Morgunblaðið - 15.04.1989, Síða 14
14
efei JlasA .si auoAOHAOiJAJ cHfiAjauyoaoM
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15: APRIL' 1989
Um sparnað hjá heil-
brigðisstoftiunum
eftir Hörð Bergmann
Það er verið að reyna að eyði-
leggja áform Alþingis og ríkis-
stjómarinnar um 4% sparnað í út-
gjöldum til stofnana í heilbrigðis-
kerfinu. Aðferðimar eru gamal-
kunnar: Fréttamannafundur stjórn-
ar Læknafélags íslands og lækna-
ráðs Landspítalans er afstaðinn
þegar þetta er skrifað og komnar
a.m.k. fjórar greinar eftir lækna í
Mórgunblaðinu. Fjölmiðlar eru mat-
aðir á uggvænlegum upplýsingum
um væntanlega lokun deilda á
sjúkrahúsum. Á Landakoti verður
það vitaskuld bráðamóttakan. Það
vekur ugg og óöryggi sem kemur
hinni skilningslausu ríkisstjóm illa.
Og knýr hana kannski til undan-
halds.
Upplýsingamar og yfirlýsingam-
ar, sem búið er að birta, eiga eink-
um að sanna eftirfarandi: Það er
egnin leið að spara nema með því
að loka deildum. Spamaður mundi
lengja bið bæklaðra eftir aðgerð og
„draga úr þjónustu." Námsferðir
lækna til útlanda eru þjóðamauðsyn
og fríðindi þeirra réttmæt og samn-
ingsbundin.
Læknaliðið og sjúkrahússtjórn-
imar, sem standa fýrir þessum
gjömingum, telja sig bera hag al-
mennings fyrir bijósti. Svo er ekki
ef að er gáð. Öll röksemdarfærslan
einkennist af ýkjum og hálfsann-
leika sem talar sínu máli um að
ekki er verið að veija almannahag
heldur sérhagsmuni.
Hagsmunarök og
forgangsröð
Ég er satt að segja steinhissa á
því hve fjölmiðlar hafa kyngt því
forvitni- og athugasemdalaust að
áætlun um 4% spamað í rekstri
sjúkrastofnana þurfi að leiða til
sérstakra lokana. Hvers vegna er
ekki byrjað á að huga að möguleik-
um á að draga úr yfírvinnu og
fríðindum? Eru lokanayfirlýsing-
arnar ekki dæmi um að verið er
að gæta sérhagsmuna en ekki al-
mannahags? Hafa fjölmiðlar meiri
áhuga á að aðstoða við sérhags-
munagæslu en afla upplýsinga sem
gætu orðið til að vemda hag al-
mennings í þessu máli?
Læknaráði Landspítalans varð
tíðrætt um biðröð bæklunarsjúkl-
inga. Það hljómar undarlega að
heyra af slíkri biðröð í landi sem
hefur hlutfallslega fleiri lækna en
nokkurt annað land í heimi. Em
þeir að fást við önnur verkefni en
þau sem brýnt er að leysa? Ganga
fegrunaraðgerðir, rannsóknir á
skammdegisþunglyndi og leit að
sjúkdómum í heilbrigðu fólki fyrir
brýnum verkefnum eins og bækl-
unaraðgerðum? Hver ber ábyrgð á
slíkri forgangsröðun í heilbrigðis-
kerfinu?
Eðli málsins samkvæmt mun allt-
af skorta fé til rekstrar heilbrigðis-
kerfa eins og þau tíðkast í vestræn-
um iðnríkjum. Því er rétt forgangs-
röð verkefna brýn. Verkefni, sem
allir em sammála um að krefjist
úrlausnar, hljóta að ganga fyrir
verkum sem læknar em ekki sam-
mála um að hafi neina þýðingu.
Sbr. gagnrýni heimilislækna á
Hjartavemdarskoðanir og gagnrýni
Skúla Bjamasonar, heilsugæslu-
læknis, á kembirannsókn Krabba-
meinsfélagsins á konum yngri en
50 ára. Og sú spurning vaknar
hvort ekki væri heppilegra að vinna
að spamaði með því að horfa til
heildarinnar. Sama spamaðarhlut-
fall hjá öllum sé hæpin aðferð ef
að er gáð og sparnaðaráætlanir
verða að vera vel undirbúnar og
rökstuddar af stjómvöldum.
Sé ekki hægt að breyta áherslum
innan heilbrigðiskerfisins þannig að
brýn verkefni séu tekin fram yfir
vafasöm verða þeir sem hlut eiga
að máli að skýra það. Annars tökum
við ekki mark á kveinstöfum um
fjárskort. Jafnvel þótt þeir séu látn-
ir heyrast sem fýrsta frétt í ríkis-
sjónvarpinu og í Kastljósi þess. Og
bergmáli í opnugreinum í Morgun-
blaðinu.
I þessu sambandi er vert að hafa
í huga að læknar em ekki á eitt
sáttir um gildi dýrkeyptrar hátækni
og gagnrýna sumir stjómun sjúkra-
stofnana fyrir sérhagsmunastreð.
Lítum á orð sem Pétur Pétursson,
heilsgæslulæknir, lét falla í erindi
sem birt var í tímaritinu „Hjúkrun"
1986. Þar segir: „Flestum þeim,
sem fengið hafa nokkra yfirsýn
yfir vandamál heilbrigðiskerfísins,
ber saman um það, að verkstæðis-
hugmyndafræðin muni ekki leiða
okkur að hinu háleita markmiði
Alþjóða heilbrigðismálastofnunar-
innar, að um næstu aldamót skuli
allir jarðarbúar njóta heilbrigði.
Línuhraðlar og tölvustýrð sneið-
myndatæki hafa nefnilega sáralítil
áhrif á þjóðarheilsuna og enn minni
á veraldarheilsuna." Og síðar segir.
„Þær spamarleiðir, sem mér blasa
við, eru þær helstar að nýta fé heil-
brigðisþjónustunnar með virkari
stjórnun og skipulagningu á öllum
stigum heilbrigðiskerfisins. Hingað
til hefur hér á landi ríkt stórkónga-
veldi, og sjúkrastofnanir virðast
sumar fremur vera reknar í þágu
læknanna en sjúklinganna."
Ef meira heyrðist í slíkum mál-
svörum læknastéttarinnar má
vænta betri þekkingar og stjómun-
ar innan heilbrigðiskerfisins en
Er loftræstikerf ið þitt í lagi?
eftir Kristján
Ottósson
Það er ekki nema um tuttugu
ár síðan farið var að setja vélrænt
loftræstikerfí í fjölbýlishús.
Og það vill of oft gleymast að
gera ráð fyrir hreinsun kerfanna.
Það er ekki fjarri sanni að draga
þá ályktun að mörg af þeim kerf-
um, sem sett voru upp á umræddu
tímabili, séu nú þegar stífluð af
óhreinindum.
Undirritaður fékk nýlega það
verkefni að hreinsa útsogskerfi í
þriggja hæða fjölbýlishúsi. Við
skoðun á kerfínu kom í ljós að eng-
inn þjónustulúga (hreinsilúga) hafði
verið sett á kerfið.
Svona hönnun og framkvæmd
má alls ekki koma fyrir, hún gerir
það óframkvæmanlegt að hægt sé
að þjóna kerfunum og eykur á
rekstrarkostnað þeirra.
Hugið strax fyrir góðri þjónustu-
leið að loftrásum og stjómtækjum
loftræsti — og hitakerfa. „Þjónustu-
leið“ er hægt að fullnægja aðeins
á einn veg. Setjið „þjónustulúgur"
á kerfm þegar þau eru hönnuð og
sett upp. Það eykur möguleika á
góðri þjónustu og sparar rekstrar-
kostnað.
Hreint loft betri heilsa
Öll gerum við okkur grein fyrir
því hvað hreint andrúmsloft þýðir
fyrir vinnugleðina og vellíðan.
En hvað má hreint andrúmsloft
kosta mikið? Hver skiptir sér af
hinu ósýnilega umhvenfí sem við
ferðumst í og öndum að okkur í
þúsundum klukkustunda á ári.
Það er staðreynd að venjulega
má loftræstingin á vinnustöðum
okkar kosta ekki nema brot af
„Það er ekki síður at-
hyglisvert að menn
leggja sig fram við að
skapa rétta loftræst-
ingu fyrir tölvur og
allskonar vélar, á sama
tíma og verið er að
spara í loftræstingu
fyrir starfsmenn. “
þeirri upphæð sem sett er í innrétt-
ingar og húsgögn.
Það er ekki síður athyglisvert að
menn leggja sig fram við að skapa
rétta loftræstingu fyrir tölvur og
allskonar vélar, á sama tíma og
verið er að spara í loftræstingu
fyrir starfsmenn.
Kristján Ottósson
Hörður Bergmann
„Sé ekki hægt að breyta
áherslum innan heil-
brigðiskerfisins þannig
að brýn verkefni séu
tekin fram yfir vafa-
söm verða þeir sem hlut
eiga að máli að skýra
það. Annars tökum við
ekki mark á kveinstöf-
um um jQárskort.“
þeirri sem leiðir af þröngsýnum
hagsmunarökum.
Heilög fríðindi?
Fréttamaður Morgunblaðsins
greinir þannig frá í frétt 10. þ.m.
af blaðamannafundi Læknafélags
íslands. „Að áliti Læknafélags Is-
lands eru kröfur fjármálaráðherra
um sparnað í launakostnaði og nið-
urskurð námsferða og bílastyrkja
lækna óraunhæfar og óheiðarleg-
ar... Hjá læknunum kom einnig
fram að námsferðimar væru lög-
bundnar og læknum bæri að bæta
við menntun sína samkvæmt
læknalögum, heilbrigðislögum og
siðareglum lækna." Þessar hæpnu
Fjárfestið í betra lofti
Samt er þetta mjög einfalt, því
það borgar sig að íjárfesta í góðu
innilofti (góðri loftræstingu) frá
byijun. Það er nefnilega þannig að
eftir því sem starfsfólki líður betur
þá er vinna þess afkastameiri og
minni veikindaforföll.
Og þær upphæðir sem fara í þjón-
ustu og viðhald á loftræstikerfum
koma margfaldar til baka í formi
lægri viðgerðar — og rekstrarkostn-
aðar.
Eins og meðfylgjandi myndir
sýna geta útsog frá WC, böðum,
þvottahúsum og eldhúsum orðið
óþrifaleg ef þau eru ekki þrifin með
réttu millibili.
Höfundur er framkvæmdastjóri
Loftræstiþjónustunnar.
Þegar við höfúm tekið niður
rimlarist í baðherbergi, sjáum
við inn í 100 millimetra svera
loftlögn. Takið eftir hvað óhrein-
indin eru gífúrleg, rörið er fúllt,
alveg stiflað. Hvar skyldi útsogs-
blásarinu á þakinu fá loft til að
draga út?
fullyrðingar hafa þrír læknar end-
urtekið í Morgunblaðsgreinum fyrir
stuttu. Einn kemst svo að orði:
„Þessi réttur til námsferða er hins-
vegar heilagur vegna þess að annað
væri hrein svik við fólkið í landinu."
Við þetta er margt að athuga:
Enda þótt í læknalögum standi:
„Lækni ber að sinna störfum sínum
af árvekni og trúmennsku, halda
þekkingu sinni við ...“ þá merkir
það ekki að læknar skuli hafa for-
réttindi um námsferðir til útlanda.
Þegar talað er um að einhveijum
beri að geraeitthvað, er sem kunn-
ugt er átt við einhvers konar sið-
ferðilega skyldu, ekki fyrirmæli.
Það eru engin lagafyrirmæli eða
regiur til sem skylda lækna til að
fara árlega í námsferð allt að 15
daga til einhvers lands innan marka
sem takmarkast af Kyrrahafs-
strönd Bandaríkjanna og Miðjarðar-
hafsbotni. Því síður eru lagafyrir-
mæli um að ríkissjóður skuli kosta
ferðina og greiða hlutaðeigandi
dagpeninga ofan á fullt kaup meðan
á henni stendur. Hins vegar hafa
læknar náð samningum um þessi
einstöku forréttindi við einhvem
skammsýnan fjármálaráðherra sem
gleymt hefur að gæta almanna-
hagsmuna.
Eg sagði að hér væri um einstök
forréttindi að ræða vegna þess að
engum stéttum býðst neitt þessu
líkt. Og eru þær þó á lægra kaupi
og hafa minni möguleika á að kosta
svona framhaldsnám en læknar.
En gegna kannski alveg jafn-mikil-
vægum störfum innan heilbrigðis-,
mennta- eða dómskerfis svo nefnd
séu viss svið í opinberum rekstri.
Þess vegna ætti læknastéttin að
reyna að vinna aftur þá virðingu
sem þröngar eiginhagsmunarök-
semdir og lokanahótanir hafa átt
þátt í að rýra með því að afsala sér
forréttindum sem þessum. Lítið
samfélag með ríka jafnréttiskennd
eins og það íslenska þolir ekki mis-
rétti af þessu tagi. Þegar forrétt-
indi og fríðindi komast á almanna-
vitorð fylgir því endalaus metingur
og tilfinning þeirra sem ekki njóta
um vanmat á sér. Krafa rís um
„leiðréttingu" og forréttindahópur-
inn verður allt annað en vinsæll.
En vinsældir og virðing hlýtur að
teljast ein forsenda þess að lækna-
stéttin nái góðum árangri í starfi.
Kannski er læknum ekki eins
sárt um utanlandsferðimar og sum-
ir vilja vera láta. A.m.k. stendur í
frétt Morgunblaðsins af blaða-
mannafundi Læknafélagsins að
„um 40% Iækna nýttu sér þessar
ferðir árlega". Það virðast því um
60% lækna telja auðveldara að
halda þekkingu sinni við með því
að lesa meira af því sem berst í
fræðunum eða ráðgast við kolleg-
ana en að sækja námskeið eða ráð-
stefnu erlendis. Meirihlutinn hefur
e.t.v. komist að raun um að tíminn,
sem varið er til að halda við þekk-
ingu sinni, nýtist betur með því
móti en að sækja ráðstefnu eða
námskeið erlendis. Ég býst við að
það sé skynsamlegt mat.
Heildarlausn
Ég mundi líka telja skynsamlegt
af læknastéttinni að afsala sér í
næstu samningum forréttindum og
fríðindum sem engin rök eru fyrir
að stéttin hafí. Engin rök eru fyrir
því að ein stétt hafi bílastyrk miðað
við 8000 km akstur á ári fyrir það
eitt að keyra í vinnuna. Engin rök
eru fyrir fastri yfírvinnugreiðslu til
sjúkrahúslækna fyrir „fræðslu-
starfsemi" og því síður fyrir föstum
yfirvinnugreiðslum í námsferðum.
Hið kostnaðarsama gæslu- og bak-
vaktakerfi mætti líka grisja. Þetta
yrði tákn um reisn og samstöðu
stéttarinnar því að þetta gæfi ein-
hveijum þeirra sem bíða eftir stöð-
um færi á að komast að.
Verði þetta gert sláum við marg-
ar flugur í einu höggi. Endurreisum
virðingu læknastéttarinnar, drög-
um úr áhrifum af offjölgun í henni,
léttum byrðum af skattgreiðendum
og spörum langt umfram kröfur
Alþingis og ríkisstjómar. Lokanir
verða algjörlega óþarfar. Víðsýni
og almannahagsmunir ráða en
þröngsýni og sérhagsmunir víkja.
Höfundur er frœðslufulltrúi.
Uppi í þakrými eru loftrásir tengdar saman með tengiboxi sem þak-
blásarinn sogar út úr. Takið eftir, rörin eru fjögur, þrjú þeirra eru
nýhreinsuð, en fjórða rörið lengst tíl hægri er enn fúllt af óhreinind-
um og þannig voru þau öll stifluð.