Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 60
60
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
KROSSVIÐUR
T.d. vatnslímdur og
vatnsheldur - úr greni,
birki eða furu.
SPÓNAPLÖTUR
T.d. spónlagðar, plast-
húðaðar eða tilbúnar
undir málningu.
Vegg- og loftklæðningar, límtré og parket.
Einstök gæðavara á sérdeilis hagstæðu
verðL SPARIÐ PENINGA!
- Smíðið og sagið sjálf!
(JAND5INZ \ Wð fáið að sníða niður allt plötuefni
BESTA / \ hjá okkur í stórri sög
ÚEVAL- 'j - ykkur að kostnaðarlausu.
BJORNINN
Við erum í Borgartúni 28
Vinningsröðin 18. mars:
12X-X22-121 -12X
HVERVANN?
8.752.350 kr.
Gróa hringdi:
Ég var leið að heyra hvemig
Guðrún Helgadóttir kom fram í
umræðuþættinum á eftir myndinni
„Lífsbjörg í norðurhöfum", þegar
hún byijaði á að hakka Magnús í
sig. Núna þegar konur eru að reyna
að sækja fram verða þær að kunna
vissa siðprýði. Það er engin afsök-
un þó hún segist vera dýravinur.
Ég er það líka, en það þýðir ekk-
ert að vera ofstækisfullur. Guðrún
ætti bara að fara í sláturhús á
haustin og sjá hvemig farið er með
dýrin þar.
Það var leiðinlegt að sjá hvemig
hún kom fram og ennþá frekar þar
sem hún gegnir stöðu sem er meiri
en að vera þingmaður. Þegar böm-
in em farin að hafa orð á fram-
komu fullorðna fólksins í íjölmiðl-
um er orðin ástæða til að athuga
sinn gang.
Gamla fólkið hrætt við
útlendingana á Grund
Sigríður Þorsteinsdóttir
hringdi:
Mig langar til að koma á fram-
færi kvörtun til Elliheimilisins
Grundar. Þannig er mál með vexti
að ég á móður sem búin er að
dvelja á þessari stofnun í mörg
ár við góðan aðbúnað og verið
ánægð. En nú ber svo við að ráð-
ið hefur verið á þessa stofnun
danskt og þýskt ómögulegt fólk
sem gamla fólkið er hrætt við
vegna þess harðræðis sem það er
beitt af þessum útlendingum. Ég
hef talað við aðstandendur sem
ég er málkunnug og hafa þeir
sömu sögu að segja. Sérstaklega
em sjúklingamir hræddir við
danskan kvenmann á næturvakt.
Ég hef tvisvar sinnum talað um
þetta við aðstoðarborgarlækni
með engum árangri. Ég sé mig
því tilneydda að koma þessari
kvörtun á framfæri ef ske kynni
að það bæri einhvem árangur til
úrbóta því þama er brýn nauðsyn
á að bætt verði úr sem fyrst.
Ekki kettirnir sem
drepa fuglana
L.K. hringdi:
Skrifað hefur verið um það í
Velvakanda að undanfömu að
kettimir drepi smáfuglana og þess
vegna sé svona lítið af þeim. Ég
tel að það _sé ekki rétt nema að
litlu leyti. Ástæðan fyrir því hve
lítið sést af fuglum í Reykjavík
er að það er búið að úða svo gífur-
legu magni af skordýraeitri í görð-
um að þeir finna þar ekki lengur
æti. Til dæmis er næstum búið
að útrýma húsflugum, sem mikið
var af á-heimilum hér áður fyrr.
Rottur gengu líka Ijósum logum
þar sem ekki vom kettir. Ef kött-
um yrði útrýmt í borginni fengjum
viðrottumar upp úr holræsunum.
Ég vil benda fólki á að lesa
bókina „Raddir vorsins þagna",
sem kom út fyrir um tveimur ára-
tugum, hjá Almenna bókafélaginu
að mig minnir. Þar lýsir höfundur-
inn hvemig gegndarlaus úðun
skordýraeiturs hefur útrýmt mikið
af fuglum.
Hlutdrægt Meinhorn
J. hringdi:
Ég hlustaði á Meinhomið í
Ríkisútvarpinu á fímmtudags-
kvöldið. Þessi þáttur getur verið
skemmtilegur og ég veit að það
getur veríð erfitt að stjóma hon-
um. Ævar Kjartansson er hæfur
útvarpsmaður, en bráður getur
hann verið. Og ekki nóg með það
heldur var hann og meinlega hlut-
drægur þegar Guðrún þingforseti
og Þorleifur jarðfræðingur voru
tekin í gegn í Meinhominu. Þau
áttu það bæði skilið. Við höfum
ekkert að gera við talsmenn Gre-
enpeace-samtakanna hér á landi.
Ævar Kjartansson verður að
passa sig sem stjómandi í út-
varpi, að vera ekki jafn hlut-
drægur og hann var sl. fímmtu-
dag.
Ábending til Elsu Lund
Björk Eiríksdóttir hringdi:
Mig langar að koma á fram-
færi þakklæti til Hemma Gunn
fyrir góðan þátt, Á tali, sem ég
vil helst ekki missa af. Þetta em
skemmtilegir og manneskjulegir
þættir. Það er líka gaman að Elsu
Lund, nema hvað það er ágalli á
persónunni þessar sífelldur upp-
hrópanir um guð. Þetta kemur
illa við fólk á sama hátt og blót
og ragn. Það segir líka í Biblí-
unni: „Þú skalt ekki leggja nafn
drottins guðs þíns við hégóma."
Hann Laddi hlýtur að geta fundið
einhveija aðra upphrópun handa
Elsu.
Kemur ekki við hver
borgar
Kona í Kópavogi hringdi:
Ég var stolt af Magnúsi Guð-
mundssyni að hann skyldi halda
ró sinni í umræðuþættinum um
myndina hans „Lífsbjörg í norður-
höfum". En ég skil ekki hvað
Þorieifur þurfti að fá að vita hver
borgaði myndina á meðan ekki
er leitað til hans.
Ófærð í Mosfellsbæ
Guðmunda Ólafsdóttir
hringdi:
Við hjónin fómm upp í Mos-
fellsbæ á dögunum og blöskraði
alveg hve illa er mokað af helstu
götum bæjarins. Ég þakkaði bara
fyrir að búa í borg Davíðs þar sem
götumar em betur mddar.
Mig langar líka að koma á
framfæri þökkum til Magnúsar
Guðmundssonar fyrir myndina
Lífsbjörg í norðurhöfum. Hún var
alveg til fyrirmyndar. Umræðu-
þátturinn á eftir var aftur á móti
lakari.
\
4
4
4
4
4
4
afsláttur
af öllum vörum í
KRINGLUNNI4
12 réttir = 4.468.473 kr.
Enn var enginn með 12 rétta- og er því þrefaldur pottur núna!
11 réttir = 997.768 kr.
27 voru meö 11 rétta - og fær hver í sinnhlut kr. 36.954-.
dagana 17.—22. mars
Opiðkl. 10-19, laugardaga kl. 10-16