Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 15

Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 15
________________________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989 Opið bréf til Stein- gríms Sigfussonar eftirSvein Guðmundsson Bréf mitt mun fjalla um talningu búfjár og fleira þess háttar. Reynd- ar kom það mér ekki á óvart að þú yrðir plataður til þess að fram- kvæma einhveija vitleysu. Ef það hefði verið skynsamlegt þá hefði þér ekki verið ráðlegt að fram- kvæma talningu búfjár með lög- regjuvaldi. Ég þykist vita að rökin fyrir þess- ari framkvæmd sé sótt í smiðju framsóknarmanna, sem alltaf þurfa að vera að sýna vald sitt. Ég ætla að sýna þér fram á, að þessi hugmynd er tóm tjara svo notað sé táningamál og nú skal ég segja þér hvers vegna. Tökum fyrst kýmar. Nú er eng- inn gróði af því að eiga margar kýr því að það er fullvirðisrétturinn sem gildir. Sumir bændur eiga kýr sem mjólka yfír 5.000 lítra af mjólk að meðaltali og aðrir sem eiga kýr sem mjólka helmingi minna. Maður sem ekkert veit um búskap dregur þær ályktanir að maðurinn sem á helm- ingi fleiri kýr hljóti að vera stór- þjófur og selji mjólk fram hjá kerf- inu. Annað dæmi. Bóndi sem á full- -virðisrétt fyrir 200 fjár og þarf ekki nema 150 til 160 ær til þess að fylla út sinn fullvirðisrétt, vegna þess að hann hefur góða sumar- haga, hefur gott fé og fóðrar vel og frjósemi mikil. Annar bóndi á líka fullvirðisrétt fyrir 200 fjár, en þarf að hafa 300 fjár á fóðrum vegna þess að fé hans gengur á lélegu Iandi þar sem hálfgrasagróð- ur ræður ríkjum. Lömbin hans hætta að þyngjast fyrrihlutann í ágúst. Frjósemi er líka ekki mikil. Nokkur hluti lamba hans mundi sleppa í gegnum möskvana jafnvel þó að pokinn sé fóðraður. Talning búfjár ef hún ætti að vera betri en hjá fóðureftirlitsmönn- um yrði að fara fram í fyrsta lagi til þess að kanna hvort ásetningur væri réttur og hvort ásetnings- mönnum væri treystandi. í öðru lagi þyrftu lögreglumenn áð fylgjast með því hver fijósemis- prósentan væri og koma í réttimar á haustin og fylgjast með endur- heimtum og fylgjast vel með þunga fjárins. Þá mætti finna út með frá- vikum þó hver kjötframleiðslan yrði. Nú er það vitað að heimaslátrun er víða. Hér er fylgt aldagamalli hefð sem erfítt er að uppræta með öllu. Að skjóta fé heima til þess að þóknast einhveijum yfírvöldum og MERKINGAR „ ... en komi lögreglan eöa þeir í lögreglufylgd þá mun ég bjóða þeim upp á kaffi en í útihús fara þeir ekki nema aö hafa til þess þjófaleitar- heimild.“ grafa síðan er óhugsandi valdníðsla. Ef til vill eru hrossin erfíðust vegna þess að þau eru svo margra. Úr því má bæta með því að skrá- setja öll hross og væri sennilega Sveinn Guðmundsson hægt að nota sama kerfi og hjá bíleigendum. Sé hestur ómerktur má taka hann úr umferð eins og óskráðan bíl. Svona einfalt er þetta. Þegar lögreglan færi að telja fíð- urfénað þá mætti selja aðgang að þeirri athöfn. Um kanínur, refí og minka kann ég engin ráð önnur en þau að hafa búr og telja hvert dýr fyrir sig. Steingrímur, ég tel ástæðulaust að vantreysta ásetningsmönnum. Þeir sem ég þekki veit ég að eru traustir og heiðarlegir menn. Að sjálfsögðu eru þeir alltaf velkomnir til eftirlitsstarfa, en komi lögreglan eða þeir í lögreglufylgd þá mun ég bjóða þeim upp á kaffí en í útihús fara þeir ekki nema að hafa til þess þjófaleitarheimild. Nú veist þú eins vel og ég að fullvirðisrétturinn er tilbúin, fölsk eign, handa bændum. Jarðir eru metnar eftir fullvirðisrétti, en ekki 15 eftir landgæðum og húsakosti. Ég vona að þú sért búinn að gera þér grein fyrir þeim ann- mörkum sem eru á fullvirðisréttin- um. Það eru ótrúlega margir bænd- ur innan fátækramarka sumir vegna kynslóðaskipta og aðrir vegna þess að þeir trúðu ósönnum áróðri kerfisins. Það þurfa fleiri að lifa af búskap en stórbændur. Því miður eru bændur hættir að þora að andæfa vegna þess að þá eru þeir stimplaðir óvinir stéttarinn- ar. Húnvetningar hafa þó ekki látið deigan síga enn sem komið er. Nú fer þessu bréfí að ljúka. Ég veit að margir smærri bændur binda við þig þó nokkrar vonir. Reyndu að vera þeim góður yfírmaður. Þú veist að þeir eiga það skilið. Höfundur er bóndi að Miðbúsum í Reykhólabreppi. STORSYNING A GERVIHNATTADISKUM ^felsat 7 EutelsZ o. f, S 1'Fó Við k/nnum gervihnattadiska og móttökubúnaÖ fró EchoStar ó stórsýningunni, laugardag kl. 10:00 til 16:00. Nú sýnum viS móttöku fró yfir 20 sjónvarpsstöSvum víSsvegar aö úr heiminum. Otrúleg myndgæði ! Komið og sjóiS meS eigin augum. Félagasamtök Veitingahús Fyrírtæki Eigum ávallt á lager: Glös, postulín og hnífapör HEILD! MERKING ÁGLER OG POSTULfN tEHOSm VerS frá aSeins 74.510,- eSa 69#980/"stgr. Við útvegum leyfi og sjáum um uppsetningu á diskunum. greiðslukjör til allt að 12 mán. ASTRA EUROPfS 16 CHANNEL TELCVISION SATUUTI SKIPHOLT119 SÍMI29800

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.