Morgunblaðið - 31.05.1989, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1989
35
Aimæliskveðja:
Eyj ólfiir Elíasson
frá Reyðarfírði
Mér fínnst ég skulda honum Ey- l,J""
jólfi örlitla afmæliskveðju. Ég skulda
honum raunar heiimikið meira og
mikið er það fjarri hans hógláta huga
að hyggja að þessari litlu skuld-
greiðslu og lítill fögnuður í fleipri
mínu, enda skal farið að öllu með
fullri gát. En ég bara má til að blað-
færa hér fáeinar línur.
Ljúfmennskan og prúðmennskan
hans Eyjólfs eru engu líkar og þar
sem hann hefur bundist vinarbönd-
um, raknar hvorki né rofnar af hans
völdum. Lipurðin í öllum gerðum,
hagleikshöndin góða og alúðin ein-
læga hafa einnig fylgt þessum far-
sæla vini ævina alla. Ég man hann
fyrst, þegar ég var agnarlítill snáði
og gat ekki almennilega sagt nafnið
hans og enn áður, þegar ég sat á
hné hans var mér sagt að ég hefði
nefnt hann A-lú-lú-lú og aldrei hafði
hann brosað blíðar en þá. Svo var
hann svo fljótur að galdra fram gripi
handa gullasjúkum hnokka, sem ekki
óð í liné í leikfangaheimi nútímans.
Og honum lá aldrei á, hafði alltaf
tíma til að hlusta, tíma til að spjalla
og svara spumingum, mögulegum
sem ómögulegum, aðallega ómögu-
legum.
Ég kynntist því síðar að koma í
heimsóknir á hans góða heimili, þar
sem Sveinbjörg og hann kepptust við
að taka sem bezt á móti manni, sem
mektaraðili væri á ferð — og líklega
er samlíkingin út í bláinn, því fyrir
þeim voru allir blessunarlega jafnir.
Brynjar sonur þeirra varð einlæg-
ur vinur þó miklu yngri væri en ég,
enda var hann oft hjá föðursystur
sinni, Gunnu minni blessaðri, þeirri
dýrðarkonu, sem mér þótti svo undur
vænt um, en alltof fljótt hvarf af
þessum heimi. Ég ætlaði ekki að
fara í neina ævisögu hér um þennan
iðjumann alúðarfullra verka, þennan
heiðarlega og hreinskiptna dreng,
þennan áttræða öðling, sem ber með
sér mildinnar blæ og ylhlýjan hug
til allra er honum eru samferða.
Bók eftir Doris
Lessing
Bókaútgáfan Forlagið hefiir
endurútgefið í kiljuformi skáld-
söguna Dagbók góðrar grannkonu
eftir Doris Lessing. Þuríður Baxt-
er þýddi söguna.
Bók þessi kom út um síðustu jól
og seldist þá upp samkvæmt frétta-
tilkynningu frá Forlaginu sem hefur
áður gefið út skáldsöguna Grasið
syngur eftir sama höfund.
í frétt Forlagsins segir m.a.: „Dag-
bók góðrar grannkonu vitnar um
djúpan mannskilning og tilfinninga-
hita mikils rithöfundar.
Dagbók góðrar grannkonu er 304
blaðsíður, prentuð í Danmörku.
Hann hefur sínar einörðu skoðanir
og þeim skyldi enginn hagga með
orðaskvaldri einu. Fylginautar hans,
greindin góða og glöggt auga fyrir
iðju hverrri, hafa ásamt lundeminu
ljúfa skilað honum vel á veg alltaf
og ævinlega. Þetta áttu að vera fá-
ein, fátækleg þakkarorð með örlítilli
afmæliskveðju. Eyjólfur er Reyðfirð-
ingur og þar lágu spor hans fram
eftir allri ævi, er hingað suður var
haldið og hér unað upp frá því.
Foreldrar nans Guðrún Þorbjarn-
ardóttir og Elías Eyjólfsson bjuggu
þar eystra, og ættstofnar góðir stóðu
að þeim hjónum báðum, þar sem
athugul greind og viðkvæmt lund-
erni, en umfram allt einlægni hjart-
ans vörðuðu leiðina.
Lífsgæfa Eyjólfs mest og bezt var
hans bjartláta og lífsglaða greindar-
kona, er hann átti að lífsförunaut,
þó of skjótt hafi þar sól brugðið
sumri. Sveinbjörg heitin Einarsdóttir
var mikil atorkukona og ekki síður
góð kona, góð húsmóðir og móðir.
Óvenju kærleiksrík var samfylgd
þeirra hjóna og samheldnin sterk um
allt sem máli skipti svo ólík sem þau
annars voru um margt. Böm þeirra
þijú, Brynjar Elías vélstjóri í
Reykjavík, Guðrún húsfreyja í
Reykjavík og Jarþrúður búsett í
Svíþjóð, eru hið ágætasta fólk og
margar góðar minningar tengdar
hinu myndarlega heimili eystra þyrp-
ast að.
Og nú er ljúflingurinn hugumþýði
og hjartaglaði orðinn áttræður og
ber aldurinn vel og enn var um dag-
inn handtakið hans heitt og styrkt
og nú er að finna sama hlýja hand-
takið í dag og árna honum farsællar
fylgdar allra góðra gæfudísa.
Megi auðna hans ávallt verða sem
allra mest svo sem hann á skilið og
alúðarþakkir frá mér og mínum.
Lifðu heill hollvinur góður.
Helgi Seljan
Þessi afmæliskveðja birtist í
blaðinu á sunnudag en vegna þess
hve fyrirsögnin brenglaðist í vinnslu
birtist hún hér á nýjan leik.
Vönduð heildarútgáfa AB á Ijóðum Tómasar Guð-
mundssonar — óskaskálds Reykjavíkur. Glœsilega
innbundið með kápuskreytingu eftir listamanninn
Torfa Jónsson.
Kristján Karlsson skrifar afar glöggan og skarpsýnan
formálasem gefur okkur ómetanlega innsýn í hugar-
heim skáldsins.
Kvœði Tómasar skipa veglegan sess I hugum fslend-
inga og œttu að vera sjálfsögð á hverju heimili.
Stúdentagjöf sem njóta má um aldur og œvi.
Kannt þú nýja símanúmerið? ^/3x67
Steindór Sendibílar
FERÐATILBOÐ SUMARSINS
12.670
1-3 VIKNA EVRÓPUFERÐIR
FRÁ KR.
Nánari upplýsingar hjá söluskrifstofum Arnarflugs,
umboðsmönnum og ferðaskrifstofum.
SÖLVÍ
«w»‘
ARNARFLUG HF.
si«n»r* ^3060
Lágmúla 7 og Austurstræti 22
*Staðgreiðsluverð fyrir 2 fullorðna og 2 börn
2ja-11 ára og bíl í A-flokki í viku.