Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 21.03.1989, Qupperneq 14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. MARZ 1989 Fyrrverandi ástand Coligtrto(jöldi pr. 100 ml. JM' - l.H ! .00 - !0.« :ö.o • m. 100. -1000. > 1 000.. Rangfærslum svarað Tveir áhugamenn um umhverfis- mál, þeir Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur og Jónas Kristjánsson ritstjóri DV, hafa nýlega látið ljós sitt skína og upplýst almenning um ástand fráveitumála í Reykjavík. Sá fyrmefndi virðist hafa sann- færst um að allir magakvillar Reyk- víkinga eigi rætur sínar að rekja til skolps, sem nú til bráðabirgða rennur úr yfirfallsútrás er opnast í kafí um 50 m frá landi á Kirkju- sandi. Sá síðamefndi, ritstjórinn, hefir mistekið sig á dælustöðvum við Ingólfsstræti og Kirkjusand og gerir úr þeim hreinsistöðvar og ásakar borgaryfirvöld um að hafa farið með blekkingar á þessu sam- bandi. Hvomgur þessara aðila virð- ist hafa fylgst með gangi fráveitu- málanna, né hefur haft fyrir því að leita til réttra aðila eftir upplýsing- um, heldur kjósa að bera almenn- ingi á borð rangfærslur varðandi þessi mál. Sannir Islendingar vilja þó ennþá fá að vita það sem rétt- ara reynist. Óþolandi er að menn sem vilja láta taka mark á sér af- flytji á opinberum vettvangi eitt merkasta framfaraspor í umhverfis- málum á íslandi sem Reykjavíkur- borg er nú að stíga. í borgarráði og borgarstjóm var á fyrri hluta árs 1986 lögð fram og samþykkt áætlun um framtíðar- lausn Reykjavíkurborgar í fráveitu- málum er sýnir hvemig losna megi við óhreinkun strandlengjunnar í kringum borgina af völdum hol- ræsaútrásanna. Lagðar verða niður um 35 útrásir í núverandi mynd en í þeirra stað koma 3 hreinsistöðvar ásamt löngum plastlögnum frá þeim fram á sjávardýpi, þaðan sem straumar blanda upp vökvann frá hreinsistöðvunum og bera hann burt. Hefir borgin samþykkt árlegar íjárveitingar til þessa verkefnis um 100 milljónir króna, þannig að þessu verkefni á að vera lokið árið 1993. Hafist var handa við hreinsun strandlengjunnar við Elliðavog og Skúlagötu. Þar sem strandlengjan innst í Elliðavogi og við Skúla- götu/Sætún er nú orðin hrein af útrásum frá Ingólfsgarði að Kirkju- sandi var ákveðið að bíða með loka- framkvæmdir þar, þ.e. hreinsistöð- ina á Laugarnesinu, og löngu útrás- ina þaðan út á dýpið og snúa sér að strandlengjunni á nesinu sunn- anverðu, en framkvæmdir þar hefj- ast í sumar. í þesari biðstöðu við norðurströndina fer skolp nú til bráðabirgða út um yfirfallsútrás eða neyðaryfírfall dælustöðvarinnar á Kirkjusandi og aðra útrás austan Sundahafnar, þar til hreinsistöðin í Laugamesi kemur. Varðandi yfír- fallsútrásina skal þess getið að hún er ætíð á kafi og skolpið blandast í gegnum 1—5 m djúpan vatns- massa ofan á útrásarendanum, u.þ.b. 50 m frá landi. Með grein þessari fylgir upp- dráttur er sýnir stöðu mála og fyrir- komulag framtíðarlausnar fráveitu- málanna. Allt frárennslið verður grófhreinsað, þannig að um útlits- mengun verður ekki að ræða. Við fjörur þar sem gert er ráð fyrir útivist mun gerla og sýklamengun sjávar lúta tilmælum Alþjóðaheil- brigðismálastofnunarinnar WHO, um hreinleika sjávar. Miðað er við kólígerlafjölda minni en 100 pr. 100 ml. Sem dæmi um lausnina við Laugames er hreinleiki vatnsins sýndur miðað við 1.000 m langa útrás frá hreinsistöðinni þar. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastj óri
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.