Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
8*
49
----------------------------------------------■
' 1 "
Yfirlýsing írá Kol-
sýruhleðslunni
— vegna fréttar Ríkissjónvarps 15. mars 1989
sér tækjum í þessu ástandi. Því
miður er ekki hægt að sjá ártal eða
undirskrift á þessum tækjum því
jrfir tíu ár eru síðan slíkir skoðunar-
miðar voru notaðir.
Starfsmaður okkar, sem skráður
er fyrir tveim ofangreindra tækja,
segir útilokað að þau hafi farið frá
honum í þessu ásigkomulagi. Fyrir-
tækið ber fullt traust til þessa
starfsmanns sem hefur margra ára
reynslu og telur enga ástæðu til
að draga hæfni hans í efa.
Steinar Einarsson
í 40 ár hefur Kolsýruhleðslan og
eigendur hennar framleitt, flutt inn
og þjónustað handsiökkvitæki fyrir
skip, fyrirtæki og einstaklinga. Þeir
hafa lagt metnað sinn í að við-
skiptavinir þeirra fái örugga þjón-
ustu, enda er það nauðsynlegt fyrir-
tæki, sem á í heiðarlegri samkeppni.
í þijú ár hefur Kolsýruhleðslan
margítrekað farið fram á aukið eft-
irlit Siglingamálastofnunar varð-
andi slökkvikerfi í skipum. Kolsýru-
hleðslan fagnar mjög því aukna
eftirliti, sem Siglingamálastofnun
boðar, enda hefur Kolsýruhleðslan
stuðlað að betra eftirliti með því
að senda starfslið sitt á námskeið
hjá framleiðanda slökkvitælq'anna,
sem hún flytur inn.
í 40 ár hefur Kolsýruhleðslan
beðið eftir íslenskum vinnureglum
og er það fagnaðarefni að loks skuli
í augsýn slíkar reglur frá Siglinga-
málastofnun, sem hægt verður að
framfylgja.
Handslökkvitæki, sérstaklega úr
skipum, koma í mjög misjöfnu ásig-
komulagi til þjónustu. Þau verða
að þola misjafiia meðhöndlun og
eru oft þannig staðsett að sjór og
selta auka tæringarhættu.
í umljöllun um Etna slökkvitæk-
ið var bent á morkna og ónýta
slöngu. Hún er ekki ný, en hún
hefur hinsvegar orðið fyrir hnjaski,
hugsanlega vegna flutnings á vöru-
bílspalli eða af öðrum orsökum.
Slöngur fara ekki frá okkur í þessu
ásigkomulagi.
Tæki sem frá okkur fara eru í
lagi, en ógerlegt er að ábyrgjast
þau eftir afhendingu, hvað þá eftir
eitt ár. Hvemig er hægt að fullyrða
að patróna hafi verið tóm og ónýt
í tugi ára? Ógerlegt er að vita hvem-
ig hún leit út þegar hún fór frá
Kolsýruhleðslunni. Patrónur eru
vigtaðar og skoðaðar við þjónustu
svo útilokað er að hún hafi verið
látin tóm í tækið.
Astra dufttækið, sem sýnt var,
er búið að standa í rúmt ár. Svo
virðist sem nagli hafi verið settur
í tækið. Við setjum ekki nagla í
tæki. Því er hinsvegar haldið fram
að patrónan hafi fyrir mistök verið
sett tóm í tækið með naglanum í.
Við teljum útilokað að slík mistök
geti átt sér stað samkvæmt því sem
áður er sagt. Þessum nagla er ekki
hægt að koma fyrir undir loki
öðruvísi en að hleypa af patrónu
við samsetningu enda upprunalegi
pinninn í lokinu.
í því tilviki þar sem hringur er
settur undir grip, þá viljum við ekki
trúa því að starfsmaður frá okkur
hafi fyrir mörgum árum skilað frá
Blúsá
Borginni
Á SKÍRDAG, 23. mars nk. verður
Blús-hátið á Hótel Borg. Hljóm-
sveitin Vinir Dóra leikur, en i
henni eru Halldór Bragason,
Þorleifur Guðjónsson, Asgeir
Óskarsson, Hjörtur Howser og
Guðmundur Pétursson.
Fjölmargir aðrir slást þetta kvöld
í vinahóp Dóra og koma fram með
hljómsveitinni. Þau eru, Bubbi
Morthens, Andrea Gylfadóttir,
Bobby Harris og John Collins sem
syngja, Björgvin Gíslason tekur í
gitarinn og Steingrímur E. Guð-
mundsson í hörpuna.
Hátíðin verður send út á Rás 2
í beinni útsendingu. Hún hefst
klukkan 22.07 og stendur til mið-
nættis.
r ij MITSUBISHI
ÁCOIT
BÍLL FRÁ HEKUlþtfRGAR SIG
[ulHEKIA HF "» ■
“ ‘j, ‘ laugavegi 170-172 Simi 695500 KR. 63 l.OOO.-
Áskriftarsíminn er 83033
Við hjá SS mælum sérstaklega með rauðvínslegnu eða
jurtakrydduðu lambalæri íhátíðarmatinn. Rauðvínslegnu
og jurtakrydduðu lambalærin frá SS eru eingöngu unnin
úr riýju, fyrsta flokks hráefni og eru tilbúin í öfninn.
Sannarlega gómsætur hátíðarmatur.
m