Morgunblaðið - 15.04.1989, Side 25
Grænland
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
25
I LAUGARDALSHOLL
ÞETTA TILBOD STENDUR ADEINS TIL 18. APRÍL
Gera sinn fyrsta
milliríkj asamning
Kveður á um aukið samstarf við
ínúíta í Norðvesturhéruðum Kanada
Kaupmannahöfn. Frá N.J. Bruun, fréttaritara Morgunblaðsins.
JONATHAN Motzfeldt, formaður grænlensku landsstjórnarinnar,
undirritaði í fyrrakvöld sögulegan samvinnusamning við lands-
stjórnina í Norðvesturhéruðunum í Kanada. Hafa þau stjórnar-
farslega svipaða stöðu og Grænland.
Hér var um að ræða fyrsta mennri sendinefnd. í samningnum
milliríkjasamning grænlensku
landsstjórnarinnar en Dennis Patt-
erson, formaður landsstjórnarinnar
í Norðvesturhéruðunum, er nú
staddur í Grænlandi ásamt allfyöl-
er kveðið á um nemenda- og kenn-
araskipti, samvinnu í safnamálum
og fornleifagrefti, um fiskveiðar og
dýravemd og um sameiginlegt átak
í áfengis- og eiturlyfjamálum.
Patterson sagði, að Grænlend-
ingar gætu verið frumbyggjum
Norðvesturhéraðanna fyrirmynd að
mörgu leyti. Þeirra eigin tunga
væri opinbert mál í landinu, þeir
ættu sér nú orðið allmiklar bók-
menntir á móðurmálinu og mennta-
kerfið væri vel skipulagt. Kvaðst
hann vona, að Grænlendingar gætu
lagt sitt af mörkum til að tryggja
framtíð ínúít-menningarinnar í
Kanada. íbúar í Norðvesturhéruð-
unum eru álíka margir og í Græn-
landi, 55.000, en auk ínúíta eru þar
margir indíánaættflokkar og talar
hver þeirra sína tungu.
Motzfeldt hefur lagt til, að græn-
lenska ritmálið verði notað í sam-
skiptum allra ínúíta og hafa margir
fulltrúar Norðvesturhéraðanna tek-
ið vel í það.
ODYRT
petta er
k\.^-30
Vidhalds-og varqhlu*gþiénus*a q Íslandi
ÞEGAR VIÐ SEGJUM
ÓDÝR MATUR,
ÞÁ MEINUM VIÐ
ÓDÝR MATUR
470.- KR. MÁLTÍÐ
SÚPA OG KAFFI
KOMIÐ TIL AÐ VERA
POTTURINN
V. NÓATÚN
ÓDÝR OG GÓÐUR
STAÐUR
Ítalía:
Ákærðir fyr-
ir fjarvistir
Róm. Reuter.
51 læknir og hjúkrunarfræð-
ingur hefur verið ákærður
fyrir sviksamlegt atferli í
kjölfar rannsóknar á Qar-
vistum starfsmanna sjúkra-
húsa, sem staðið hafði í 14
mánuði.
Rannsóknin hófst eftir að
lögreglan réðst til inngöngu í
San Giovanni-sjúkrahúsið í
Róm í fyrra til að kanna hversu
margir starfsmenn þess hefðu
mætt til vinnu. Rannsóknin
náði síðar til fleiri sjúkrahúsá.
Starfsmenn sjúkrahúsanna
voru meðal annars ákærðir fyr-
ir að hafa notað fölsuð læknis-
vottorð, þóst vera veikir til að
framlengja orlof og stimplað
ijarverandi starfsfélaga inn til
vinnu. Sjö læknar, sem starfa
utan sjúkrahúsanna, voru
ákærðir fyrir að falsa vottorðin.
Lögreglan réðst til inngöngu
í ráðuneyti í Róm í síðasta
mánuði. Um 50 starfsmenn
þeirra voru ákærðir eftir að í
Ijós kom að þeir höfðu ekki
mætt til vinnu þótt þeir hefðu
verið stimplaðir inn.
-