Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 45

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 45
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 45 skólum. Skólastjóramir fóru fram á það, að sérkennsla og stuðnings- kennsla yrði tryggð í öllum fræðslu- umdæmum í sama hlutfalli, að staða fræðsluskrifstofa yrði tryggð, að tryggð yrði leiðrétting áætlana menntamálaráðuneytisins til fjár- laga og að tryggður yrði jöfnuður fræðsluumdæma til skólahalds. Þessi ályktun var kynnt þing- mönnum Norðurlands eystra sam- dægurs á fundi á Hótel KEA á Akureyri. Fræðslustjóri Norður- lands eystra var ekki á þessum fundi og vissi reyndar ekkert um hann fyrr en hann var afstaðinn. Undir ályktun fundarins skrifuðu 35 skólastjómendur og einnig for- maður og varaformaður Bandalags kennara á Norðurlandi eystra. 6.10.86 skrifað fræðslustjóri Norðurlands eystra menntamála- ráðuneytinu og fór fram á aukafjár- veitingu til umdæmisins. Þessu bréfí var ekki svarað. 21.11.86 var haldinn fundur skólastjóra og yfírkennara á Norð- urlandi eystra ásamt formönnum skólanefnda og fræðsluráði um- dæmisins. Fundurinn samþykkti að skipuð yrði nefnd til þess að ganga frá greinargerð til þingmanna og fjölmiðla varðandi ástand skólamála í Norðurlandsumdæmi eystra og ganga á fund þingmanna. Tveir nefndarmanna voru fulltrúar skóla- stjóra, einn var fulltrúi sveitar- stjómarmanna og fyrri hönd fræðsluráðs vom tveir menn í nefndinni: Þráinn Þórisson, formað- ur fræðsluráðs, Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri, framkvæmdastjóri fræðsluráðs. í greinargerðinni sagði, að ljóst virtist að veitt fé mundi ekki hrökkva til þess að tryggja það að engar truflanir yrðu á skólahaldi í umdæminu. Á það var minnt, að greind þörf fyrir sérkennslu væri Qórfalt meiri en ráðuneytið hefði samþykkt og að áætlanir fræðslu- stjóra hefðu staðist. Þá var þess getið, að fræðslustjóri hefði aldrei heimilað sérkennslu umfram fyrir- mæli laga og reglugerða og að menntamálaráðuneytið hefði aldrei heimilað honum að skerða lögboðna þjónustu. Greinargerðinni lýkur svo: „Það hlýtur að vera gmndvallaratriði með tilvísan til almennra réttlætis- sjónarmiða að öll umdæmi sitji við sama borð varðandi úthlutun sér- kennslu og greiðslu raunhæfs kostnaðar við skólahaldið. Sé ekki veitt nægilegt fé til að fullnægja ákvæðum reglugerðar um sér- kennslu verður að heimta að skerð- ingin gangi jafnt yfír.“ Greinargerðin var kynnt þing- mönnum í fullum trúnaði en aldrei send fjölmiðlum. í endurskoðuðum ríkisreikningi fyrir árið 1986 kemur í ljós, að fé það, sem sett var á liðinn „Gmnn- skólar almennt" í undirliðinn „Sér- kennsla í gmnnskólum, óskipt" að upphæð kr. 8.970.000, hefur ekki verið hreyft. Einnig hefur ekki ver- ið millifært af undir-lið, sem nefnd- ur er „Framhaldsdeildir í gmnn- skólum", en þær em nokkrar á Norðurlandi eystra. Loks em um tæpar þijár milljónir ónýttar á und- irlið, sem nefndur er „Gmnnskólar, óskipt". 1987 — uppsögn. 9.1.1987 sat Sturla Kristjánsson, fræðslustjóri fund með Sólrúnu Jensdóttur, skrifstofustjóra skóla- skrifstofu menntamálaráðuneytis- ins, og Knúti Hallssyni, ráðuneytis- stjóra menntamálaráðuneytisins. Engin fundargerð var haldin um þennan fund, en samkvæmt frásögn Sólrúnar og Knúts til menntamála- ráðherra var hann haldinn til þess að ræða málin og til þess að gefa fræðslustjóra tækifæri til þess að skýra sín sjónarmið. Honum var ekki sagt, að til stæði að segja honum upp störfum og virðast við- mælendur hans ekki hafa vitað að svo væri. 10.1.1987 skrifaði menntamála- ráðuneytið Sturlu Kristjánssyni, fræðslustjóra, bréf, sem hefst svo: „Hér með tilkynnist yður, að þér emð leystur frá störfum sem fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis eystra frá og með 13. janúar 1987 að telja." í framhaldi bréfsins er vísað til áminningarbréfsins 21.8.86 og tveggja funda, þar sem sagt er að fræðslustjóri hafí fengið tækifæri til þess að færa fram sjónarmið sín. Ástæður uppsagnarinnar em sagð- ar þær, að fraaðslustjóri hafí snið- gengið fyrirmæli ráðuneytis um Qármálalega umsýs.lu og ítrekað brotið trúnaðarskyldu sem á honum hvfldi sem starfsmanni ráðuneytis- ins. 10. janúar 1987 var laugardag- ur. Það var ekki fyrr en eftir helg- ina, sem uppsagnarbréf ráðuneytis- ins komst í hendur fræðslustjóra með sérstökum sendimanni. 13.1. var skrifstofustjóri fræðslu- skrifstofu Norðurlandsumdæmis eystra beðinn í símskeyti að taka að sér störf fræðslustjóra þar til annar yrði ráðinn. Daginn eftir, 14.1., hafnaði skrif- stofustjórinn þessari beiðni. Sama dag mótmæli formaður fræðsluráðs því harðlega með skeyti að menntamálaráðuneytið mæli fýr- ir um verkefni fræðsluskrifstofu án samráðs við fræðsluráð. Hér er átt vtö skeytið frá 13.1. I 15. gr. grunnskólalaga, 2. mgr. stendur: „Fræðslustjóri er forstöðu- maður fræðsluskrifstofu. Annað starfsfólk ræður fræðsluráð að fengnum tillögum fræðslustjóra," og í 15. gr. reglugerðar um fræðs- luráð 1. mgr. -stendur: „Fræðsluráð hefur umsjón með rekstri fræðslu- skrifstofu umdæmisins og ræður starfsfólk annað en fræðslustjóra að fengnum tillögum fræðslu- stjóra." Skólastjómendur og stjóm BKNE komu saman til fundar 14.1. og samþykktu ályktun, sem send var forsætisráðherra. Þar var hann beðin að aflétta þeim órétti, sem menntamálaráðherra hefði beitt. Einnig var lýst stuðningi við afstöðu fræðsluráðs varðandi málefni fræðsluskrifstofunnar, skorað á starfslið skóla að fella niður kennslu 16.1.87 og funda um þá stöðu, sem upp var komin, skorað á Fjórðungs- samband Norðlendinga að beita sér í málinu af fullri hörku, mótmælt brottvikningu fræðslustjóra og full- um stuðningi lýst við hann. Loks tóku fundarmenn fram, að þeir teldu störf fræðslustjóra öll hafa verið í anda skilnings skólamanna í Norðurlandi eystra á gmnnskóla- lögum og að þeir litu enn á hann sem fræðslustjóra umdæmisins. 12.1.87 sendi Sturla Kristjáns- son, fræðslustjóri, frá sér athuga- semdir við „þingskjal 319", þar sem hann hrakti lið fyrir lið rangfærslur varðandi skólaskipan, sérkennslu og íjárveitingar. Fræðsluráð Norðurlands eystra sendi frá sér tvær greinargerðir: Hin fyrri fjallaði um brottvikn- ingu fræðslustjóra. í henni voru rakin ágreiningsefai og ávítur ráðu- neytisins hraktar, iýst vinnslu ráðu- neytisins á áætlunum fræðslustjóra og meðferð þess mótmælt og rakin sakarefai í sambandi við brottvikn- inguna og þau hrakin með rökum og staðreyndum. Loks var flallað um „þingskjal 319“ og tekið fram ýmislegt, sem þar væri athugavert og rangt. Síðari greinargerð fræðsluráðs var svör þess við ásökunum í ræðu menntamálaráðherra í utandag- skrárumræðum á Alþingi 16. og 22. janúar, 1987. Asakanir ráð- herrans voru hraktar lið fyrir lið. Engu efnislegu atriði þessara greinargerða fræðsluráðs Norður- lands eystra hefur verið hrundið. Niðurlag. Það sem hér hefur verið ritað er saman sett til þess að riíja upp í samhengi helstu atriði og stað- reyndir „Fræðslustjóramálsins“. í umíjöllunum í íjölmiðlum undanfar- ið hefur mjög borið á því, að áhersl- ur hafa verið alrangar og í raun hefur verið stundaður sá leikur að hamra ákveðið og lengi á völdum þáttum með það að mark-miði að höfuðatriði glejmiist. Til þessa hef- ur verið notað vafa-samt og iðulega meiðandi orðalag, sem á sér alls enga stoð í staðreyndum málsins. Atakaefai „Fræðslustjómar- málsins" var og er barátta skóla- manna almennt á Norðurlandi eystra fyrir því, að nemendur á grunnskólastigi og þar fyrir ofan, njóti sérkennslu og stuðnings- kennslu í samræmi við greinda þörf hvar sem þeir eiga heimili sín. í þessa baráttu hafa blandast skóla- menn hvaðanæva að á landinu, enda er þetta ekki hagsmunamál þeirra einna, sem á Norðausturlandi búa, heldur landsmanna allra, og ekki heldur baráttumál eins skóla- manns, heldur allra skólamanna. Sú óskaplega ógæfa hefur hins vegar hent nokkra ráðamenn skóla- mála í landinu og einnig nokkra fylgismenn þeirra að hafa sjálfír reist sér með eigin verkum óbrot- gjaman minnisvarða. Hann mun standa um langan aldur sem dæmi um rangindi og rangfærslur, skiln- ingsleysi á þörf þeirra, sem hlífa skyldi, og hrapalleg mistök í mann- legum samskiptum. Annað, sem einnig hefur verið látið liggja í þagnargildi í umræðu um „Fræðslustjóramálið" undan- farið.er það, að það var Sturla Kristjánsson, fræðslustjórinn fyrr- verandi, sem höfðaði mál fyrir bæj- arþingi Reylqavíkur gegn flármála- ráðherra fyrir hönd ríkissjóðs og að brottvísunin var dæmd lögbrot og sá einn sekur er verk það vann. Dómur var kveðinn upp í málinU 8. apríl 1988. í þeim kafla dómsins, sem ber heitið Málavextir, málsástæður og lagarök, segir í niðurstöðum kafl- ans: „í ljósi þeirrar meginreglu að starfsmanni sé fyrst vikið úr stöðu um stundarsakir, að sakir þær sem bomar em á stefaanda (Sturlu Kristjánsson) vom ekki nýtilkomn- ar og að stefaandi var ekki sakaður um refsivert atferli, þykir aðferð ráðherra við frávikningu stefaanda úr starfí fræðslustjóra Norðurlands eystra hafa verið of harkaleg og^. fyrirvaralaus og verður ekki talin lögmæt í skilningi laga nr. 38/1954. Ber honum því réttur til fébóta úr ríkissjóði." Ætti þessu máli þá ekki að vera lokið hvað persónu Sturlu Kristjáns- sonar áhrærir? Vissulega. Hinu lýkur ekki enn. Baráttunni fyrir rétti hvers einstaklings til þess að njóta þeirrar þjónustu sem sam- félaginu ber að veita honum sam- kvæmt lögum og reglugerðum. Höfundur er kennari við Gagn- fræðaskóla Akureyrar. SÉRTILBOÐ! Eigum takmarkaö magn af EROHOOogVitraC skrifstofustólum átilboðsverði. «11 STEINAR HF STÁLHÚSGAGNAGERÐ SMIÐJUVEGI2 • KÓPAVOGI • SÍMI46600 Áðurkr.33.120,- Núkr. 19.900 1m stgr. Áður kr. 35.075,- Núkr. 23.750 j“ stgr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.