Morgunblaðið - 21.03.1989, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
55
Minning:
Þuríður Guðjóns-
dóttir Akranesi
Fædd 28. júní 1888
Dáin 15. mars 1989
Miðvikudaginn 15. mars sl. sofn-
aði amma frá þessari veröld á björt-
um vetrarmorgni. Já, veröldin
skartaði sínu fegursta þegar hún
kvaddi þessa 100 ára gömlu konu.
Veröldin og hún höfðu gert upp
sína reikninga með skilum og sáttar
hafa þær kvatt.
Amma var fædd austur á Reyðar-
fírði fyrir réttri öld. Hún fluttist
þaðan ung kona til Reykjavíkur.
Þar giftist hún afa, Finnboga Sig-
urðssyni. Frá Reykjavík fluttust
þau upp á Skaga og þar deyr afi
árið 1935 frá fímm bömum, flestum
ungum. Eftir það varð hún ein að
sjá fyrir fjölskyldu sinni. Hún byij-
aði þá að vinna í físki. Sjálfsagt
hefur þetta strit sem fylgdi fram-
færslu ijölskyldunnar verið henni
þvert um geð því hún var öðravísi
skapi farin, hugurinn var við ann-
að. En auðna varð að ráða og úr
því að svo var skyldi hún standa
sína plikt. Og það gerði hún. Það
var ekki fyrr en amma var orðin
áttræð að hún hætti að vinna í físk-
inum. Hún hafði lagt metnað sinn
í að standa ekki að baki þeim sem
yngri vora, en enginn má við ell-
inni. Hún ákvað því að hætta með-
an starfsþrekið var enn óbilað.
Amma las alltaf mikið bæði á
íslensku og dönsku, en dönsku hafði
hún lært í vist hjá Túliníusi sýslu-
manni á Eskifirði upp úr aldamót-
unum. Við munum ömmu best sfles-
andi eða pijónandi eftir að hún
hætti í fiskinum. Minningar okkar
um ömmu era dæmigerðar
„ömmu“-minningar. Það var t.d.
alltaf sól á Skaganum þegar við
fóram í heimsókn. Þess vegna er
alltaf sól á Skaganum, jafnvel þó
að hann rigni.
Þær era líka kærar minningamar
þegar amma var í heimsókn hjá
okkur fyrir sunnan. Þar vora öðra-
vísi stundir. Þá kynntist maður bet-
ur skapinu í gömlu konunni. Maður
komst fljótt að því þegar deilt var
um menn og málefni að þessi litla,
dökka, snaggaralega kona var
skapstór, það var eitthvað suðrænt
í henni, en vei þeim sem hafði orð
á því.
Þó amma hafi látið lítið yfir sér
og verið orðin gömul kona þegar
við kynnumst henni fyrir alvöra þá
gaf hún okkur gott fordæmi með
óbilandi seiglu. Hún var í raun
merkileg alþýðukona sem við höfum
ætíð litið upp til. Okkur langar því
að votta henni virðingu okkar og
þakka henni fyrir þá mynd sem hún
skilur eftir hjá okkur.
Björg, Konni og Sigga.
í dag, þriðjudaginn 21. mars,
verður jarðsungin frá Akranes-
kirkju amma okkar, Þuríður Guð-
jónsdóttir, sem lést í sjúkrahúsi
Akraness þann 15. mars sl. í hárri
elli. Var hún elsti íbúi Akraness
þegar hún lést á 101. aldursári.
Hún fæddist á Seljateigi við
Reyðaifyörð 28. júní 1888. Voru
foreldrar hennar Guðjón Pálsson
bóndi á Seljateigi, síðar á Sléttu
við Reyðarij'örð, og kona hans, Stef-
anía Guðmundsdóttir. Hún átti tvo
bræður, Guðmund, er lést ungur,
og Pál sem lengi bjó á Sléttu, en
hann lést á síðasta ári.
Til Reykjavíkur fluttist hún með
fjölskyldu Axels Túliníusar, sýslu-
manns, sem hún hafði starfað hjá
fyrir austan, og hjá þeim var hún
þar til hún kynntist tilvonandi
manni sínum, Finnboga Sigurðs-
sjmi. Þau giftu sig 1914. Fyrstu
tóif árin bjuggu þau í Reykjavík.
Því næst flytjast þau að Skálatanga
í Innri-Akraneshreppi og bjuggu
þar búi í átta ár.
Árið 1934 flytjast þau til Akra-
ness með bömin sín fimm, en þau
era: María, búsett í Reykjavík, gift
Sigurði Sigurbjömssyni, fyrrv.
verslunarmanni, Sigurður Kristján,
dáinn 24. febrúar 1946, Stefanía
Guðrún, búsett á Akranesi, gift
Eiríki Þorvaldssyni, símaverkstjóra,
Guðjón, verslunarmaður, búsettur á
Akranesi, kvæntur Helgu Sigur-
björnsdóttur, og Pálmi, vélvirki,
búsettur á Akranesi, kvæntur Fjólu
Gunnlaugsdóttur.
Ári eftir að þau flytjast til Akra-
ness lést Finnbogi og stóð þá amma
ein uppi með bömin sín, sem þá
vora á aldrinum fjögurra til tuttugu
og eins árs. Við þá fátækt, sem þá
ríkti, barðist hún hörðum höndum
við að sjá sér og bömum sínum
farborða og koma þeim til manns.
Hún hóf störf við fiskvinnslu
fljótlega eftir að hún missti mann
sinn og vann lengst af hjá Haraldi
Böðvarssyni & Co og þar lauk hún
sínum síðasta vinnudegi áttatíu ára
gömul.
Árið 1978 fluttist hún að Dvalar-
heimilinu Höfða, og síðustu æviárin
dvaldist hún á sjúkrahúsi Akraness.
Að leiðarlokum, þegar amma
hefur hlotið kærkomna hvíld, er
margs að minnast. Hún var ósér-
hlífín kona og barmaði sér aldrei í
sinni hörðu lífsbaráttu. Hún sóttist
ekki eftir veraldlegum auði, sem
öllum virtist svo nauðsynlegur og
sjálfsagður í dag, heldur var henni
andlegur auður mikilvægari. Bömin
hennar og afkomendur þeirra vora
henni allt. Að fylgjast með bama-
og bamabömum vaxa úr grasi var
henni lífsfylling. Hún var trúuð
kona og einlæg og var af þeirri
kynslóð, sem vann hörðum höndum
án þess að ætlast til neins fyrir
sjálfa sig. Hún mat mikils að hafa
heilsu og þrek til þess að geta
stundað fulla atvinnu öll þessi ár
og virti vinnuveitendur sína mikils
og bar hag fyrirtækja þeirra ætíð
fyrir bijósti og þó sérstaklega Har-
ald Böðvarsson & Co, þar sem hún
starfaði í áratugi, og reyndist hún
því fyrirtæki trúr og tryggur starfs-
kraftur.
Það kom fyrir á þeim áram, sem
amma starfaði hjá H.B. & Co, að
vandi steðjaði að útgerðinni og fisk-
vinnslunni, ekkert síður en í dag,
að ekki var hægt að greiða starfs-
fólkinu laun á réttum tíma, hún tók
þetta mjög nærri sér, ekki vegna
þess að hún fékk ekki launin sín,
nei, heldur fann hún til með vinnu-
veitendunum í þeirra tímabundnu
erfiðleikum. Þá var það eitt sinn
að ellilífeyrisgreiðslur sem hún
fékk, hækkuðu lítið eitt. Þá varð
henni að orði: „Ég er ekki hissa þó
allt sé eins og það er, fyrst þeir
eyða peningunum svona."
Þessi dæmi lýsa ömmu vel, hún
bar ætíð umhyggju fyrir öðram og
bar hag þeirra fyrir bijósti, hvort
sem þeir stóðu hanni nær eða fjær.
Það vora margar góðar stundir
sem við áttum hjá ömmu okkar.
Það var ósjaldan sem við litúm inn
hjá henni. Það var einhver sérstök
ró, sem fylgdi því að sitja hjá henni
og ræða við hana og var hún óþreyt-
andi að miðla okkur af visku sinni
og reynslu, því hún var vel lesin
og fylgdist vel með. Oftast sat hún
í stólnum sínum með pijónana, því
ekki gat hún verið aðgerðarlaus,
því hafði hún ekki vanist um dag-
ana.
Það vora ófáar lopapeysurnar,
húfumar, sokkamir og vettlingam-
ir sem hún pijónaði á okkur afkom-
endur sína í gegnum tíðina.
Við minnumst ömmu okkar sem
fíngerðrar, umhyggjusamrar og
vinnusamrar konu, sem hafði þurft
að beijast hörðum höndum á erfið-
um tímum fyrir lífsviðurværi sínu
og bama sinna, sem síðan af alúð
og ást hlúði að uppeldi og fram-
gangi afkomenda þeirra. Sú minn-
ing lifír í hugum okkar allra.
Við viljum þakka starfsfólki
Dvalarheimilisins að Höfða á meðan
hún dvaldist þar, svo og læknum
og hjúkranarfólki á sjúkrahúsi
Akraness fyrir góða umönnun á
síðustu æviáram hennar.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fýlgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem)
Blessuð sé minning hennar.
Sigga og Sigþór.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug við
andlát og útför systur minnar,
BJARGAR ÓLAFSDÓTTUR
hjúkrunarkonu,
Brávallagötu 50.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ingunn Ólafsdóttir.
t
Útför foreldra okkar, tengdaforeldra, ömmu og afa
ÞÓRDÍSAR GUNNARSDÓTTUR,
EGILS JÓNSSONAR,
fyrrverandi umdsamisverkstjóra,
Þingholti,
Reyðarfirðl,
ferfram frá Reyðarfjarðarkirkju miðvikudaginn 22. mars kl. 14.00.
Fyrir hönd barna og barnabarna.
Gunnar Egilsson,
Jón Egilsson,
Björn Egilsson, Guðrfður Ingibergsdóttir,
Erlendur Egilsson.
t
Útför eiginkonu minnar og systur okkar,
ARNDÍSAR STEFÁNSDÓTTUR,
Stóragerði 38,
fer fram frá Frikirkjunni í Reykjavík miðvikudaginn 22. mars kl. 13.30.
Þeir sem vildu minnast hinnar látnu vinsamlegast láti líknarstofn-
anir njóta þess.
Sigurður Jónsson,
Brynhildur Stefánsdóttir,
Margrét Stefánsdóttir,
Guðrún Stefánsdóttir.
tm Faöir okkar og tengdafaðir, h
ÞORGRÍMUR MARÍUSSON,
Höfðabrekku 16,
Húsavfk,
verður jarðsunginn frá Húsavíkurkirkju miðvikudaginn 22. mars
kl. 14.00.
Brynja Þorgrfmsdóttir, Magnús Kristjánsson,
Skjöldur Þorgrfmsson, Þórhildur Hóim Gunnarsdóttir,
Helga Þorgrfmsdóttir, Sigurbjörn Þorgrfmsson, Hallgrfmur Oddsson,
Sigrún Þorgrfmsdóttir, Garðar Eyjólfsson,
Guðrún Þorgrfmsdóttir, Halldór Ingólfsson,
Marfa Þorgrfmsdóttir, Jónfna Þorgrfmsdóttir, Steinunn Þorgrímsdóttir. Bjarni Guðmundsson, Guðmundur Sigurmonsson,
t
Útför eiginkonu minnar og móður okkar,
BÁRU KRISTÍNAR GUDMUNDSDÓTTUR,
Skerseyrarvegi 3C,
Hafnarfirði,
sem lést í Landspítalanum þriðjudaginn 14. mars fer fram frá
Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði miðvikudaginn 22. mars kl. 15.00.
Jón Gíslason,
Kristfn Jónsdóttir,
Gfsli Jónsson.
t
Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og hlýhug við andlát og
útför konu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
SIGRÚNAR LAUFEYJAR FINNBJÖRNSDÓTTUR,
Hlfð,
ísafirði.
Skúli Þórðarson,
börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
a
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og
útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VILBORGAR JÓNSDÓTTUR,
Dalbraut 21,
Reykjavík.
Björgvin Friðsteinsson,
Jón Friðsteinsson,
Helga Friðsteinsdóttir,
Ólafur Friðstelnsson,
Hilmar Friðsteinsson,
María Friðsteinsdóttir,
Hannes Friðstelnsson,
Hólmfrfður Friðsteinsdóttlr,
Ragnheiður Friðsteinsdóttir,
barnabörn og
Friðsteinn Helgason,
Sigrún Hermannsdóttir,
Sólrún Kristjánsdóttir,
Kristján Halidórsson,
Svanhildur Hilmarsdóttir,
Margrét Kristjánsdóttir,
Stefán Tyrfingsson,
Kristjana Árnadóttir,
Sveinn Gunnarsson,
Kjartan Schmidt,
barnabarnabörn.
Lokað
í dag frá kl. 13.00-16.00 vegna útfarar ÞORGEIRS
ÞORLEIFSSONAR, vörubifreiðastjóra.
Vörubflastöðin Þróttur.
Legsteinar
MARGAR GERÐIR
Mamorex/Gmnít
Steinefnaverksmiðjan
Helluhrauni 14, sími 54034,
222 Hafnarfjörður