Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 50

Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 SævarBjarnasonefstur á vel skipuðu Skákþingi Rvíkur Skák Margeir Pétursson Sævar Bjarnason, alþjóðleg- ur meistari, varð hlutskarpast- ur á Skákþingi Reykjavíkur, sem lauk í sl. mánuði. Sigur Sævars kom mjög á óvart, þvi mjög margir af okkar beztu skákmðnnum af yngstu kyn- slóðinni voru á meðal þátttak- enda. Alþjóðlegu meistaramir Hannes Hlífar Stefánsson og Þröstur Þórhallsson eru t.d. tðluvert hærri í stigum en Sæv- ar. Þótt Sævar sé ekki kominn á bezta skákaldurinn, aðeins 35 ára gamall, var hann á með- al elstu og reyndustu keppenda á mótinu. Eftir að hnnn vann sér titil alþjóðameistara árið 1985 hefur ekki farið sérlega mikið fyrir honum við skák- borðið og héldu jafhvel sumir að hann teldi nóg komið þegar þeim á&nga var náð. Þetta Skákþing Reykjavíkur er væntanlega það síðasta sem hald- ið er í núverandi húsakynnum Taflfélags Reykjavfkur á Grensás- vegi 44-46. I samræmi við stór- aukna starfsemi og kröfur félags- manna hefur TR í félagi við Skák- samband íslands fest kaup á efri hæð hússins Faxafens 12 f Reykjavík. í þessu nýja húsnæði er hátt til lofts og vítt til veggja og ætti að vera mögulegt að halda þar flest aiþjóðleg skákmót. Þá ættu böm og unglingar ekki leng- ur að þurfa frá að hverfa vegna aðstöðuleysis á hinum geysivin- sælu laugardagsæfíngum. Slfkum æfíngum ætti einnig að vera hægt að fjölga, þvf hægt verður að hafa tvenns konar starfsemi í gangi f einu f nýja húsnæðinu. Úrslit á Skákþinginu: 1. Sævar Bjamason 9 v. af 11 mögulegum. 2.-3. Snorri Bergs- son og Þröstur Þórhallsson 8V2 v. 4.-7. Þröstur Ámason, Dan Hansson, Jón Garðar Viðarsson og Tómas Bjömsson 8 v. 8.-13. Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Róbert Harðarson, Áskell Öm Kárason, Daði Öm Jónsson, og Jóhannes Ágústsson 7V2 v. 14.-22. Davíð Olafsson, Andri Áss Grétarsson, Ragnar Fjalar Sævarsson, Haraldur Bald- ursson, Siguijón Haraldsson, Sverrir Öm Bjömsson, Helgi Áss Grétarsson, Eiríkur Bjömsson og Láms Jóhannesson 7 v. o.s.frv. Það skal tekið fram að í þess- ari upptalningu er keppendum sem jafnir em að vinningum ekki raðað upp eftir stigum. Þátttakendur í opna flokknum vom 105 og tefldu 11 umferðir eftir Monrad-kerfi. Svo sem sjá má af upptalningunni vom marg- ir kunnir skákmenn á meðal þátt- takenda og er þetta eitt sterkasta Skákþing Reykjavíkur um árabil. Vonandi er þetta vfsbending í þá átt að breiddin hér sé að aukast. Auk Sævars kom árangur Snorra Bergssonar mikið á óvart, en hann var úrskurðaður í annað sætið á stigum á undan Þresti Þórhallssyni. Snorri hefur tekið stórstígum framfömm upp á síðkastið, en hann hefur oft verið býsná mistækur. Hannes Hlífar er hins vegar sá sem veldur mest- um vonbrigðum eftir að hann varð f þriðja sæti á Skákþingi íslands í september og vann yfírburðasig- ur á Haustmóti TR stuttu síðar. Hannes var stigahæsti keppand- inn, en það er ekld ástæða til að hafa þungar áhyggjur af því þótt hann nái ekki sfnu bezta á hveiju einasta móti. Skákmenn sem em aðeins 16 ára eiga fullan rétt á því að eiga sína slæmu daga. Unglingameistari Reylqavíkur varð Helgi Áss Grétarsson, sem hlaut 8V2 v. af 9 mögulegum, en Ragnar Fjalar Sævarsson varð annar með 7V2 v. Hraðskákmeistari Reykjavíkur varð Þröstur Þórhallsson. Skák- stjóri var Ólafur Ásgrímsson. Mikilvægustu sigrar nýbakaðs Reykjavíkurmeistara vom að sjálfsögðu gegn alþjóðlegu meist- umnum á mótinu, þeim Þresti Þórhallssyni og Hannesi Hlffari. Við skulum líta á þær skákir, sem em býsna ólfkar. Sævar náði að yfirspila Hannes á nokkuð sann- færandi hátt, en átti lengi í vök að veijast gegn Þresti. I tíma- hraki snerist skákin hins vegar við og fljótlega upp úr því tókst Sævari að krækja sér f skiptamun sem nýttist honum til sigurs í endatafli. Hvítt: Sævar Bjamason Svart: Hannes Hlífar Stefáns- son Drottningarbragð 1. d4 — Rf6 2. c4 — e6 3. Rf3 - Bb4+ 4. Bd2 — Be7 5. Rc3 - d5 6. Bg5 - Re4 7. Bxe7 - Dxe7 8. Dc2 — Rxc3 9. Dxc3 — 0-010. g3 - b611. Bg2 - Ba6 Hannes hefur að veiýu teflt byrjunina frumlega, en Sævar lætur hann ekki rugla sig í ríminu. Með þessum uppskipt- nm og síðan þvi að hundsa þrýsting svarts á e2-peðið legg- ur hann grunninn að stððuyfir- burðum sinum í miðtaflinu. Þar sem svartur treystir sér ekki til að drepa peðið í framhaldinu verður hann að breyta um áætl- un og hefur þá eytt dýrmætum tíma tíl einskis. 12. cxd5 — exd5 13. 0-0 — He8 14. Hacl- c6 15. Hfel - Dd6 16. Rd2 - Bb7 17. e4 - Ra6 18. e5 - Df8 19. f4 - c5? 20. Rc4! Vinningsleikurinn með yfír- burði f rými og þennan riddara á d6 er eftirleikurinn auðveldur fyr- ir Sævar. 20. - Rb4 21. Rd6 - Ba6 22. Da3 - Hed8 23. Bxd5 - Rxd5 24. Dxa6 - Rc7 25. Dc4 - Re6 26. dxc5 - bxc5 27. Dd5 - Hab8 28. b3 - De7 29. Hc4 - Hb6 30. Hfl - Ha6 31. Hf2 - h6 32. Kg2 - Ha5 33. fa - Rc7 34. De4 - Re8 35. Rb7 og svartur gafet upp. Hvítt: Þröstur Þórhallsson Svart: Sævar Bjamason Frönsk vöm 1. d4 - Rf6 2. c4 - d6 3. Rc3 - Rbd7 4. e4 — e5 5. Rf3 — g6 6. Be2 - Bg7 7. 0-0 - 0-0 8. Dc2 - c6 9. Hdl - He8 10. d5 - c5 11. a3 - Hf8 12. b4 - b6 13. Rb5 - Re8 14. Be3 - h6 15. Bd3 - Rdf6 16. Habl - Rh5 17. Dd2 — Kh7 18. De2 - De7 19. h3 - Bd7 20. Bc2 - f5?1 Hvítur hefur búið sig vel undir það að mæta þessari árás svarts á miðborðið. Eðlilegra virtist Rh5-f4 nú, eða í 19. leik 21. exf5 — gxf5 22. bxc5 — bxc5 23. Bd2 Ekki 23. Rxe5?? - Bxe5 24. Dxh5 a6 og Rb5 er innilokaður. 23. - e4 24. Rh2 - Df7 25. g4! - RhfS 26. f3 - Kh8 27. gxf5 - Bxf5 28. fxe4 — Bxh3 29. Hb3! - Bc8 30. Dg2 - a6 31. Rc3 - Rd7 32. Re2 - Re5 33. Hfl — Rf6 34. Rf4 — Bd7 35. Hg3 - Hg8 36. Rg6+ - Kh7 37. Rxe5 — dxe5 Sævar Bjarnason Hvíti hefur með öflugri tafl- menr „ í miðtaflinu tekist að byggja upp álitlega stöðu. Hér eða í næsta leik var Khl sjálfsögð varúðarráðstöfun, en í tímahraki verður Þröstur of bráður og fer að tefla upp á að leika Rg5+. Sævar hefur aldrei verið þekktur fyrir að fá vinninga með brellum í tímahraki, en lætur nú ekki happ úr hendi sleppa og nær frum- kvæðinu: 38. Rf3 — De7 39. Dh2? - Rg4! 40. Dh5 - BfB 41. Khl - Hg6 42. Hfgl - Dg7 43. Rh4 - Rf2+ 44. Kh2 — Hxg3 45. Hxg3 - Bg4! Vegna afkáralegrar staðsetn- ingar hvítu drottningarinnar á h5 kemst hvítur nú ekki hjá skipta- munstapi og endataflið er auðvit- að vonlaust. 46. Df5+ — Bxf5 47. Hxg7+ — Bxg7 48. Rxf5 - Hb8 49. Bc3 - Rg4+ 50. Kg3 - h5 51. Kh4 - Bf6+ 52. Kxh5 - Hg8 53. Bd2 — R£2 54. Be3 — Hg2 55. Bxf2 - HxS 56. Re3 — Hf3 57. Rf5 - Hxa3 58. Rd6 - Hg3 59. Ba4 - Bd8 60. Rf7 — Bf6 61. Rd6 - Be7 62. Rc8 - Bc8 63. Bc6 - a5 64. d6 - Hg5+ 65. Kh4 - Hgl+ 66. Kh5 - Hal 67. d7 - a4 68. Rd6 - a3 69. Rf7 - a2 70. Rxd8 - Hhl+ 71. Kg5 - al=D 72. Re6 - Dfl 73. d8=D - Hgl+ 74. Kh4 - D£2+ og hvítur gafst upp. Áslaug Guðjóns- dóttir - Minning Fædd 13. júlí 1902 Dáin 13. mars 1989 í dag verður kvödd hinstu kveðju frá Fossvogskirkju góð vinkona mín, Áslaug Guðjónsdóttir, er lést á Dval- arheimili aldraðra, Hrafnistu, Hafn- arfirði, 13. mars sl., en þar hafði hún dvalið í þijú ár og undi þar vel hag sínum. Áslaug heitin var fædd í Bratts- holti f Stokkseyrarhreppi 13. júlí 1902, en ólst upp að Hólmi í sömu sveit. Hún var elst fjögurra bama hjónanna Jóhönnu Jónínu Jónsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Þá átti hún einnig tvær hálfsystur er voru eldri. Á uppvaxtarárunum á Stokkseyri vandist Áslaug öllum algengum störfum, sem til féllu, en réðst síðan til Vestmannaeyja til vinnu við heim- ilisstörf og dvaldi þar um tfma. Til Reykjavfkur fluttist Áslaug síðan árið 1923 og hér í boig átti hún heimili síðan, eða allt til þess tíma, er hún flutti á Hrafnistu. í Reykjavík sinnti hún einnig heimilisstörfum, réð sig í vist, eins og það var kallað. Lengst starfaði hún á heimili þeirra hjóna Jóns Páls- sonar bankagjaldkera og konu hans, Önnu Adólfsdóttur. Mat hún þau hjón mikils og minnt- ist þeirra með hlýhug. Hinn 3. jan- úar 1931 var hamingjudagur í lffí Áslaugar, en þá giftist hún Oddi Halldórssyni, sem fæddur var að Reykjadalskoti í Hrunamannahreppi 12. febrúar 1890. Oddur lést hér í borg 14. maí 1965, mikill öðlingur og hvers manns hugljúfí. Hjónaband þeirra var einstaklega farsælt og mikið ástríki með þeim hjónum. Þeim varð þriggja sona auðið: Halldór Gfsli, skipstjóri, er lést 5. mars 1987, langt um aldur fram, 53 ára gamail. Var hann ókvæntur. Guðjón, kaupmaður, kvæntur Gfslínu Kristjánsdóttur, og Bjarni, veggfóðr- arameistari, kvæntur Elsu Friðjóns- dóttur. Bamabömin eru sex og eitt bamabamabam. Ungur að ámm varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að kynnast þeim hjónum, Ásiaugu og Oddi, en elsti sonur þeirra, Halldór Gísli, og undir- ritaður voru jafnaldrar og æskuvinir. Þær urðu því margar heimsóknimar á heimili þessara elskulegu hjóna, og þar mætti ég ævinlega einstakri hlýju og vinsemd, sem mér fannst alltaf einkenna dagfar þeirra beggja. Sérstaklega eru mér minnisstæðar tfðar heimsókr.ir mínar á Laufásveg 59, meðan heimili þeirra stóð þar, og ég í skóla í næsta nágrenni. Mikið var þá notalegt að skreppa til Áslaugar og sníkja kaffísopa, þeg- ar kennslustund féll niður. Það sem öðru fremur einkenndi Áslaugu var frábær gestrisni og höfðingskapur. Hún var með afbrigðum myndarleg húsmóðir í öllum verkum sínum og snyrtimennska í blóð borin. Eftir því var einnig tekið, hversu vel hún fór með alla hluti og nýtti vel. Er ekki ólíklegt að þar hafí gætt áhrifa uppvaxtaráranna á bemskuheimili hennar, þegar oft var þröngt í búi, eins og víðast hvar annars staðar á fyrstu áratugum ald- arinnar. Áslaug var hreinskilin f öllum sam- skiptum, var ekki myrk í máli, ef því var að skipta, en sanngjöm í dómum um menn og málefni. Ég minnist þess, ,að oft urðum við ósam- mála og hún undraðist ungæðislegar skoðanir mínar, hér á árum áður, en aldrei skyggði það á trausta og góða vináttu hennar. Lítilmagnar, menn og málleysingjar, áttu í henni góðan liðsmann. Þegar ég nú lít yfír farinn veg, og kynni mín af Áslaugu, er bjart yfir minningunum. Áslaug var gæfumanneslga. Hún átti umhyggjusaman og tryggan lífsförunaut. Synimir þrír erfðu alla góða kosti elskulegra foreldra, mannkostamenn f bestu merkingu þess orðs. Og nú er komið að kveðjustund. í dag verður Áslaug lögð til hinstu hvíldar við hlið eiginmanns og elsta sonar. Ljúf samfylgd þeirra allra og trygg vinátta er þökkuð og minning þeirra blessuð. Hugheilar samúðarkveðjur flyt ég þeim Guðjóni, Bjama og fjölskyldum þeirra og bið þeim allrar blessunar. Tómas Sturlaugsson í dag, þriðjudaginn 21. mars, er lögð til hinnar hinstu hvílu amma mín, Áslaug Guðjónsdóttir. Hún var dóttir hjónanna Jóhönnu Jónsdóttur og Guðjóns Jónssonar. Bemsku sinni eyddi hún á heimili foreldra sinna að Hólmi á Stokkseyri ásamt þremur systkinum sfnum. I þeirra hópi var amma elst, næstur í röðinni var Páll, en hann lést fyrir allmörgum árum. Þar á eftir Hólmfríður, hún hefur allan sinn búskap búið í Vestmanna- eyjum. Yngstur er Sigurgestur bú- settur í Kópavogi. Amma átti einnig tvær eldri systur, þær Sólborgu og Guðrúnu, sem báðar eru látnar. Saman áttu systkinin ánægjuleg uppvaxtarár, þar sem bömum var snemma kennt að taka til hendinni f leik og starfí. Sjálfsagt hefur íslenska þjóðfélagið sjaldan gengið í gegnum eins miklar breytingar á þjóðfélagsháttum eins og f kringum árin 1920—1940 þegar fólk flyst til Reykjavikur í miklum mæli og Reylgavíkurbær breytist f stórborg á skömmum tíma. Eftir að vera búin að vinna fyrir sér sem kaupakona á ýmsum stöðum flyst amma til Reykjavfkur 1923 og vinnur fyrir sér sem vinnukona. Vafalítið hefur það verið konu á þessum tíma góður og lærdómsríkur skóli. Enda bar heimili hennar ávallt vott mikillar atorku og hreinlætis. 1931 giftist amma afa mínum, Oddi Halldórssyni, en hann lést árið 1965, þau bjuggu sinn búskap í Reykjavík. Saman varð þeim þriggja sona auðið. Halldór Gísli fæddur 1932, en hann lést fyrir aldur fram aðeins 52 ára gamall. Annar sonur þeirra Guðjón fæddur 1939, giftur Gíslínu Kristjánsdóttur. Yngstur er Bjami fæddur 1947, giftur Elsu B. FYiðjónsdóttur. Amma bjó manni sinum og sonum hlýtt og traust heimili, sem vafalítið hefur verið það besta veganesti sem hún gat látið þeim í té. Sfðustu búskaparárin bjó amma að Háaleitisbraut ásamt elsta syni sfnum er reyndist henni alveg ómet- anleg hjálparhella. Sfn sfðustu ár dvaldi hún í góðu yfírlæti á Dvalar- heimili aldraðra, Hrafnistu, Hafnar- fírði. Ég á ömmu minni margar og ómetanlegar stundir að þakka og er mjög þakklát fyrir að hafa kynnst henni eins vel og ég gerði. Ég veit að henni er tekið opnum örmum á góðum stað sem við öll munum hverfa til en minningin um góða ömmu lifir. Mig langar til að kveðja hana með kvöldbæn sem hún kenndi mér sem lítilli stelpu. Nú legg ég augun aftur 6 guð, þinn náðar kraftur mfn veri vöm í nótt Æ, virst mig að þér taka, mér yfír láttu vaka, þinn engil, svo ég sofi rótt“ (Sveinbj. Egilsson) Blessuð sé minning hennar. Jóhanna Margrét Guðjónsdótdr
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.