Morgunblaðið - 31.05.1989, Síða 36

Morgunblaðið - 31.05.1989, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 31. MAI 1989 Frá Tóbaksvarnanefíid: Konur sem reykja of mikið = konur sem reykja Auglýsendur hafa lengi höfðað til kvenna í sígarettuauglýsingum. Auglýsendur finna sífellt nýjar leiðir til að skírskota til kvenna. Spumingin er, hversu lengi ætla konur að láta blekkja sig? „Reykingar kvenna líkjast far- sótt,“ sagði Sveinn Magnússon læknir í grein í tímaritinu Heil- brigðismálum fyrir þremur árum. í dag, miðvikudaginn 31. maí, er sjónum sérstaklega beint að reykingum kvenna á alþjóðlegum tóbaksvamadegi og er það að ósk Alþjóða heilbrigðisstofnunarinn- ar. Hvernig er ástandið nú, þrem- ur árum eftir að þessi ógnvekj- andi fullyrðing var sett fram? Fara reykingar kvenna vaxandi? Sem betur fer ekki. Samkvæmt könnunum sem Hagvangur hefur gert fyrir Tóbaksvarnanefnd hef- ur dregið úr reykingum, bæði karla og kvenna. Það sem vekur athygli er að tiltölulega meira hefur þó dregið úr reykingum karla en kvenna. Og nú er ástandið þannig að frá fimmtán ára aldri til 34 ára aldurs eru konur í meirihluta þeirra sem reykja daglega (sjá meðfylgjandi töflu). Of hægfara þróun Tölurnar í þessari töflu gefa ákveðna vísbendingu um að á sama tíma og dregur verulega úr reykingum karla náist ekki árang- ur hjá konunum. Skýrast kemur þetta í ljós með samanburði á reykingum karla og kvenna fyrir þrjátíu árum, tuttugu árum, tíu árum og nú (sjá meðfylgjandi línu- rit). í stórum dráttum má segja að verulega hafi dregið úr reykingum karla á aldrinum fimmtán ára til fimmtugs á síðustu árum, en reykingar kvenna á sama aldri farið hratt vaxandi allt tímabilið þar til fyrir tíu árum. Þá fór loks að draga úr þeim, en þróunin gengur mun hægar hjá konum en körlum. Fyrir þijátíu árum reyktu meira en fímmtíu af hundraði karla fimmtán til fímmtíu ára, en um þijátíu af hundraði kvenna dag- lega. Streita eða stíll? Ýmsir hafa reynt að skýra hvers vegna reykingar kvenna jukust á sama tíma og karlar minnkuðu reykingar verulega, Það sem einkum hefur verið tínt til er vaxandi hlutur kvenna á vinnumarkaðinum, og þar með talið aukið álag á konur sem margar vinna tvöfaldan vinnudag á heimili og utan þess. Margir, karlar sem konur, bregðast við streitu með því að fá sér sígarettu og kaffibolla, jafnvel þótt rann- sóknir sýni að slíkt gerir aðeins illt verra. Einnig hafa menn velt því fyrir sér hvort ímynd sú sem fjölmiðlar og alþjóðlegur auglýs- ingamarkaður draga upp af ungu hraustlegu fólki í erli dagsins með sígarettu í hendi nái betur til kvenna en karla. Skýringarnar sem menn þykjast finna á því eru þá einkum þær að konur séu að festa sig í sessi á vinnumarkaðin- um og finna sér ímynd sem karlar hafí þegar eignast. Óttinn við að fítna Menn hafa því leitað skýringa í breyttri sjálfsmynd kvenna í kjöl- far þeirra þjóðfélagsbreytinga sem orðið hafa á undanförnum árum. Miklar kröfur eru gerðar til kvenna, útlits þeirra, fram- komu og hlutverks í samfélaginu og konur gera oft mjög harðar kröfur til sjálfra sín. I því sam- bandi má nefna að margar konur segjast óttast að fítna ef þær hætti að reykja. Mjög er höfðað fjölmiðlum og ekki að undra þótt óttinn við að fitna hafi áhrif á sumar. þótt rannsóknir sýni að yfirleitt er sá ótti ástæðulaus. Erlendar kannanir sýna að þyngd- araukning fólks sem hættir reykingum er yfirleitt lítil og að- eins fáir þeirra sem hætta að reykja fítna verulega. En hveijar svo sem ástæðurnar eru fyrir því að ver hefur gengið að höfða til kvenna en karla í áróðri gegn reykingum er ljost að menn eru að vakna upp við vondan draum og reyna að ná til kvenna. Og menn hafa komið auga á að ýmis rök gegn reyking- um ættu ekki síst að höfða til kvenna. Þessum rökum þarf að koma á framfæri. Sem betur fer virðist það vera að takast, árang- urinn frá reyklausum dögum árin 1988 og nú í ár sýna að töluvert fleiri konur hættu að reykja á reyklausum degi en karlar og þær drógu einnig frekar úr reykingum sínum en þeir. Ábyrgð mæðra Rannsóknir á reykingum kvenna á meðgöngu sýna svo ekki verður um villst að reykingar eru skaðlegar bæði konunum og bömum þeirra. Börn reykinga- kvenna fæðast léttari, eru við- kvæmari fyrir ýmsum kvillum eft- ir fæðingu og hætta á fósturláti og ýmsum vandamálum sem upp geta komið á meðgöngutíma er mun meiri hjá reykingakonum en öðrum verðandi mæðrum. Nýleg- ar rannsóknir sýna einnig að ni- kótín í legvatni getur valdið stökk- breytingum í arfberum baktería og slíkar stökkbreytingar geta aukið líkur á krabbameini hjá baminu. Áróður gegn reykingum kvenna á meðgöngutíma hefur án efa skilað einhveijum árangri, og aukin fræðsla um skaðleg áhrif reykinga verðandi mæðra mun áreiðanlega höfða til þessara kvenna. Rannsóknir er sýna skað- leg áhrif óbeinna reykinga höfða ekki síst til mæðra. Eftir því sem fleiri rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að reykingar em ekkert einkamál þess sem reykir, heldur heilsutjón fyrir þá sem umgangast hann, verður ábyrgð reykingamannsins gagnvart um- hverfí sínu ljósari. 60 50 40 % 30 20 10 0 1958 1968 „Konur þurfa að sýna hug sinn í verki með því að snúa baki við reykingum. Reyking- ar eru heilsuspillandi fyrir þann sem reykir og fólkið í kring um hann og mengun í umhverfinu.“ 1978 1988 Ábyrgð á sjálfum sér Konur ættu ekki eingöngu að hætta að reykja annars vegna, heldur einnig vegna sjálfra sín. Áhætta sú sem reykingamann- eskja tekur ef hún reykir tuttugu sígarettur á dag er margföld á við hættuna í umferðinni til dæm- is. Hættan á að deyja vegna reykinga á næstu tíu áram er 1:25 fyrir þessa reykingamanneskju, en hættan á að deyja í umferðar- slysi á næstu tíu árum er 1:600. Reykingar valda lungnakrabba- meini, auka líkurnar á hjartasjúk- dómum, öndunarfærasjúkdómum og hafa áhrif á fijósemi kvenna, auk þess sem aukin hætta er á ýmsum öðrum krabbameinum en lungnakrabba reykingafólks. Reykingafólk er í meiri hættu vegna æðastíflna í útlimum og heilablæðingar. Reykingar draga Daglegar reykingar eftir aldri og kynjum (1988) Úr könnun Hagvangs fyrir Tóbaksvarnanefnd Aldur Karlar Konur 15-19 ára 17,8% 19,1% 20-24 ára 32,6% 37,0% 25-29 ára 39,7% 43,2% 30-34 ára 33,9% 35,3% 35-39 ára 38,8% 31,5% 40-44 ára 39,7% 36,1% 45-49 ára 39,7% 34,8% 50-54 ára 32,3% 38,4% 55-59 ára 40,5% 29,2% 60-64 ára 23,9% 23,0% 65-69 ára 28,4% 26,2% 70-74 ára 14,8% 28,8% 75-79 ára 25,6% 16,3% úr þoli fólks og valda umtals- verðri vanlíðan í viðbót við alla áhættuna sem reykingamanneskj- an tekur. Þar að auki hafa reykingar slæm áhrif á litarhátt og heilbrigt útlit fólks. Það sem hér er að framan talið á ekki síst við um konur, því sígarettu- reykingar era hættulegastar allra reykinga, og konur reykja nær eingöngu sígarettur. Er í raun nokkram.nógu illa við sjálfan sig til þess að vilja reykja. Ábyrgð gagnvart umhverfinu Konur hafa oftar en ekki verið í fararbroddi þeirra sem láta sig varða bætt umhverfi og þær hafa mjög beitt sér gegn mengun. Því ætti að vera raunhæft að leggja aukna áherslu á þennan þátt fræðslu gegn reykingum kvenna. Hvernig getur kona sem tekur afstöðu gegn hvers konar um- hverfismengun svo sem mengun af völdum útblásturs frá bílum varið það fyrir sjálfri sér og öðrum að menga umhverfi sitt, barnanna sinna og vinnufélaganna með reykingum, sem hún veit að era skaðlegar heilsu þessa fólks? Það er lítið samhengi í að setja blý- laust bensín á bílinn sinn en hirða ekki um að hlífa umhverfinu við sígarettureyk. Sífellt fleiri rann- sóknir renna stoðum undir þann ótta manna að óbeinar reykingar séu stórháskalegar. Mæður sem með virkum hætti veija börnin sín fyrir háska umferðarinnar hljóta að taka höndum saman að veija þau einnig fyrir því heilsutjóni sem óbeinar reykingar geta valdið þeim. Viltu setja slæmt fordæmi? Ábyrgð foreldra er mikil, ekki einungis vegna þess að þeir geta valdið börnum sínum skaða með reykingum sínum. Ábyrgð for- eldra er ekki síður mikil vegna þess fordæmis sem reykingar þeirra era börnum þeirra. Sýnt hefur verið fram á, svo ekki verð- ur um villst, að unglingar líkja eftir því sem fyrir þeim er haft^ ekki síst ef litið er á reykingar. I könnun Borgarlæknisembættisins á reykingavenjum, 1986, vora meðal annars könnuð tengsl reykinga á heimilum og reykinga 12-16 ára skólanema. Niðurstöð- urnar voru sláandi, unglingar frá reykingaheimilum voru tvisvar til þrisvar sinnum líklegri til að reykja en unglingar frá reyklaus- um heimilum. Konur eru í miklum meirihluta í ýmsum stéttum sem vinna með börn og unglinga og í umönnunar- störfum. Konur era meirihluti barnakennara og mikill meirihluti í hjúkrunarstéttum og fóstrastétt. Ábyrgð þeirra í starfi er þeim vel ljós. Því er vaxandi áhugi þeirra sem vinna gegn reykingum á að höfða tii ábyrgðar kvenna í þess- um störfum og vitundar þeirra um það fordæmi sem þær sýna í starfi sínu. Taka konur forystuna? Vaxandi áhugi er á heilbrigðum lífsháttum. Konur hafa verið framarlega í flokki þeirra sem reka áróður fyrir bættu mannlífi og auknu heilbrigði. Það er því ekki fráleitt að ætla að konur hafí áhuga á að taka forystuna í baráttunni gegn reykingum, ekki síður en karlmenn. Konur sem hætta reykingum geta með virk- um hætti sýnt fordæmi með því að láta það skref verða lið í bætt- um lífsháttum. Konur eru meðvit- aðar um ábyrgð sína sem uppa- lendur, þátt sinn í því að fjölskyld- ur þeirra taki upp hollari lífshætti. Síðast en ekki síst eru konur meðvitaðar um hlut sinn í um- hverfisvernd. Konur þurfa að sýna hug sinn í verki með því að snúa baki við reykingum. Reykingar eru heilsuspillandi fyrir þann sem reykir og fólkið í kring um hann og mengun í umhverfinu. Frá Tóbaksvamanefnd

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.