Morgunblaðið - 15.04.1989, Page 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
Á námskeiði blásarasveitar Sinfóníuhljómsveitar íslands, leiðbein-
andi þar er breski homleikarinn Ifor James.
Tónleikar í nýjum
hljómleikasal FÍH
I DAG, laugardaginn 15.apríl, heldur málmblásarasveit Sinfóníuhljóm-
sveitar Islands tónleika klukkan 12 á hádegi. Þessir tónleikar verða
haldnir í Félagsheimili FÍH í Rauðagerði 27, sem var áður sýningar-
skáli Ingvars Helgasonar. Stjómandi og einleikari á þessum tónleikum
verður Ifor James sem var einleikari á áskriftartónleikum sinfóníu-
hljómsveitarinnar sl. fimmtudag.
Á efnisskrá verða verk eftir Britt-
en. Strauss, Byrel, Grieg ofl. Þetta
eru fyrstu tóneleikarnir haldnir í
þessari nýju bækistöð FÍH, en í
framtíðinni er meiningin að nota
sýningarskálann fyrrverandi til tón-
leikahalds.
Einnig verður í húsinu skrifstofa
FÍH auk þess sem þar verður Tón-
listarskóli FÍH. Á meðan Ifor James
dvaldi hér til að undirbúa áskriftar-
tónleika sinfóníuhljómsveitarinnar
notaði hann tækifærið og hélt nám-
skeið fyrir blásarasveit hljómsveitar-
innar. Slíkt námskeið er gagnlegt
fyrir hljóðfæraleikarana ekki síst
þegar það er haft í huga að Ifor
James hefur áratugalanga reynslu
af að leika í hinum ýmsu blásara-
sveitum. Auk þess hefur hann leikið
með öllum helstu sinfóníuhljómsveit-
um Englands.
f
4
i
Fiskibátar
9,9 til 40 tonn
Henta jafnt á h'nu og net sem rækju og skel.
Afhendast á öllum byggingarstigum.
Möguleiki að taka bát upp í nýsmíði.
Aðstoðum við fjármögnun.
/□ □ □ ■
^— — — — 1 / j /
1 ! 1 \ L«t> | Wamjm J lúhar ^
-Í^ LÍllJ
Bátarnir bjóðast einnig með yfirbyggingu
sem taka má af eða setja upp aftur á fljótlegan hátt.
Byggjum einnig yfir tré- og stálbáta.
Þetta eru bátar sem byggðir eru fyrir íslenskar
aðstæður. Við verstu skilyrði er GM bátsins 0,4 m
og uppréttuvægi 4,7 tm þó báturinn leggist 60°
undan sjó og vindi.
Hafið samband og ræðlð mállð.
Sýningarbátur á staðmun.
TJ
m Trefié
Trefjaplast hf.
Efstubraut 2
540 Blönduósi,
sími 95-4254.
■r-r:—r
Gæsaveið-
arbannaðar
SKOTVEIÐIFÉLAG íslands vill
að gefiiu tilefiii beina þeirri
áskorun til allra skotveiðimanna
að virða óskráðar siðareglur og
islensk lög, sem banna dráp gæsa
á vorin.
í fréttatilkynningu frá Skotveiði-
félaginu er vakin athygli á því að
að nú séu farfuglar á leið til varp-
staða og sumarheimkynna hér á
landi eða með viðkomu á Ieið sinni
til ennþá norðlægari slóða. Sérstak-
lega er vakin athygli á helsingjum,
sem hafa viðkomu hér á landi á leið
sinni til Grænlands, en rannsóknir
sýni að helsingjastofninn megi ekki
við frekari afföllum en orðið er. Vill
Skotveiðifélag íslands vekja athygli
veiðimanna á því að það sé í þeirra
eigin þágu að virða gildandi lög og
rétt.
Verðlaunagripir Bjarna
Þórðarsonar.
Verðlaun fyrir
rennda vasa
Heimilisiðnaðarfélag Islands
efiidi til samkeppni um handunna
muni sl. haust. Skilafrestur rann
út 1. mars sl. 19 höfimdar sendu
inn muni.
Urskurður dómnefndar var sá að
verðlaun krónur 50.000.00 hlyti
Bjami Þórðarson, Löngumýri 15,
Garðabæ, fyrir rennda vasa úr
íslensku birki af ýmsum formum og
gerðum.
Samkeppnismunimir verða til
sýnis í glugga verslunarinnar, ís-
lenskur heimilisiðnaður, Hafnar-
stræti 3, næstu daga. Verðlauna-
gripimir verða sendir á sýningu
norrænu heimilisiðnaðarsamtak-
anna í sumar.
Jón Gunnars-
son sýnir í
Hafharborg
JÓN Gunnarsson listmálari opnar
málverkasýningu í Hafiiarborg,
Námskeið fyrir
hársnyrtifólk
UM HELGINA fara fram nám-
skeið fyrir hársnyrtifólk en þá
verður staddur hér á landi Anth-
ony Maldonaldi, félagi í „The Se-
bastian Artistic Team“. En það
er sýninga- og frseðsluhópur fag-
manna víðs vegar að úr heimin-
um.
Maldonaldi er hingað kominn til
að kynna íslenskum fagmönnum
nýjustu klippilínumar fyrir sumarið,
en hann hefur ferðast víða til sýn-
inga og fræðslu á vegum hópsins.
Hann var t.d. annar tveggja sýnenda
hópsins í heimsmeistarakeppninni í
hárgreiðslu og hárskurði er fram fór
í Ðiisseldorf á sl. hausti.
Námskeiðin verða tvö. Það fyrra
hefst kl. 14 í dag, laugardaginn 15.
apríl og hið síðara sunnudaginn 16.
apríl kl. 11. Þau fara fram í sal á
3. hæð í Kringlunni og em opin öllu
hársnyrtifólki. Það er hársnyrtistof-
an Krista í Kringlunni er stendur
fyrir komu Maldonaldis hingað.
(Fréttatilkynning)
Barokk-tón-
leikar í Há-
teigskirkju
menningar- og listastofiiun Hafii-
arfjarðar, laugardaginn 15. apríl
klukkan 15.
Jón stundaði nám í Handíða- og
myndlistarskólanum 1947—1949.
Hann hefur haldið margar einkasýn-
ingar, m.a. á Kjarvalsstöðum, í Norr-
æna húsinu og Háholti í Hafnar-
firði. Einnig hefur hann tekið þátt
í samsýningum, bæði hér heima og
erlendis.
Á þessari sýningu Jóns em bæði
olíu- og vatnslitamyndir flestar mál-
aðar á síðustu þremur ámm. Mynd-
efnið sækir hann að stómm hluta
til sjávarsíðunnar en einnig í náttúm
landsins og em á sýningunni mynd-
ir hvaðanæva af landinu.
Sýningin er opin frá klukkan
14—19 alla daga nema þriðjudaga.
SUNNUDAGINN 16. aprfl verða
haldnir barokk-tónleikar í Há-
teigskirkju klukkan 17. Flutt-
verða verkefni eftir Bach, Monte-
verdi, Scarlatti, Purcell og fleiri.
Ennfremur verður flutt „Cantate
Domino" eftir Buxtehude.
Tíu söngvarar koma fram á tón-
leikum þessum, en það em þau:
Anna Sigríður Helgadóttir, Dóra
Reyndal, Elísabet Waage, Halldór
Vilhelmsson, John Speight, Július
Vífill Ingvarsson, Kristín Sædal Sig-
tryggsdóttir, Sigríður Gröndal, Sigr-
ún V. Gestsdóttir og Tristin Terges-
en.
Undirleikur verður eingöngu á
sembal og selló. Semballeikari er
Robyn Koh og mun hún einnig leika
einleik á sembal. Sellóleikari er
Haukur Hannesson.
Jón Gunnarsson við eitt verka
sinna.
Ljóðalestur und-
ir pilsfaldinum
SUNNUDAGINN 16. apríl klukk-
an 16 lesa fimm skáld ljóð fyrir
gesti I sýningarsalnum Undir pils-
faldinum (Hlaðvarpanum), Vest-
urgötu 3, þar sem Sigurlaugur
Elíasson sýnir grafíkmyndir.
Þeir sem lesa úr verkum sínum
em Geirlaugur Magnússon, Sigur-
laugur Elíasson, Óskar Ámi Óskars-
son, Gyrðir Elíasson og ísak Harðar-
son.
Tónleikar harm-
onikuunnenda
á Vesturlandi
Félag harmonikuunnenda á Vest-
urlandi á 10 ára afmæli um þessar
mundir. Að því tilefni mun hljóm-
sveit félagsins halda tónleika í Hótel
Borgarnesi, í kvöld klukkan 21.30.
Ráðsfundir ITC
FJÓRÐI og síðasti fiindur starfe-
árs annars ráðs á íslandi verður
haldinn í dag, laugardaginn 15.
apríl, í Hlégarði, Mos/ellsbæ. Stef
fúndarins verður: „Ég vil — ég
skal — ég get“.
19. ráðsfundur þriðja ráðs ITC á
íslandi verður haldinn á Hótel Stykk-
ishólmi í dag, laugardaginn 15.
apríl. Stef fundarins verður: „Hvort
sem þú leggur lof eða last, láttu það
vera í hófi.“
20. ráðsfundur þriðja ráðs ITC á
íslandi verður haldinn á Hótel Stykk-
ishólmi sunnudaginn 16. apríl. Stef
fundarins verðun „Apríl flytur oss
von og ver vermandi sól, og kjark
og þor.“
Leikfélag’ Hafiiaxflarðar:
Leikför til
Selfoss
Leikfélag Hafnarfj arðar legg-
ur upp i leikför til Selfoss í dag,
laugardag 15. apríl, með gaman-
leikrit Williams Shakespeares
ALLT í MISGRIPUM. Fyrirhug-
aðar eru tvær sýningar í dag, sú
fyrri klukkan 17 og sú síðari
klukkan 20.30.
Leikfélag Hafnaifjarðar fram-
sýndi Allt í misgripum þann 14. jan-
úar sl. og hafa sýningar staðið yfir
í Bæjarbíói nær óslitið síðan, en um
miðjan febrúar lagði leikfélagið
lykkju á leið sína og hélt til Indlands
með sýninguna á leiklistarhátíð með
góðum árangri. Nú hyggst leikfélag-
ið ljúka sýningum á Állt í misgripum
með þessari leikferð og vonast auð-
vitað til að Selfyssingar og aðrir
Sunnlendingar bregðist vel við þessu
framtaki og fjölmenni á þennan
ærslafulla gleðileik.
Leikendur í sýningunni em íjórtán
og í helstu hlutverkum em þau Björk
Jakobsdóttir, Steinunn Knútsdóttir,
Karl Hólm Karlsson, Láras Vil-
hjálmsson, Davíð þór Jónsson og
Halldór Magnússon. Höfundur tón-
listar er Hróðmar Sigurbjömsson og
er flutningur í höndum Petreu
Óskarsdóttur þverflautuleikara. Ljó-
sameistari er Egill Ingibergsson og
leikstjóri sýningarinnar er Hávar
Sigurjónsson.
Kennarar álykta
um kjara- og
skólamál
FJÖLDI kennarafélaga innan KÍ
hefur undanfarna daga ályktað
um stöðu í samningamálum stétt-
arinnar við ríkisvaldið. í ályktun-
unum er meðal annars hörmuð
tregða ríkisvaldsins til að ganga
tfl samninga við kennara, bent á
ófremdarástand i skólamálum og
þýðingu bættra kjara kennara
fyrir eflingu skólastarfe í landinu
og lýst stuðningi við verkfall og
kröfiir félaga í HÍK.