Morgunblaðið - 12.05.1989, Page 41
allt virtist svo bjart framundan.
Hann var að ljúka því prófi sem
átti hug hans allan, einkaflug-
mannsprófinu. Stoltur tilkynnti
hann okkur að hann hefði fengið
inngöngu í þekktan flugskóla í
Bandaríkjunum næstkomandi haust
og flugmannsstaða á erlendri grund
var það sem hann stefndi að.
Markús var í eðli sínu rólegur
og hjartahlýr, og hafði til að bera
ótakmarkaða þolinmæði, enda
komu þessir eiginleikar hans glöggt
í ljós þegar þeir sem minna máttu
sín áttu í hlut og aldrei mátti hann
heyra á nokkurn mann hallað. Allt-
af átti hann tíma í leik með systur-
sonum sínum sem honum þótti svo
vænt um.
Markús var mikill tónlistarunn-
andi og þær eru ótaldar stundirnar
sem hann sat við orgelið sitt og
spilaði sér og öðrum til mikillar
gleði. Þessar stundir verða hvað
ljúfastar í minningum okkar um
elskulegan bróður og mág.
Við kveðjum Markús með þung-
bærum söknuði og biðjum Guð að
láta hið eilífa ljós lýsa honum veg-
inn.
Þegar þú er sorgmæddur
skoðaðu þá aftur huga þinn
og þú munt sjá,
að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(K. Gibran)
Við biðjum Guð að styrkja for-
eldra okkar og aðra ástvini á sorg-
arstundu.
Systur, mágar og
systursynir.
í dag kveðjum við Andrés Mark-
ús Þorleifsson, sem með svo svip-
legum hætti lét lífið þann 4. maí
síðastliðinn.
Markús, en það var hann kallað-
ur meðal íjölskyldu og vina, kveður
okkur langt fyrir aldur fram,
hraustur maður í blóma lífsins.
Það er sorglegt til þess að vita,
en eigi að síður staðreynd, að slys
hér á landi eru allt of tíð. Fórnirnar
eru miklar og margar fjölskyldur
bíða þess vart bætur að sjá á eftir
ástvinum sínum eins og raun ber
vitni. Við vitum þó að með tímanum
gróa sárin.
Á sorgarstundu sem þessari er
erfitt að láta hugann reika um í
minningu bernskuáranna. Þó koma
upp nokkur atriði í hugann, sem
minningin ein mun geyma.
Ætíð var mikið um að vera hjá
Markúsi sem litlum dreng og segir
það sína sögu að vinahópurinn var
stór. í leik gat sá hópur verið hávær
og var það ekki síst frá hinum full-
komnu leiktækjum. Þegar leikir
stóðu sem hæst, átti Markús það
til að fara afsíðis og dunda sér við
lestur bóka. Sýnir þetta að Markús
var rólegur að eðlisfari en var
ávallt glaður í góðra vina hópi.
Markús lauk skólaskyldu, en eins
og oft vill verða hjá ungum drengj-
um er erfitt að velja sér framtíð-
armenntun. Hugur hans stefndi
fljótlega að bifvélavirkjun og hóf
hann nám í henni. Smám saman
kviknaði áhugi hans á flugi. Hóf
hann flugnám og lauk einkaflug-
mannsprófi. Samhliða náminu lagði
hann hart að sér við vinnu því hug-
ur hans stefndi til frekara náms
erlendis. Hafði hann fengið þar inn-
göngu í skóla til a_ð ljúka fram-
haldsnámi í flugi. Átti þessi tími
að hefjast á hausti komanda.
Markús var einkasonur hjónanna
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1989
41
Gunnhildar Eiríksdóttur og Þorleifs
Markússonar og er söknuður þeirra
mikill. Þau standa þó ekki ein, þar
sem dæturnar og fjölskyldur þeirra
eru þeim við hlið.
Við biðjum Guð að styrkja þau
öll í þessari miklu sorg.
Guðný og Björgvin
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð. (V.Briem).
Það er vissulega margs að minn-
ast þegar svona sorgaratburður
gerist, að ungur maður bregður sér
bæjaríeið og kemur aldrei aftur.
Að kvöldi uppstigningardags
breiddist sorgarblæja yfir hús vina
okkar og nágranna þegar sonur-
þeirra lést í slysi og langar okkur
að minnast hans með fáeinum
kveðjuorðum.
Markús var sonur hjónanna
Gunnhildar Eiríksdóttur og Þorleifs
Markússonar. Hann fæddist 14.
apríl 1966 og var því aðeins 23 ára
þegar hann lést. En lífshlaupið þarf
ekki að vera langt til að láta eftir
sig minningar. Markús var einstak-
lega vel gerður piltur sem alltaf
átti til hlýlegt bros og ljúft viðmót,
sama hver í hlut átti. Hann átti sér
stóra drauma sem bundnir voru við
hans aðaláhugamál, flugið. Hann
var langt kominn með flugtíma þá
sem þurfti til að taka einkaflug-
mannspróf og síðan ætlaði hann að
freista gæfunnar úti í hinum stóra
heimi og fullnema sig í faginu. En
draumarnir hans Markúsar náðu
ekki að rætast hér á jörð; en von-
andi fá þeir að rætast handan móð-
unnar miklu.
Við þökkum Markúsi samfylgd-
ina og eigum alltaf eftir að minn-
ast hans með hlýhug. Við minn-
umst hans sem lítils 7 ára drengs,
sem hann var þegar við kynntumst
honum. Lítill kotroskinn drengur
með bjart bros, boðinn og búinn til
að gera öllum gott og alla sína
góðu eiginleika varðveitti hann til
hinstu stundar.
Elsku Gunnhildur, Þorleifur og
dætur. Orð fá ekki lýst hversu mjög
við finnum til með ykkur og við
vonum að Guð gefi ykkur styrk í
þessari miklu raun. En minningin
lifir, minningin um yndislegan son
og bróður sem gerði líf ykkar auð-
ugra meðan hans naut við og lang-
ar okkar að ljúka þessum kveðju-
orðum með versum sem við tileink-
um ykkur foreldrum hans.
Sá himinn var bjartur hreinn og skær,
sem hló móti augum þínum.
Þú sigraðir harminn, sonur kær,
varst sumar á vegi mínum,
þar æskan þín fríða ung og mær
þig auðgaði gæðum sínum.
En blómgunarárin urðu fá
og æskan þín fljót að líða,
en líf þitt var geisli Guði frá
það gefur mér þrek að stríða.
Ég veit að þú áttir honum hjá
þíns háleita þroska að biða.
0 blessaðu, Drottinn, blómin mín,
sem búa mér enn við hjarta
fyrst einu þú lyftir upp til þín
í eilífðarsali bjarta
og leyf þú mér svo þá lífið dvín
í ljósinu þar að skarta.
(Ljóðmæli. Guðrún Magnúsdóttir.)
Nágrannarnir i Þrastarlundi 1.
Það var undarlegt til þess að
hugsa að Markús vinur okkar væri
allur. Með nokkrum orðum viljum
við minnast hans með þakklæti og
virðingu. Margs ber að minnast,
margt ber að þakka.
Markús var sonur hjónanna
Gunnhildar Ágústu Eiríksdóttur og
Þorleifs1 Markússonar. Hann var
mjög glaðlyndur og ávallt vinur vina
sinna, ætíð reiðubúinn til að aðstoða
og alltaf sat þolinmæðin í fyrirrúmi.
Þær eru svo margar hinar
ógleymanlegu minningar sem við
eigum um Markús. Elsku Gunn-
hildur, Þorleifur, Mæja, Guðrún og
okkar kæra vinkona Soffía, við biðj-
um Guð að styrkja ykkur í þessari
miklu sorg. Á kveðjustund langar
okkur að þakka Markúsi fyrir allar
góðu'samverustundirnar sem hann
veitti okkur og alltaf mun hann lifa
í hugum okkar.
Blessuð sé minning hans.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Ruth Örnólfedóttir,
Margrét Sif Hákonardóttir,
Herdís Tómasdóttir.
Það er erfitt að sætta sig við þá
staðreynd að Markús félagi okkar
sé látinn. Okkar fyrstu . kynni af
Markúsi urðu síðasta vetur á bók-
legu einkaflugmannsnámskeiði.
Hann sýndi fluginu geysimikinn
áhuga og var sérlega gaman að
ræða við hann um flugmál sem og
önnur mál því drengurinn iðaði af
lífi.
Strax í upphafi námskeiðsins
kom í ljós að í Markúsi bjó mikið
„sameiningarafT. Hann átti stóran
þátt í því að gera þessa 25 einstakl-
inga, sem saman voru komnir á
námskeiðinu, að einum hóp og kom
þar ýmislegt til. Hann var ófeiminn
og kíminn og mjög hjálpfús. Vél-
fræðin var fag sem vafðist hvað
mest fyrir nokkrum okkar og
þreyttist Markús aldrei á að veita
okkur aðstoð, en hann þekkti mikið
til í þeim fræðum.
Námskeiðinu lauk að sjálfsögðu
með prófum. Að þeim loknum fór
fram vel heppnað skemmtikvöld
sem Markús, formaður skemmti-
nefndarinnar, hafði undirbúið og
skipulagt samviskusamlega. Þetta
kvöld var mjög ánægjulegt og efldi
vinskap okkar félaganna mikið.
Eftir svo ánægjulega viðkynningu
er því erfítt að lýsa þeim söknuði
er ríkti meðal okkar félaganna er
við fregnuðum andlát Markúsar,
þann sama dag og við áttum að
veita prófskírteinum okkar viðtöku.
Aðstandendum Markúsar vottum
við okkar dýpstu samúð.
Félagar úr fluginu.
MÆÐRADAGIRINN
ER IM HEIGINA!
RlomalramleiMur
Ath.: Blómaverslanir
m
lokaóar hvítasunnudag
VIÐ LOGUM OKKUR AÐ
BREYTTUM AÐSTÆÐUM
Þann 12. maí 1989 verður útíbú Verslunarbankans í
Umferðarmiðstöðinni lagt niður.
Ástæður þess eru fyrst og fremst þær að húsnæði og aðstaða
viðskiptavina og starfsfólks í útibúinu hefur verið ófullnægjandi
um nokkurn tíma og að breytingar á umferðarmannvirkjum í
nágrenni Umferðarmiðstöðvarinnar virðast hafa í för með sér
einangrun útibúsins.
Fimm afgreiðsíustaðir í Reykjavík til að velja um.
Verslunarbankinn er staðsettur á fimm stöðum í Reykjavík, auk
útibúa í Keflavík og Mosfellsbæ. Starfsfólk bankans mun aðstoða
við val á því útibúi sem hentar best, en 12. maí munu öll önnur
viðskipti flytjast sjálfkrafa í útibú bankans í Bankastræti 5.
Við vonum að þessi hagræðing í rekstri bankans valdi viðskipta-
vinum ekki óþægindum og munum, hér eftir sem hingað til,
kappkosta að veita víðtæka og persónulega þjónustu á öllum
sviðum bankaviðskipta.
V/€RSIUNRRÐRNKINN
-(MMMWlVHeðfiCl!
Bankastræti 5, sími 27200 Laugavegi 172, sími 20120
Grensásvegi 13, sími 84466 Þarabakka 3, sími 74600
Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, sími 687200