Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 33
32
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 5*g^inTrW1ni*un*«»i**44*ll11?TniTITIIlrt***flfn
33
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
ÁgústlngiJónsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033.
Áskrrftargjald 900 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 80 kr. eintakið.
Fjögnr þúsund
ungmenni fermd
Kristnitakan á Alþingi árið
1.000 — eða þar um bil —
er af mörgum talin merkasti
atburður Islandssögunnar.
Þar tókust á heiðnir menn
og kristnir. Þorgeir Ljósvetn-
ingagoði kvað upp þann úrskurð
„að allir menn skyldu kristnir
vera og skím taka“.
Sú var niðurstaðan að íslend-
ingar „hefðu allir ein lög og
einn sið. Það mun verða satt“,
sagði Ljósvetningagoðinn, „ef
vér slítum sundur lögin, að vér
munum og slíta friðinn".
Allar götur síðan hafa kristin
viðhorf sett svip sinn á íslenzkt
samfélag, einstaklingum og
heild til blessunar. Þau eru að
vísu hvergi nærri allsráðandi,
hvorki hjá heildinni né þeim er
hana mynda, en allt það bezta
í fari einstaklinganna, þjóðar-
innar og samfélagsins á rætur
I þessum viðhorfum. Án þeirra
væri íslenzkt samfélag annað
og verra en það er í dag. Betur
má þó enn gera á flestum svið-
um.
Þjóðarsamstaðan við kristni-
töku fyrir bráðum þúsund árum
kemur í hugann þegar lesnar
eru fréttir, þess efnis, að rúm-
lega fjögur þúsund böm fermist
hér á landi á þessu ári. í frétta-
skýringu í Morgunblaðinu á
páímasunnudag, en þá fóm
fram fyrstu fermingar vorsins,
segir:
„Samkvæmt könnun sem
Pétur Pétursson félagsfræðing-
ur hefur gert taka um 97% ungl-
inga á 14. aldursári þátt í ferm-
ingarundirbúningi á hveijum
vetri og hefur fermingarbömum
miðað við fjölda í áratugi hér á
landi ekki fækkað, ólíkt því sem
gerzt hefur á hinum Norður-
löndunum, en það þykir sýna
að fermingin eigi djúpar rætur
á íslandi."
Fermingin er staðfesting
kirkjunnar á skíminni. En hún
er í raun meira en það. Kirlg'an
leitast við — í undirbúningi
fermingar — að auka trúarlega
þekkingu og trúarlegan þroska
unglinganna. Og athöfninni lýk-
ur með trúaijátningu og vilja-
yflrlýsingu fermingarbamanna.
Mörgum fínnst sem umbúðir
skyggi um of á innihald ferm-
ingarinnar. að það sem er merg-
urinn málsins týnist í veizlum,
gjöfum og veraldlegn tilstandi.
Aðfinnslur af þessu tagi em
ekki út í hött, þótt eðlilegt verði
að teljast að fjölskyldur sam-
fagni ungmennum á tímamót-
um sem þessum. En hóf er bezt
á hveijum hlut og heyrir til
góðu uppeldi.
Kristin viðhorf em óaðskilj-
anlegur hluti af íslenzkri menn-
ingu. íslenzk tunga hélt ekki
sízt velli vegna rita, sem skráð
vóm í klaustmm kirkjunnar fyrr
á tíð, og þýðingar Odds biskubs
Gottskálkssonar á biblíunni.
Trúarljóð — eins og Passíusálm-
ar — skipa og háan sess í menn-
ingararfleifð þjóðarinnar og
raunar er þjóðsöngur hennar af
slíkum toga.
Áhrif kristinna viðhorfa á
hugarheim þjóðarinnar, fyrr og
síðar, og velferð og sálarheill
einstaklinga, skipta síðan meg-
inmáli. Ferming fjögur þúsund
ungmenna lofar góðu um það
að við séum, þrátt fyrir öll mýr-
arljós samtímans, á réttum vegi.
Móðurmál-
ið og sjón-
varpið
Fyrir Alþingi liggur tillaga
til þingsályktunar, þess
efnis, að menntamálaráðherra
láti undirbúa og halda íslenzk-
unámskeið fyrir almenning í
sjónvarpi.
í umræðu um tillöguna kom
fram að Alþingi hefur a.m.k. í
tvígang samykkt tillögur um
fræðslu í öllum greinum móður-
málsiris, m.a. í framburði, í út-
varpi og sjónvarpi. Þessum sam-
þykktum hefur hinsvegar ekki
verið fylgt eftir af fram-
kvæmdavaldinu.
Einn þingmanna staðhæfði
að „framkvæmdavaldið liggi á
því lúalagi að hunza vilja Al-
þingis sem fram kemur í hinum
ýmsu tillögum" þess.
Spuming er hinsvegar, hvort
Alþingi, sem jafnframt er flár-
veitingavald, hefur fylgt þess-
um tillögum nægilega eftir við
fjárlagagerð.
Útvarp og sjónvarp eru
áhrifaríkir miðlar. Vél fer á því
að koma a framfæri vel undir-
búinni fræðslu í öllum greinum
móðurmálsins á þeim vettvangi.
Þá mætti bregða upp einni
mynd á hveiju kvöldi, 15-20
sekúndur í senn á bezta send-
ingartíma, þar sem veitt væri
fræðsla um eitt málfarslegt at-
riði, t.d. beygingu orðs sem oft
er rangbeygt eða rétta meðferð
á orðtaki sem oft er farið rangt
með.
Meðferð íslenskrar tungfu:
Er tungnnni að hraka?
1. grein af þrem
eftir Heimi Pálsson
Á síðustu vikum hafa staðið í
íslenskum fjölmiðlum allnokkrar
umræður um íslenska tungu, stöðu
hennar og framtíðarhorfur. Margt
hefur þar verið þann veg sagt að
ég get tekið heilshugar undir, annað
hefur vakið mig til andsvara.
Ástæðan fyrir því að þessi grein-
arkom eru skrifuð er einkum sjón-
varpsþáttur undir stjóm og virkri
þátttöku Eiðs Guðnasonar þriðju-
dagskvöldið 28. febrúar í Ríkissjón-
varpinu. Þar var lögð fyrir málsmet-
andi fólk spumingin „Er tungunni
að hraka?“ Þessi þáttur ýtti við mér
að færa í letur það sem hér fer á
eftir. Verða lesendur að virða mér
til vorkunnar að ég treysti mér
ekki til að fjalla um svo flókið og
viðamikið efni í mjög stuttu máli.
I þessari grein og hinni næstu verð-
ur einkum fjallað almennt um tungu
og menningu, í lokagrein um
kennslugreinina móðurmál.
Ekkert er nýtt undir sólinni
Svo segir prédikarinn og sannar-
Iega virðist það eiga við um sam-
ræður manna um íslenska tungu.
Fátt var nýstárlegt í því sem ég
leyfði blaðamönnum Vikunnar (1.
tbl. 1989) og Morgunblaðsins (10.
janúar 1989) að hafa eftir mér.
Flestar ef ekki allar þær hugmynd-
ir bar t.d. á góma í þáttum Jóhanns
S. Hannessoanr um Daglegt mál
í Ríkisútvarpinu á síðustu mánuðum
ársins 1971, svo dæmi sé nefnt.
Þá voru þær raunar ekki nýjar held-
ur. Þrátt fyrir þetta hefur mér
heyrst menn draga hæpnar ályktan-
ir af máli mínu. Það er þá greini-
lega vegna þess að ég hef ekki tek-
ið nógu skýrt til orða.
Það er ekki nýtt undir sólinni að
menn þykist sjá hrömunarmerki á
tungutaki landsmanna. Þegar Ras-
mus Kristján Rask hafði hlustað á
Reykvíkinga fyrir hálfri annarri öld
eða svo taldi hann varla mundu líða
nema 200 ár þangað til íslensk
tunga hætti að hljóma. Á þetta var
ég minntur í einhveiju blaði fyrir
skemmstu til marks um að ég væri
nokkuð svartsýnn. Þó hafði ég ekki
gert annað en rifja upp ábendingar
Áma Böðvarssonar úr grein í
Skímu árið 1985 um að ekki tæki
nema þijár kynslóðir að skipta um
mál. Eg hélt þá og held enn að
þetta séu ábendingar sem hverri
þjóð væri hollt að rifja upp öðm
hvom.
Það er líka áreiðanlega hollt að
rifja upp álit Menntamálanefndar-
innar 1920-1922 (sjá t.d. Baldur
Jónsson: Mályrkja Guðmundar
Finnbogasonar, Bókaútg. Menn-
ingarsjóðs 1976, bls. 79-85). Nefnd-
in hafði leitað álits háskóladeilda á
kunnáttu stúdenta. Mörgu þótti
ábótavant og forseti guðfræðideild-
ar svaraði m.a. svona fyrir hennar
hönd:
Sjerstaklega fínst oss, að stúd-
entum sje ábótavant í þekkingu á
íslenskri tungu. Við allar skrifleg-
ar æfíngar kemur það í ljós, að
ýmsa þeirra skortir mjög þekkingu
í íslenskri ijettritun og hafa litla
hugmynd um notkun aðgreiningar-
merkja. Rjettritunarvillur lýta stór-
lega ritgerðir sumra við prófíð, og
margir hafa lært svo illa að skrifa,
að þraut er að komast fram úr rit-
gerðunum. Öll framsetningin og
vöntun kommusetningar bera þess
stundum vott, að þeir hugsa ekki
eins skýrt og ætlast mætti til eftir
sex ára nám í Menntaskólanum.
(Áðumefnt rit bls. 82.)
I svipaðan streng tóku þeir sem
svömðu fyrir aðrar háskóladeildir.
Þetta var árið 1920 og var þá vænt-
anlega verið að fjalla um afa (og
ömmur) margra þeirra unglinga
sem nú er kvartað undan að kunni
ekki skil á móðurmálinu!
Er tungunni að hraka?
Þetta var hin dramatíska spum-
ing í þætti Eiðs Guðnasonar. Við
henni er til einfalt svar: Nei!
Samkvæmt íslenskri málvenju
hrakar engum nema hann sé sjúk-
ur. Engin tunga getur eðli sínu
samkvæmt verið sjúklingur. Þess
vegna getur henni ekki hrakað.
Hins vegar geta tungur breyst og
sumar þeirra breytinga geta leitt
til þess að málin verði lakari tæki
en áður hafði verið. Samt er þetta
ekkert einfalt. Eins og Valdimar
Gunnarsson framhaldsskólakennari
benti á í sjónvarpsþætti Eiðs gegn-
ir hvert mál tvenns konar hlutverk-
um: Það er samskiptatæki í nútíð
og það er samgöngutæki til fortíð-
ar. Málið er því tæki sem við notum
til þess að koma skilaboðum hvert
til annars og taka við skilaboðum
og um leið er það tæki sem gerir
okkur skiljanlegt margt af því sem
sagan geymir, gerir okkur m.a.
kleift að lesa texta sem skráðir
voru fyrir löngu. Þetta gildir um
öll lifandi mál en hins vegar er
misjafnt hversu langt aftur sam-
bandið nær. Verður nánar að því
vikið síðar.
I fyrra hlutverkinu getur málið
líklega aldrei orðið lakara tæki
en áður, einfaldlega vegna þess að
svo lengi sem menn tala tiltekna
tungu hlýtur hún að ansa kröfum
þeirra og þörfum til samskipta. Það
er t.d. engin leið að halda því fram
með nokkrum skynsamlegum rök-
um að danska okkar daga sé lakara
samskiptatæki en sú danska tunga
sem menn töluðu á tólftu öld. Báð-
ar verður að skoða í ljósi tímanna.
í seinna hlutverkinu getur hins
vegar margt orðið til þess að tungu-
málunum daprist flugið. Tvennt
virðist þar mikilvægast.
Annars vegar getur málkerfi
breyst svo að ógerningur verði fyr-
ir málnotendur á tiltekinni öld að
skilja það mál sem talað var eða
skrifað á fyrri tíð. Þetta hefur gerst
í dæmi danskrar tungu, svo það
dæmi sé notað aftur. Breytingar
sem orðið hafa á dönsku málkerfi
hafa leitt til þess að núlifandi Dan-
ir eiga mjög erfítt með að skilja
texta sem skrifaður var á máli
þeirra fyrir 500 árum, hvað þá enn
fyrr. Þeim dugir ekki að fletta upp
í orðabókum til að sjá hvað einstök
orð merki heldur verða þeir að læra
sérstaka málfræði til þess að átta
sig á samhenginu.
Hins vegar geta aðstæður líka
breyst svo að einstök orð og orðatil-
tæki verði óskiljanleg vegna þess
að baksviðið er breytt. Að þessu
vék Valdimar einmitt í nefndum
sjónvarpsþætti og nefndi gott dæmi
þegar hann sagði:
I daglegt mál nú vantar orð sem
hafa verið daglegt mál í 1100
eða ... 1000 ár ... vantar jafnvel
orðatiltæki, menn sjá ekki lengur í
gegnum málið á sama hátt... Eitt
örstutt dæmi: Fyrir 100 árum hafa
flestir séð taglhnýting í bókstaf-
legri merkinu, hest sem hnýttur var
aftan í annan — í taglið — ...
nú ... eru ekkert allir vissir um
hvað það er að vera taglhnýtingur.
Hversu skemmtilegt sem manni
kann að fínnast þetta dæmi um
taglhnýtinginn þá segir það reyndar
ekkert um breytingar tungumáls-
ins. Orðið er enn til, jafnt í eigin-
legri sem óeiginlegri merkingu.
Ástæðan til þess að það skilst ekki
er hins vegar breytingar á atvinnu-
háttum og þjóðlífí.
Að sjálfsögðu verða menn að
athuga hvað er orsök, hvað afleið-
ing í þessu efni eins og öðrum.
Orsökin er breytingar á atvinnu-
háttum. Afleiðingin er ekki óhress-
ara tungumál heldur skilningsleysi
Heimir Pálsson
„Það sem hins vegar
getur g’erst, hefiir gerst
á öðrum málsvæðum og
mun haida áfiram að
gerast vegna aðstöðu-
munar tungumála, er
að þjóð hætti að nota
móðurmál sitt og taki
upp erlenda tungu.
Þetta var það sem ég
benti á (og hafði efitir
Arna Böðvarssyni og
fleiri spökum málfiræð-
ingum) í Vikuviðtalinu.
Þegar hraðast gengur
þarf þessi breyting ekki
að taka nema þrjár kyn-
slóðir.“
málnotenda. Hvorugur okkar Valdi-
mars mun hafa á hraðbergi mikinn
orðaforða tengdan móttöku, hvað
þá rauðablæstri. Það er ekki sök
þeirrar tungu sem við teljum okkur
kunna nokkur skil á heldur stafar
orðfæð okkar af því að iðjan er
ekki lengur stunduð. í báðum til-
vikum var hins vegar til auðugur
orðaforði. Tungunni eða hnignun
hennar má aldrei kenna um breyt-
ingar á málskilningi okkar.
Á hinn bóginn kynni að vera
gaman að velta taglhnýtingnum
meira fyrir sér. Sé það einhver ljóð-
ur að menn skilji ekki orðið gæti
lausnin verið í því fólgin að gefa
öðru orði óeiginlega merkingu, eins
og það er kallað þegar hlutaheiti
fara að merkja hugmynd, og tala
um tengivagn í stað taglhnýtings
— nú eða aftanívagn. Þar með
væri fengin mynd sem allir núlif-
andi íslendingar skildu eða sæju
fyrir sér, og þá væri nokkuð feng-
ið, eða hvað?
Að skipta um tungu
Það sem hins vegar getur gerst,
hefur gerst á öðrum málsvæðum
og mun halda áfram að gerast
vegna aðstöðumunar tungumála,
er að þjóð hætti að nota móðurmál
sitt og taki upp erlenda tungu.
Þettá var það sem ég benti á (og
hafði eftir Áma Böðvarssyni og
fleiri spökum málfræðingum) í
Vikuviðtalinu. Þegar hraðast geng-
ur þarf þessi breyting ekki að taka
nema þrjár kynslóðir.
Það er skylda allra sem láta sig
tunguna einhveiju varða að hug-
leiða þetta atriði vandlega. Svo
mikil sem ásókn og yfírgangur
enskunnar, breskrar og amerískrar,
er um þessar mundir hlýtur það að
vera raunhæfur möguleiki að upp-
vaxandi kynslóð líti á hana sem
jafngilda móðurtungunni og næsta
kynslóð setji hana skörinni ofar.
Vandi okkar er sá að við vitum
flarska fátt um hvemig ætti að
bregðast til vamar. En ég hygg ljóst
að þær aðferðir sem beitt hefur
verið í íslenskum skólum fram að
þessu muni duga skammt. Við
kunnum að vísu nokkuð til verka
þegar á að ryðja erlendum slettum
úr málinu og það höfum við gert
með góðum árangri. En nú er um
allt annað að ræða. Nú gildir það
eitt að sýna og sanna ungum mál-
notendum að þjóðtunga þeirra sé
betur til þess fallin að tjá lífsreynslu
þeirra og aðstæður en nokkur er-
lend tunga. Og þetta er ekkert
áhlaupaverk. Það er hveiju bami
Ijóst að enska er sveigjanlegt og
hagnýtt tungumál. Skólakennsla
hefur hins vegar lagt á það mikla
áherslu að íslensk tunga sé afar
vandmeðfarin og þá er reyndar
ekkert undarlegt þótt fremur sé
hallast að hinni erlendu! Ef skóla-
krökkum er innrættur sá hugsunar-
háttur með endalausum leiðrétting-
um og athugasemdum við málfar
þeirra að þeir ráði alls ekki við
móðurmál sitt, ef bullaldarmálið
(sem einn kunningi minn kallar
svo) á „síbyljurásunum" er svo flatt
og kjánalegt að það skilar engri
hugsun, varla nokkurri merkingu,
þá er ekkert undarlegt þótt unga
kynslóðin taki ensku framyfír.
Henni er nefnilega alls ekki ljós
fákunnátta sín í þeirri tungu held-
ur gerir hún sér fulla grein fyrir
stórstígum framfömm sínum á
máli Shakespeares og Bowies.
Um þetta mætti skrifa langt mál
og um þetta þarf að skrifa langt
mál og ekki síður flytja langar tölur
til þess að reyna að skerpa viðhorf
og skýra afstöðu. Það verður ekki
gert að sinni heldur skal aðeins til
þess hvatt að næsta stór-ráðstefna
sem haldin verði undir móðurmáls-
fánanum snúist um spuminguna:
Hvemig á að haga kennslu móður-
málsins þannig að næstu kynslóðir
verði undir það búnar að rækta
móðurmál sitt en gerist ekki tagl-
hnýtingar eða tengivagnar útlendra
siða?
Hvers vegna íslenska?
Eitt af þvi sem ég ætla nauðsyn-
legt að leggja áherslu á í umræðum
um tunguna era rökin fyrir íslensku
á íslandi og í íslensku samfélagi.
Það ætti að vera ljóst að hver ein-
asta þjóðtunga er tamin til þess að
ijá tiltekinn veraleika, húri lýsir
ákveðnu samfélagi, tilteknum at-
vinnuháttum. Því gagnsærri sem
orðtök, málshættir og föst orðasam-
bönd tungunnar era, þeim mun ljós-
ari era þessi tengsl. Mætti enn
styðjast við taglhnýtinginn eða
önnur myndhverf orð úr flutninga-
máli fyrri tíðar. Eins mætti náttúr-
lega minna á orðtökin „færa út
kvíamar“, „aka seglum eftir vindi“,
„ganga fram fyrir skjöldu“. Ekki
væri heldur úr vegi að geta alls
þess orðaflölda sem menn geta grip-
ið til í veðurlýsingum.
Allt era þetta vísbendingar um
tengsl tungumálsins við umhverfí
og atvinnuhætti. En vitaskuld er
hægt að hugsa sér aðra tungu sem
leysi málin á sinn hatt og öldungis
jafn vel. Það sem kynni að glatast
væri líklega einkum tvennt, ef hér
væn tekið upp nýtt mál:
í fyrsta lagi segði hið nýja mál
okkur aldrei þá sögu sem íslensk
tunga segir okkur. Það er okkar
saga og hlýtur eðli málsins sam-
kvæmt að hafa gildi fyrir okkur.
Maðurinn erfír ekki reynslu fyrri
kynslóða, hann verður að læra
hana. Til þess getur málið verið
gott hjálpartæki. Það speglar
reynslu kynslóðanna, hugsunarhátt
þeirra og hegðun. Stundum er bent
á það til gamans að norræn tunga
átti ekkert orð yfír kurteisi né
heldur er prúðmennska af norræn-
um stofni. En á móti getum við
beðið aðrar þjóðir að þýða hugsun-
ina í orðinu drengskapur á sína
tungu — og renna þá tvær grímur
á menn.
Í öðra lagi — og á það er oft
bent — mundu tungumálaskipti
þjóðarinnar svipta hana því sér-
kenni að geta með auðveldum hætti
lesið forna texta. Þetta hefur vitan-
lega ekki nokkurt sjálfgefíð gildi
og hefði sennilega ekkert gildi ef
ekki vildi svo ánægjulega til að
fomrit okkar era þess virði að vera
lesin, skilin og hugleidd. Samt verða
menn að gæta sín í þessri rök-
semdafærslu. Rit Aristótelesar,
Cícerós, Sesars, Sófóklesar o.s.frv.
era nytsemdarrit fyrir nútímafólk
alit eins þótt enginn tali lengur þau
mál sem þar er skrifað á. Ritin
deyja ekki þótt tungan deyi. Að því
er til bókmenntanna tekur held ég
meira að segja að ungir málnotend-
ur sjái engan tilgang í varðveislu
og rækt tungunnar nema því aðeins
að samtímabókmenntir þeirra séu
mikils virði. Þetta er mikið alvöra-
mál og víkur að því nánar í næstu
grein.
Næsta grein birtist á morgun.
Höfíwdur er cand.mag. ííslensku
og starfaði við framhaldsskóla og
Háskóia frá 1970-1987ogernú
deildarstjóri kennslubókadeildar
hjá Bókaforlaginu Iðunni.
Hrun lagmetismarkaðsins í Þýskalandi;
Agreiningur um hvort
ástæðan er gæðavanda-
mál eða hvalveiðarnar
SÚ spurning er nú komin upp hvort riftun Aldi verslanakeðjanna i
V-Þyskalandi á samningum við Sölustofhun lagmetisins er vegna
gæðavandamála eða hvalveiða íslendinga. Jón Sæmundur Siguijóns-
son alþingismaður, er nýlega var á ferð í Þýskalandi, segir að riftun-
in sé til komin vegna gæðavandamála og vitnar þar til samtals síns
við Seuthe starfsmann á innkaupadeild Aldi Sud. Víglundur Þor-
steinsson formaður Félags íslenskra iðnrekenda vitnar hinsvegar til
orða Timan innkaupastjóra Aldi Sud i kvöldfréttum rikisútvarpsins
í gærkvöldi, sem segir hvalamálið vera höfuðástæðuna fyrir riftun
samningana og Jón Sæmundur fari því með bull og fleipur i málflutn-
ingi sinum.
I bréfi sem Páll Ásgeir Tiyggva-
son sendiherra í Bonn sendi til
sjvarútvegsráðuneytisins snemma í
febrúar gerir hann grein fyrir sam-
tali sínu við hr. Seuthe hjá Aldi-
Sud. Páll Ásgeir segir að hann hafi
gert fyrirtækinu grein fyrir að full-
ur vilji væri af hálfu íslenskra
stjómvalda til að óska eftir opin-
berri aðstoð þýskra stjómvalda til
að veija Aldi árásum grænfriðunga.
í bréfínu segir m.a. orðrétt: „Seuthe
sagði þá að þeir væra nú þegar
undir miklum þrýstingi og sama
gilti um Aldi-Nord. Sá þrýstingur
mjmdi bara aukast ef viðskiptin
héldu áfram. Þess vegna væri þeim
sjálfhætt af hálfu beggja Aldi fyrir-
tækjanna. Auk þess kæmu til
greina önnur atriði eins og gæði
vörunnar sem ekki væru nógú góð
svo og verð hennar. En um það
mundu kaupendur og seljendur
semja sín á milli ef viðskiptin yrðu
tekin upp síðar.“
Ferð Jóns Sæmundar Siguijóns-
sonar til Þýskalands var á vegum
utanríkis- og sjávarútvegsráðuney-
tanna. Ferðin var að ósk sendiher-
rans í Bonn sem vildi fá mann héð-
an í tvo útvarpsþætti til að skýra
afstöðu íslendinga í hvalamálinu.
Kom Jón Sæmundur fram á stöðv-
unum WDR í Köln og RT4 í Suður-
Þýskalandi. Hann notaði ferðina svo
til að kynna sér lagmetismálið og
ræða við Aldi og sölumann SL í
Þýskalandi.
„Áður en ég fór hafði ég stað-
hæft að Aldi hefði keypt rækju
héðan þrátt fyrir riftun samningsins
við SL og birgðir væra því ekki
eins miklar og af hefur verið látið,“
segir Jón Sæmundur. „Þær upplýs-
ingar sem ég fékk vora að Aldi
hefðu fengið héðan 6 gáma af rækj-
um í marsmánuði og hefðu því upp-
fyllt samninga um magn sem gilda
áttu til maímánaðar."
Morgunblaðið hafði samband við
Theódór Halldórsson framkvæmda-
stjóra SL og spurði hann um þessa
6 gáma. Hann vildi hvorki staðfesta
eða neita þvi að þetta væri rétt,
sagði að SL væri að bíða eftir grein-
argerð frá stjómvöldum og upplýs-
ingum frá Aldi. Myndi SL síðan
skýra mál sitt að loknum stjómar-
fundi, sem líklega verður haldinn í
dag.
Jón Sæmundur segir að sam-
kvæmt samtölum sínum við Aldi-
menn hafí þeir hætt að kaupa rækju
af íslendingum vegna þess að gæði
hennar hefðu ekki verið nægilega
góð. Sökum þess hefðu þeir þurft
að endursenda nokkurt magn á
tímabilinu ágúst-september í fyrra
.. ;. •
•' »’ - i
liSib
' f" > - * ýfy. *
Hluti af framleiðslu lagmetisiðn-
aðarins hérlendis.
og aftur hefði komið upp tilfelli í
janúar.
Morgunblaðið bar þessi ummæli
undir Theódór Halldórsson fram-
kvæmdastjóra SL og fékk sama
svarið og við fyrri spumingunni.
Málið yrði skýrt að loknum stjómar-
fundi SL.
Jón Sæmundur kveðst hafa spurt
Aldi-menn hvort þeir myndu halda
áfram að kaupa rækju af íslending-
um þar sem hvalamálið væri ekki
ástæða riftunar samningsins af
þeirra hálfu. Hann fékk þau svör
að Aldi væri hætt að kaupa rækju
í dósum, hvort sem það væri frá
íslendingum eða öðram. Nú ætluðu
þeir að selja ferska rækju og væru
að semja við danskt fyrirtæki um
slíkt.
Jón Sæmundur segir að hann
hafí rætt við Jakubovski, sölumann
SL í Þyskalandi og var sá undrandi
á stæðhæfingum Aldi þar sem hann
hafði undir höndum bréf frá þeim
þar sem sagt var að ástæðan fyrir
riftun samninga Aldi við SL væri
hvalamálið. Jakubovski mun hins-
vegar hafa staðfest að gæðavanda-
mál hafí komið upp á undanfömum
mánuðum, að sögn Jóns Sæmundar.
Bull og fleipur
Víglundur Þorsteinsson formað-
ur Félags íslenskra iðnrekenda seg-
ir að kvöldfréttir ríkisútvarpsins í
gærkvöldi, þar sem vitnað var til
Timan innkaupastjóra Aldi Sud,
sýni að Jón Sæmundur Siguijóns-
son alþingismaður fari með bull og
fleipur í máli þessu. Timan hafi
tekið það skýrt fram að það sem
málið snýst um og hafi snúist um
séu hvalveiðar og ekkert annað en
hvalveiðar.
„Ég harma flumbraganginn hjá
Jóni Sæmundi í þessu máli,“ segir
Víglundur. „Hið alvarlega í þessu
máli er að yfirlýsingar hans, fái þær
að standa, munu stórskaða íslensk-
an lagmetisiðnað á erlendri grund.
Þær skilja eftir þá ímynd að starfs-
fólk og framleiðendur í íslenskum
lagmetisiðnaði kasti til höndum
hvað gæðakröfur varðar."
í máli Víglundar kemur fram að
nú sé unnið að þvi að taka saman
niðurstöður allra gæðaprófana sem
framkvæmdar hafa verið af Rann-
sóknarstofnun fískiðnaðarins og
rannsóknarstofu SL frá ársbyijun
1988 til dagsins í dag. Stefrit er
að því að kynna þær um leið og
þessari vinnu er lokið.
Morgunblaðið snéri sér til Jóns
Sæmundar eftir að fyrrgreindar
upplýsingar komu fram í fréttum
útvarpsins í gærkvöldi. Hann sagð-
ist standa við hvert orð sem hann
sagði í samtali við blaðið fyrr um
daginn. En bætti því við að hann
skildi ekkert í þessum þvers og
kruss yfirlýsingum frá Aldi.
Vextir hækka í dag:
„Vil aftiema verðtryggingu“
- segir Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra
NYTT vaxtatimabil hefet i dag og eins og kom fram í Morgunblaðinu
sl. laugardag hafa rikisbankarnir ákveðið nafnvaxtahækkun á óverð-
tryggðum út- og innlanum, sem tekur gildi í dag. Steingrimur Her-
mannsson, forsætisráðherra segir að bankar og sjóðir hafi grætt eitt-
hvað á annan milljarð króna á sl. ári, „á meðan allt annað er hér á
hausnum" og kveðst hann orðinn þeirrar skoðunar að afnema beri
verðtryggingu.
Landsbankinn hækkar vextina um 2 - 6%, en Búnaðarbanki um 2 -
2,5%. Engin breyting verður á vöxtum verðtryggðra lána. Jón Sigurðs-
son ráðherra bankamála sagði m.a. þetta um vaxtahækkanir nú: „Þvi
miður hefur verðbólga feerst i aukana að nýju. Þess vegna eru raun-
vextir á þeim lánum, sem eru með nafhvaxtakjörum, lægri en þeir
hafa lengi verið.“
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra segir að þrátt fyrir þessar
vaxtahækkanir hafí raunvextir lækk-
að: „ef þú talar við „gráa markað-
inn“, þá kemur á daginn að þar hafa
raunvextir lækkað,“ segir Steingrím-
ur. „Það sem hér hefur farið úrskeið-
is er verðbólguholskeflan, sem hefur
dunið yfir í miklu ríkari mæli, en
mér hafði verið talin trú um,“ sagði
forsætisráðherra.
Steingrímur sagði að hann spyrði
sjálfan sig að því hvort það væri
þörf hjá Hitaveitu Reykjavíkur að
hækka gjaldskrá sína. Hann teldi að
margar aðrar hitaveitur þyrftu frem-
ur á hækkun að halda. „Landsvirkjun
er að borga arð frá síðasta ári.
Þurfti hún að hækka?" spurði
Steingrímur. Hann kvaðst telja að
hækkanir hefðu verið allt of miklar
að undanfömu og bankamir væra
með um 60% af innlánsfé verðtryggt
og á a.m.k. 3,5% vöxtum.
„Þar að auki era bankamir mjög
óhagkvæmar og illa reknar einingar.
Ég sannfærist betur og betur um
réttmæti þess sem einn Norðmaður
sagði við mig úti: Hvemig í ósköpun-
um getið þið verið með minnkandi
sjávarafla, minnkandi þjóðartekjur
og verðtryggt fjármagn?" sagði
Steingrímur, „og það í verðbólgu.
Þetta gengur einfaldlega ekki upp.
Ætli bankar og sjóðir hafi ekki grætt
eitthvað á annan milljarð hér á
síðasta ári, á meðan allir aðrir era á
hausnum. Ég er kominn á þá skoðun
að það verði að afnema verðtrygg-
ingu.“
„Jón Sigurðsson sagði að vextir á
óverðtryggðum lánum væra enn neð-
an við 5% raunvaxtamarkið, sem
ríkisstjómin hefði sett sér, þegar
efnahagsaðgerðir hennar vora
kynntar á Alþingi þann 6. febrúar sl.
„Ég tel að það hafí verið veitt
aðhald að hækkun nafnvaxta í verð-
breytingum þeim sem fram híifa
komið að undanfömu," sagði ráð-
herra.
Viðskiptaráðherra um EFTA- samþykkt:
„Enginn fyrirvari gerður“
JÓN Sigurðsson viðskiptaráðherra segir það liggja (jóst fyrir að
ísland, sem önnur aðildarríki EFTA, hafi afgreitt yfirlýsingu forsæt-
isráðherra ríkjanna í Osló í siðustu viku, án þess að gera nokkurn
fyrirvara. „Ég sagði að í Osló-yfirlýsingunni skipti mestu máli fyrir
okkur íslendinga, að þar er ákveðið að innan EFTA skuli ríkja full-
komin fríverslun með fisk og sjávarafiirðir. Þetta er mikilvægur
áfangi.“
Jón kvaðst telja þennan áfanga
vera tröppu til þess að standa á,
gagnvart Evrópubandalaginu. „Ég
lít á þetta sem forsendu þess að
Islendingar geti tekið þátt í auknu
samstarfi Evrópuríkja. Reyndar tel
ég að framganga okkar ráðherra í
Osló hafí leitt til þess að íslending-
ar hafi þama unnið sögulegan sigur
í þessu lífshagsmunamáli. Einmitt
þess vegna era íslendingar aðilar
að yfírlýsingunni án fyrirvara.
Þetta ér bara staðreyndin í mái-
inu,“ sagði Jón.
Viðskiptaráðherra sagði að hon-
um væri mjög vel ljóst að forsætis-
ráðherra Islands, eins og aðrir,
hefði sagt sitt álit á því hvemig ,
hann túlkaði og myndi vinna að
framkvæmd þessarar yfírlýsingar.