Morgunblaðið - 21.03.1989, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ1989
39
Héraðsneftid Árnessýslu:
Bráðabirgða-
skipting fram-
laga samþykkt
Selfossi.
HÉRAÐSNEFND Árnessýslu kom saman til fyrsta fundar sins á
þessu ári nýlega. Á fundinum var samþykkt bráðabirgðaáætlun um
skiptingu framlaga sveitarfélaga til nefndarinnar Niðurstöðutölur
áætlunarinnar eru 43.724.936, þar af frá Selfossi 25.350.936.
Við skiptingu framlaga er tekið
tillit til framlaga vegna stofnkostn-
aðar og rekstrar Fjölbrautaskóla
Suðurlands og rekstrar Héraðs-
bókasafns, Byggða- og listasafns
og Héraðsskjalasafns Ámesinga.
Á fundinum var samþykkt tillaga
um að Vegagerðin tæki að sér inn-
heimtu sýsluvegagjalds fyrir árið
1989. Einnig var samþykkt að bók-
hald og fjárreiður verði á bæjar-
skrifstofu Selfoss. Þá var gerð sam-
þykkt um að allar nefndir sem
sýslunefnd kaus sitji óbreyttar út
yfirstandandi kjörtímabil sveitar-
stjórna.
Á fundi héraðsnefndarinnar þann
8. desember í fyrra var Sigríður
Jensdóttir, Selfossi, kosin oddviti
nefndarinnar. Með henni í héraðs-
ráði sitja Gísli Einarsson, Biskups-
tungum, og Hilmar Baldursson,
Hveragerði.
— Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Frá fundi Héraðsnefndar Árnessýslu.
Sigríður Jensdóttir oddviti Héraðsnefndar Árnessýslu.
Höfti:
Blómaland
flyturínýtt
húsnæði
Hötn.
NÝLEGA flutti verslunin
Blómaland í nýtt húsnæði á
Víkurbraut 4. í þeirri byggingu
verða til húsa þijú fyrirtæki,
Blómaland, Bílverk og Hátíðni.
Byggingarframkvæmdir hófust
í júní í fyrra en húsið er 430 fm
á tveimur hæðum. Blómaland, sem
verslar með blóm og gjafavöru,
hefur starfað hér frá 1980.
Eigendur eru Rannveig Einars-
dóttir og Magnús Jónasson, sem
bæði eru garðyrkjumenntuð.
- JGG
Morgunblaðið/Jón Gunnar Gunnarsson.
Rannveig Einarsdóttir, Magnús
Jónasson og sonurinn Jónas í
nýjum húsakynnum.
Nýjar reglur
um snjómokstur
NÝJAR snjómokstursreglur hafa tekið gildi hjá Vegagerð rfkisins. Þær
miða að bættum samgöngum milli helstu þéttbýlisstaða á landinu. Verð-
ur mokstrum Qölgað á nokkrum aðalleiðum úr 2 dögum f 3 í víku, og
2 dögum í 5. Þar sem mokað verður 5 daga f viku er miðað við að
moka frá mánudegi til föstudags og 3 daga f viku mánudag, miðviku-
dag og föstudag. Þá munu snjómokstursdagar breytast á nokkrum
öðrum leiðum til samræmis við þessar nýju reglur.
Helstu breytingar eru: A Vestur-
landi verður mokað 3 daga í viku frá
Borgamesi norður um Holtavörðu-
heiði til Akureyrar, ennfremur vestur
Mýrar og um Heydal í Stykkishólm
og Búðardal. 5 daga verður mokað
milli Ólafsvíkur og Stykkishólms.
Fróðárheiði, Kerlingarskarð og um
sunnanvert Snæfellsens verður mok-
að 2 daga í viku á mánudögum og
fostudögum.
Á Vestfjörðum verður leitast við
að opna 5 daga milli Patreksfjarðar
og Tálknafjarðar, 3 daga um Hálfdán
og fyrir PatreksQörð út á flugvöll
og 2 daga í viku um Kleifaheiði og
Barðaströnd. Á norðanverðum Vest-
flörðum verður leitast við að opna
Breiðadals- og Botnsheiðar 3 daga í
viku. í Strandasýslu verður mokað 2
daga í viku frá Hólmavík um Sel-
strönd í Drangsnes.
í Húnavatnssýslum verður mokað
5 daga á milli Hvammstanga, Laug-
arbakka, Blönduóss og Skagastrand-
ar.
í Skagafírði 5 daga í viku frá
Sauðárkróki til Hofsóss og 3 daga
frá_ Hofsósi til Siglufjarðar.
í Eyjafírði 5 daga frá Akureyri til
Dalvíkur, Svalbarðseyrar og Hrafna-
gils og 3 daga um Ólafsfjarðarmúla
í Þingeyjarsýslum, 2 daga um
Aðaldalsveg að Laugum, 2 daga um
Kísilveg í Reykjahlfð og að Skútu-
stöðum.
Á Austurlandi verða þær breyting-
ar að opnað verður 5 daga frá Egils-
stöðum í Eiða og Úlfsstaði og frá
Reyðarfirði suður með fjörðum til
Breiðdalsvíkur. Þá verður opnað 3
daga um Fjarðarheiði og Oddskarð.
Þegar fannfergi er mikið má bú» '
ast við að mokstrum verði fækkað
eða jafnvel lagðir' niður um lengri
eða skemmri tíma á snjóþungum leið-
um.
(Fréttatilkynning)
JenneyS. Jónasdóttír
írá Borðeyrí - Minning
Fædd 16. júlf 1926
Dáin 3. febrúar 1989
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getur grætt oss þá.
Oss þykir sárt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt sem Guði er frá.
(V.B.)
Með þessum orðum viljum við
minnast systur minnar og frænku,
Jenneyjar Sigrúnar Jónasdóttur,
sem lést á Landspítalanum þann
3. febrúar síðastliðinn.
Hún var elsta barn hjónanna
Jónasar Þórðarsonar og Sigríðar
Magnúsdóttur frá Hnífsdal.
Það er margs að minnast um
hana Jennu okkar, sem yrði of langt
mál að skrifa um það allt hér.
Er Jenna var 17 ára gömul réð
hún sig í vinnu á símstöðinni á
Borðeyri. Er hún hafði unnið þar
um skamma hríð kynnist hún Ottó
Bjömssyni frá Brautarholti, sem
síðar varð eiginmaður hennar.
Þau eignuðust 7 böm, en eitt
þeirra dó eftir fæðingu.
Jenna og Ottó höfðu verið gift í
43 ár, er hún lést. Nú vitum við
að henni líður betur þar sem hún
þarf ekki að þjást. En hún hefur
verið sjúklingur í mörg ár.
En þetta er jú leið okkar allra,
fyrr eða síðar.
Alltaf var opið hús hjá þeim hjón-
um þegar við vomm að ferðast um
Norðurland. Aldrei mátti maður
fara þaðan án þess að þiggja veit-
ingar hjá þeim. Margar sumarnæt-
ur höfum við gist hjá þeim Jennu
og Ottó enda bæði hjónin mjög
gestrisin að enginn mátti fara frá
garði án þess að þiggja veitingar.
Það var alveg sama hvað Jenna
tók sér fyrir hendur. Hvort sem það
var matargerð eða hannyrðir, eða
hvað sem var. Hún varð ekki ánægð
með það nema það væri alveg full-
komið. Hún kenndi hannyrðir í
bamaskólanum. Við mæðgur send-
um Ottó okkar innilegustu samúð-
arkveðjur, því hans missir er mestur
þar sem þau hjón vom svo samrýnd
og sjálfum sér nóg. Enn fremur
móður hennar, börnum, bamabörn-
um og öðmm aðstandendum.
Ragna K. Guðmundsdóttir,
Hulda Jónasdóttir
t
Eiginkona mín,
SVAVA J. GUÐJÓNSDÓTTIR,
Kýrunnarstöðum, Dalasýslu,
andaðist í Borgarspítalanum 20. mars.
Karvel Hjartarson.
t
Faðir okkar
VILHJÁLMUR KRISTINN EINARSSON,
Traöarhúsl,
Eyrarbakka,
lést laugardaginn 18. mars.
Fyrir hönd aðstandenda.
Eydís Vilhjálmsdóttir,
Kristín Vilhjálmsdóttir.