Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
13
Lífehlaup Skag-
firðinga og fleiri
Békmenntir
• Sigurjón Björnsson
Skagfirzkar æviskrár. Tímabilið
1850-1890. V. bindi. Aðaihöfund-
ur: Guðmundur Sigurður Jo-
hannsson. Skagfirzk firæði.
Sögufélag Skagfirðinga. Sauðár-
króki 1988. 446 bls.
Skagfirzkar æviskrár erú á góðri
leið með að verða eitt stærsta ætt-
fræðiritsafn á íslandi. Fyrir tímabi-
lið 1890-1910 hafa komið út fjögur
bindi. Og fyrir tímabilið 1850-1890
eru nú komin út fimm bindi. í þess-
ari seinni ritröð hafa alls birst 1030
æviþættir, en 600 bíða útgáfu.
Verða það vafalaust 3 bindi til við-
bótar. Þegar því er lokið er ætlunin
að halda áfram með fyrri ritröðina,
en þar er allmikið efni óbirt.
Þetta V. bindi er vænsta bindið
til þessa, tæplega hálft fimmta
hundrað bls. Æviþættirnir eru þó
litlu fleiri en í tveimur undanfar-
andi bindum eða 185 talsins. Guð-
mundur Sigurður Jóhannsson ætt-
fræðingur hefur safnað efni til
langflestra æviskránna, nema í
fyrsta bindi, og ritað þá. Er aug-
ljóst að eftir því sem árin hafa liðið
hefur hann safnað að sér geysim-
iklu efni og er orðinn mjög sterkur
ættfræðingur. Frásagnimar verða
sífellt ítarlegri og ættrakningar
meiri bg spanna víðar. Þetta síðasta
bindi er hið matarmesta hvað þetta
varðar og raunar hreinasta náma
fyrir ætthnýsna menn. Þó að ritið
heiti Skagfirzkar æviskrár og skil-
yrði fyrir æviskrá manns sé að hann
hafí einhvem tíma á ævinni verið
heimilisfastur í Skagaíjarðarsýslu,
spannar ritið miklu víðar, vestur í
Húnavatnssýslu, austur i Eyjafjörð
og til Vesturheims, svo að hið aug-
ljósasta sé nefnt. Það er t.a.m.
hreint ekki lítið um ættir Austur-
Húnvetninga og Svarfdælinga í
þessari bók, svo að eitthvað sé
nefnt. Hér er því margt að fínna.
Miklar sjálfstæðar rannsóknir
liggja að baki og allmikið er um
leiðréttingar á eldri ættfærslum eða
að upp hefur verið grafið það sem
áður var þoku hulið.
Sumir kunna að ætla að lestur
rits af þessu tagi sé þurr lestur.
Svo er þó ekki að öllu leyti, enda
þótt hér sé vitaskuld fremur öðm
um fræðirit að ræða. Frásagnir eru
oft og tíðum svo ítarlegar að les-
andinn fær furðu góða tilfinningu
fyrir lífí skagfirskrar alþýðu á ofan-
verðri 19. öld. Ólíklegt er raunar
að annars staðar finnist betra yfir-
lit. Talsvert er og tilgreint af ein-
kennilegum og athyglisverðum
sögnum og mannlýsingar em oft
býsna skýrar. Og víst er um það
að ekki hefur mannlífið ætíð verið
fábreytilegt þrátt fyrir fátæktina.
Margir vom vínmenn drjúgir og
kvennamenh kræfir, ef dæma má
af öllum þeim ógnarfjölda lausa-
leiks- og framhjátökukróa sem hér
em samviskusamlega tíundaðir
(auk meintra rangfeðrana sem
reynt er að leiðrétta). Einn höfðing-
inn er titlaður „kvennavíkingur",
annar „heljarmenni í ástum", og
er það raunar ekki að ófyrirsynju
því að sá átti 14 börn með 10 kon-
um. Þá var ein kona a.m.k. hýdd
opinberlega fyrir lausaleiksbam-
eignir.
Talsvert er tilfært af kveðskap í
þessu bindi, og það ekki einvörð-
ungu vísur úr bændarímum, sem
mér leiðast fremur, heldur og
smellnar tækifærisvísur.
Þegar á heildina er litið þykir
mér þetta bindi eitt hið best gerða
í ritröðinni. Engu að síður hygg ég
að hefði mátt þjappa því lítillega
saman, t.a.m. notast meira við
millitilvísanir og komast hjá endur-
tekningum.
Heimildaskrá er rækileg bæði
eftir hveija æviskrá og í bókarlok.
Sést þar að víða hefur verið leitað
fanga. Nafnaskrá mikil er í bókar-
lok (50 bls.) eins og í fyrri bindum.
Prófarkir virðast hafa verið afar
vel lesnar, en um þann þátt máls-
ins, svo og um útgáfuna í heild sáu
þeir Friðrik Margeirsson og Hjalti
Pálsson.
Það er vissulega óhætt að óska
höfundi og Skagfirðingum til ham-
ingju með þetta prýðilega ritverk.
GEMINI
■■■■"■^^■Ti
Nýr og spennandi fólksbíil
frá Isuzu i Japan.
Sérstaklega rúmgóður og
lipur í akstri, framhjóladrif-
inn með aflstýri, útvarpi og
segulbandi sem og öðrum
lúxusbúnaði.
^Ayglýsinga-
síminn er 2 24 80
BOSCH
ER BÍLLINN ÞINN
MEÐ BOSCH ELDSNEYTISKERFI?
B R Æ Ð U RNIR
)RMSSONHF
igmúla 9, sfmi: 38820
maliiÞ.
PHILIPS sjónvarpstækin eru sannkallaðir gleðigjafar á heimilinu.
Sjónvarpsdagskráin ræður að von nokkru um gleðina en PHILIPS
tryggir skýrasta mynd og tærastan hljóm þess sem í boði er.
Einstök myndgæði, traust smíði og frábær ending
eru meðmæli eiganda PHILIPS sjónvarpa.
— Viltu slást í hópinn?Æ
m
j j j
j j j
. /V2-0®0
975
Veto
sW
KT.
Við vorum aö fá til landsins stóra
sendingu af þessu hágæða 20 tommu
sjónvarpstæki frá PHILIPS, árgerð ’89,
16“ PHILIPS FRIÐARSTILLIR
16 tommu (ferða) sjónvarp
með innbyggðu loftneti og
10 stöðva minni. Frábær
mynd- og tóngaeði, tenging
fyrir heymartól. Silfuriitað.
2Ö480
kr. stgr.
þar sem mynd og tóngæði eru í sér-
flokki, og getum því þoðið þe.ssi
frábæru tæki á einstaklega lágu verði
vegna hagstæðra samninga.
• Þráðlaus fjarstýring með öllum möguleikum
handstýringar.
• Smekklegt, nútímalegt útlit.
• Sjálfleitari.
• Frábærhljómgæðiúrhátaiaratramanátæki.
• Lágmarks rafmagnsnotkun.
• 16 stöðva minni,
• Verðið kemur þér á óvart.
Heimilistækí hf
Sælúni8 • • Knnglunni
SIMI: 69 1S 15 SIMI 69 15 20
(/cá eAuM'Sveúfc/attfiegiri, i scutvtitujjujw
wm
os, w néva ii-naiJfc i.iai „ i™ .i i. C1 OO i UiVbllUclbyUliíyiLmU .iliGóUUiUC
.iniiv iaysluö'iiri töd tutealiSjl'iElöiq *------------------------------------------------------