Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 12

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 DYNSKÓGAR Gljáandi HARKA með Kópal Geisia PvollheWui o'j sly/iMöíiti í hánr.i/M. Veldu Kópal með gljáa við hæfi. Békmenntir ErlendurJónsson DYNSKÓGAR. 4. 351 bls. Vestur- Skaftafellssýsla. Vík. 1988. Heiti þessa rits — Dynskógar? Sérkennilegt er það og hljómmikið. Upphaflega var það nafn á landnám- sjörð. Sigurður Bjömsson veltir því fyrir sér í sérstökum þætti, Undarleg ömefni, og segir meðal annars: »Birkiskógamir íslensku eru ekki dynskógar; í þeim heyrist sjaldan þótt vindar þjóti. En hafi þama ver- ið um blæasparskóg að ræða væri nafnið eðlilegt.« Sigurður leiðir síðan rök að því að asparskógar muni hafa vaxið hér til foma og af því kunni nafnið að vera dregið. Dynskógar er með stærri héraða- ritum, hálft fjórða hundrað síðna. Að þessu sinni er ritið mest helgað Vík í Mýrdal; hefst t.d. á sögu þorps- ins fyrstu áratugina, Víkurkauptún 1890-1930 eftir Eirík Sverrisson. Eiríkur mátti gerst vita hvemig Einbýlishús f Vesturborginni óskasttil leigu Traustur viðskiptavinur hefur beðið okkur að útvega einbýlishús í Vesturborginni til leigu. Æskilegur leigutími er 3-4 ár og stærð 150-200 fm. Húsið þarf að losna fyrir 1. ágúst nk. Allar nánari upplýsingar veitir Sverrir Kristinsson. EICNAMIÐUINKV 2 77 II þlNGHOLTSSTRÆTI 3 Sverrir Kristinsson, sölustjóri - Þorleifur Guðmundsson, sölum. Þórólfur Halldórsson, löqfr.—Unnsteinn Beek, hrl.. simi 12320 kauptúnið varð til því hann var fæddur og upp alinn í Mýrdal og var þar síðar kennari. Hann lést 1932 og því nær saga hans ekki lengra. Myndir margar fylgja þættinum. Má þá segja að vel sé fyrir sögu Víkur séð því áður hafa ýtarlegir þættir um sama efni birst í Dynskóg- um. Skaftfellingar hafa lengi fengið orð fyrir að vera tæknilega sinnaðir. Um rafvæðingu héraðsins snemma á öldinni hefur verið ritað oft og víða. Ormsbræður vom Skaftfelling- ar. Og afrek Bjama í Hólmi hafa ekki fallið í gleymsku. Þá hófst bíla- öld í héraði með því að Brandur Stefánsson flutti fyrsta bílinn til Víkur. Sögu þá rekur hann í þættin- um „Ja, langt fer hann núna!“ Brandur lærði á bíl í Reykjavík 1927 og fékk ökuskírteini númer 808 sem minnir á að bílaöld var þá fyrir nokkm hafin í höfuðstaðnum; öku- menn famir að skipta hundruðum. En vegna stóránna og annarra nátt- úrlegra hindrana í Skaftafellssýslum gat sýnst svo sem bifreiðir ættu þangað lítið erindi eins og fyrirsögn þáttarins ber raunar með sér. Því gætti í fyrstunni nokkurrar vantrúar á fyrirtæki Brands. En báðir áttu eftir að sanna getu sína, bíllinn og bílstjórinn, og meir en svo því Brand- ur lét torfæmrnar hvergi aftra sér og varð víðfrægur fyrir afrek sín. Guðjón Samúelsson húsameistari var líka Skaftfellingur, fæddur á Hunkubökkum á Síðu. Sigutjón Ein- arsson minnist þess að nýlega vom hundrað ár liðin frá fæðingu Guð- jóns. Siguijón upplýsir að í sýslunni séu tvær byggingar sem Guðjón teiknaði: Vitinn í Dyrhólaey og lækn- isbústaður í Vík. Teikningar Guðjóns vom á tímabili umdeildar. Nú er hins vegar viðurkennt að þar hafi farið frumlegur og áræðinn lista- , maður og verðugt að nafni hans skuli á loft haldið. Tveir em þeir atburðir sem Skaft- fellingar minnast öðm fremur frá seinni tímum: Skaftáreldar og Kötlu- gosið 1918. Einkum hefur margur orðið til að lýsa síðartalda atburðin- um. Kötlugosið 1918 heitir þáttur eftir Guðmund Sveinsson. Guðmund- ur lýsir hvorki gosinu né vatnagang- inum en skoðar aðburðina frá lítið eitt öðm sjónarhomi en vant er í fyrri frásögnum. Og vitanlega er jarðfræðin hér á dagskrá. Jón Jóns- son skrifar um Landbrot og bendir á sérkennileg fyrirbæri náttúmnnar þar um slóðir. Fróðlegur er sá þátt- ur fyrir leika jafnt sem lærða, ekki Jón Jónsson jarðfræðingur síst fyrir þá sök að í framhaldi af þætti Jóns — og með hliðsjón af honum — ritar heimamaður, Þórar- inn Magnússon frá Hátúnum — ann- an þátt sem hann nefnir Það er lítill skúti . . . en þar er sama svæði skoðað með nytjasjónarmið í huga. Meðal annarra þátta í riti þessu má nefna Hákon í Vík og Hadda Padda eftir Jón Braga Björgvinsson. Þar segir frá því er Guðmundur Kamban kom hingað til lands snemma á þriðja áratugnum í fylgd með dönskum leikurum í þeim vænd- um að kvikmynda Höddu Pöddu. Meðal leikendanna var sú fræga Clara Pontoppidan. Hákon Einars- son í Vík var ráðinn staðgengill þar sem svo stóð á að persónan þurfti að leggja sig í nokkra hættu. Lítt væri það í frásögur færandi ef leik- konan hefði ekki löngu síðar gumað af því í endurminningum að við myndatöku á umræddu atriði hlaut ég ekki minnstu skrámu. Var að furða! Ritstjórar Dynskóga, þeir Björg- vin Salómonsson, Helgi Magnússon og Siguijón Einarsson, hafa valið þann kostinn að gefa ritið út aðeins annað hvert ár, en þá þeim mun stærra og viðameira. Þeir hafa og lagt metnað sinn í að vanda hvort tveggja: efni og frágang. Hafa þeir einkum beint kastljósinu að því sem sérkennilegt má kalla fyrir héraðið, sögu þess og náttúru. Varla er þó hætta á að efnið þijóti í bráð þar eð sagan er sífellt að skapast — og náttúran reyndar líka! Hvert skal halda? 2486.-kr sparnaður OSRAM * með Dulux El sparnaöar perunni. Til dæmis Dulux El 15w • Sparar 2486 kr. í orkukostnaði miöað við orkuverð Rafmagns- veitu Reykjavíkur 5,18 kr/kw.st. • Áttföld ending miðað við venju- lega glóperu. aQ'H * 60>W ,Q Békmenntir Jóhann Hjálmarsson Stefán Snævarr: STEFÁNSPOST- ILLA. Sérkver fyrir sérvitra. Greifinn af Kaos 1988. í Stefánspostillu birtast Ijóð, ör- sögur, örgreinar og orðskviður að sögn höfundarins. Ljóðin bæta litlu við þá mynd sem lesendur gera sér af skáldskap Stefáns Snævars, en örsögumar eru nýjung hjá Stefáni (nokkrar þeirra hafa að vísu birst í blöðum og tímaritum). Það er til dæmis gaman að lesa vel heppnaðar og hnyttnar örsögur Þetta eru tölurnar sem upp komu 18. mars. Heildarvinningsupphæð var kr. 9.067.726,- Enginn var með fimm tölur réttar og bætist þvi fyrsti vinningur, sem var kr. 5.336.742,-, við 1. vinning á laugardaginn kemur. Bónusvinningurinn (fjórar tölur + b^nustala) var kr. 553.068,- skiptist á 4 vinnings- hafa og fær hver þeirra kr. 138.267,- Fjórar tölur réttar, kr. 954.016,- skiptast á 112 vinningahafa, kr. 8.518,- á mann. Þrjár tölur réttar, kr. 2.223.900,- skiptast á 5.295 vinningshafa, kr. 420,- á mann. Sölustaöir eru opnir frá mánudegi til laugardags og er lokaö 15 mínútum fyrir útdrátt. Lokaö á föstudaginn langa. ÞREFALDUR! BÓNUSTALA HVER eins og Manninn með gullhjálminn, Lagið og Hamingjan góða. Niður- staða Mannsins með gullhjálminn er að til sé fegurð sem engum auðnist að þekkja. í Laginu tengjast vist drengs í sveit og heimstónlistin með sérkennilegum hætti. Hamingjan góða segir þá gömlu sögu að ham- ingjuna sé ekki unnt að höndla. Orgreinar og orðskviður eru aftur á móti á mörkum þess að eiga heima í bók, sumum hefði verið betra að farga, samanber Um ljóðlistina og Listir. Það er að mínu viti misheppn- uð fyndni sem þar birtist. Af Stefánspostillu má ráða eins og reyndar fleiri bókum Stefáns Snævars að hann skortir nokkuð dómgreind og þyrfti að fá sér góða leiðbeinendur með áframhaldandi útgáfu í huga. Skáldskapur hans rist- ir ekki djúpt í Stefánspostillu, en hefur visst svipmót sem gerir þennan skáldfugl sérkennilegan á íslensku ljóðaþingi. Eitt ljóðanna nefnist For- leikur við hugann: Hvert skal halda, hugur? Viltu þræða einstigi spekinnar eða halda inn á lendur ljóðsins? Viltu hverfa inn í sjálfan þig eða sameinast öllu sem er? Þitt er valið, því þitt er valdið 6 textadrottinn textaþræll! Svarið við þessari spumingu/ spumingum er af hálfu undirritaðs lesanda Stefánspostillu að best fari á því að koma á jafnvægi milli speki og skáldskapar sé á annað borð ein- hver gjá þar á milli. Galli á ekki stærra kveri er að prófarkalestur ber hirðuleysi vitni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.