Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 26

Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUPAGUR 21. MAR2; ,1989 Veiðiheimildir: Flokkur mannsins: Vilja aðild að EB með skilyrðum Á landsráðsfundi Flokks mannsins sem haldinn var nýlega var sam- þykkt tillaga þess efnis að íslend- ingar gerðust_ aðilar að Evrópu- bandalaginu. Ákveðin skilyrði eru sett fyrir aðildinni að EB. Þau helstu eru að samkomulag verði gert varðandi fiskveiðilögsögu ís- lendinga sem ekki ganga gegn hagsmunum þeirra. Að þjóðin verði rækilega upplýst um kosti og galla þess að ganga í EB og að þjóðaratkvæðagreiðsla verði látin skera úr um málið. Flokkur mannsins er þar með fyrstur íslenskra stjómmálaflokka að taka afstöðu til inngöngu í EB. Á landsráðsfundinum var ennfremur samþykkt tillaga þess efnis að flokk- urinn er tilbúinn í samstarf með öðr- Nauðsynlegt að ná samkomu- lagi um nýtingu stofhanna — seg'ir Jakob Jakobsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar „ÞAÐ segir sig sjálft að það er nauðsynlegt fyrir þessar þjóðir að komast að samkomulagi um nýtingu og vernd þessara teg- unda. Það er sérstaklega brýnt vegna karfans sem aldrei hefur tekist samkomulag um. Sá stofii sem greinilegast er sameiginleg- ur með Évrópubandalaginu er kolmunninn," sagði Jakob Jak- obsson forstjóri Hafrannsókna- stofiiunar þegar rætt var við hann um sameiginlega fiskstofna íslendinga og Evrópubanda- lagsríkjanna. Halldór Ásgrímsson sjávarút- vegsráðherra sagði í umræðum um hugsanlegar veiðiheimildir Evrópu- bandalagsins, á Alþingi fyrir skömmu að nauðsynlegt væri að semja um nýtingu sameiginlegra stoftia til að koma í veg fyrir rán- yrkju þeirra. Varðandi sameigin- lega sjávarstofna með EB-ríkjunum nefndi hann loðnu með Norðmönn- um og Grænlendingum, karfa og rækju með Grænlendingum og kol- Lena Biörck Kaplan for- seti ASF LENA Biörck Kapian hefur verið kjörin forseti The American- Scandinavian Foundation, ASF. Samtökin voru stofiiuð árið 1910 til að efla menningartengsl milli Bandarfkjanna og Norðurland- anna. Frá árinu 1913 hafa sam- tökin gefið út ritið Scandinavian Review, sem kemur út ársQórð- ungslega. Lena Biörck Kaplan, sem er 40 ára, fæddist í Svíþjóð en hefur búið í Bandaríkjunum undanfarin 20 ár. Hún nam við Uppsala-háskóla í Svíþjóð og Columbia-háskólann í New York. Lena Biörck hefur tekið þátt í starfsemi American-Scand- inavian-samtakanna í fjölda ára. Auk þess tók hún þátt í stofnun Raoul Wallenberg nefndarinnar í Bandaríkjunum árið 1979 og var í forsæti nefndarinnar. Fyrir fímmt- án árum kom hún á fót fyrstu sam- tökum sænskra kvenna í Banda- ríkjunum, SVEA. Lena Biörck er gift Gilbert E. Kaplan og eiga þau fjögur böm. Hún tekur við stöðu forseta ASF af Patriciu A. McFate, sem hefur gegnt henni í sex ár. munna með Evrópubandalagsríkj- unum. Grænlendingar hafí afhent EB nýtingu þessara stofna að dijúgum hluta. Jakob sagði við Morgunblaðið að kolmunninn hrygndi í lögsögu Evr- ópubandalagsins og gengi síðan í gegn um lögsögu Færeyja og inn í lögsögu Noregs og Islands. Hann væri einnig á alþjóðlegu hafsvæði. íslendingar veiddu kolmunna á tímabili en það var ekki talið borga sig þá. „Við höfum fyrst og fremst hagsmuna að gæta sem einn af eigendum stoftisins og gætum seinna viljað nýta hann," sagði Jak- ob. Hann sagði að veidd væru 600—700 þúsund tonn af kolmunna á ári og hann væri ekki talinn of- veiddur. Hins vegar væri æskilegt að ná samkomulagi á milli ríkjanna um sameiginlega nýtingu stofnsins til að fyrirbyggja að til offveiði komi. Jakob sagði að loðnan væri fyrst og fremst íslenskur stofn en hún gengi inn í lögsögu Grænlands og einnig Jan Mayen. Eftir marga ára samningaviðræður tókust samning- ar þessara landa um skiptingu heildarveiðinnar fyrr á þessu ári. Rækjan er aðallega við mörk fískveiðilögsögu íslendinga og Grænlendinga, þó mun meira Grænlandsmegin. Jakob sagði að mjög áríðandi væri að ná samkomu- lagi við Grænlendinga um það mál. Öllum aðilum ætti að vera akkur í því ef tækist að ná skynsamlegum samningum um allan stofninn þannig að hægt væri að veiða rækj- una þar sem til hennar næðist á hveijum tíma. „Menn hafa verið að vona að hægt yrði að byija á samn- ingum við Grænlendinga um rækj- una í framhaldi af loðnusamningn- um,“ sagði Jakob. Sagði Jakob að stofninn væri fullnýttur og kannski vel það. Allavega þyrfti að rannsaka hann betur en gert er. Karfastofnamir eru við ísland, Færeyjar og Austur-Grænland, auk þess sem þeir eru á alþjóðlegu haf- svæði, að sögn Jakobs Magnússon- ar fískifræðings. Hann segir að aldrei hafí náðst neitt samkomulag um nýtingu stofnanna. Alþjóða haf- rannsóknaráðið hafí stundum mælt með ákveðnum hámarksveiðum en stundum hafí veiðin verið tvöfalt meiri en ráðið mælti með. Sem dæmi um þetta nefndi hann að árið 1982 hafí verið mælt með 60 þús- und tonna veiði úr þeim karfastofni sem mest væri veiddur hér við land en veidd hefðu verið 123 þúsund tonn. Veiðin hefur síðan dottið nið- ur, sérstaklega við Austur Græn- land og á árinu 1987 náðist aðeins að veiða 77 þúsund tonn af þeim 80 þúsund sem Alþjóða hafrann- sóknaráðið nefndi sem mögulega veiði. Árið 1987 voru veidd 37 þús- und tonn af djúpsjávarkarfa, en í BORGARSKIPULAG Reylgavík- ur hefúr auglýst tillögu að breyt- ingu á landnotkun úr útivistar- svæði í íbúða- og útivistarsvæði á horai Hæðargarðs og Réttar- holtsvegar á svokölluðu Víkings- svæði. „Þama verða byggðar um 40 íbúðir fyrir aldraða á.vegum Réttar- holts, sem er sjálfseignarstofnun íbúanna á svæðinu," sagði Þorvald- ur S. Þorvaldsson forstöðumaður borgarskipulags. f greinargerð með tillögunni kemur fram að borgarráð hafí samþykkt að kaupa land Knatt- Alþjóða hafrannsóknaráðinu hefur verið talað um 30—40 þúsund tonn sem hæfílegan hámarksafla, en ráð- ið hefur skort gögn til að gefa ráð- leggingar um aflahámark djúpsjáv- arkarfa. spymufélagsins Víkings og félags- heimili en félaginu hefur verið út- hlutað landi í Fossvogsdal. Réttarholt, félag íbúa í hverfinu hefur sótt um lóð á svæðinu og því er óskað eftir breytingu á landnýt- ingu frá því sem gert er ráð fyrir í Aðalskipulagi Reykjavíkur. Er fyr- irhugað að auk íbúða aldraða verið þama komið upp fjölnota þjónustu fyrir hverfíð. Borgarráð hefur tekið jákvætt í umsókn samtakanna, en formleg úthlutun bíður breyttrar landnotk- unar. Svæðið er allt tæpir 15.000 um flokkum, hreyfíngum eða ein- staklingum fyrir næstu kosningar. Flokkurinn vill að breiðflyking verði mynduð sem leggi fram ráðherralista ásamt framboðslista áður en til kosn- inga er gengið þannig að kjósendur viti fyrirfram hvaða ríkisstjóm þeir eru að velja. Landráðsfundurinn var opinn öðr- um stjómmálasamtökum, verkalýðs- hreyfíngunni og félagasamtökum. Ögmundur Jónsson formaður BSRB og Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ ávörpuðu fundinn auk þess fluttu framsögu fulltrúar Kvennalista, Þjóðarflokks ogg Samtaka græn- ingja. Sérstakur gestur fundarins var sovéski sendiherrann á íslandi, Igor Krasavin og hélt hann fyrirlestur um Perestroiku. fermetrar og er hámarksnýting 0,5. Kvöð er um 1,5 bílastæði á íbúð og 1 stæði á hveija 50 fermetra í þjón- usturými. Tekið er fram að við hönnun húsanna verði að taka tillit til núverandi byggðar með sérstakri áherslu á skuggamyndun og útsýni. Uppdráttur og greinargerð verð- ur til sýnis á skirfstofu Borgar- skipulagsins Borgartúni 3, alla virka daga fram til 24. maí. Éf ein- hveijar athugasemdir eru skal skila þeim skriflega til Borgarskipulags eigi síðar en 8. maí. Tillaga borgarskipulagsins gerir ráð fyrir breyttri landnýtingu á skástrikaða svæðinu á mótum Hæðar- garðs og Réttarholtsvegar. Víkingssvæðið: Tillaga að breyttri landnotkun

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.