Morgunblaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
skipulag fyrir Reykjavíkurborg. Á
teiknistofu Bredstorfs hófst starf
Stefáns að skipulagsmálum
Reykjavíkur.
Stefán starfaði á teiknistofu Pet-
er Bredstorfs til ársins 1961 að íj'öl-
skyldan flutti aftur heim til Is-
lands. Á þessum árum hafði ríkt
lóðaskortur í Reykjavík og hugðust
borgaryfírvöld gera mikið átak í
skipulagsmálum. Stefáni var falið
skipulag Árbæjarhverfís og leitaði
eftir samstarfí við mig, sem þegið
var með þökkum. Þannig hófst
margra ára samstarf okkar Stefáns.
Helstu sameiginlegu verkefni
okkar voru skipulag Árbæjarhverf-
is, neðra Breiðholts, og Seljahverfís
að hluta, ennfremur fórum við um
nokkurra ára skeið með skipulags-
mál á Sauðárkróki, fæðingarbæ
Stefáns, sem var honum ætíð ofar-
lega í huga.
Stefán byggði allt sitt starf á
traustum menningarlegum grunni
og fylgdi fast eftir skoðunum sínum
og tillögum.
Heimili þeirra Emu og Stefáns
var einstaklega hlýlegt og vitnaði
um fágaðan smekk. Myndlist prýddi
veggi, enda margt þekktra lista-
manna í fjölskyldunni.
Sem elstur í stómm systkinahópi
hefur Stefán vafalaust ungur orðið
að axla mikla ábyrgð. Ábyrgðartil-
fínning hans var rík og fannst
manni stundum sem að hann teldi
sig þurfa að leysa öll vandamál
systkina sinna og vina.
Ekki man ég eftir að við höfum
rifíst þó að efalaust hafí stundum
verið skiptar skoðanir á málum.
Bamgóður var hann með afbrigðum
og hændust böm mín svo að honum
að þau minnast hans enn þann dag
í dag sem Stefáns afa.
Stefán hafði ríka kímnigáfu og
stráði um sig með vinsamlegu við-
móti. Þessi eiginleiki hans, sem
entist honum lífíð út, léttir okkur
vinum hans kveðjustundina.
Reynir Vilhjálmsson
Það var ekki fyrr en að loknu
tveggja áratuga starfí að hönnunar-
málum að Stefán Jónsson hélt til
náms við Arkitektaskólann í Kaup-
mannahöfn þaðan sem hann Iauk
prófí árið 1960. Hann fór í mynd-
listamám að loknu stúdentsprófi
og varð smám saman umsvifamikill
hönnuður myntar, frímerkja, um-
búða og ýmiss konar merkja. En
hann vildi læra meira og dreif sig
því til Kaupmannahafnar með Qöl-
skyiduna. Áð loknu prófí frá Arki-
tektaskólanum bauðst honum starf
á teiknistofu Peter Bredsdorff, arki-
tekts, sem hafði verið einn af kenn-
urum hans og var um þær mundir
að heija umfangsmikla vinnu við
gerð aðalskipulags fyrir Reykjavík-
urborg. Þar fékk Stefán tækifæri
til að fylgjast frá upphafi með því
viðamikla verki.
Á meðan Stefán vann hjá Breds-
dorff komu oft embættismenn og
fulltrúar frá Reykjavíkurborg til að
fylgjast með framvindu verksins.
Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, og
Gústaf E. Pálsson, borgarverk-
fræðingur, komu eitt sinn að máli
við hann og buðu honum það verk-
efni að deiliskipuleggja nýtt bygg-
ingarsvæði í borginni. Svæði það
sem Stefán átti að skipuleggja var
í Árbæ, Selási, Breiðholti og Ár-
túnshöfða og markaðist af Elliðaám
og Kópavogslandi að vestan, Vatns-
endahæð og EUiðaársuppistöðu að
sunnan, Rauðavatni að austan og
Grafarvogi að norðan. Samtals var
þetta land um 10 ferkílómetrar að
stærð. í aðalskipulaginu var reiknað
með að á þessu svæði yrðu 25.000
íbúar, 5.000 I Árbæ og Selási og
20.000 í Breiðholti. Þetta var því
gríðarstórt og flókið verkefni og
engin fordæmi hérlendis hvemig
það mætti leysa. Rík áhersia var
lögð á að flýta skipulagsvinnunni
því mikil eftirspum var eftir lóðum
fyrir íbúðarhús. Til aðstoðar við
þetta verkefni fékk Stefán með sér
Reyni Vilhjálmsson, landslagsarki-
tekt, og Bárð Daníelsson, arkitekt,
auk tveggja útlendinga. Sem vinnu-
aðstöðu fyrir þennan skipulagshóp
útvegaði borgarverkfræðingur þeim
Höfða við Borgartún. Þegar hópur-
inn þurfti að flytja sig árið 1967
úr Höfða sem átti að fá annað hlut-
verk stofnaði Stefán ásamt Reyni
Vilhjálmssjmi, Guðrúnu Jónsdóttur
og Knud Jeppesen Teiknistofuna
Höfða sem fluttist að Bergstaðar-
stræti 52. í gamla Höfða varð til
deiliskipulag Árbæjarhverfís og
Breiðholts I. Skipulag þessara
hverfa markar tímamót í skipulags-
málum hér á landi.
Umferð akandi og gangandi er
aðskilin og þjónustustofnunum og
verslunum þannig valinn staður að
íbúar komist þangað á sem auðveld-
astan og öruggastan hátt. Leikað-
staða fyrir böm er vel leyst og í
könnun sem gerð var sumarið 1985
á mati íbúa í Árbæjar- og Breið-
holtshverfum II og III. íbúar í þess-
um hverfum hafa sjálfsagt ýmislegt
þurft að þola á uppbyggingarárun-
um, m.a. vegna fjarlægðar frá ann-
arri byggð og vantrú manna al-
mennt á þessari nýju byggð. Nú
standa þessi tvö hverfí hins vegar
sem dæmi um það besta sem hér
hefur verið gert í skipulagi og þótt
víðar væri leitað.
Sjálfur kynntist ég ekki Stefáni
að ráði fyrr en ég fékk vinnuað-
stöðu á teiknistofu hans haustið
1981 þar sem ég var til ársloka
1985. Þaðan minnist ég sérstaklega
matartímanna í hádeginu sem voru
einstakir. Þá naut sín kímnigáfa
Stefáns og frásagnargleði. Það var
slegið á létta strengi og ýmislegt
látið vaða á þeirri forsendu að allt
mætti segja innan veggja eldhúss-
ins og menn þyrftu ekki síðar að
svara fyrir orð sem þar hefðu verið
látin falla. Utan eldhússins giltu
aðrar reglur.
Vinna danska arkitektsins og
prófessorsins Peter Bredsdorff við
aðalskipulag Reykjavíkur skilaði
margvíslegum árangri. Aðalskipu-
lagsbókin sem kom út 1967 var
lengst af notuð sem fyrirmynd ann-
arra skipulagsáætlana og þeir ís-
lendingar sem unnu með Breds-
dorff lærðu margt sem þeir gátu
síðar nýtt sér í stafi og miðlað öðr-
um.
Þegar Bredsdorff lést árið 1981
skrifaði Stefán Jónsson um hann
minningargrein í Morgunblaðið 16.
maí. í greininni segir Stefán m.a.:
„Hin stöðuga forvitni hans leiddi *S
af sér stöðugt nýjar spumingar,
sem hann leitaðist við að svara með
mikilli nákvæmni. Hann hafði óbeit
á auðveldum svörum og skyndi-
lausnum. Hann sleit sér út í starfí,
en krafðigt ekki sama framlags af
öðmm. Aftur á móti krafðist hann
algjörs faglegs heiðarleika af sam-
starfsmönnum og kollegum."
Þessi ummæli Stefáns um Breds-
dorff fínnst mér í dag geta átt við
Stefán sjálfan.
Stefán Jónsson, arkitekt, var
meðal helstu áhrifavalda í skipu-
lagsmálum á íslandi. Hann er nú
látinn. Megi hann hvíla í friði.
Sfofi&n Thors