt-
ist Stefán Emu Ryel, dóttur kaup-
mannshjónanna á Kirkjuhvoli á Ak-
ureyri. Hún var útlærður vefari og
setti á fót vefstofu í Reykjavík við
komuna þangað. Þrátt fyrir erfiða
tíma á stríðsárunum búnaðist ungu
hjónunum vel og auðnaðist þeim að
veita yngri systkinum Stefáns að
norðan húsaskjól og aðstoð er þau
fluttu suður hvert á fætur öðru.
Emu og Stefáni reyndist lífið þó
ekki áfallalaust því fyrstu tveir dren-
gimir þeirra fæddust andvana. En
nöfn fengu þeir samt. Árið 1947
fæddist þeim þriðji sonurinn, Stefán
Om, og er óhætt að segja að hann
hafí verið sólargeislinn í lífí þeirra.
Að fylgjast með vexti hans og
þroska, taka þátt í gleði hans og
sorgum, sjá hann verða að manni,
leggja af stað út í lífið, eignast böm
og buru, öllu var fylgst með af
ómældri umhyggju. Sömu ástar og
umhyggju nutu synir Stefáns Amar,
þeir Kristján Andri og Stefán Hall-
ur, sem voru afa sínum miklir gleði-
gjafar.
Samband þeirra Emu og Stefáns
einkenndist af miklum kærleika og
væntumþykju, sem entist alla tíð,
og er Ema lést langt fyrir aldur fram
árið 1974 tók Stefán fráfall hennar
mjög nærri sér.
Sem fyrr var nefnt þótti Stefáni
hart að þurfa að hverfa frá námi
og fannst að vissu leyti að hann
væri ékki fullnuma. Því var það árið
1956, eftir hartnær tuttugu ár sem
Stefán Jónsson teiknari, að hann tók
þá djarfmannlegu ákvörðun að láta
draum sinn um frekara nám rætast.
Hann hélt með Emu og Stefáni Emi
til nýrrar Kaupmannahafnardvalar
og varð Stefán Jónsson arkitekt árið
1960. Vann hann síðan sem arkitekt
í Reykjavík, einkum við skipulag á
nýjum byggðum Reykvíkinga austan
Elliðaáa.
Ef lýsa á skaphöfn Stefáns þá var
hann í mínum huga fyrst og fremst
afskaplega hlýr og góður maður,
hreinskiptinn, heill og sannur. Og
svo kunni hann að greina hismið frá
kjamanum, skilja aukaatriði frá að-
alatriðum, að beita gagnrýnni hugs-
un sinni og þekkingu til þess að sjá
einfalda byggingu í flóknum hlutum.
Enda leituðu margir í smiðju hans
eftir hollum ráðum. Glettni og góð-
látleg stríðni var líka þáttur í fari
hans og hann hafði gaman af að
segja sögur af skrýtileik tilverunnar.
Ein slík er sagan af því þegar undir-
rituð, 3—4 ára stúlka í Þjóðminja-
safninu sagði „nei, seinna", þegar
hún var beðin að leika sér við Stef-
án, son hans. Stefán eldri var þá
að vinna við uppsetningu sýninga
þeirra í sölum Þjóðminjasafnsins er
enn standa, en uppsetning alls konar
sýninga var snar þáttur í störfum
hans á þeim árum.
Síðast, en ekki síst, var Stefán
ákaflega barngóður og var oft kall-
aður Stefán afi af sér óskyldum
bömum, að ekki sé minnst á hann
Stefán minn, svona til aðgreiningar
frá öðrum með sama nafni.
En hann var alvöruafí sona minna
og viljum við öll þakka honum sam-
fylgdina og þá gæfu að hafa átt
afaláni að fagna.
Ólöf Eldjárn
Nú þegar Stefán Jónsson arki-
tekt hefur kvatt þennan heim eftir
langa sjúkdómslegu, sækja á hug-
ann ýmsar minningar frá liðinni tíð.
Þrátt fyrir rúmlega 20 ára ald-
ursmun urðum við Stefán góðir vin-
ir strax við fyrstu kynni á arkitekta-
deild listaakademíunnar í Kaup-
mannahöfn á ámnum frá 1955—
1960.
Nemar í landslagsarkitektúr
unnu jafnan mikið með arkitekt-
nemum að verkefnum og eðlilegt
að íslendingamir leituðu saman, því
kynntumst við Stefán strax vel í
starfí og leik. Ekki óraði okkur þá
fyrir að okkar samstarf ætti eftir
að verða jafn náið og gott og síðar
varð á raunin.
Stefán stundaði nám sitt af mikl-
um áhuga og elju og hafði til að
bera mikla og fágaða grunnþekk-
ingu, enda hafði hann þá þegar
langan feril að baki sem teiknari
en þá iðju hafði hann stundað allt
frá bamæsku og gert að lífsstarfi
sínu. Var Stefán löngu þekktur af
því starfi einkum fyrir hin fjölmörgu
frímerki sem hann teiknaði á þess-
um árum.
En Stefán hafði alltaf brennandi
áhuga á byggingarlist og því lagði
hann í það kostnaðarsama fyrir-
tæki, um fertugt, að flytja til Kaup-
mannahafnar með konu sinni, Emu
Ryel, og Stefán son þeirra til að
hefja margra ára nám við arkitekta-
skólann. Lýsir þetta vel áræði Stef-
áns og þrautseigju.
Að námi loknu, vorið 1960, hóf
Stefán starf á teiknistofu Peter
Bredstorfs. Bredstorf var prófessor
á skipulagsdeild arkitektaskólans,
en jafnframt hafði honum verið
falið það vandasama verkefni að
gera hið fyrsta raunverulega aðal-
T36I Oixi: 'gia fitfyú iftiuq nni