Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 15
]?MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
^Í5
Starfslaunum út-
hlutað tíl 99 höfunda
Lokið er úthlutun starfslauna
úr Launasjóði rithöfúnda fyrir
árið 1989.
í lögum og reglugerð sjóðsins
segir að árstekjum hans skuli varið
til að greiða íslenskum rithöfundum
starfslaun samsvarandi byijunar-
launum menntaskólakennara. Þessi
laun eru nú kr. 59.378 á mánuði.
Starfslaun eru veitt samkvæmt
umsóknum. Höfundur sem sækir
um og hlýtur starfslaun til þriggja
mánaða eða lengur skuldbindur sig
til að gegna ekki fastlaunuðu starfi
meðan hann nýtur starfslauna.
Tveggja mánaða starfslaun má
veita vegna verka sem birst hafa á
næsta almanaksári á undan og þeim
fylgir ekki kvöð um að gegna ekki
fastlaunuðu starfi.
Alls bárust stjóminni að þessu
sinni umsóknir frá 180 höfundum
og sóttu þeir um 1.000 mánaðar-
laun auk mánaðarlauna til ótiltekins
tíma sem 6 sóttu um. Pjárveiting
til sjóðsins nam sem svarar til 337
mánaðarlauna, en það er 73 mánað-
arlaunum fleira en úthlutað var sl.
ár.
Starfslaun til átta mánaða hlutu
að þessu sinni 4 höfundar, sex
mánaða laun hlutu 13 höfundar,
fimm mánaða laun hlutu 5 höfund-
ar, ijögurra mánaða hlutu 8 höfund-
ar, þriggja mánaða laun hlutu 32
höfundar og tveggja mánaða laun
hlutu 37 höfundar. Alls hefur því
verið úthlutað starfslaunum til 99
höfunda.
Eftirfarandi rithöfúndar
hljóta starfslaun úr Launasjóði
rithöfúnda 1989:
8 mán.: Stefán Hörður Grímsson,
Svava Jakobsdóttir, Thor Vil-
hjálmsson og Þorsteinn frá Hamri.
6 mán.: Birgir Sigurðsson, Einar
Bragi, Einar Már Guðmundsson,
Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðar-
dóttir, Guðbergur Bergsson, Gyrðir
Elíasson, Pétur Gunnarsson, Sig-
urður A. Magnússon, Steinunn Sig-
urðardóttir, Vigdís Grímsdóttir,
Þorgeir Þorgeirsson og Þórarinn
Eldjám.
5 mán.: Anton Helgi Jónsson, ísak
Harðarson, Nína Björk Ámadóttir,
Ólafur Gunnarsson og Ólafur Hauk-
ur Símonarson.
4 mán.: Birgir Svan Símonarson,
Bjöm Th. Bjömsson, Böðvar Guð-
mundsson, Eyvindur P. Eiríksson,
Guðmundur Steinsson, Kristján
Kristjánsson, Siguijón B. Sigurðs-
son og Úlfur Hjörvar.
3 mán.: Aðalsteinn Ingólfsson,
Egill Óskar Helgason, Einar Ólafs-
son, Elías Mar, Guðlaug Richter,
Guðmundur Ólafsson, Gunnar Stef-
ánsson, Hjörtur Pálsson, Ingibjörg
Haraldsdóttir, Jóhann Árelíuz, Jó-
hannes Óskarsson, Jón Óskar, Jón-
as Ámason, Jónas Þorbjamarson,
Kjartan Ámason, Kristín Ómars-
dóttir, Kristín Steinsdóttir, Kristján
Einarsson, Kristján Jóhann Jóns-
son, Kristján Karlsson, Margrét Lóa
Jónsdóttir, Oddur Bjömsson, Olga
Guðrún Ámadóttir, Ómar Þ. Hall-
dórsson, Pjetur Hafstein Lámsson,
Ragnheiður Sigurðardóttir, Rúnar
Ármann Arthúrsson, Sigfús
Bjartmarsson, Sigfús Daðason,
Steinar Siguijónsson, Sveinbjöm,
I. Baldvinsson og Þómnn Valde-
marsdóttir.
2 mán.: Andrés Indriðason, Ágúst
Borgþór Sverrisson, Bjöm Garðars-
son, Eðvarð Ingólfsson, Eiríkur
Brynjólfsson, Eiríkur Guðmunds-
son, Eysteinn Sigurðsson, Eysteinn
Þorvaldsson, Filippía Kristjánsdótt-
ir, Geir Kristjánsson, Geirlaugur
Magnússon, Guðmundur Andri
Thorsson, Gunnar Dal, Gunnar
Ágúst Harðarson, Gylfí Gröndal,
Hafliði Vilhelmsson, Hannes Sig-
fússon, Hrafn Gunnlaugsson,
Hrafnhildur Valgarðsdóttir, Jóhann
Hjálmarsson, Jón Stefánsson, Jón
Þ. Þór, Magnús Gestsson, Njörður
P. Njarðvík, Ólafur Jóhann Engil-
bertsson, Ólafur M. Jóhannesson,
Ragnar Ingi Aðalsteinsson, Sigrún
Eldjám, Sigfús Haukur Andrésson,
Sigurður A. Friðþjófsson, Stefán
V. Snævarr, Sveinbjöm Beinteins-
son, Sveinbjöm Þorkelsson,
Tryggvi Emilsson, Þór Whitehead,
Þóra Jónsdóttir og Þómnn Magnús-
dóttir.
Skýrsla UNICEF:
ísland fremst í
flokkí í baráttunni
gegn barnadauða
SAMEINUÐU þjóðimar hafa sett það markmið að fyrir aldamót
verði búið að ná dánartíðni baraa niður i 70 dauðsföll fyrir fímm
ára aldur af hveijum þúsund böraum er fæðast lifandi. í skýrslu
Alþjóðabarnahjálparsjóðsins (UNICEF) fyrir áríð 1989 kemur firam
að Islendingar, ásamt Norðmönnum og Nýsjálendingum, vora búnir
að ná jjessu marki, fyrst allra þjóða, þegar áríð 1930. Áríð 1935
náðu Astralar, Hollendingar, Svíar og Svisslendingar þessu mark-
miði, Bretar og Bandaríkjamenn áríð 1940 og Danir og Finnar áríð
1945.
68 þjóðir höfðu náð þessu mark-
miði Sameinuðu þjóðanna árið 1985
og stefnir í það að 20 þjóðir til við-
bótar muni ná því fyrir aldamót.
Segir í skýrslu UNICEF að tíðni
dauðsfalla bama fyrir 5 ára aldur
sé ein besta mælistikan á félagsleg-
ar framfarir sem til sé.
„Það hefur verið sagt að Norður-
löndin standi einna fremst í þessum
efnum vegna þeirra jöfnu lffskjara
sem þar er að finna," sagði Ólafur
Ólafsson, landlæknir, þegar Morg-
unblaðið bar þessar tölur undir
hann. Ólafur sagðist telja aðalá-
stæðuna fyrir því að íslendingar
hefðu svo snemma náð svo miklum
árangri á þessu sviði vera gott
lífsviðurværi og almennt góð heil-
brigðisþjónusta. „Það sem hefur
mesta þýðingu í þessum efnum er
þjóðarframleiðsla og þjóðartelgur.
Heilbrigðisþjónustan vegur einnig
töluvert svo sem fyöldi sjúkrarúma
og fjöldi heilbrigðisstarfsfólks upp
að vissu marki. Við stóðum þrátt
fyrir allt nokkuð framarlega hvað
þetta varðar. Það kemur eflaust líka
til að hér er meira fámenni og
meiri samhjálp en víða hefur
tíðkast. Það er dálítið sérkennilegt
að fátækraframfæri hér á landi var
snemma á öldu í höndum hrepps-
félaganna samkvæmt lögum en
víðast hvar annars staðar tók kirkj-
an þá þjónustu að sér,“
Ólafiir sagði jöfn lífskjör einnig
vega þungt í þessum efnum og mun
milli stétta væri ekki einungis að
finna milli þróaðra og vanþróaðra
landa heldur væri oft hægt að sjá
verulegan mun hjá menningarþjóð-
um. Þess sæjust jafnvel merki í
Evrópu og Bandaríkjunum að dán-
artíðni ungbama væri mun tíðari
meðal hinna lægri stétta en hinna
efri. Á Norðurlöndum væri hins
vegar ekki hægt að finna þennan
mun.
nú þessa frábœru
Bondstec hljómtœkjasamstœðu
með hinum marglofuðu og
viðurkenndu Dantax hátölurum.
Samstœða í háum gœðaflokki
með miklum hljómgœðum.
Gerið verð og gæðasamanburð,
og umfram allt hlustið því
þá kemur fermingartilboð Opus
virkilega á óvart.
í samstæðunni eru:
Magnari, 2x65 vött.
Þráðlaus fjarstýring.
Stafrœnt (digital) útvarp meö 16
stöðva minnum og sjálfleitara.
Tvö kassettutœki með sjálfskiptingu
(auto reverse), dolby og raðspilun.
Hljóðnematengi með hljóðblöndun.
Tvöfaldur tónjafnari með sérstill-
ingufyrir hægri og vinstri rás.
Hálfsjálfvirkur plötuspilari.
Tveir Dantax SQ-45 hátalarar.
Verð meö standrekka aðeins
29.900stgr.
Með fjarstýrðum geislaspilara aðeins
43.300stgr.
SNORRABRAUT29
SÍMI 62-25-55