Morgunblaðið - 15.04.1989, Page 32
32
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
Norðurlandamót í ólympískum lyftingum:
Viljum auka áhuga
manna á þessari íþrótt
— segir Birgir Þór Borgþórsson
formaður lyftingasambandsins
SPRÆKUSTU lyftingamenn Norðurlanda koma saman á Akureyri
um helgina og lyfta lóðum af kappi, en á laugardag hefst Norður-
landamótið i ólympískum lyftingum í íþróttahöllinni. Alls taka þátt
í mótinu 33 lyftingamenn, flestir koma frá Svíþjóð og Noregi, 10
frá hvoru landi, 7 frá Islandi, 4 frá Danmörku og 2 frá Finnlandi.
„Þetta er stórt og mikið mót og
við vonum að í kjölfar þess aukist
áhugi manna á lyftingum, en þær
hafa því miður verið í nokkurri
lægð undanfarið,“ sagði Birgir Þór
Borgþórsson formaður Lyftinga-
sambands íslands. Hann sagði að
sambandið hefði ráðist í kaup á
nýjum tækjabúnaði vegna mótsins
og yrði hluti hans skilin eftir á
Akureyri og önnur lyftingafélög
fengju einnig að njóta góðs af
tækjakaupunum.
„Við ætlum að kynna þessa íþrótt
betur á næstu vikum, fara af stað
með námskeið víða og reyna að
efla íþróttina á allan hátt. Við verð-
um að setja dálítinn kraft í þetta
hjá okkur,“ sagði Birgir. Hann
sagðist vænta góðs árangurs okkar
manna á Norðurlandamótinu og
jafnvel að sett yrði Norðurlandamet
í höllinni um helgina.
Undirbúningur vegna mótsins
hefur staðið í rúmt ár, en Norður-
landamót í þessari íþróttagrein var
síðast haldið á íslandi fyrir 6 árum
og þá í Reykjavík. Birgir sagði að
fram hefðu komið efasemdir útlend-
inganna um mótsstaðinn, einkum
hjá Finnunum, sem jafnvel hefðu
spurt hvort til væru lyftingatæki á
Akureyri! „Mér sýnist sem þetta
verði gott mót og það hefur á allan
hátt verið vel að því staðið, bæjarfé-
lagið hefur stutt prýðilega við bak-
ið á okkur varðandi undirbúning,"
sagði Birgir og vonaði að ávinning-
ur mótsins yrði sá að örva ungviðið
til að þátttöku í greininni.
Mótið hefst kl. 14.00 á laugardag
og því lýkur seinnipart sunnudags.
Á sunnudagskvöld verður lokahóf
og verðlaunaafhending á Hótel
KEA.
Fóstrur
Fóstrur
Dagheimilið Pálmholt, Akureyri, vantar
fóstrur til starfa í heilar stöður frá 1. júlí
1989.
Allar nánari upplýsingar hjá forstöðu-
manni í síma 96-23941.
Dagvistarfulltrúi.
Fjölnýtikatlar
til kyndingar með raf-
magni, olíu eða timbri,
margar gerðir.
Mjög góð hitanýting og
möguleiki á stýrikerfum,
til að fá jafnara hitastig.
C.T.C. Total er öflugur nýr
ketill fyrir rafmagn, timbur
og olíu með innbyggðu
álagsstýrikerfi, sem nýtir
vel rafmagnið fyrir þá sem
kaupa árskílóvött.
LJÓSGJAFINN HF.
GRÁNUFÉLAGSGÖTU 49 • SÍMI23723 • 600 AKUREYRI
FYRIRTÆKISNÚMER 6148-9843
m \0tí 11»
co ih QO Blaðið sem þú vakrnr við!
.lúlrg Oítov ijölort óevööla iölsri xi'nsrtöiniiikrfnhtl ni98
Kirkjulistavika
í Akureyrarkirkju
Það hefur farið í vöxt á liðnum
árum að listviðburðir af fjöl-
breyttu tagi fari fram í kirkjum.
Kirkjukór Akureyrar er einn
þeirra kóra sem hafa verið að
auka starf sitt að mun á undan-
förnum árum og nú er svo komið
að hann hefur tekið saman hönd-
um við ýmis önnur menningarfé-
lög á Akureyri um að halda kirlgu-
listaviku í Akureyrarkirkju og
hún stendur frá sunnudeginum 16.
april til sunnudagsins 23. apríl.
Bjöm Steinar Sólbergsson er org-
anisti og stjómandi kórs Akureyrar-
kirkju. Hugmyndin að kirkjulista-
vikunni sagði hann að hefði kviknað
hjá sér á haustdögum. „Mér fannst
skipta miklu máli að fá sem flestar
listgreinar á hátíðina, ekki eingöngu
tónlist heldur miklu meiri vídd í list-
um. Þetta gekk mjög vel. Það er
raunar kirkjan, sóknamefndin og
kórinn, sem standa opinberlega fyrir
kirlq'ulistadögunum en aðstandend-
umir eru margir og fyrirkomulagið
þannig að hver aðili sér um sinn
þátt. Við skipuleggjum þetta í sam-
einingu og gefum meðal annars út
sameiginlega efnisskrá fyrir alla vik-
una.“
Bjöm var spurður hvort hann héldi
að gæti ekki dregið úr aðsókn að
hafa svona margt á dagskrá á stutt-
um tíma og hvort betra hefði verið
að dreifa þessu á lengri tíma. „A
þessari kirkjulistaviku er dagskráin
svo íjölbreytt og hér er verið að höfða
til mjög stórs hóps, jafnvel stórra
ólíkra hópa. Þess vegna er ég hand-
viss um að það er hægt að fá góða
aðsókn að svona listaviku þótt stutt
sé milli atriða. Kirkjulistavika er
nokkur nýjung í listastarfi hér á landi
þó að þetta sé algengt víða í útlönd-
um.“
En nú er þess skemmst að minn-
ast að kirkjukórar voru fyrirferðar-
litlir sönghópar sem sungu við mess-
ur og aðra viðburði í kirkju. Hvers
vegna eru þeir að þenja út starf sitt,
jafnvel að standa fyrir stórviðburðum
í listum annarra félaga?
„Kórinn er vissulega fyrst og
fremst kór kirkjunnar og hefur skyld-
um að gegna gagnvart henni. En frá
því ég kom hingað hef ég farið þá
leið að efla starfið þannig að í kórn-
um sé svo margt söngfóik að hægt
sé að skipta því í hópa. Núna eru
kórfélagar um fjörutíu talsins og við ✓
höfum fengið til liðs við okkur hörk-
ugott, ungt söngfólk sem hefur lagt
á sig mikla vinnu, bæði við undirbún-
ing þessarar listaviku og ekki síður
í reglulegu starfí kirkjunnar. Það er
einmitt mjög mikilvægt í kirkjulegu
starfi að leggja áherslu á hið félags-
lega starf og þetta er skref í þá átt-
ina. Svo er kirkjan okkar mjög gott
hljómleikahús og hefur verið notuð
mikið til tónleikahalds af öðrum en
aðilum kirkjunnar sjálfum. Sumt af
því sem er á dagskrá kirkjulistavi-
kunnar er til dæmis af veraldlegu
.iiinulínýrta
tagi og sumt er öðrum þræði verald-
legt og hinum kirkjulegt, eins og til
dæmis Orgelkonsertinn eftir Pou-
lenc, sem ég spila á tónleikum Kam-
merhljómsveitarinnar. “
Málverk og íkonar
í upphafi kirkjulistavikunnar verð-
ur opnuð sýning í kapellu Akureyrar-
kirkju. Þama verða sýnd fjögur stór
málverk og sex íkonamyndir sem
Kristín Gunnlaugsdóttir hefur gert.
Kristín er við framhaldsnám í mynd-
list hjá prófessor Giulietti við ríkis-
listaakademíuna í Flórens á Ítalíu
en var síðasta vetur í klaustri í Róma-
borg og kynnti sér þar sérstaklega
íkonamyndagerð. Íkonar eru hefð-
bundnar helgimyndir, unnar með
fomri tækni og hvert smáatriði
myndarinnar hefur sitt tákn og
merkingu. Bjöm Steinar sagði að það
væri sérstakur fengur í að eiga ung-
an akureyrskan listamann sem hefði
náð framúrskarandi árangri í kirkju-
legri list og sérstakur heiður að fá
að sýna verk Kristínar á þessari lista-
viku.
Tónleikar Kammer-
hljómsveitar Akureyrar
Þennan sama dag, 16. apríl, verða
tónleikar Kammerhljómsveitar Akur-
eyrar í Akureyrarkirkju. Stjómandi
er Roar Kvam, konsertmeistari Lilja
Hjaltadóttir og á dagskránni er ein-
göngu frönsk tónlist. Einsöngvari er
Michael Jón Clarke og einleikarar
Bjöm Steinar Sólbergsson á orgel
og Helgi Svavarsson á hom.
Á efnisskránni em Nautabana-
marsinn úr Carmen eftir Bizet, Judex
úr Dauða og lífí eftir Gounod, Pavane
eftir Ravel, Síðdegi skógarpúkans
eftir Debussy og vals úr Kópelíu eft-
ir De Libes. Tónleikunum lýkur svo
á hinum mikla og glæsilega orgel-
konsert eftir Poulenc. Kammerhljóm-
sveitina skipa um 40 manns, kennar-
ar og nemendur Tónlistarskólans á
Akureyri auk 6 liðsmanna frá
Reykjavík.
Tónleikar kirkjukórsins
Þriðjudaginn 18. apríl klukkan
20.30 verða tónleikar Kirkjukórs
Akureyrarkirkju. Stjómandi er Bjöm
Steinar Sólbergsson, en hann leikur
einnig á orgel ásamt Dorothu Manz-
cyk. Einsöngvarar em Margrét Bóas-
dóttir sópran og Þuríður Baldurs-
dóttir alt.
Efnisskráin er fjölbreytt, þetta er
rómantískt konsertprógramm, eins
og Bjöm Steinar orðaði það, en þar
er að finna verk eftir Mendelssohn,
Brahms, Fauré og Elgar auk sál-
malaga eftir Jakob Tryggvason, fyrr-
um söngstjóra kórsins, og feðgana
Áskel Jónsson og Jón Hlöðver
Áskelsson. Meðal tónverka á þessum
tónleikum má nefna Ave vemm eftir
Elgar og Orgelsónötu í d-moll eftir
Mendelssohn.
Björn Steinar Sólbergsson kór-
stjóri og organisti Akureyrar-
kirly'u.
Leiklestur í kirkjunni
Miðvikudaginn 19. apríl klukkan
20.30 verður í kirkjunni dagskrá
Leikfélags Akureyrar undir stjóm
Ragnheiðar Tryggvadóttur leikara.
Að sögn Björns Steinars er hér um
að ræða leiklestur úr verkum Kaj
Munks. Meðal annars em hér þættir
úr Munk-sýningu þeirri sem var flutt
í Hallgrímskirkju á síðasta ári, en
auk þess fleiri dæmi úr verkum
skáldsins.
Sinnhofer-kvartettinn
Fimmtudaginn 20. apríl verða í
kirkjunni strengjatónleikar, en þar
kemur fram á vegum Tónlistarfélags
Akureyrar hinn víðkunni og viður-
kenndi Sinnhofer-kvartett frá Munc-
hen í Þýskalandi. Þessi kvartett hef-
ur komið fram víðs vegar um veröld-
ina allt austan frá Japan og Kóreu
vestur til Bandaríkjanna og Kanada.
Hér á landi hefur kvartettinn komið
nokkmm sinnum fram á tónleikum
í Reykjavík en kemur nú fyrsta sinni
til Akureyrar. Á efnisskrá Sinnhof-
er-kvartettsins era Strengjakvartett
númer 1 eftir Janacek, Strengja-
kvartett í As-dúr eftir Dvorák og
Strengjakvartett opus 95 í f-moll
eftir Beethoven.
Hátíðarmessa í
Akureyrarkirkju
Kirkjulistavikunni lýkur með há-
tíðarmessu í kirkjunni sunnudaginn
23. apríl og hún hefst klukkan 14.00.
í þessari hátíðarmessu flytur Kirkju-
kórinn Litlu orgelmessuna, Missa
brevis st. Joannis de Deo, eftir Jos-
eph Haydn. Stjómandi er Bjöm
Steinar Sólbergsson, einsöngvari
Margrét Bóasdóttir sópran og hljóð-
færaleikarar Lilja Hjaltadóttir, fiðla,
Rut Ingólfsdóttir, fíðla, Richard
Kom, bassi, og Dorotha Manzcyk,
orgel.
Á þessu má sjá að listalíf í Akur-
eyrarkirkju verður íjölskrúðugt þá
viku sem kirkjulistavikan stendur.
Hér gefst færi á að njóta fjölbreyttr-
ar listar og að sögn Bjöms Steinars
Sólbergssonar organista og söng-
stjóra gengur dæmið upp ef aðsókn
verður góð og hann vonaðist til að
kirkjulistavika gæti orðið reglulegur
viðburður í starfí Akureyrarkirkju
annaðhvert ár.
8iiiaudin5öi(J b6i{ -C>in -go 8í
Kirkjukór Akureyrarkirlgu.
Morgunblaðið/Rúnar Þór