Morgunblaðið - 15.04.1989, Qupperneq 26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
NI55AIM
MAXIMA 3,0 V6
OG ÞVÍ FRUMLEGASTA
Deyja 50 teg-
imdir daglega?
Stokkhólmi. Reuter. 0 0
Hitabreytingar á jörðinni
vegna gróðurhúsaáhrifanna gætu
útrýmt 50 tegundum plantna og
dýra á degi hverjum næstu þijá
áratugina, að því er alþjóðleg
rannsóknastofnun greindi frá í
gær.
„Við teljum að um 50 dýra- og
plöntutegundir hverfi á hveijum degi
á árunum 1990-2020 ef ekkert verð-
ur gert til að stöðva gróðurhúga-
áhrifin," sagði Bo Doos prófessor,
aðstoðarframkvæmdastjóri alþjóða-
stofnunarinnar IIASA, sem er með
aðsetur í Austurríki. Hann sagði að
brýnt væri að grípa til róttækra
aðgerða gegn gróðurhúsaáhrifunum
- hækkandi hita í heiminum vegna
gasmengunar frá verksmiðjum.
Doos sagði ennfremur að rann-
sóknir stofnunarinnar bentu til þess
að loftmengun og eyðing skóga
hefðu þegar haft áhrif á hitann á
jörðinni, stöðu sjávarborðs og óson-
lagið. „Við höfum engar sannanir
fyrir þessu, en ástandið er svo alvar-
legt að ríkisstjómir neyðast bráðlega
til þess að taka ákvörðun þótt full-
komnar sannanir séu ekki fyrir
hendi,“ bætti Doos við.
EUROPE
Félagasamfök
Veitingahús
Fyrirtæki
Eigum ávallt á lager
Glös, postulín
og hnífapör
HEILDi
MERKING
A GLER OG
POSTULÍN
Bíldshöfða 18-sími 688838
Við opnum ný og glæsileg húsakynni okkar með þvi' glæsileg-
asta úr bílaheiminum.
TILRAUNABIL FRA SUBARU SEM VAKIÐ HEFUR
HEIMSATHYGLI
Ingvar
Helgason hf.
Sævarhöfða 2
Nýtt símanúmer 67 4000
Samstaða væntir
löggildingar
Samstaða í Póllandi, fyrstu óháðu
verkalýðssamtökin í kommúnistaríkj-
unum, sótti á fimmtudag formlega
um að verða skráð lögleg samtök eft-
ir að hafa verið bönnuð í sjö ár. Á
mýndinni halda þrír háttsettir Sam-
stöðumenn á umsókninni, en þeir eru:
Andrzej Celinski (til vinstri), Henryk
Wujec (fyrir miðju) og Iadeusz
Mazowiecki (til hægri). Á bak við þá
er lögfræðingur Samstöðu, Jan Ols-
zewski. Mazowiecki sagðist búast við
að dómari myndi löggilda samtökin í
byrjun næstu viku. Stórnvöld hafa
formlega boðað til þingkosninga 4.
og 18. júní í sumar.
Reuter
Italía:
Blýlaust bensín of
dýrt og selst illa
Tórínó. Frá Bryiyu Tomer fréttaritara Morgunblaðsins.
Blýlaust bensín er of dýrt á Ítalíu og gengur sala á því afar
illa þrátt fyrir að ítölsk umhverfisverndarsamtök séu mjög kraft-
mikil.
Innan við 1% af því bensíni, sem
selt hefur verið á Ítalíu á fyrstu
þremur mánuðum þessa árs, er blý-
laust, og menn bíða eftir að yfir-
völd taki í taumana og greiði blý-
lausa bensínið niður, en það er
örlítið dýrara en hið svokallaða
Super-bensín. „Það verður að kosta
minna en 98 oktan bensín, ef það
á að seljast," segja bensíninnflytj-
endur.
OPNUNARHATIÐ
LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17
Á síðasta ári nam heildarbensín-
notkun á Ítalíu 16 milljörðum lítra
og af því voru aðeins 100 milljónir
lítra blýlausar (1 á móti 160). Italir
kalla blýlausa bensínið „grænt
bensín" og er það nú fáanlegt á
langflestum bensínstöðvum. Hins
vegar kvarta margir yfir því að
„gamla“ bensínið, 93 oktan, sé illfá-
anlegt, þar sem „græna“ bensínið
sé afgreitt úr tönkum sem áður
voru notaðir fyrir 93 oktan.
Ákveðnar gerðir véla og landbúnað-
artækja eru hannaðar með það fyr-
ir augum að á þær sé notað 93
oktan bensín og eiga eigendur
tækja þessara á hættu að eyði-
leggja þau, noti þeir annað elds-
neyti.
Þessi dræma sala blýlauss
bensíns á Ítalíu gefur til kynna að
þrátt fyrir mikla og öfluga herferð
fyrir mengunarvömum og umhverf-
isvemd virðist flestum þykja vænna
um budduna sína en umhverfið.
Gróðurhúsaáhrifín: