Morgunblaðið - 15.04.1989, Qupperneq 39
MORGÚNBLAÐIÐ LAt’GARDAGUR 15. APRÍL 1989
Lýðræðið fótum troðið
eftirBjörn og
Odd Björnssyni
Að gefnu tilefni, vegna fyrir-
hugaðs aðalfundar Frikirkjunnar í
Reykjavík nk. laugardag í Há-
skólabíói, viljum við undirritaðir
rifja upp eftirfarandi: 12. septem-
ber 1988 var haldinn í Gamla bíói
einhver fjölmennasti safnaðarfund-
ur á íslandi sem sögur fara af.
Þessi fundur var boðaður vegna
áskorana u.þ.b. 70 safnaðarbama
í Fríkirkjunni í Reykjavík vegna
brottrekstrar safnaðarprestsins, sr.
Gunnars Björnssonar. Rétt er að
geta þess að í fundarboði fyrir
umræddan fund var einnig auglýst
tillaga stjórnar að dagskrá, svo-
hljóðandi: „Kjósa skal kjörstjóm
vegna væntanlegra prestskosn-
inga.“ Á fundinn í Gamla bíói 12.
september 1988 mættu u.þ.b. 700
manns. Þar gerðist þetta: Stuðn-
ingsmenn sr. Gunnars Björnsson-
ar lögðu fram tillögu um breyt-
ingu á auglýstri dagskrá og var
hún þegar samþykkt með miklum
meirihluta atkvæða fundargesta.
Þá lögðu þeir fram tillögu sem
afturkallaði brottrekstur sr.
Gunnars, hún hlaut samþykki
mikils meirihluta fundarmanna.
Þá var gengið til atkvæða um
tillögu stjómar um að kjósa kjör-
stjórn vegna væntanlegra prests-
kosninga. Tillagan sú var felld.
í kjölfarið fylgdi svo tillaga um
vantraust á stjórn Fríkirlgusa&-
aðarins. Hún var samþykkt.
Lýðræðislegt var, í kjölfar þessa
fundar, að eðlilegt safnaðarstarf
hæfíst á ný. Ljóst var að vilji fund-
arins var að sr. Gunnar Björnsson
þjónaði áfram í Fríkirkjunni í
Reykjavík. En nú tóku mál aðra
stefnu en búast hefði mátt við í
lýðræðislegu þjóðfélagi. Margsnu-
pruð stjómin kaus að hafa vilja
meirihluti safnaðarfundarins í
Gamla bíói 12. september 1988 að
engu. Og er okkur, þeim sem höfum
tekið að okkur að bera kyndil lýð-
ræðisins til komandi kynslóða, frek-
lega misboðið og er niðurlæging
okkar algjör. Nú hefur okkur enn
verið misboðið. Aðalfundur fyrir
árið 1988 hefur verið boðaður með
auglýsingu í ijölmiðlum um atriði
sem á fundinum 12. september
fengur fullnaðarafgreiðslu.
Það er einlæg ósk okkar að allir
þeir sem fjölmenntu á fundinn í
Gamla bíói þann 12. september og
létu vilja sinn ótvírætt í ljós hafi
nú ekki gefist upp gegn slíkri vald-
níðslu og þvílíku ofbeldi sem hér
hefur verið lýst, heldur fjölmenni á
aðalfund Fríkirkjusafnaðarins í
Háskólabíói laugardaginn 15. apríl
nk. kl. 13.30 og ítreki ósk sína um
að sr. Gunnar Bjömsson fái óáreitt-
ur að sinna störfum sínum í þágu
safnaðarbarna Fríkirkjunnar.
Höfunchir eru tónlistarmenn að
atvinnu.
STORVIÐBURÐUR
6 bestu haglabyssu-
.. menn landsins
keppa til úrslita fyrir
Evrópuleika smáþjóða í
SKEET á skot.velli Skotfé-
lagsins í Hafnarfirði í dag kl. 9.00-15.00.
Komið og kynnist skotfimi sem íþrótt.
Góðir vegvísar
frá Krísurvíkurvegi.
meiri háttar
TILB0Ð
í nokkra daga
á ca. 1 kg stykkjum af brauðostinum góða
Verð áður:
Tombóla í
Tívolí
JC VÍK verður með sína árlegu
tombólu, sunnudaginn 16. apríl.í
Tívolí í Hveragerði. s
Þar munu veglegir vinningar 1
verða í boði, ódýrir miðar og engin
núll. Sem dæmi má nefna mikið
úrval af leikföngum, snyrtivömr, 1
búsáhöldum og margs konar vam-
ingi í bíla, útilegubúnaður og margt
margt fleira.
(Fréttatilkynning)
Lúðrasveit verkalýðsins held-
ur kökubasar í dag, laugardag,
í versluninni Blómavali við Sigt-
ún.
Kökubasarinn hefst klukkan 11
og stendur fram eftir degi. Fjöl-
breytt úrval verður af tertum. Einn-
ig verða til sölu kleinur og smákök-
ur.
verkalýðsins
The Bards á
Hótel Selfossi
Selfossi.
ÍRSKA hljómsveitin The Bards
heldur hljómleika á Hótel Sel-
fossi laugardagskvöldið 15. apríl
klukkan 22.00. Þessi hljómsveit
sló fyrst í gegn á írlandi 1980.
Hljómsveitin hefur verið tíður
gestur í sjónvarpi á írlandi og í
Bretlandi og hefur farið í hljóm-
leikaferðir til Bandaríkjanna, Bret-
lands og Kanada._ Einnig hafa þeir
haldið tónleika í írak og Portúgal.
Hljómsveitin heldur fimm tón-
leika hérlendis, fjóra á veitingahús-
um Ólafs Laufdals og eina á Hótel
Selfossi.
— Sig. Jóns.
Kökubasar
Lúðrasveitar
S/Wjö^
kr. 505/kílóið
Tilboðsverð:
kr.50
1 y x
kílóið