Morgunblaðið - 15.04.1989, Síða 56
Aukin þægindi
ofar slcýjum
FLUGLEIDIR
LAUGARDAGUR 15. APRIL 1989
YERÐ I LAUSASOLU 80 KR.
Ráðstafanir vegna atvinnuleysis:
Aukiiar framkvæmdir
ríkisins hug'sanlegar
- segir Steingrímur Hermannsson
RÍKISSTJÓRNIN ræðir nú til
hvaða ráðstafana sé hægt að
grrípa, vegna aukins atvinnuleys-
is í landinu og samkvæmt upplýs-
ingum Steingríms Hermannsson-
ar, forsætisráðherra, kemur til
greina að ákveða að hraða ýms-
um framkvæmdum og bygging-
um á vegum hins opinbera, til
þess að draga úr atvinnuleysi.
Forsætisráðherra segir að að-
gerðir ríkisstjórnarinnar í þess-
*Atvinnutrygg-
ingasjóður:
Utvegsbank-
inn kaupir
skuldabréfin
með afíbllum
UTVEGSBANKINN hefúr
keypt skuldabréf Atvinnutrygg-
ingarsjóðs af fyrirtæki sem er
í viðskiptum við bankann. Bank-
inn keypti skuldbreytinga-
pappírana með affollum sem
nema mismuni á vöxtum skulda-
bréfanna og útlánavöxtum
bankans.
Guðmundur Hauksson, banka-
stjóri Útvegsbankans, segir að
bankinn kaupi ekki þessi bréf al-
mennt, en hvert tilvik sé metið.
Ekki er vitað til þess að fleiri bank-
ar hafi tekið við bréfum Atvinnu-
tryggingarsjóðs en Gunnar Hilm-
arsson formaður sjóðsins segir að
það sé að byija og fleiri bankar
séu með þetta í athugun.
Atvinnutryggingasjóður hefur
veitt tæplega 100 fyrirtækjum
fyrirgreiðslu, samtals um 2,4 millj-
arða kr. Þar af eru um 900 milljón-
ir í beinum útlánum frá sjóðnum,
en meirihlutinn í skuldbreytingu
fyrir milligöngu sjóðsins. 60—70
umsóknir eru óafgreiddar og
45—50 hefur verið hafnað.
um efhum muni mótast á næstu
dögum.
„Það er nú ekki hægt að segja
neitt ákveðið á þessari stundu um
hvað verður gert, en við erum byij-
aðir að ræða þetta í okkar hópi,“
sagði forsætisráðherra í samtali við
Morgunblaðið í gær. „Við getum
tekið ákvarðanir um að hraða ýms-
um framkvæmdum, hraða bygging-
um og tekið ýmsar ákvarðanir sem
breyta atvinnuástandi til hins
betra,“ sagði Steingrímur.
Forsætisráðherra var spurður
hvort mikil þensla í ríkisgeiranum
gæti ekki haft keðjuverkandi
þensluáhrif út í þjóðfélagið, og
hvort nægir íjármunir væru fyrir
hendi til þess að taka slíkar ákvarð-
anir: „Það verður náttúrlega að
meta hvem hlut í réttu samhengi.
Ef það er vaxandi atvinnuleysi í
landinu, þá eru greiddar milljónir
og milljónatugir úr Atvinnuleysis-
tryggingasjóði, og slíkt er einnig
kostnaðarsamt fyrir ríkissjóð. Við
munum á næstunni ræða þessi mál
frekar og reyna að skoða í eins víðu
samhengi og kostur er,“ sagði
Steingrímur Hermannsson, forsæt-
isráðherra.
Morgunblaðið/Þorkell
Verð á íslenskum grúrkum hefur verið lágt að undanfdrnu. Mynd-
in er tekin í versluninni Austurstræti 17.
Verðfall á
gúrkum
VERÐ á íslenskum gúrkum
hefiir fallið ört að undan-
förnu. „Þegar íslensku gúrk-
umar komu á markað, um
miðjan mars, var heildsölu-
verð á þeim 220 krónur fyrir
kílóið en það hefur fallið allt
niður í um 50 krónur, því það
kom mikið umframmagn á
markaðinn á tímabili," sagði
Óli Öm Tryggvason hjá Mata
hf. í samtali við Morgunblaðið.
Óli Öm sagði að skilaverð til
framleiðenda_ væri 90% af heild-
söluverði. Buist er við að verð
hækki aftur á næstunni.
„Smásöluverð á gúrkum fór
úr 300 krónum niður í allt að
58 krónur og heildsöluverðið fór
niður í 45 krónur,“ sagði Þórður
Þorvarðarson í Pjarðarkaupum.
Þórður sagði að verð á gúrkum
í Fjarðarkaupum hefði verið 85
krónur á þriðjudaginn. Síðdegis
í gær, föstudag, hefði hann hins
vegar þurft að hækka verðið í
171 krónu, því þá hefði hann
einungis getað fengið gúrkur hjá
Sölufélagi garðyrkjumanna og
þær hefðu kostað 110 krónur.
Þjóðhagsstofiiun um BSRB-samningana:
Tæpur hálfur milljarður um-
fram launaforsendur íjái'lag’a
Sömu hækkanir í sjávarútvegi þýddu 10% taprekstur undir lok samningstímans
OTGJÖLD ríkissjóðs fara um
hálfan milljarð króna fram úr
áætlunum Qárlaga vegna samn-
ings rikisins og BSRB, ef hlið-
stæð hækkun kemur á öll launa-
útgjöld ríkisins að mati Þjóð-
hagsstofnunar. Þá myndu sam-
bærilegar launahækkanir í fisk-
veiðum og vinnslu auka tap í
greinunum úr um 3% halla nú
með verðbótum og endurgreidd-
um uppsöfhuðum söluskatti í 10%
halla í enda samningstímans í
nóvemberlok. Þetta kemur fram
í svari Þjóðhagsstofiiunar við
spurningum frá Vinnuveitenda-
sambandinu og Vinnumálasam-
bandi samvinnufélaganna um
áhrif BSRB-samninganna og
hvað sambærilegir samningar
þýddu fyrir fiskvinnsluna. Svarið
barst í gær.
Fram kemur í svari Þjóðhags-
stofnunar að ætla má að laun opin-
berra starfsmanna hækki um 9,5%
frá upphafi til loka samningstímans
og að sams konar samningar milli
ASÍ og VSÍ og Vinnumálasam-
bandsins þýddu 8,5% hækkun að
meðaltali á samningstímanum.
Stofnunin metur að ef hliðstæð
hækkun verður almennt á laun, þar
með í fiskveiðum og vinnslu, þýði
það að taprekstur í greinunum auk-
ist á samningstímanum úr 5,5%
þegar verðbótum og endurgreiðsl-
um uppsafnaðs söluskatts á freðfisk
lýkur í júní í 10% halla undir lok
samningstímans.
Spurt var um hve mikið þyrfti
að breyta gengi krónunnar til að
standa undir hallanum, að óbreyttu
afurðaverði. Því var svarað óbeint
með þessum orðum: „ . . 1% gengis-
lækkun leiðir til þess að afkoma
fiskvinnslunnar batnar um tæplega
þijá fjórðu hluta úr prósenti og er
þá reiknað með hækkun erlendra
aðfanga vegna gengislækkunarinn-
ar.“ Samkvæmt þessum orðum þarf
14% gengisfellingu til að jafna 10%
taprekstur.
Sjá ennfremur blaðsiðu 22.
Árlegur kostnaður vegna slysa
hér á landi um 10 milljarðar
Árlega slasast íjórði hver fslendingur
ÁRLEGUR kostnaður vegna slysa hér á landi er talinn nema 8 til 10
milljörðum króna. Er þá reiknað með lækniskostnaði, sjúkravistun,
tryggingabótum og töpuðum þjóðartekjum svo eitthvað sé nefnt. Árið
1987 er talið að rúmlega Qórði hver íslendingur hafi slasazt eða alls
um 59.000 manns og af þeim hafi tæplega helmingur þurft af koma
afltur.
Þessar upplýsingar komu fram í
erindi Brynjólfs Mogesens læknis á
Borgarspítalanum, sem hann flutti á
þingi Skurðlæknafélags íslands, en
það stendur nú yfir. Brynjólfur segir
erfítt að fá nákvæmar upplýsingar
um slysakostnað hér á landi, þar sem
gagnasöfnun um tíðni og skráningu
slysa og kostnað af þeim sökum sé
enn ábótavant og skráning ekki sam-
ræmd. Talið er að árið 1987 hafi
rúmlega fjórði hver íslendingur
slasazt eða alls um 59.000 manns.
Endurkomur slasaðra hafi verið um
27.000 og því hafí menn alls komið
86.000 sinnum vegna slysa á sjúkra-
stofnanir á einu ári. Árið 1987 létust
84 af völdum slysa og eitrana, þar
af 26 í umferðinni. Á höfuðborgar-
svæðinu slösuðust alls 1.1Í54 í um-
ferðinni en 3.400 á landinu öllu. Á
höfuðborgarsvæðinu var fjórðungur
slasaðra börn að 14 ára aldri, 65%
á aldrinum 15 til 64 ára og 10% eldri
en 65 ára. Af innlögðum voru böm
19% og 38% 65 ára og eldri. Árið
1982 voru lagðir inn 3.112 sjúkling-
ar vegna slysa og gera þurfti alls
3.087 aðgerðir. Legudagar slasaðra
þetta ár voru 53.025.
Aðeins lítill hluti slysakostnaðar
1987 var vegna læknishjálpar eða
um 150 milljónir króna, sjúkrahús-
vistun kostaði 600 milljónir, trygg-
ingabætur ríkisins námu 200 milljón-
um og sömuleiðis annarra sjóða, eða
alls 1.150 milljónir. Kostnaður trygg-
ingafélaga árið 1986, uppreiknað,
vegna slysa- og eignabóta var mun
meiri eða 4.000 til 6.500 milljónir
króna. Slysabætur námu 1.500 millj-
ónum króna; 700 vegna umferðar-
slysa, 500 vegna vinnuslysa og 300
vegna annarra slysa. Eignabætur
vegna slysa og óhappa voru um 5.000
milljónir, þar af að minnsta kosti
helmingur vegna slysa. 1.600 millj-
ónir fóru í bætur vegna eignatjóns
í umferðarslysum, 1.200 vegna
bruna, 2.100 vegna sjóslysa og 100
milljónir í annað. Tapaðarþjóðartekj-
ur vegna látinna og slasaðra eru
taldar 3.000 til 4.000 milljónir og
árlegur slysakostnaður í heildina
8.000 til 10.000 milljónir.
Skíðaferð
á 17. júní?
„ÞETTA er eins og ævintýra-
heimur. Hérna hefur aldrei
verið jafti mikill snjór frá því
að rekstur skíðalyfta hófst í
Bláfjöllum," sagði Þorsteinn
Hjaltason, fólkvangsvörður í
Bláfjöilum. Hann sagði að ef
vorið yrði kalt mætti eins
búast við að hægt yrði að
bregða sér á skíði á þjóð-
hátíðardaginn, 17. júní.
Þorsteinn sagði að snjórinn
hefði verið mjög mikill um
síðustu helgi og töluvert bæst
við sunnudag, mánudag og
þriðjudag. „Það er svo mikill
snjór, að við höfum þurft að
moka undan lyftunum. Þær eru
of lágar fyrir allt þetta fann-
fergi,“ sagði Þorsteinn. Hann
sagði að snjórinn hyrfi þó fljótt
ef hlýnaði og rigndi. Ef vorið
yrði kalt gæti snjórinn hins
vegar haldist fram á sumar.