Morgunblaðið - 12.05.1989, Page 24

Morgunblaðið - 12.05.1989, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ’ FÖSTÚDAGUR ‘l2.1 MAí' 1989 Nagorno-Karabak: Reynt að lægja ófriðar- öldurnar í Stepanakert Moskvu. Reuter. ARKADÍJ Volskíj, yfirmaður nefiidar sem sovésk stjórnvöld skipuðu í janúar til að fara með æðstu stjórn í héraðinu Nag- omo-Karabak í Azerbajdzhan, reyndi í gær að lægja ófriðaröld- ur meðal íbúanna á fúndi sem hann átti með þeim í miðborg Stepanakert, höfúðborg héraðs- ins, í gær. Á föstudag sló í brýnu á milli hátt í 200 Armena og Azera í bænum Kirkidzhan skammt fyrir utan höfúðborgina. Herliðar sovéska innanríkisráðu- Pólland: Kommúnistar for- dæma eigin leiðtoga Saka þá um kúgun og hreinsanir Varsjá. Reuter. PÓLSKI kommúnistafiokkurinn birti I gær ályktun, þar sem leið- Flugslysið í Svíþjóð: Of þungir menn í aftursætum Stokkhólmi. Reuter. SÆNSKA flugvélin, sem fórst á mánudag með 16 manns innan- borðs, var óstöðug vegna þess að of margir þungir farþegar voru í afturhluta hennar. Sænsk þingnefnd var á meðal þeirra sem fórust í vélinni, sem var tveggja hreyfla af gerðinni Deech- craft-99 og var á leið frá Stokkhólmi til Oskarshamn. „Þungamiðjan var of aftarlega í vélinni," sagði Nils Benker, sem stjómar rannsókn á slysinu. „Rannsókn okkar hefur leitt f ljós að meðalþungi farþeganna aft- an til í vélinni var töluvert yfír 75 kílóum," bætti hann við. Hann sagði að flugmenn slíkra véla gerðu venju- lega ráð fyrir því að farþegamir og handfarangur þeirra væru um 75 kíló að meðaltali þegar þeir ákvörð- uðu hvemig dreifa ætti farangri og farþegum. I upptöku á fjarskiptum flugmannsins fýrir slysið kemur fram að hann hafði orðið var við að vélin var óstöðug. togar flokksins og yfirmenn öryggissveita eru sakaðir um kúgun, glæpi og hreinsanir. Er þetta harðasta gagnrýni sem fram hefúr komið á þátt stalínis- mans í sögu landsins. Ályktunin var samþykkt á flokks- þingi á föstudag en var fyrst birt í gær í málgagni flokksins, Try- buna Ludu. Fyrsti forseti landsins undir stjóm kommúnista, Boleslaw Bieru, og stjómmálaráð flokksins á síðari hluta fímmta áratugarins og fyrri hluta þess sjötta em þar sakaðir um að hafa borið ábyrgð á ólöglegum fjöldahandtökum, pyntingum og glæpum. í ályktun- inni er því einnig heitið að arfleifð stalínismans í landinu verði útrýmt og að fómarlömbum hans verði bættur skaðinn, sem hann hafí valdið. Sökinni er einkum skellt á Bol- eslaw Bierut, sem varð forseti árið 1947 og var leiðtogi flokksins frá 1948 til 1956, er hann lést. „Yfír- menn í öryggisráðuneytinu gegndu einnig sérlega slæmu hlutverki í þessum efnum, einkum 10. deildin [sem annaðist rannsóknir á flokks- félögum], auk dómstóla hersins," segir ennfremur í ályktuninni. neytisins brutu átökin þegar í stað á bak aftur. Verkfall hefur verið í flestum verksmiðjum héraðsins frá 3. maí en Armenar búsettir í Nagomo- Karabak hafa lagt fram þá kröfu að yfírstjóm héraðsins verði í hönd- um Armena. Á það vilja sovésk stjórnvöld ekki fallast. Boris Neíjodov, sem sæti á í Nagomo-Karabak-nefndinni, sagði í viðtali við Reutere-fréttastofuna að íbúar Stepanakert, sem flestir eru af armenskum ættum, hefðu krafíst þess að Azerar hættu við byggingaráform sín í Nagomo- Karabak. Hann sagði jafnframt að íbúamir hefðu lýst yfir óánægju með veru aðstoðarforsætisráðherra Azerbajdzhans í höfuðborginni, en Armenar telja hana þjóna þeim til- gangi að efla tengsl Azerbajdzhans og Nagomo-Karabaks. Reuter Israelar mótmæla morðiá hermanni ísraelar ganga hér fylktu liði með fana á lofti um bæinn Ashkelon á suðurströnd ísraels í gær eftir að lík ísraelsks hermanns, sem hafði verið rænt í febrúar, fannst í bænum. Þeir kröfðust þess að arabar fengju ekki að koma til ísraels og hrópuðu í sífellu: „dauða yfir aröbunum, dauða yfir hryðjuverkamönnunum.“ Skammdræg kjarnavopn í V-Evrópu: Hörð gagnrýni á ríkis- sljórn Helmuts Kolils Bonn. Reuter. ERWIN Huber, framkvæmdastjóri Kristilega sósíalsambandsins, sak- aði í gær ríkisstjóm Helmuts Kohls, kanslara Vestur-Þýskalands, um að hafa valdið deilum og ruglingi innan Atlantshafsbandalagsins með þvi að krefjast þess að hætt yrði við endumýjun skammdrægra kjamorkueldfiauga í Vestur-Evrópu. Huber kvað flokk sinn vera fylgj- andi endumýjun eldflauganna og andvígan viðræðum sem leitt gætu til útrýmingar slíkra vopna í Vest- ur-Evrópu. Kristilega sósíalsam- bandið er bræðraflokkur Kristilegra demókrata, flokks Kohls kanslara. Framkvæmdastjórinn sagði af- stöðu ríkisstjómarinnar mikið áhyggjuefni og gagnrýndi sérstak- lega Hans-Dietrich Genscher ut- anríkisráðherra fyrir að hafa látið frá sér „óljósar yfírlýsingar" varð- andi endumýjun eldflauganna. Fréttaskýrendur kváðust í gær telja að deilur innan ríkisstjómarinnar yrðu tæpast til þess að styrkja stöðu kanslarans í þeim viðræðum sem framundan eru innan NATO um endumýjun eldflauganna en fullvíst er talið að mál þetta verði eitt helsta umræðuefnið á leiðtogafundi NATO-ríkja í Brussel síðar í þessum mánuði. Þeir hinir sömu sögðust hins vegar sannfærðir um að Kohl myndi eftir sem áður halda fast við þá afstöðu að fresta bæri endumýj- un flauganna janfnframt því sem hefja bæri viðræður um fækkun þess háttar vopna í Evrópu. Sir Geoffrey Howe utanríkisráð- herra Bretlands átti í gær fund með Hans-Dietrich Genscher í Lundún- um. Bretar og Bandarílqamenn hafa lýst sig anvíga því að hafnar verði viðræður við Sovétmenn um fækkun skammdrægra vopna og hvatt til þess að Lance-eldlflaugar Bandaríkjamanna í Vestur-Evrópu verði endumýjaðar. AF ERLENDUM VETTVANGi eftir KRISTJÁN JÓNSSON Bandaríkjamenn eiga erfítt val fyrir höndum í Panamadeilunni: Hernáðaríhlutun gæti orðið þrautalending George Bush Bandaríkjamenn hafa löngum litið á Rómönsku Ameríku sem sitt eigið áhrifasvæði. Snemma á síðustu öld lýsti James Monroe, þáverandi forseti, því yfir að Bandaríkin myndu ekki líða Evró- puríkjum valdbeitingu í ríkjum Vesturheims. Sjálfir hafa Banda- ríkjamenn margsinnis haft bein afskipti af málefnum granna sinna og má minna á stuðning þeirra við innrásina í Svinaflóa á Kúbu 1961, innrás bandarískra landgönguliða í Dóminíska lýðveldið 1965 og innrásina í Grenada 1981. Andúðin á meintu og raunverulegu ofriki Bandarikjamanna i samskiptum við ríki Rómönsku Ameríku er útbreidd í Iöndunum; hernaðaríhlutun er því neyðarúrræði. Það er vart oftnælt að George Bush forseti á fárra kosta völ í deilunni við einræðisherra Panama, Manuel Noriega, en gifúrlegir hagsmun- ir eru í húfi fyrir Bandaríkjamenn. Bandarílqamenn sömdu við leppstjóm sem þeir komu á fót í Panama í upphafi aldarinnar um yfírráð á landræmu sitt hvoru megin við skipaskurðinn sem þeir luku síðan við 1913. Þetta var tími heimsvaldastefnu stórþjóðanna og fannst því fáum forkastanlegt að Bandaríkin skyldu samkvæmt samningnum ráða skurðinum um aldur og ævi og mega hafa þar herlið til tryggingar aðstöðu sinni. En tímamir breytast og á áttunda áratugnum samdi stjóm Jimmy Carters forseta við þáverandi leið- toga Panama, Omar Torrijos, um afhendingu skurðarins í áfóngum fyrir lok aldarinnar. Bandarískur stjómmálamaður lýsti andúð sinni og vafalaust margra annarra landa sinna á samningnum með kaldranalegum orðum: „Við eigum skurðinn; við stálum honum sjálfír og það um- búðalaust.“ Fjárfestingar Banda- rílqamanna í Panama munu alls nema um fjórum milljörðum Bandaríkjadollara (yfír 200 mill- jörðum ísl.kr.) og skurðurinn er lykilatriði í vamaráætlunum Bandaríkjaflota. Manuel Noriega Efnahagslegar refsiaðgerðir, sem hafnar voru í tíð Reagan- stjómarinnar á síðasta ári, fólust m.a. í takmörkuðu viðskiptabanni, Noriega voru ekki afhentar skatt- greiðslur frá Bandaríkjamönnum og 100 miUjónir dollara í skipstoll- um hafa verið frystar í banda- rískum bönkum. Noriega lét sig hvergi og sneri sér til Líbíu og Kúbu; hann fékk dollaralán frá þeim fyrmefndu og mergð léttra vopna frá þeim síðamefndu. Kjósi Bush þann kost að herða refsi- aðgerðimar er talið mögulegt að millistétt Panama, sem hefur haft forystu í andófínu gegn herforingj- aklíku Noriega, flýi land eða snúist gegn Bandaríkjamönnum sem hún hefur annare verið hliðholl. Styðji nágrannaríki Panama slíkar að- gerðir hins vegar fullum fetum er mögulegt að þær dugi til að fella Noriega þótt ekki sé vfst að stjóm Bush nái lokatakmarkinu; að fá herehöfðingjann framseldan svo að hægt verði að draga hann fyrir bandarískan rétt vegna meintrar aðildar að fíkniefnasölu. Bandarískir ráðamenn hafa rætt opinskátt um möguleikann á því að velta Noriega með hervaldi. í her, flota og flugher Panama eru samanlagt um 7.300 manns. Her- aflinn ræður aðeins yfír fáum þungavopnum og engum vopnuð- um flugvélum. Auk þess munu vera 12.500 - 15.000 manns í vopnuðum varðsveitum Noriega en þær eru taldar lítils megnugar gegn þjálfuð- um hermönnum. Bandarískir her- menn í Panama eru samanlagt um 11.000 og hafa sér til fulltingis árásarþyrlur og orrustuþotur. Auk herliðsins eru um 30.000 óbreyttir borgarar með bandarískt ríkisfang í landinu og leggur Bandarílqa- stjórn áherslu á að henni beri skylda til að gæta öryggis þeirra. Hemaðareérfræðingar segja að íjölga þurfí um tugi þúsunda manna í liði Bandaríkjamanna í landinu eigi að tryggja öryggi skurðarins, sem er um 80 km að lengd, fyrir árásum herliðs Nori- ega. Ihlutun myndi vart hljóta mikinn stuðning nágrannaþjóðanna, hvað sem líður áliti þeirra á Noriega. Líklegra er að fyrmefnd andúð á bandarískum yfirgangi, afskiptum „los gringos,“ myndi magnast sem aldrei fyrr. Ijóst er að áður en til innrásar kæmi yrði að flytja óbreytta, bandaríska borgara á brott og Noriega fengi því nægan tíma til að skipuleggja vamir sínar - og áróðursstríð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.