Morgunblaðið - 12.05.1989, Síða 29
8£
29
rm ía*£ ,21 auoAauraöi aiaAuauuaaoM
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989
íí>,'
Ábendingar frá
LÖGREGLUNNI:
Hjólreiðar
Nú er kominn sá tími þegar
reiðhjólið er tekið úr geymslunni
Hér á eftir er getið nokkurra
þeirra atriða, sem hjólreiðafólk
þarf að hafa í huga af því tilefni.
Auk þess búnaðar sem krafist
er í lögum, svo sem hemils, ljós-
kers, glitaugna, bjöllu og láss,
er mælt með viðvörunarstöng og
góðu endurskini á hvert reiðhjól.
Ekki má skilja reiðhjól eftir á
almannafæri, nema því sé læst
og gengið frá því á þann hátt að
ekki trufli eða valdi hættu fyrir
umferð. Hjólreiðamenn skulu
hjóla í einfaldri röð og virða regl-
ur um umferð sem og aðrir veg-
farendur.
Óheimilt er að flytja farþega á
reiðhjóli. Þó má vanur hjólreiða-
maður, sem orðinn er 15 ára,
flytja bam yngra en 7 ára á reið-
hjóli, enda sé baminu ætlað sérs-
takt sæti og þannig um búið að
því stafi ekki hætta af hjólatein-
unum. Nauðsynlegt er að vanda
val slíkra sæta. Þrátt fyrir 7 ára
lágmárksaldur á reiðhjólum,
mælir lögregla ekki með því að
yngri böm en 9 ára hjóli einsöm-
ul á vegum þar sem vænta má
umferðar vélknúinna ökutækja.
Notkun reiðhjóla hefur marga
kosti en því er ekki að neita að
hjólreiðamaður er illa varinn ef
óhapp hendir. Þó getur góður og
léttur hjálmur komið að gagni
auk þess að veita skjól.
Hjólreiðamaður ætti ætíð að
forðast flýti og gefa sér góðan
tíma til að komast á milli staða.
Æskilegt er að hjólreiðafólk
ferðist um gangstéttir og
göngustíga, þar sem slíku er til
að dreifa, sérstaklega þar sem
umferð vélknúinna ökutækja er
þung. Þar ber þó að sjálfsögðu
að sýna gangandi vegfarendum
fyllstu tillitssemi.
Ódýrasta kjötið í
Kjötstöðmni Glæsibæ
KJÖTSTÖÐIN staðgreiðir allar vörur og fær við það afslátt sem látinn
er ganga áfram til viðskiptavinanna í vöruverðinu, sagði Hrafii Bach-
mann starfsmaður Kjötstöðvarinnar í Glæsibæ þegar leitað var skýr-
inga hans á niðursstöðum verðkönnunar Verðlagsstofiiunar á lgöti sem
birtist í Morgunblaðinu í gær þar sem fram kom að Kjötstöðin er i
flestum tilvikum með lægsta verðið. Hrafii nefndi einnig sem skýringu
að allt kjöt væri unnið í fyrirtækinu og sparaðist við það milliliðakostn-
aður.
í könnuninni kom fram að ódýr-
asta kjötið var í flestum tilvikum í
Kjötstöðinni, eða í sex tegundum af
alls 14 sem kannaðar voru. Saman-
lagt verð (lægsta verð) á einu kílói
af öllum kjöttegundunum sem kann-
aðar voru var í meirihluta verslan-
anna á bilinu 9—10 þúsund krónur.
Kjötið kostaði meira en 10 þúsund í
fjórum verslunum, og var dýrast
10.352 krónur. Það kostaði minna
en 9 þúsund í þremur verslunum.
Lægsta samanlagða verðið reyndist
vera í Kjötstöðinni, 8.410 krónur,
næst lægst í Kjötmiðstöðinni í
Garðabæ, 8.467 og þriðja lægsta í
Grundarkjöri í Kópavogi, 8.789 krón-
ur. Lægsta verð á einu kílói af kjöti
af þessum tegundum var því liðlega
23% hærra en lægsta verð í ódýrustu
búðinni.
FiskverA á uppboðsmörkuAum n. maí
FISKMARKAÐUR hf. í Hafnarfirði
Hæsta Lægsta Meðal- Magn Heildar-
verð verð verð (lestir) verð (kr.)
Þorskur 48,50 40,00 46,14 5,802 267.686
Þorskur(óst) 40,00 30,00 36,45 1,951 71.120
Þorskur(smár) 17,00 17,00 17,00 0,077 1.309
Ýsa 56,00 24,00 42,69 1,071 45.704
Ýsafósl.) 49,00 30,00 47,19 0,514 24.255
Karfi 40,00 22,00 29,83 7,952 237.206
Steinbítur 15,00 15,00 15,00 0,708 10.613
Langa 15,00 15,00 15,00 0,083 1.246
Lúða 190,00 70,00 130,88 0,454 59.420
Koli 25,00 15,00 18,37 1,137 20.891
Keila 8,00 8,00 8,00 0,011 ■ 88
Skötuselur 70,00 70,00 70,00 0,003 210
Samtals 37,43 19,761 739.748
Selt var úr Má SH og bátum. i dag verða m.a. seld 15 tonn
af þorski úr Stakkavík ÁR, 10 til 15 tonn af þorski, 1 tonn af
ufsa, 1 tonn af löngu og óákveðið magn af ýsu og lúðu úr bátum.
FAXAMARKAÐUR hf. í Reykjavík
Þorskur 46,00 39,00 43,52 1,711 74.471
Ýsa(ósl.) 57,00 37,00 46,76 4,347 203.259
Ýsa(smá) 55,00 25,00 28,59 10,290 295.206
Karfi 31,50 26,00 30,86 40,739 1.257.288
Ufsi 30,00 26,00 28,21 '1,507 42.510
Steinbítur 28,00 24,00 26,70 0,552 14.736
Hlýri 16,00 16,00 16,00 0,530 8.480
Blálanga 29,00 29,00 29,00 0,294 8.526
Lúða(stór) 240,00 60,00 183,12 0,543 99.435
Lúða(smá) 200,00 200,00 200,00 0,064 12.800
Grálúða 42,50 40,50 42,00 73,570 3.090.282
Keila 12,00 12,00 12,00 0,156 1.872
Samtals 38,04 134,303 5.108.865
Selt var úr Sigurey BA og bátum. í dag veröur selt úr bátum.
FISKMARKAÐUR SUÐURNESJA hf.
Þorskur 44,00 40,00 42,49 11,760 499.690
Þorskur(ósl.) 57,50 38,00 43,57 0,700 30.500
Þorskur(smár) 20,50 20,50 20,50 0,500 10.250
Ýsa 66,00 42,00 56,15 27,313 1.533.695
Ýsa(ósl.) 25,00 25,00 25,00 0,383 9.575
Karfi 23,00 15,00 21,59 2,116 45.687
Ufsi 21,00 20,00 20,86 0,523 10.910
Steinbítur 19,00 19,00 19,00 0,250 4.750
Steinbítur(ósL) 10,00 10,00 10,00 0,064 640
Hlýri+steinb. 15,00 15,00 15,00 0,250 3.750
Langa 25,00 22,00 23,12 0,187 4.324
Lúða 220,00 220,00 220,00 0,070 15.400
Skarkoli 29,00 29,00 29,00 0,350 10.150
Skarkoli(ósL) 28,00 25,00 26,83 0,493 13.225
Keila 12,00 12,00 12,00 0,900 10.800
Samtals 48,11 45,959 2.211.226
Selt var aðallega úr Eldeyjar-Boða GK, Hraunsvík GK, Má GK
og Kára GK. 1 dag verður selt úr dagróðra- og snurvoöarbátum.
Alþjóðadagnr hjúkr-
unarfiræðinga:
Heilsu-
gæslaí
skólum
í tilefiii af alþjóðadegi hjúk-
runarfræðinga mun Félag há-
skólamenntaðra hjúkrunarfræð-
inga og Deild heilsugæsluþjúk-
runarfræðinga innan Hjúk-
runarfélags Islands gangast fyr-
ir ráðstefnu í fundarsal Hjúk-
runarfélags íslands að Suður-
landsbraut 20 í dag, föstudag kl.
13, um heilsugæslu í skólum.
Kjörorð alþjóðadags hjúkrunar-
fræðinga í ár en Heilsugæsla í
skólum, og hvetur Alþjóðasamband
hjúkrunarfræðinga félög sín um
allan heim til þess að vekja at-
hygli hjúkrunarfræðinga og al-
mennings á mikilvægi þess að
stuðla að heilsugæslu í skólum.
Jafnframt hvetur Alþjóðasamband-
ið alla hjúkrunarfræðinga til að
leggja sitt af mörkum og taka full-
an þátt í þeim störfum er stuðla
að auknu heilbrigði skólabama.
Arkitektavika
ARKITEKTAVIKA verður hald-
in í tengslum við 50. afinælisár
Arkitektafélagsins dagana
12.—21. maí og er hún í þremur
liðum:
12.—21. maí yerður opið hús í
Ásmundarsal. Syning á samtíma-
verkum arkitekta. Opið klukkan
10—21 virka daga, klukkan 14—21
laugardaga og sunnudaga. 12.-13.
maí og 19.—20. maí ráðgjöf og
sýning í Kringlunni. Arkitektar
veita almenningi ráðgjöf og sýnd
líkön. 18. maí klukkan 17.30 í
Café Hressó, opinn borgarafundur
um íslenska byggingarlist.
Fréttatilkynning
leiðrétt
VEGNA fréttatilkynningar um
sýningu á nokkrum vatnslitamynd-
um Ingveldar Gísladóttur í Gallerí
Boekie í Amsterdam, sem birtist í
Morgunblaðinu 18. apríl síðastlið-
inn, hafði Ingveldur samband við
blaðið og vildi leiðrétta hluta frétta-
tilkynningarinnar: Ingveldur er
fædd árið 1913, dóttir Gísla Jóns-
sonar listmálara og Guðrúnar Þor-
leifsdóttur fyrri konu hans.
Mæðrablómið
selt í Reykjavík
Mæðradagurinn er sunnudag-
urinn 14. maí. Mæðrablóm
Mæðrastyrksnefiidar verður selt
i Reykjavík, í dag föstudag 12.
maí og á morgun laugardaginn
13. maí, til styrktar efiialitlum
konum.
Konur í Mæðrastyrksnefnd
munu sjá um að selja litla Mæðra-
blómið.
Sjóntækjafræð-
ingar þinga
Alþjóðafyrirtækið Bausch &
Lomb hefur ákveðið að halda
sitt fimmta Norðurlandaþing um
kontaktlinsur á Hótel Sögu um
hvftasunnuhelgina.
Von er á 140 starfandi sjón-
tækjafræðingum hingað til lands
til fyrirlestrarhalds þar á meðal er
Brian Holden, frá Áytralíu, Ruth
Comish einnig frá Ástralíu, Rob
Rosenbrand frá Hollandi, ásamt
fyrirlesurum frá Norðurlöndum.
Fyrirtækið Bausch & Lomb hef-
ur umboðsskrifstofur í 70 löndum
og starfa hjá fyrirtækinu um 9.000
manns. Heildarvelta sfðasta árs var
tæpur 1 milljarður bandarískra
dollara segir í fréttatilkynningu.
Fræðsluráð:
Annar fiilltrúi
minnihlutans
mælti með Reyni
Á fimdi fræðsluráðs
Reykjavíkur á miðvikudag, þar
sem samþykkt var að leggja til
að Valgerður Selma Guðnadóttir
yrði ráðin skólastjóri Öldusels-
skóla, lagði Þorbjöm Brodda-
son, annar fúlltrúi minnihlutans
í fræðsluráði til, að mælt yrði
með Reyni Daniel Gunnarssyni
í stöðuna vegna þekkingar hans
á starfi skólans, og þeirrar hylli
sem hann hafi notið fyrir störf
sín þar. Þá óskuðu kennarafull-
trúar eftir að bókað yrði að þeir
teldu eðlilegt að fræðsluráð
mælti með Reyni Daníel Gunn-
arssyni i stöðuna.
í tillögu Þorbjöms Broddasonar
segir meðal annars að þar sem
tveir umsækjendanna hafa gegnt
yfirkennarastörfum þá verði þeir
að því leyti að teljast fremri þriðja
umsækjandanum. Bæði hafi þau
sannað ágæti sitt sem skólastjóm-
endur svo ekki verður um villst,
en Reynir Daníel hafi þó hinsvegar
fram yfir Valgerði Selmu að hann
þrautþekki Ölduselsskóla og njóti
slíkrar hylli fyrir störf sín þar að
fágætt megi telja. Því komi ekki
til greina að hafna honum fyrst
hann gefí kost á sér til starfans.
í bókun kennarafulltrúanna seg-
ir að Reynir Daníel hafi rejmst
traustur stjómandi, hlotið með-
mæli fyrrverandi skólastjóra, kenn-
ara skólans og notið stuðnings að-
standenda nemenda. Þá hafi hann
notið trausts og vinsælda nemenda
og starfsfólks í starfí sínu við
skólann. Reynir Danfel þekki auk
þess allar aðstæður í skólanum og
geti þvf einbeitt sér þegar að því
að koma skólastarfí þar í eðlilegt
horf eins fljótt og verða mætti.
V.
Það var mikið sungið á 100 ára afinæli stúkunnar.
Morgunblaðið Amór
Stúkan Framför í Garði 100 ára:
Stúkan rak samkomuhúsið
og leiddi félagslífíð í áratugi
Garði.
STÚKAN Framför nr. 6 varð 100
ára fyrir nokkru. Hélt stúkan veg-
legt afmælishóf í Samkomuhúsinu
og mættu gestir víðs vegar að af
landinu, s.s. Akranesi, Keflavík,
Hafiiarfirði, Akureyri og Vest-
mannaeyjum.
Ýmislegt hefir gerst á þessum
langa starfsferli stúkunnar, starfið
hefir lengst af verið í blóma og víða
verið komið við. Má þar t.d. nefna
leiklistarstarfsemi sem stúkan
stjómaði í áratugi, þá stóð stúkan
að stofnun kóra og fyrir námskeiðum
fyrir sjómenn þar sem þeir gátu tek-
ið svokölluð pungapróf o.fl. Þá má
geta þess að stúkan rak samkomuhú-
sið í áraraðir eða allt til ársins 1971
að hreppurinn eignast húsið.
Margar ræður voru haldnar í af-
mælishófínu en öll starfandi félög í
Garðinum áttu þar fulltrúa og komu
þeir færandi hendi. Vakti ræða Hilm-
ars Jónssonar stórtemplara úr
Keflavík mesta athygli undirritaðs
þar sem hann kallaði þingmenn og
íjölmiðlamenn furðulegan söfnuð og
í tilefni bjórdagsins 1. marz fékk Jón
Óttar Ragnarsson viðumefnið æðsti-
prestur og hinir fyrmefndu vom
öfuguggar sem kölluðu 1. marz frels-
isdaginn.
Ef grannt var hlustað á ræðumenn
kom það berlega fram að stúkan
hefir í áranna rás markað spor í
huga Garðmanna. Mátti hvað
gleggst heyra þetta í máli Þorsteins
Gíslasonar fiskimálastjóra sem enn-
þá er félagi í bamastúkunni Sið-
semd. í dag starfar bamastúkan Sið-
semd af miklum krafti undir stjóm
Sigrúnar Oddsdóttur.
Þrír meðlimir stúkunnar vom
heiði-aðir á afmælinu. Þau em Kjart-
an Ásgeirsson, Marta Halldórsdóttir
og Steinunn Sigurðardóttir. Steinunn
var auk þess gerð að heiðursfélaga
auk Þovalds Halldórssonar og Sigr-
únar Oddsdóttur.
Amór