Morgunblaðið - 15.04.1989, Síða 45

Morgunblaðið - 15.04.1989, Síða 45
I ')é (l-'IAO’JAJ. (IlOAJaM JJWOM MORGtJNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRIL 1989 Brellur skelfíngarlausar Kvikitiyndir Amaldur Indriðason Hryllingsnótt II („Fright Night II“). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Tommy Lee Wal’ace. Kæri Christopher Lee. Langt síðan við höfum sést... ehemm . . . þú sést. Langaði til að senda þér línu og segja þér frá nýjustu blóð- sugumyndunum. Þær koma í hópum og heita t.d. Hryllingsnótt I-II, Martröð á Almstræti I-IV (Freddi fingralangi er sér- stök útgáfa af blóðsugu, sem þér líkar örugglega) og ger- ast á meðal unglinga og eru fullar af unglingafyndni og unglingamóral — afsakaðu slettuna. Tæknibrellurnar eru af- bragð en löngu hættar að koma á óvart og skelfa. Gömlu þrumurnar og elding- arnar og marrið í kistulok- inu, þú verður að afsaka, en það er aigert miðaldahallæri samanborið við rennilegu sirkussýningamar í dag. Og föðrunin. Allt tipptopp. En veistu Lee, það er ekk- ert á bak við þetta. Tökum „Fright Night“. Hún skelfir mann jafnmikið og gömul Bítlaplata og er poppuð í gamansömum, gufu- og reykmettuðum tónlistar- myndbandastíl þaðan sem hún fær smarta áferð en ekkert innihald. Blóðsugan er æði Lee, ekki beint eins og Drakúla vinur okkar held- ur líkari miðopnunni í Play- boy. Þinn að eilífu. P.s. Ef þú missir af henni í bíó Lee, nærðu henni ör- ugglega á spólu einhverja nóttina. Bið að heilsa Peter og Vincent. Girnd og græðgi Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Regnboginn: Og _ svo kom regnið — „L’Eté en pente douce“. Leikstjóri Gérard Krawc- zyk. Handrit Krawczyk og Jean-Poul Lilienfeld. Jac- ques Villeret, Pauline La- font, Jean-Pierre Bacri, Guy Marchand. Frönsk. Solus prod. 1988. Það er skemmtileg til- breyting að hvíla eyrun á amerískunni og eiga kvöld- stund með hráum, óhefluð- um Frarismönnum sem láta stjómast fyrst og fremst af girnd og græðgi. Og svo kom regnið gerist í sveitaþorpi í Suður-Frakklandi. Fane hef- ur erft hús móður sinnar og snýr aftur til þorpsins úr borginni ásamt lausgyrtri vinkonu sinni, Lilas, sem hann er nýbúinn að kaupa af vinnufélaga, fyrir ham- fletta kanínu. Fyrir í húsinu býr Mo, vangefinn bróðir hans. Lilas hleypir há- spennustraumi á karlpening- inn er hún sprangar um þorpsgöturnar „frí og fijáls“, í þunnum baðmullarkjól og ábyggilega engu innanund- ir . . . Nokkuð smellnar karakt- erlýsingar á nokkmm Suð- ur-Frökkum í brennandi sól- skini, þetta er ómenntað al- þýðufólk sem lifir fyrir líðandi stund. Persónurnar em skýrar og gmnnar. Lilas er sú sem ræður ferðinni með eggjandi kynþokka, besta stelpa, sem veitir m.a. aum- ingjanum, mági sínum af ofgnótt óstýrilátra hvata sinna! Villaret er broslegur sem hinn vankaði stóri bróð- ir og sú er víst meiningin og Bacri dregur upp skemmti- lega mynd af ráðalausri landeyðu. Vonandi getur Krawczyk betur, en hann er sagður í auglýsingunni einn af hinum efnilegu, ungu leik- stjómm Frakka. Því þegar upp er staðið er Og svo kom regnið svona rösklega meðal- mynd, einkum fyrir brosleg- ar kynlífssenur og skemmti- lega persónusköpun. HVió^sveivn W dansu 'JerÞ a»9 opnar /iVmViViVmVh 111IIMIIIIMIM ..........'liiiiiimmmimmimiii liiiiiiiiiiliiiiiiiMMiMMimimmm iliMiiilliiMiiiiiiiiiiiMiiimmmm WiV/w^WiViViViViViVi i V * • o hað á hsettu að 0°d- Ef Þ° vilt e'?eqa - k°mdu ^órm á besta cKRlfStoí A ’íKSSavIkvw i ..... ■iiV—.11 • i m m 111 iVm ii ii ii i ii ii mííííiYiYiYiYiVmVmiViVm iVi hhYi /i i ii ii ii ii i ii 11 m i m 11 m 1111 iVi m mViViViViViV HREYFILSHUSIÐ Félag harmonikuunnenda verður með dans- leik í kvöld sem hefst kl. 21.00. Hljómsveit harmonikuunnenda leikur fyrir dansi ásamt Hjördísi Geirs. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. BORGIN VERÐURIÐANDIAF LÍFIUM HELGINA íkvöld opnumviókl. 22 fcSSS*** Ekkert glimmer ekkert plast bara þaói sem koma skal CCCADWAr RISAEÐLAN í BÍÓKJAUARANUM SKÖLLÓTT MÚS Aðgangseyrir kr. 700,- TUNGLIÐ UM HELGINA Húsiðopnað kl.22 Hljómleikarfrá kl. 23.00-24.30 stundvíslega DISKÓTEK TIL KL. 03 SNIGLABANDIÐ BINGO! Hefst kl. 13.30 Aðalvinningur að verðmæti ________100 þús. kr._______ Heildarverðmæti vinninqa um __________300 þús. kr._______ ít TEMPLARAHOLLIN Eiríksgötu 5 — S. 20010

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.