Morgunblaðið - 21.03.1989, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989
23
Lækiiisfræði á tím-
um niðurskurðar
eftir Eyþór Björns son
Eins og svo oft á undanf imum
árum hafa læknar og Iqor þeirra
fengið síðustu daga nokkurn hluta
af dægurmálaumræðunni. Undan-
tekningalítið hefur umfjöllun fjöl-
miðla um kjaramál lækna verið
þess eðlis að þeir, sem á annað
borð láta blaðaskrif móta skoðanir
sínar, hljóta að sannfærast um að
þessa stétt skipi hálaunamenn, sem
með lítiili fyrirhöfn raki til sín
auðæfum, og sitji löngum á kostn-
aðarsömum en þarflitlum ráðstefn-
um erlendis, á meðan aðrar og
lægra launaðar heilbrigðisstéttir
vinni störfin. A tímum spamaðar
og niðurskurðar í þjóðfélaginu virð-
ist því eðlilegt að þeir innan heil-
brigðisgeirans sem til þess hafa
burði axli þó ekki sé nema sinn
hluta kjaraskerðingar og einungis
bölvanlegt að ekki skuli hægt að
ná þeim hlunnindum af forréttinda-
klíkunni sem bundin eru samning-
um.
Við aðstoðarlæknar, sem nýlega
erum farin að fylla þennan flokk,
eigum þó í nokkrum erfiðleikum
með að sjá okkur sjálf sem hátekju-
hóp, enda geta laun aðstoðarlæknis
ekki talist neitt stórkostleg. Að
loknu 6 ára háskólanámi og émb-
ættisprófí í læknisfræði, em 73
þús. krónur mánaðarlega afrakstur-
inn sem þessi nýbakaði hátekju-
maður hefur fyrir hefðbundinn
vinnutfma til að framfleyta Qöl-
skyldu sinni. Nú er í sjálfu sér
ástæðulaust að kvarta yfir þessum
launum þegar margir em verr
staddir í þjóðfélagi samtímans. Slíkt
er heldur ekki tilgangur þessarar
greinar. Það má einnig benda á,
eins og einhvem sjálfsagt gmnar,
að heildartekjur þessa manns em
talsvert hærri, enda fylgir böggull
skammrifí. Starfínu fylgir sem sagt
föst yfírvinna, sem em sólarhrings-
vaktir 3-4 hvert dægur, og er vinnu-
dagurinn þá iðulega lengri en 30
stundir.Meðalflöldi yfírvinnustunda
aðstoðarlækna við Landakotsspít-
ala er nú um 200 í hveijum mán-
uði, en getur orðið talsvert meiri.
Enginn sem ekki hefur reynt það á
sjálfum sér, veit hvað þessar tölur
fela í sér. Augljóst er að lítill tími
verður aflögu fyrir fjölskyldulíf,
félagsstörf eða annað sem mönnum
þykir gefa lífínu gildi.
Því mætti ætla að aðstoðarlækn-
ar yrðu fegnir þeim ráðstöfunum
sem ríkisstjómin nú hefur hrint í
framkvæmd til spamaðar í heil-
brigðiskerfínu og fela í sér 4% lækk-
un á launakostnaði ríkisspítalanna,
Félag ungra lækna:
Niðurskurði í
heilbrigðis-
kerfínu
mótmælt
Morgunblaðinu hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
félagi ungra lækna:
„Vegna þeirra hugmynda sem
fram hafa komið um niðurskurð í
heilbrigðiskerfínu vill FUL taka
fram:
Sjúkrahúsin eru rekin með lág-
marksmannafla á fullum afköstum.
Niðurskurður í launakostnaði um
4% leiðir af sér fækkun í starfsliði
sjúkrahúsanna.
Þetta leiðir óhjákvæmilega til
minnkandi þjónustu við sjúklinga,
lengri biðlista og þess, að sjúklingar
em útskrifaðir, áður en þeir hafa
náð fullri heilsu.
FUL mótmælir harðlega þessum
niðurskurðarhugmyndum og varar
við þeim heilsufarslegu afleiðingum
sem af þeim kunna að hljótast.
því að til að ná þessu markmiði
skal meðal annars fækka greiddum
yfírvinnutímum til aðstoðarlækna.
Vissulega fagna aðstoðarlæknar
því, sé skilningur að aukast hjá
yfirvöldum á því vinnuálagi sem á
þeim hvílir. Hængurinn er hins veg-
ar sá að störfín vinna sig ekki sjálf
en fjöldi aðstoðarlækna breytist
ekki. Unnum yfírvinnustundum
fækkar því að líkindum ekki, enda
störf þessi flest þess eðlis að þau
mega illa bíða betri tíma og liggur
þá fleira við en hagsmunir atvinnu-
rekandans.
Við hinum unga hátekjumanni
blasir því nú sú ákvörðun stjóm-
valda, að þann hluta yfírvinnu
sinnar sem unninn er á nóttunni
eða daginn eftir sólarhringsvakt,
skuli hann framvegis vinna kaup-
laust.
Niðurskurður og spamaður í heil-
brigðiskerfínu hefur þegar haft
„Lokanir sjúkradeilda
og- samdráttur 1 rekstri
spítalanna leiðir ekki til
fækkunar á veiku fólki,
heldur aðeins til verri
heilbrigðisþjónustu en
þeirrar sem við höfiun
vanist og gerum kröfu
um.“
víðtækar afleiðingar og oftast bitn-
að á þeim sem síst skyldi. Lokanir
sjúkradeilda og samdráttur í rekstri
spítalanna leiðir ekki til fækkunar
á veiku fólki, heldur aðeins til verri
heilbrigðisþjónustu en þeirrar sem
við höfum vanist og gemm kröfu
um. Landakotsspítali hefur um ára-
bil verið undirmannaður af aðstoð-
arlæknum sem öðm starfsfólki og
sem unnið hefur sín störf við mikið
álag. Astæðan hefur ekki verið
skortur á læknakandidötum heldur
hefur á þennan hátt verið reynt að
halda launakostnaði í lágmarki. Nú
er nóg að gert. Ástæðan fyrir þess-
um blaðaskrifum er að benda á að
nú er hreinlega ekki svigrúm fyrir
meiri spamað á þessum vettvangi.
Þegar illa árar fyrir þjóðarbúinu
og spamaðar er þörf, em aðstoðar-
læknar jafnreiðubúnir og aðrar
stéttir að leggja sitt af mörkum.
En að þeir stundi sína vinnu ókeyp-
is, það nær engri átt.
Höfundur er aðstoðarlæknir á
Landakotsspítala.
Öflugustu IBM PS/2 tölvurnar meö VGA grafískum skjá og mús, ásamt DOS 4.0,
WINDOWS 386, EXCEL og prentara, á
sérstöku veröi í tölvupakka.
: T
&ý
VV* ■ nn V-
" ' :
‘eBÐ70’^
'a,a09mus' ylH-
uiicrcsoft .
'N'N°PSSw”"“»“n,d
fTölvuskóla16JKópavogi ( 17-19.
GISLIJ. JOHNSEN SF.
n
TAKMARKAÐ MAGX!
IBM PS/2 tölvan
► afkastar mun meiru miðað við verð en
áður hefur þekkst
► hefur ótrúlega vaxtargetu
► er með nýja skjái, sem fara vel með augun
og bjóða upp á Ijósmyndagæði
► er tæknilega fullkomin
TILBOÐ t
!SS"rara09
SETUR ÞfG FRAMAR ÖÐRUM!
..SíSfe,
NÝBÝLAVEG116 KÓPAVOGUR SIMI64 12 22
SKRIFSTOFUVÉLAR H.F.
HVERFISGÖTU 33 SIMI62 37 37