Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.05.1989, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989 Þjóðviljinn: Tveir ritstj ór- ar hætta í dag TVEIR af þremur ritstjórum Þjóðviljans, Silja Aðalsteinsdóttir og Mörður Árnason, hætta störfum við blaðið í dag. Uppsagnir blaða- manna, sem koma áttu til framkvæmda 1. júlí, hafa hins vegar að mestu verið dregnar til baka. Til að grynnka á fjárhagsvanda Þjóðviþ'- ans mun Alþýðubandalagið í Reykjavík yfirtaka hluta af skuldum blaðs- ins, og stefiit er að sölu húseignar þess við Síðumúla. Framkvæmdastjóm Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík hefur samkvæmt heimildum Morgunblaðsins ákveðið að yfirtaka 15 milljónir af skuldum Þjóðviljans og greiða á næstu fjórum til sex árum. Allir starfsmenn Þjóðviljans, nema Ámi Bergmann ritstjóri, fengu upp- sagnarbréf er tóku gildi 1. apríl. Flestar uppsagnimar verða dregnar til baka en Hallur Páll Jónsson, fram- kvæmdastjóri blaðsins, ogÁmi Berg- mann ganga formlega frá ráðningum á næstunni. Utlit er fyrir að Ámi Bergmann ritstýri Þjóðviljanum einsamall næstu vikur og mánuði. Ekki mun ætlunin að fækka síðum blaðsins meira en gert hefur verið. Silja Aðalsteinsdóttir kveðst hafa skilað inn uppsagnarbréfi fyrir þrem vikum. „Ég var kannski ekki sú kraftaverkamanneskja sem ég hafði vonað,“ segir hún. „Að undanfömu hafa verið gerðar neyðarráðstafanir vegna siæmrar Qárhagsstöðu Þjóð- viljans; fjölda starfsfólks hefur verið haldið í lágmarki og síðum blaðsins hefur verið fækkað eins og frekast er unnt, vilji menn að eitthvert mark sé tekið á blaðinu. Ég á bágt með að sjá hvemig hægt er að fækka blaðamönnum frá því sem nú er.“ Eskigörður: Eskfirðingur kaupir Hörpu Eskifirði. GENGIÐ hefiir verið frá kaupum Eskfirðings hf. á Eskifírði á Hörpu RE 342, sem mun koma í stað Eskfirðings SU 9, sem fórst á síðastliðnu sumri. Harpa er 308 tonn að stærð. Valdimar Aðalsteinsson skip- stjóri sagði að Harpa yrði afhent þegar hún hefði lokið veiðum á rækjukvóta þeim sem skipið hefur, en það er nú í leigu á Ísafírði. Skip- ið fer í klössun áður en það verður afhent, og síðan á loðnuveiðar. - HAJ Morgunblaðið/Emilía Ellefu metra hár kross frá Póllandi mun rísa við Landakotstún vegna messu páfa þar á sunnudag. Krossinn verður síðan fluttur að Úlfljótsvatni. Krossinn helgað- ur íslenskri æsku PÓLSKUR kross úr eik og stáli verður reistur á morgun á Landakotstúni. Hann mun standa til hliðar við altarið í messu páfa næstkomandi sunnu- dag. Gunnar Eyjólfsson, skáta- höfðingi, er upphafsmaður þess að krossinn kom hingað til lands og kveðst vilja helga hann æsku- fólki. Gunnar segir að ár sé síðan hann nefndi við pólskan prest og fyrrum samstarfsmann Jóhannesar Páls páfa, hvort unnt yrði að fá hingað eikarkross úr Karpataíjöllum í tengslum við þúsund ára afmæli kristni á íslandi. Þetta hafi svo orðið úr, krossinn hafi verið hann- aður og smíðaður í Kraká og bíði þess nú að verða reistur í túnfætin- um við Landakotsspítala. Að sögn Gunnars er krossinn gefínn af fjölmörgum einstakling- um úr báðum kirkjudeildum. Að heimsókn páfa lokinni munu skátar flytja krossinn að bækistöðvum sínum við Úlfljótsvatn. Tekinn á ofsahraða LÖGREGLAN á Selfossi stöðv- aði ökumann sem ók bíl sínum á 159 km hraða á Eyrarbakka- veginum á leiðinni frá Selfossi til Þorlákshafnar í gærkvöldi. Ökumaðurinn var sviptur öku- leyfi á staðnum. Tveir aðrir ökumenn reyndust aka á ólöglegum hraða á Eyrar- bakkaveginum í gærkvöldi. Annar mældist á 126 km hraða og hinn á 116 km hraða. Hafiiarfjörður: Kveikt i skógrækt- arsvæði ELDUR kom upp innan skóg- ræktargirðingar við Hvaleyrar- vatn í Hafnarfirði síðdegis á mánudag. Um 1 ‘/zhektari skóg- lendis brann, þar á meðal 4-5 metra há, 25 ára gömul greni- tré. Talið er að börn hafi kveikt í trjánum. Innan girðingarinnar hafði verið gróðursett lúpína, stafafurur, lág- vaxið birki, viðia og ösp og greni. Stærri trén, grenið og furan, eru talin dauð en ekki verður að fullu Ijóst fyrr en síðar í sumar eða jafn- vel næsta vor hvert tjónið verður. Rannsóknarlögreglan í Hafnarfirði vinnur að rannsókn málsins. Það er óupplýst en talið að að strákar að leik með eldspýtur eigi sök í því máli. Ólöf Krisfjánsdóttir Lést í um- ferðarslysi STÚLKAN, sem slasaðist í árekstri tveggja fólksflutninga- bfla á mótum Kringlumýrar- brautar og Miklubrautar aðfara- nótt síðastliðins laugardags, er látin. Hún hét Ólöf Kristjánsdóttir, 18 ára, fædd 27. apríl 1971, til heimil- is að Víði í Mosfellsbæ. Hreinsanir í stjórn Alþýðubandalagsfélagsins í Reykjavík: Stuðningsmenn formanns- ins felldir út úr stjórninni BIRNA Þórðardóttir var formað- ur uppstiUingarnefndar til stjórnarkjörs í Alþýðubandalags- félagi Reylgavíkur, sem fram fer á aðalfundi félagsins í kvöld. Nefiidin gerir svo miklar breyt- ingar í tillögum sínum, að líkt við hallarbyltingu. Gerir er nefndin tillögu um fióra nýja stjórnarmenn, sem ýmist tilheyra því sem oft er nefiit „flokkseig- endafélagið“„ eða „óróleikalið Alþýðubandalagsins". Þeir sem eru beinlínis felldir út úr stjórn- inni, miðað við tillögur uppstill- ingarnefndar eru þeir Árni Páll Ámason, sem verið hefur vara- formaður félagsins og Össur Skarphéðinsson, sem báðir hafa verið taldir í hópi dyggra stuðn- ingsmanna formanns Alþýðu- bandalagsins, Ólafs Ragnars Grímssonar. Stefanía Traustadóttir, formaður Alþýðubandalagsfélagsins í Reylqavík, sagði í samtali við Morg- unblaðið í gær að uppstillingar- nefnd hefði gert eftirfarandi tillögu; Formaður, Stefanía Traustadóttir. Meðstjómendur: Ástráður Haralds- Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra: ísland tekur þátt í næstu stj órnkerfisæfingum NATO Brussel. Frá Kristófer Má Kristinssyni, fréttaritara Morgrmblaðsins. ÞAÐ hefiir við rök að styðjast, að íslenska stjómkerfið sé illa undir það búið að taka þátt í ákvörðunum á óvissu- og átakatímum sagði • Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, þegar hann var spurður um nýja skýrslu Alberts Jónssonar framkvæmdastjóra Öryggismála- nefndar. Telur hann þetta hafa komið á daginn þegar íslensk viðbrögð við sovéska kafbátsslysinu við Bjamarey voru endurmetin. Hánn hafi sagt á Alþingi að þessi mál yrðu að endurskoða og samhæfa áætlanir íslenskra stjórnvalda við samsvarandi vamaráætlanir af hálfu vamar- liðsins. Segir ráðherra, að íslendingar taki þátt í næstu stjórnkerfisæf- ingum Atiantshafsbandalagsins (NATO). Jón Baldvin sagði, að þátttaka í Um fáfræði íslenskra stjómmála- stjómkerfisæfingum NATO þyrfti langan aðdraganda. Kvaðst hann sammála því, að sú staðreynd, að íslendingar hafa ekki her, gerði þátt- töku í æfingunum enn nauðsynlegri. manna sagði utanríkisráðherra: „Þetta eru ummæli einhvers ónafn- greinds starfsmanns í utanríkisþjón- ustunni og vísa væntanlega til ríkis- stjóma fyrri tíma. Ég held þetta byggist ekki á fáfræði. Hér er um gagnrýni á kerfið að ræða og hún á rétt á sér. Umfjöljun um öryggismál og það hvernig íslendingar eigi að bregðast við á hættutímum hefur hingað til verið feimnismál. Það hef- ur borið á því, að stjómmálamenn hafi ekki viljað um slíka hluti ræða og ekki af þeim vita, sem kannski má kenna beyg eða kjarkleysi vegna fjandsamlegrar umræðu sumra. Það er ekki annað en hygginna manna háttur að gera ráð fyrir hinu versta, gera áætlanir um það hvemig bregð- ast skuli við á slíkum háskatímum og þeir tímar eru ekki aðeins hætt- utímar vegna styijaldarástands, heldur einnig vegna náttúruhamfara og annarra óviðráðanlegra atburða. Ég hef t.d. þegar ákveðið, að í tengsl- um við æfingu varaliðsins í júní fari fram utan vamarsvæða fjarskipta- æfing til að samhæfa og prófa fjar- skiptakerfi almannavarna og vamar- liðsins." Utanríkisráðherra sagði, að ís- lendingar tækju þátt í næstu stjórn- kerfisæfingu NÁTO. Kominn væri til starfa sérstakur varnarmálasér- fræðingur í utanríkisráðuneytinu, Amór ^Sigurjónsson, og yrði þetta eitt af hans meginverkefnum. son, Guðmundur Albertsson, Guð- rún Guðmundsdóttir, Ragnar Stef- ánsson, Sigrún Valbergsdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttir. Þau nöfn sem era ný á þessum lista era Ástráður Haraldsson, Guð- mundur Albertsson, Ragnar Stef- ánsson og Sigrún Valbergsdóttir. Frestur til þess að koma með breytingatillögur við tillögu upp- stillingarnefndarinnar rann út kl. 20.30 í gærkveldi, sólarhring áður en aðalfundur félagsins hefst. Þeir sem uppstillingarnefndin fellir út úr stjórn eða gerir ekki tillögur um era Ámi Páll Árnason og Össur Skarphéðinsson, en þriðji stjórnar- maðurinn frá því í fyrra, Einar Gunnarsson, hafði ekki í hyggju að halda áfram. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun kjörnefndin hafa hugleitt að bjóða varafor- manninum, Áma Páli Árnasyni, áframhaldandi stjórnarsetu, að því tilskildu að Össur hyrfi úr stjórn- inni. Þessu mun hafa verið hafnað, og því mun niðurstaða kjömefndar- innar hafa orðið þessi, eða eins og einn viðmælandi Morgunblaðsins úr röðum alþýðubandalagsmanna orðaði það í gærkveldi: „Það var tekin ákvörðun um að tryggja það að flokkseigendafélagið, undir for- ystu Siguijóns Péturssonar, fengi að stýra félaginu, með fulltingi tveggja trotzkíjista, í stað eins áð- ur. Þeir sem styðja formanninn hafa einfaldlega verið hreinsaðir út.“ Sjá bls. 20: Alþýðubandalagið kannar sölu á húseign sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.