Morgunblaðið - 15.04.1989, Qupperneq 50
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1989
-2*
í
I
t
„ I star-Fss/dirLunni þínni stendur
ojS þá hA-Pir ver\& llárí menntoskóla,".
Ást er...
TM Reg. U.S. Pat Off.—all rigí\i$ reserved
• 19«9 Los Angetes Times Sýndicate
___til þess að minnast.
Hún systir mín kemur að
liðinni lengstu mínútunni í
lífí þínu.
Ef þú heldur áfram að
gnlsta tönnum í hvert
skipti sem mér gengur iila
að skipta, verða tanngarð-
arnir orðnir ónýtir áður
en gírkassinn fer...
HÖGNI HREKKVÍSI
„ SfADU þg-NNAN UTLA, HEI/VIS»0\ BJALFA-•
HVAP GBRlR /MAÐUR V\D SVONA EfNFELDN/NG?í"
„SPÖRKDM HONUAt UPP STIGANN.1 "
Stígvélum stolið
Þessir hringdu ...
Hjálpsemi í ófærðinni
Guðlaug Nikódemusdóttir
hringdi.
Mig langar til að koma á fram-
færi kveðju og þakklæti til allra
þeirra sem reynst hafa mér hjálp-
legir í ófærðinni sem verið hefur
allt frá 25. janúar. Ég er orðin
gömul og bý á Langholtsvegi 27.
Oskukarlamir hafa ekki talið það
eftir sér að skríða eftir sköflunum
til að ná í tunnumar sem lokaðar
vom upp við hús. Þeir tilkynntu
mér meira að segja einn daginn
að ég þyrfti ekki að hafa áhyggj-
ur af þeim tilmælum til fólks að
það kæmi tunnunum út á stétt.
Mokstursmenn borgarinnar hafa
ekki síður verið liðlegir og einnig
vil ég senda bílstjórum á strætis-
vögnum númer 5, 8 og 9 hjartans
kveðjur. Alltaf fundu þeir smugu
til að taka mig með og flytja mig
til læknisins. Vagnstjóramir
höfðu líka alltaf eitthvað hressi-
legt að segja til að létta manni
lund.
Að lokum_ vil ég geta þess að
vísan, sem Ámi Helgason vitnar
í, er eftir minni bestu hyggju eft-
ir Bólu Hjálmar eins og hann seg-
ir.
Um viðskipti Signrðar
Breið^örð við bróður sinn
Kristín hringdi.
Vísan sú sem ýmist er eignuð
Bólu Hjálmari eða Sigurði Breið-
flörð er örugglega eftir hinn síðar-
nefnda. í ævisögu Sigurðar Breið-
flörð eftir Gísla Konráðsson, sem
kom út árið 1948, segir á bls. 110
frá viðskiptum þeirra bræðra Sig-
urðar og Stefáns Eiríkssonar. Sig-
urður kastaði fram þessari vísu
(sem birtist að nýju vegna misrit-
unar í fímmtudagsblaðinu):
Það er dauði og djöfuls nauð,
að dyggðasnauðir fantar,
safna auð með augun rauð,
en aðra brauðið vantar.
Stefán svaraði með annarri vísu
og hún er svona:
Þó Breiðfjörð mikið berist á
og biðji kvenna hrönnum,
undir mígur seggur sá
samt hjá tignarmönnum.
Lausnin á vanda alþingis
Bergur Haraldsson hringdi.
Alþingismenn kvarta núna
undan húsnæðisleysi. Við
kunningjamir emm sammála um
lausnina á þeim vanda. Fækka
ber þingmönnum í svona 30. Það
gæti líka verið spamaður í því að
fækka ráðherrum í 3-5 og segja
öllum aðstoðaráðhemun upp.
Held ég að allur þorri almennings
styðji þessa tillögu.
Lyklakippa I
Maríubakka
Lyklakippa fannst við
Maríubakka 1. apríl. Upplýsingar
f síma 74039 og 612111.
Frakki hvarf af Gauknum
Friðrika hringdi.
Sunnudagskvöldið annan apríl
tók einhver hermannagrænan
frakka í misgripum á Gauki á
Stöng. Viti einhver um afdrif
frakkans er sá hinn sami beðinn
um að hringja í síma 18620 eða
skila honum á Gaukinn.
Alma hringdi.
Stígvélum var stolið frá dóttur
minni í fímleikadeild Armanns í
Sigtúni. Þetta em ný svört
Víkingsstígvél númer 35 merkt
Sirrý AG. Ef einhveijir hafa orðið
stígvélanna varir eru þeir beðnir
að hringja í síma 30608.
Of rúmur heimsóknartími
Guðfinna hringdi.
Ég er nýkomin heim af
sjúkrahúsi og langar til að kvarta
yfír því hversu ónæðissamt var
vegna heimsókna til þeirra sem
lágu með mér á stofu. Ég mælist
til þess að fólk komi bara á
auglýstum heimsóknartímum,
a.m.k. ef fleiri en einn eru í
herbergi.
Peningarmr ófundnir
Oryrki hringdi.
Enn eru krónumar 16.400 ekki
komnar fram sem ég týndi 29.
eða 30. mars í plasthulstri í
Hagkaup, á Barónsstíg eða í
Borgarbókasafninu
Þingholtsstræti. Ég væri ekki að
gera veður út af þessu nema
vegna þess hve illa missirinn
kemur við mig. Skilvfs fínnandi
getur haft samband í síma 38185
eða 23245.
Víkvéiji skrifar
Við íslendingar virðumst orðnir
flestum þjóðum iðnari við að
beija saman og gefa út reglugerðir
allskonar sem við síðan keppumst
við láta sem séu ekki til og njótum
til þess dyggrar aðstoðar ríkisvalds-
ins. Það lætur með öðrum orðum
ósjaldan líka sem það hafi ekki
hugmynd um þessar leikreglur, sem
það hefur samt eins og nærri má
geta langoftast átt frumkvæðið að.
Það er engu líkara en að allir
kæri sig kollótta, var inntakið í
andvarpi mannsins sem vék að þess-
ari vitleysu í fréttatíma ríkissjón-
varpsins ekki alls fyrir löngu.
XXX
Furðulegast fannst Víkveija
samt að frétta að reglan sem
bannar verslunarrekstur án tilskil-
ins leyfís er þverbrotin æ ofan í
æ. Það sýnist nefnilega næsta al-
gengt að menn dubbi sig upp í
kaupmenn hér heima og taki til við
að höndla af lífí og sál án þess að
láta sér koma til hugar að afla sér
tilskilins leyfís yfírvalda.
Það er eins og enginn hjá því
opinbera telji sig eiga að hafa um-
sjón með þessu, var inntakið í næsta
andvarpi mannsins sem fyrr er get-
ið.
Kannski ekki að undra þótt leik-
manninum hafí fundist verslunar-
stéttin æði skrautleg á pörturri nú
síðustu misserin.
En meðal annarra orða: Þótt
embættismennimir sofi á verðinum
þurfa forsvarsmenn verslunar-
manna varla að gera það líka. Fer
ekki að verða tímabært að þeir taki
sér tak og fordæmi opinberlega
þessa forkastanlegu óstjóm?
XXX
Fréttamenn sjónvarpsstöðv-
anna, sumir hveijir að minnsta
kosti, halda ótrauðir áfram að sjá
það sem ótíndir kollegar þeirra á
blöðunum heyra hinsvegar bara.
„Nú skulum við sjá kafla úr ræðu
þingmannsins," er viðkvæðið hjá
þessum bræðrum okkar.
Það var vikið að þessu uppátæki
hér í dálkunum fýrir skemmstu og
brýnt fyrir sjónvarpsmönnum að
láta miðilinn ekki firra sig allri
hugsun.
Víkveiji hefur aldrei á sinni
lífsfæddri ævi mætt á fund til þess
að horfa á ræðu þó að hann hafí
illu heilli starfs síns vegna að vísu
mátt hlusta á þær æði margar.
Víkveiji hefur semsagt hveiju sinni
meðtekið vísdóminn í gegnum eyr-
un fremur en augun.
Hvað fínnst eftirlitsmanninum á
ríkissjónvarpinu eftir-á að hyggja,
hinum ágæta málvísindamanni sem
er þama með annan fótinn til þess
að vaka yfír íslensku fréttamann-
anna? Er hann sáttur við þetta til-
tæki þeirra að beina sjónvarpsvél-
unum inní þingsalina svo að við
getum séð ræður blessaðra pólitík-
usanna?
Raunar uppgötvaði Víkveiji á
dögunum að þeir eru ekki einir um
þessar „sýnir", sjónvarpshaukamir.
Haft var eftir tónlistarmanni í einu
dagblaðanna að hann hefði ekki
„séð“ tiltekin lög. En í myndbands-
heimi poppsins eða hvað það nú
heitir virðist líka ljósagangurinn og
hamagangurinn almennt skipta síst
minna máli en músíkin.